Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
37
Sattarov
Nú um helgina er seinasta
sýningarhelgi á teikningum og
olíumálverkum rússneska lista-
mannsins Mansúrs Sattarovs.
Sýningin er í sýningarsölum
MÍR við Vatnsstíg.
Mansúr Mannúrovits Satt-
orov er fæddur árið 1948 í borg-
inni Kazan við Volgu. Þetta er
höfuðborg rússneska sjálfstjórn-
arlýðveldisins Tatarstan. Satt-
arov stundaði nám við mynd-
listarskóla í borginni Úfa sem er
I Úralhéraði. Hann lauk þaðan
burtfararprófi en flutti svo til
Moskvu og hefur verið búsettur
þar seinustu tvo áratugina.
Árið 1977 gerðist Sattarov fé-
lagi í landssamtökum myndlist-
armanna í þáverandi Ráðstjórn-
arríkjum og frá árinu 1979 hefur
hann haldið fjölda einkasýninga
í Rússlandi, Þýskalandi, Svíþjcð
og Finnlandi. Þá hefur hann átt
verk á samsýningum í Túnis,
Svíþjóð, Ungverjalandi og víðar.
Myndlist
Mansúr Sattarov er þekktur í
heimalandi sínu fyrir landslags-
myndir sem hann hefúr teiknað,
einkum af norðlægum slóðum.
Einnig hefur hann hlotið lof fyr-
ir portrettmyndir sínar.
Á sýningu Sattarovs í MÍR-
salnum eru um tuttugu teikn-
ingar og fimmtán olíumálverk.
Þar má fmna landslagsmyndir,
uppstillingar og portrettmyndir,
meðal annars mynd af frú Vig-
dísi Finnbogadóttur, forseta ís-
lands.
Aðgangur' að sýningunni er
ókeypis.
Úr uppsetningu Þjóðleikhússins
á Taktu lagið, Lóa. .
Taktu lagið, Lóa
Þjóðleikhúsið sýnir á Egil-
stöðurti í kvöld leikritið Taktu
lagið, Lóa eftir Jim Cartwright.
Sýningin hefst klukkan 20.
Kanaríeyja-
flakkarar
Kanaríeyjaflakkarar, sem er
hópur fólks sem kynnst hefur á
ferðum sínum til Kanaríeyja,
halda sumarhátíð sína að Lýsu-
hóli á Snæfellsnesi um helgina.
Margt verður til gamans gert, t.
d. farið upp á jökul á morgun
klukkan 12 í fylgd leiðsögu-
manns. Allir eru velkommnir.
Samkomur
Yfir strikið
Hljómsveitin Yfir strikið spil-
ar á Gauki á Stöng í kvöld og
annað kvöld. Yfir strikið spilar
blöndu af sól, rokki og blues,
sem og almenna danstónlist.
Hljómsveitina skipa Ingvi
Ingvason, Lárus Grímsson,
Tómas Malmberg, Sigurður
Guðmundsson og Ámi Björns-
son.
Heimildarmynd
Heimildarmynd um ísland
verður sýnd í Norræna húsinu í
dag klukkan 17.30.
Við Anana
Gylfaflöt,
austan gömlu
! Gufuneshauganna
'3
O
Miðhraun 20,
á mörkum Garöabæjar j ,
og Hafnarfjaröar ——/í-—
Kópavogur,
viö Dalveg
Breiðholt,
í Seljahverfi sunnan
Breiöholtsbrautar
wmm
r á höfuðborgarsvæðinu
ov
.^rrrrrJ...-------
Mosfellsbær,
nærri hesthúsabyggö
Víða vegavinna
Það er viða verið að leggja slitlag
og vinna í vegavinnu núna í
sumarblíðunni.
Það má því búast við steinkasti á
ýmsum vegum, t. d. á veginum frá
Borgarnesi til Baulu, á Holta-
vörðuheiði, frá Brú til Hvamms-
tanga, frá Klaustri að Núpsstað, í
Færð á vegum
Fagradal og á Mývatnsöræfum.
Vegavinna er einnig í gangi, t. d.
á Hrafnseyrarheiði, á Skálholtsvegi
og á veginum frá Botni að Súðavík.
Skemmtanir
Lundinn, Vestmannaeyjum:
Eiríkur Hauksson og Endurvinnslan
Það verður aldeilis stuð í Lund-
anum í Vestmannaeyjum í kvöld.
