Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 Afmæli Ingibjörg Sigurðardóttir Kol- beins, hjúkrunardeildarstjóri á end- urhæfinga- og taugadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur að Grensási, til heimilis að Nýbýlavegi 60, Kópa- vogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Langholtsveginn. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Laug- amesskóla, hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1963, lauk prófi í hjúkrunarstjómun frá Nýja hjúkrunarskólanum 1989 og hefur stundað BS-nám í hjúkrunarfræði við HÍ frá 1995. Ingibjörg stundaði skrifstofustörf á lögfræði- og ræðismannsskrifstofu Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl. 1963-64, var hjúkrun- arfræðingur á handlækn- ingadeild Landspítalans 1968-69, var hjúkrunar- fræðingur og hjúkrunar- deildarstjóri við Landa- kotsspítala 1972-76, á sjúkradeild Hrafnistu 1976-77 og við skurðlækn- ingadeild Borgarspítalans frá 1977, þar af hjúkranar- fræðingur og hjúkrunar- deildarstjóri þar 1984-88 en nú hjúkranardeildar- stjóri að Grensási við Sjúkrahús Reykjavíkur frá 1991. Ingibjörg er formaður fagdeildar hjúkranarfræðinga á sviði endur- hæfingar og átti þátt í stofnun henn- Ingibjörg Sigurðar- dóttir Kolbeins. ar og sitiu1 í minjanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fjölskylda Ingibjörg giftist 10.9.1967 Kristjóni Kolbeins, f. 7.8. 1942, viðskiptafræðingi við hagfræðideild Seðla- banka Islands. Hann er sonur Páls Kolbeins, yf- irféhirðis hjá Eimskipa- félagi íslands, og Lauf- eyjar Þorvarðardóttur Kolbeins húsmóður. Börn Ingibjargar og Kristjóns era Guðbjörg Hildur Kolbeins, f. 26.1. 1967, fjölmiðlafræðingur, nú í dokt- orsnámi í fjölmiðlafræði við Madi- son háskólann í Wisconsin í Banda- ríkjunum; Páll Kolbeins, f. 18.9. 1969, alþjóða- og stjórnmálafræðing- ur, nú við meistaranám í alþjóða- viðskiptum í Heidelberg í Þýska- landi; Sigurður Örn Kolbeins, f. 7.1. 1979, nemi við MR. Systkini Ingibjargar era Hulda Guðfinna Pétursdóttir, f. 24.6. 1932, hjúkrunardeildarstjóri við Sjúkra- hús Reykjavíkur, búsett í Reykja- vík; Þórdís Sigurðardóttir, f. 19.1. 1939, hjúkrunarfræðingur við Kleppsspítalann, búsett í Kópavogi; Halldóra Sigurðardóttir, f. 14.6.1940, nú nemi við HÍ; Ólafur Jens Sig- urðsson, f. 26.8. 1943, sóknarprestur í Snæfellsbæ, búsettur á Hell- issandi; Sigurður Randver Sigurðs- son, f. 28.2.1951, kennari á Selfossi. Foreldrar Ingibjargar voru Sig- urður Ólafsson, f. 29.8. 1908, d. 9.10. 1967, múrarameistari í Reykjavík, og Guðbjörg Guðbrandsdóttir, f. 22.6. 1910, d. 15.4. 1982, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Ólafs Jens Sigurðssonar, sjómanns í Reykja- vík, og k.h., Ingibjargar Sveinbjam- ardóttur. Guðbjörg var dóttir Guðbrands Randvers Bergssonar, sjómanns og bónda í Ólafsfirði, og k.h., Halldóru Jónsdóttur. Ingibjörg og Kristjón taka á móti gestum á heimili sínu í kvöld, fóstu- daginn 5.7. kl. 18.00. Sveinn Hallgrímsson Sveinn Hallgrímsson, aðalkenn- ari í búfiárrækt við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, til heimlis að Bjarkartúni á Hvanneyri I Andakílshreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist á Hálsi í Eyrar- sveit. Hann lauk búfræðikandidats- prófi frá búvísindadeild Bændaskól- ans á Hvanneyri 1959, licensiat-prófi frá Norges Landbrukshegskole 1966 og doktorsprófi þaðan 1980 auk þess sem hann dvaldi við nám í Dubois í Idaho í Bandaríkjunum 1974 og hef- ur sótt fiölda ráðstefna um búfiár- rækt. Sveinn var aðstoðannaður hjá Búnaðarfélagi íslands og búnaðar- deild Atvinnudeildar HÍ 1959-60 og 1961-62, vísindalegur aðstoðarmað- ur við Institut for husdyravl í Nor- ges Landbrukshogskole 1963-66, ráðunautur í kynbótum sauðfiár og í sauðfiárrækt hjá Búnaðarfélagi ís- lands 1966-84, stundakennari við búvísindadeildina á Hvanneyri 1967-73, verkefnisstjóri ullar- og skinnaverkefnis hjá Útflutningsmið- ___________________________HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22. I BOÐI COCA-COLA íitillillilfl-Ji'I.T.TTflBBBa AF SPILUN A (SLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUQARD LAUGARDÖGUM KL 1&-18. USTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA ( TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR CART“ SEM FRAMLEIDDUR ER AFRADIO EXPRESSÍLOSANGELES. EINNIG HEFUR HANN AHRIFÁ EVRÓI INU MUSIC & MEDIA SEM ER REK® AF BANDARlSKA TÓNUSTARBUÐINU BILLBOARD. PULISTANN SEM BIRTUR ER iTTÍVAU „V TÓNUSTAF stöð iðnaðarins 1977-79, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri 1984-92 og kennari við búvísindadeild skólans frá 1992 auk þess sem hann var gestaprófess- or við Utah State Uni- versity 1993-94. Sveinn var gærumats- formaður 1977-85, ritstjóri Sauðfiárræktarinnar, rits Búnaðarfélags íslands rnn sauðfiárrækt, 1982-84, for- maður íslandsdeildar Nor- ræna búfræðifélagsins 1967-75 og formaður heildarsamtaka Norræna búfræðifélagsins 1971-75. Fjölskylda Eiginkona Sveins er Gerður Kar- ítas Guðnadóttir, f. 10.7. 1942, fúll- trúi. Hún er dóttir Guðna Þ. Þorf- innssonar verslunarstjóra og Rósu Þorsteinsdóttur forstöðumanns. Sonur Sveins og Gerðar Karítasar er Hallgrimur Sveinn, f. 12.5. 1972, nemi. Fósturdóttir Sveins er Rósa Björk Jónsdóttir, f. 18.6. 1981, nemi. Sonur Sveins og Evu Lonstad er Frederik Lonstad, f. 28.2. 1968. Fyrri kona Sveins var Rita Inger Oda Eriksen, f. 23.4. 1938, hjúkrunar- fræðingur. Systkini Sveins eru Sig- urður, f. 18.8.1932, hafn- sögumaður; Selma.f. 13.9. 1934, ritari; Ingibjörg, f. 7.10. 1937, skólaritari; Halldóra, f. 28.8. 1942, hjúkrunarfræðingur; Guðni, f. 2.5. 1944, rafvirkjameistari; Hall- grímur, f. 12.10. 1947, verkfræðing- ur. Foreldrar Sveins voru Hailgrím- ur Sveinn Sveinsson, f. 2.12. 1901, d. 16.8. 1986, bóndi og verkamaður, og Guðríður Stefanía Sigurðardóttir, f. 17.7. 1910, d. 27.4. 1991, fyrrv. sím- stöðvarstjóri. Sveinn Hallgrímsson. Jón Stefánsson Jón Stefánsson, organ- leikari og kórstjóri, Lang- holtsvegi 139, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón fæddist i Reykjavík en ólst upp í Mývatns- sveit frá eins árs aldri. Hann lauk tónmennta- kennaraprófi 1965, stund- aði orgelnám hjá dr. Páli ísólfssyni, lauk kantors- og orgeleinleikaraprófi undir handleiðslu dr. Róberts A. Ottóssonar 1966, stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Múnchen hjá prófessor Karli Richt- er 1966-67 og stundaði síðar fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg hjá prófessor Michael Radulescu. Jón var tónmenntakennari við Vogaskóla, við Breiðagerðisskóla en lengst af við Árbæjarskóla eða 1967-82, kennari í lítúrgískum fræð- um við guðfræðideild HÍ 1978-85 og hefur verið organleikari og kór- stjóri við Langholtskirkju frá 1964. Jón hefur verið gestastjómandi hjá Sinfóníuhljómsveit íslands, stjórnað nokkrum óperam í ís- lensku óperunni og ballettinum Giselle við Þjóðleikhúsið. Langholtskór hefur flutt öll stóru TTrval límarit fyrir alla verkin eftir Bach og fiölda annarra stórverka á undanfornum áium og farið í fiölda tónleika- ferða til annarra landa. Þá stjórnar Jón Kam- merkór Langholtskirkju og Gradualekór Lang- holtskirkju sem stofnað- ur var 1991. Jón á sæti í helgisiða- nefnd Þjóðkirkjunnar, frá 1979. Hann var sæmd- ur hinni íslensku fálka- orðu 1995. Fjölskylda Jón kvæntist 3.8. 1968 Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, f. 20.2. 1949, söngkonu og framkvæmdastjóra ís- lensku óperunnar. Hún er dóttir Harðar Haraldssonar húsasmíða- meistara og Aðalheiðar Jónasdóttur hjúkrunarkonu sem er látin. Systkini Jóns eru Steingerður Vé- dís Stefánsdóttir, f. 20.4. 1949, hús- móöir og snyrtifræðingur í Reykja- vík; Jakob Stefánsson, f. 29.12.1954, vélavörður; Ólafur Þröstur Stefáns- son, f. 1.6. 1961, garðyrkjuiðnfræð- ingur; Sólveig Valgerður Stefáns- dóttir, f. 3.6.1965, húsmóðir og nemi á Kjalamesi. Foreldrar Jóns era Stefán Sigfús- son, f. 17.8. 1917, fyrrv. bóndi að Vogum í Mývatnssveit, og Jóna Jak- obína Jónsdóttir, f. 31.12. 1923, hús- móðir. Boðið verður í morgunverð að hætti afmælisbarnsins (m.a. skyr- hræringur og súrmeti) að Lang- holtsvegi 139 laugardagsmorguninn 6.7. kl. 8.00-13.00. Jón Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.