Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 17
16 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 25 íþróttir Fredericks skiptir um mataræði Frankie Fredericks, sem hljóp 100 m á einum hundraðasta frá heimsmetinu sl. miðvikudag, hefur breytt um mataræði. „Eina breytingin sem ég gerði nýlega var mataræðið. Hér áður fyrr náði ég mér bara í kjúklingaborgara því ég hafði ekki tíma til að borða. Ég gaf mér aldrei tíma til að borða al- niennilega," sagði þessi 29 ára gamli Namibíumaöur. „Ég hélt að besta leiðin til að þjálfa væri bara aö hiaupa og hlaupa en núna tek ég bara þátt í einu hlaupi á hverju móti, kannski tveimur. Ég fmn ekki fyrir neinni þörf til að hlaupa svona mikið lengur." Marseille og Adidas Lukkuhjólið snerist í heilan hring i gær þegar Adidas keypti franska liðið Marseille sex árum eftir að fyrrum forseti Marseille, Bemard Tapie, keypti þennan þýska íþróttavörurisa. Jean- Claude Gaudin, bæjarstjóri Marseille, greindi frá samningn- um en hann hefur rekið félagið eftir aö Tapie neyddist til að segja af sér sökum mikilla skulda og einnig fyrir að hafa fyrir fram ákveðið leikúrslit. Adidas á 31 lið í Frakklandi, þ. á m. meistarana í Auxerre. Fámennt á Wimbledon Það virðist engu skipta þó að enski tenniskappinn Tim Hen- man sé á mikUli sigurgöngu á Wimbledon því fyrstu vikuna voru áhorfendur 9000 færri held- ur en í fyrra. Framkvæmdastjóri Wimbledon, Christopher Gorr- inge, hefur samt engar áhyggjur. „Staðreyndin er sú að áhorf hef- ur aðeins farið niður um 4,5% miðað viö metið sem sett var i fyrra.“ Hann benti einnig á að það hefði rignt mikiö, stóru nöfnin væru dottin út og síðan hefðu verið tvö neðan- jarðarlestaverkföll. Ravanelli til Middlesbrough Bryan Robson, stjóri Middles- brough, gekk í gær frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Fabrizio Ravanelli frá Juventus og var kaupverðið litlar 700 milljónir króna. Robson ætlar ekki aö láta staðað numið og hef- ur borið víurnar 1 hollenska landsliðsmanninn Patrick Klui- vert hjá Ajax og er reiðubúinn að greiða fyrir hann 600 milljón- ir. Raducioiu til West Ham West Ham keypti í gær rúm- enska landsliðsmanninn Florin Raducioiu frá spænska liðinu Espanyol fyrir 240 milljónir króna. V50 izina ÍSLANDSMÓTIÐ MIZUNO-DEILDIN FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ KL. 20. 6. UMFERÐ HÁSTEINSVÖLLUR KL. 20.00 ÍBV - STJARNAN KÓPAVOGSVÖLLUR KL. 20.00 BREIÐABLIK - ÍBA KR-VÖLLUR KL. 20.00 KR-AFTURELDING AKRANESVÖLLUR KL. 20.00 ÍA - VALUR Sætur sigur hjá norðanmönnum - 2. deildar liö KA skellti 1. deildar liöi Grindavík, 1-3 DV, Suðurnesjuin: „Þetta var sætur sigur og ég held að hann hafi verið fyllilega sanngjarn miðað við færin sem liðin fengu. Við fengum fleiri færi en þeir sem við hefðum átt að klára,“ sagði Pét- ur Ormslev, þjálfari 2. deildar liðs KA, eftir óvæntan sigur á Grinda- vík, 1-3, í 16-liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnar í Grindavík í gær. Leikmenn KA komu skemmtilega á óvart og veittu Grindvikingum harða mótspyrnu. Þeir mættu af- slappaðir til leiks á meðan heima- menn virkuðu nokkuð spenntir. Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að hemja eldfljóta KA-menn og léku norðanmenn oft mjög skemmti- legan sóknarleik. Jafnræði var með liöunum í fyrri hálfleik. Bæði lið fengu góð marktækifæri sem ekki nýttust. I síðari hálfleik byrjuðu heimamenn af krafti. Guðmundur Torfason þjálfari gaf tóninn með þrumuskoti beint úr aukaspymu sem fór í slána og skömmu síðar skoraði Kekic Sinus fyrsta markið. Þar með héldu flestir að eftirleikur- inn yrði auðveldur fyrir heima- menn en KA var á öðm máli og tókst að jafha á 59. mínútu þegar Halldór Kristinsson skoraði með skalla eftir hornspymu. Á 65. mín- útu komust KA-menn yfir þegar Bjami Jónsson skoraði úr víta- spyrnu sem dæmd var þegar Albert markvörður felldi Loga Jónsson. Það var síðan Þorvaldur Makan sem innsiglaði sigurinn undir lokin með laglegu marki eftir fyrirgjöf Deans Martins. Þeir Þorvaldur og Dean Martin vora bestir í spræku liði KA en hjá Grindvíkingum, sem vantaði fjóra menn úr byrjunarlið- inu, átti Kekic einna bestan leik. „Við slökuðum á eftir markið og héldum þá að sigurinn væri í höfn. Nú getum við einbeitt okkur að deildinni," sagði Grétar Einarsson sem var fyrirliði í þessum leik þar sem Jakovic fyrirliði var meiddur og sömuleiðis varafyrirliðinn, Ólaf- ur Ingólfsson. -ÆMK Þórsarar fóru að hætti KA-manna - og komust í 8-liða úrslit eftir sigur á Leiftri, 6-5, í bráðabana DV, Akureyri: Akureyringar eiga tvö lið í 8-liða úr- slitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu eftir að Þórsurum tókst að leggja Leiftursmenn í bráðabana, 6-5, á Akureyri í gær- kvöld. Staðan eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu var jöfn, 0-0, en Þórsarar fengu þó gullið tæki- færi til að tryggja sér sigur undir lok venjulegs leiktíma þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Bjarni Sveinbjörnsson framkvæmdi spym- una en Atli Knútsson varði laust skot. Eftir 10 vítaspyrnur var staðan enn jöfn, 4-4, en þá hafði Atli Rúnars- son, markvörður Þórs, varið spymu Rastislavs Lazoriks og Ámi Þór Ámason skaut í stöng. Atli Rúnars- son varði síðan sjöttu spyrnu Leift- ursmanna sem gamli Þórsarinn, Júlíus Tryggvason, tók og það var síðan Sveinn Pálsson sem innsiglaði sigur Þórsara. Hin mörkin fyrir Þórsara skoraðu Páll Gíslason, Páll Þ. Pálsson, Hall- dór Áskelsson, Davíð Garðarsson og Þorsteinn Sveinsson. Mörk Ólafs- firðinga gerðu Sverrir Sverrisson, Matthías Sigvaldason, Gunnar Oddsson, Slobodan Milisic og Daði Dervic. Þórsarar léku skynsamlega. Þeir spiluöu þétta vörn, beittu hættuleg- um skyndisóknum og börðust eins ljón aúan tímann. Þórsarar fengu nokkur góð marktækifæri og voru nær því að gera út um leikinn held- ur en Leiftursmenn. Hinn tvítugi Páll Pálsson átti stórleik í vöminni og Þorsteinn Sveinsson var mjög traustur. Þá var Atli Rúnarsson góður í markinu og Davið Garðars- son stóð fyrir sínu. Leikur Leiftursmanna olli vonbrigð- um. Leikur þeirra var einhæfur og í stað þess að nýta kantana reyndu þeir oft að spila í gegnum miðjuna. Atli Knútsson markvörður var þeirra besti maður og þeir Baldur Bragason og Gunnar Oddsson stóðu fyrir sínu. -GN Tvö liö úr 1. deild féllu úr bikarnum Guðjón Asmundsson og félagar hans f Grindavfk voru frekar óvænt slegnir út í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu í gær þegar þeir töpuðu á heimaveili fyrir sprækum KA-mönnum. DV-mynd ÞÖK Meistarinn lagður af velli Hollendingurinn Richard Krajicek fagnar hér innilega eftir sigur á Bandaríkjamanninum Pete Sampras í 8-manna úrslitunum á Wimbledon- mótinu í tennis í gær. Sigur Krajiceks var merkilegur fyrir þær sakir að Sampras var þarna að tapa sínum fyrsta leik á Wimbledon-mótinu í fjögur ár en síðustu þrjú árin hefur hann hampað titlinum. Símamynd Reuter Wimbledon-mótið í tennis: Fyrsti ósigurinn hjá Sampras í fjögur ár Þau óvæntu úrslit urðu á Wimbledon-tennismótinu í Lundún- um í gær að Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Hollendingnum Richard Krajicek í hörkuleik, 7-5, 7-6 og 6-4. Þar með er ljóst að nýr meistari verður krýndur í karlaflokki þetta árið en Sampras hefur unnið sigur á þessu móti undanfarin þrjú ár og hefur ekki beðið ósigur í fjögur ár. Síðasti tapleikur Sampras á Wimbledon-mótinu var árið 1992 þegar hann tapaði fyrir Króatanum Goran Ivanisevic. Sampras átti ekkert svar við góðum uppgjöfum Hollendingsins sem náði 29 ásum í leiknum. Var vel upplagður og fann það á mér að ég gæti unnið hann „Ég var vel upplagður og fann það á mér að ég gæti unnið hann. Það er mikill heiður fyrir mig að vera sá fyrsti til að leggja Sampras að velli í fjögur ár á þessu móti. Þessi sigur gefur mér ekkert í framhaldinu og það er enginn tími til að fagna hon- um,“ sagði Krajicek eftir leikinn. Aðalvon heimamanna, Bretinn Tim Henman, sem leikið hefur vel á mót- inu, varð að játa sig sigraðan þegar hann tapaði fyrir Bandaríkjamann- inum Tod Martin, 7-6, 7-6 og 6-4. Árangur Henmans að komast í 8- manna úrslit er besti árangur bresks tennisleikara á Wimbledon mótinu síðan 1973. Óvæntur sigur Ástralans Ástralinn Jason Stoltenberg kom á á óvart með því að vinna sigur á Króatanum Goran Ivanisevic, 6-3, 7- 6, 6-7, og 7-6. í undanúrslitunum mætir Stoltenberg Rihard Krajicek. í fjórða leiknum í 8-manna úrslitun- um lagði Bandaríkjamaðurinn Mali- Vai Washington Þjóðverjann Alex- ander Radulescu, 6-7, 7-6, 5-7, 7-6 og 6-4. Sanchez komin í úrslitaleikinn 1 kvennaflokki er Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni komin í úrslit eft- ir sigur á Meredith McGrath frá Bandaríkjunum, 6-2 og 6-1. Það kemur svo í ljós í dag hver andstæð- ingur hennar er í úrslitunum þegar þýska tennisdrottningin Steffi Graf og Kimiko Date halda leik sínum áfram sem hófst í gær. Eftir tvö sett hafa þær unnið sinn leikinn hvor, 6-2, en hætta varð keppni í gær vegna bilunar í ljósabúnaði. -GH Ekkert gekk! Þýskaland kom með tillögu um að öll lönd ættu að hafa meira að segja hvaö varð- ar reglur í knattspymudeildum og með því minnka völd FIFÁ. Þessi tillaga var útilok- uð á ráðstefhu FIFA í gær. Þýska knattspymusambandið vildi breyta reglum alþjóðasambandsins og fá þannig meira frelsi til að breyta reglum eft- ir vilja þess. Þetta mál hefúr verið í eldlínunni hjá þessum tveimur samböndum síðan árið 1994 þegar þýska sambandið lét endurtaka leik Bayem Múnchen og Númberg eftir að sjónvarpsupptökur sýndu að mark sem Thomas Helmer fékk dæmt var ólöglegt, boltinn fór ekki yfir línuna. FIFA gagn- rýndi þessa ákvörðun þýska sambandsins þvi þetta setti dómara í mikla klípu en úr- slitin úr endurtekna leiknum stóðu. í gær reyndi þýska sambandið að fá þessu framgengt en tókst ekki að fá 75% sem til þurfti og var tillagan felld með 129 atkvæðum gegn 40. FIFA var sterklega á móti því að knatt- spymusambönd væra að skipta sér af ákvörðunum dómara og sagði að þetta myndi leiða til misnotkunar á valdi og verða til vandræða á stórmótum. „Hvað varðar FIFA þá er ákvörðun dómarans end- anleg, hún hefur alltaf verið það og mun alltaf vera það,“ sagði talsmaður FIFA, Keith Cooper. Margir vilja eflaust breyta þessu því mörg umdeild atvik hafa verið í boltanum undanfarin ár. Ferskustu dæmin era ef- laust úr Evrópukeppninni. Markið sem Rúmenar skoraðu gegn Búlgörum og síðan vítaspyma Tékka gegn Þjóðverjum en brot- ið var greinilega fyrir utan teig en svona er nú boltinn! Maradona tð Japan? Einn sá allra besti í knattspym- unni og fyrrum fyrirliði Argentinu, Diego Maradona, mun skriía undir 20 milljóna dollara samning við felag i Japan á næstu dögum samkvæmt umboðsmanni hans, Guillermo Coppola Þessi 35 ára gamh miðjumaður þarf bara að útvega sér landvistar- leyfi en hann var ekki velkominn þar um árið. „Diego hefúr ekki gleymt því að einu sinni vildu þeir ekki hleypa honum í japönsku deildina sökum þess að hann stóð í málaferl- um út af því að hafa neytt fikniefna," sagði Coppola. Japönsk yfirvöld bönnuðu honum mas. að spila í vináttuleikjum gcgn japönskum hðum fyrir HM 1994 vegna notkunar hans á kókaini Ef svo vel vill til að stjaman fáer landvistarleyfi mun hann tara til Jap- ans í ágúst en Uðið hefúr ekki verið nefht. Diego spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu en hann er í enn einum málaferlunum þar í landi. Að þessu sinni fyrir að skjóta af loft- byssu að blaðamönnum fyrir utan viUu sínu í Buenos Aires 1994. GuiUermo Altuve ríkissaksóknari sagði að Maradona „þyrfti að lýsa öll- um smáatriðum hvað varðar feröa- lög cg dómarinn ákveður hvort hann sætti sig við þau eða ekki“. Maradona gerði garðinn frægan í ítalska Uðinu NapoU en hann var, eins og flestir vita, langbesti maður HM í Mexíkó 1986 er hann skoraði með .Jiendi Guðs“ gegn EnglandL íþróttir Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu, 16-liöa úrslit: Erfið fæðing hjá Fylki - þurfti framlengingu til að leggja Skallagrím að velli, 3-0 „Þetta var erfið fæðing. Ég veit ekki hvað er að plaga okkur þessa dagana en það vantar stöðugleika í liðið hjá okkur. Sigurinn er það sem gildir og vonandi erum við komnir á beinu brautina," sagði Þórhallur Dan Jó- hannsson, leikmaður Fylkis, eftir sigur á baráttuglöðu 2. deildar liði Skallagríms, 3-0, í gærkvöldi eftir fram- lengdan leik. Fylkismenn voru frískari í upphafi og á 18. mín. fékk Finnur Kolbeinsson gott færi en skotið geigaði, Kristján Georgsson fékk einnig ágætt færi í fyrri hálfleik fyrir Borgnesinga en hitti knöttinn illa. Fyrstu tiu mtnúturn- ar í síðari hálfleik vora fjörugar, boltinn fór í stöng og slá á marki Borgnesinga en gestimir fengu einnig tvö ágæt færi. Það sem eftir lifði leiks einkenndist af bar- áttu og þá sérstaklega Skallagrímsmanna. En í heildina var leikurinn jafn og ekki augljóst aö annað liðið væri í fyrstu deild en hitt i annari, þrátt fyrir að Fylkismenn ættu hættulegri færi. Gestirnir sofnuðu á verðinum Þegar að framlengingu kom sofnuðu gestimir illa á verðinum og strax á 2. mín. skallaði Þórhailur knöttinn í netið frá markteigi eftir langt innkast Ólafs Stígsson- ar og flikk frá Kristni Tómassyni. Aðeins rúmri mínútu síðar átti Ásgeir Már Ásgeirsson gott skot að marki Borgnesinga, Friðrik Þorsteinsson, markvörður Skalla- gríms, varði en Ólafur Stígsson fylgdi vel á eftir og kom Fylkismönnum í 2-0. Gestimir náðu sér ekki á strik eft- ir þetta og það var aðeins formsatriði að klára leikinn. Þórhallur bætti síðan við þriðja markinu um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa fengið góða stungusendingu. Leikurinn var ekki vel leikinn og á köflum ákaflega dapur en barátta Borgnesinga var lofsverð. Fylkismenn söknuðu fyrirliða síns, Aðalsteins Víglundssonar, og mátti merkja það af varnarleik liðsins. Ásgeir Már Ás- geirsson átti góðan leik í liði Fylkis, Enes Cogic og Ólaf- ur Stígsson léku ágætlega og Þórhallur lék á köflum vel. Liðsheild Skallagrims var sterk en þó vantaði nokkurn brodd í sóknina. Pétur Sigurðsson var fremst- ur meðal jafningja ásamt miðjumönnunum Þórhalli Jónssyni og Bimi Axelssyni. Hilmar Hákonarsson átti nokkra góða spretti. Gleymdum okkur á upphafsmínútunum „Við gleymdum okkur á upphafsmínútum framleng- ingarinnar og það kostaði okkur leikinn. Við vorum að spila ágætan leik, svipað og við höfum verið að gera undanfarið," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Skalla- gríms, í samtali við DV að leik loknum. -ÞG Þórhallur Dan Jóhannsson var á skotskónum í liði Fylkis í gær og skoraði tvö mörk gegn Skallagrímsmönnum. Verðskuldað hjá Val - lagði Stjörnuna að Hlíðarenda, 3-1 Valsmenn unnu sigur á Stjörnu- mönnum, 3-1, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spymu að Hlíðarenda i gær. Þeir rauðklæddu vora mun betri aðilinn nær allan leiktímann og sigur þeirra var fyllilega sanngjarn. Leikurinn hafði staðið 17 min- útur þegar Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val. Sigurbjöm skoraði af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann óvænt í vítateig Stjörnumanna. Valsmenn voru mun sterkari fyrsta hálftímann en síðasta stund- arfjórðunginn náðu Stjörnumenn betri tökum á leiknum. Það kom því ekki á óvart að þeim skyldi takast að jafna metin á 42. mínútu leiksins. Kristinn Lárasson þrumaði knettin- um upp í þaknetið. Á síðustu sekúndum fyrri hálf- leiksins náði Amljótur Davíðsson Norðmenn til United Breska blaðið Daily Mail greindi frá þvi í gær að samn- ingsviðræður Manchester United við tvo norska knatt- spyrnumenn væra á lokastigi. Það eru Ole Gunnar Solskjar, sem leikur meö Molde í Noregi, og Ronnie Johansen hjá Besiktas í Tyrklandi en þeir eru báðir metnir á 150 milljónir króna. Berger til Liverpool? Þá segir í sama blaði að tékk- neski landsliðsmaðurinn Patrick Berger, sem leikið hefur með Dortmund, muni að öllum lík- indum ganga til liðs við Liver- pool fyrir 260 milljónir króna. að koma Valsmönnum yfir. Jón Grétar Jónsson átti laglega send- ingu inn fyrir sofandi vöm Stjörn- unnar. Amljótur tók boltann skemmtilega niður á markteig og potaði boltanum fram hjá Bjarna Sigurðssyni. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik- inn af krafti og á fyrstu 5 mínútun- um fengu þeir tvö mjög góð mark- tækifæri. Á 52. mínútu var dæmd vítaspyma á Stjörnuna þegar Sigur- bjöm Hreiðarsson var felldur innan vítateigs og Heimir Porca skoraði af öryggi úr vítaspymunni. Eftir þetta mark gerðist fátt markvert. Valsmenn bökkuðu aftar á völlinn og gáfu Stjörnumönnum eftir miðjuna en það skilaði Garðbæingum litlu. Valsmenn fengu nokkrar hættulegar skyndi- sóknir og vora nær því að bæta við mörkum en Stjömumenn að Meistaramót ís- lands í frjálsum íþróttum Mótið verður haldið á Laugar- dalsvelli um helgina og byrjar þetta allt saman með forkeppni klukkan 13.00 á laugardaginn en mótið sjálft byrjar klukkan 14.00. Fyrstu greinar sem keppt verður í eru langstökk kvenna, hástökk karla, sleggjukast kvenna og spjótkast karla. Á sunnudaginn heldur dag- skráin áfram klukkan 13.40 með undanúrslitum í 200 m hlaupi karla en mótslok eru áætluð klukkan 16.20. minnka muninn. Valsmenn léku á köflum ágætlega í leiknum. Leikur þeirra var mun markvissari en hjá gestunum og vöm liðsins var sterk. Gunnar Ein- arsson var traustur í vöminni, Heimir Porca stjórnaði spilinu vel og þeir Amljótur Davíðsson og Sig- þór Júlíusson voru sprækir. Stjörnumenn náðu aldrei að finna taktinn. Þeir náðu á köflum ágætis samleik en lítill broddur var í leik liðsins og eitthvert stemn- ingsarleysi einkenndi liðið. Það var helst Baldur sem ð gerði góða hluti. „Það er gaman að vera kominn áfram í bikarkeppninni og ég var í heild ánægður með leik okkar. Þessi sigur ætti að vera gott vega- nesti í leikinn á sunnudaginn, sem er einnig gegn Stjömunni," sagði Amljótur Davíðsson, leikmaður Vals, við DV eftir leikinn. -GH t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.