Hinn kraftmikli söngvari, Eirík-
ur Hauksson, mun þá halda uppi
fjörinu ásamt félögum sínum í
Endurvinnslunni.
Þeir félagar hafa að undan-
fornu verið í hljómleikaferð um
landið en Eiríkur Hauksson, sem
hefur verið í átta ár í Noregi, er
hér í tveggja mánaða heimsókn
sem þaulnýtt verður til dans-
leikja og tónleikahalds.
Eirikur spilar á gítar auk þess
að syngja. Félagar hans eru: Sig-
urgeir Sigmunds sem spilar á gít-
ar, Sigurður Reynisson, sem lem-
ur trommumar, og Jón Ólafsson
sem spilar á bassa. Þess má geta
að þeir félagar voru saman í
hljómsveitinni Drýsli fyrir um tíu
ámm.
Eiríkur Hauksson.
Ástand vega
m Hálka og snjór
Sn fyrirstöðu
Lokað
0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir
Q] Þungfært Fært fjallabílum
\ Fyrsta barnið Þessi fallega stelpa fæddist á fæð- var 2580 grömm að þyngd þegar ingardeild Landspítalans þann 25. hún fæddist og 47 sm að lengd. For- júni síðastliðinn klukkan 2.34. Hún eldrar hennar eru Edda Gunnars- rlóttir ng Öm Smárasnn Þptta pr
Barn dagsins fyrsta barn þeirra
Úr myndinni Screamers.
Drápsvélar
Árið er 2078. Staðurinn er fjar-
læg námupláneta sem er næst-
um því komin í eyði vegna styrj-
aldar. Vísindamenn hafa búið til
nýtt vopn: kynstofn drápsvéla
sem hafa aðeins einn tilgang. Að
leita uppi og eyða óvinveittum
lífsformum. En þetta nýjasta
vopn mannsins lætur sér það
ekki nægja. Það finnur það upp
hjá sjálfu sér að eyða skuli öllu
lífí, bæði vinveittu og óvinveittu.
Laugarásbíó frumsýnir í dag
framtíðarmyndina Screamers.
Þessi spennandi mynd er byggð
Kvikmyndir
á vísindaskáldsögu eftir hin
fræga rithöfund, Philip K. Dick.
Með aðalhlutverk fer Peter Well-
er. Hann leikur herforingja sem
reynir að stilla til friðar en lend-
ir í miklum háska þegar hann
reynir að ná sambandi við and-
stæðinginn. Ásamt aðstoðar-
manni sínum, sem leikinn er af
Andy Lauer, þarf hann að kljást
við hinar ógurlegu drápsvélar
sem hann hjálpaði til við að
skapa.
Leikstjóri myndarinnar er
Christian Dugay. Hann er
kanadískur en hefur að undnan-
förnu vakið athygli í Bandaríkj-
unum.
Krossgátan
Lárétt: 1 mánuður, 5 kaldi, 8 drykkur,
9 spil, 10 sálgaði, 12 gras, 13 karl-
mannsnafn, 16 elskar, 17 mylja, 18
slöngu, 19 þakhæð, 21 hjara.
Lóðrétt: 1 tröll, 2 rotinn, 3 ullarkassi,
4 klaki, 5 hryssur, 6 planta, 7 yfirsetu-
kona, 11 vorkenni, 14 röskur, 15 virð-
ing, 18 eins, 20 átt.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 bjöguð, 7 rás, 8 Anna, 10 ætl-
un, 11 ál, 12 laufum, 14 arð, 15 ærin, 16
nautn, 19 nú, 20 blót, 21 auö.
Lóðrétt: 1 bræla, 2 játar, 3 ösluðu, 4 -
gauf, 5 unnur, 6 val, 9 náminu, 13
snúð, 15 ætt, 17 al, 18 na.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 135
05.07.1996 kl. 9.15
Eínínq Kaup Sala Tollqengi
Dollar 67,020 67,360 67,300
Pund 104,380 104,910 104,220
Kan. dollar 49,250 49,560 49,330
Dönsk kr. 11,3960 11,4560 11,4770
Norsk kr 10,2970 10,3540 10,3630
Sænsk kr. 10,0620 10,1180 10,1240
Fi. mark 14,3800 14,4650 14,4950
Fra. franki 12,9930 13,0670 13,0780
Belg. franki 2,1326 2,1454 2,1504
Sviss. franki 53,2500 53,5400 53,7900
Holl. gyllini 39,1200 39,3500 39,4500
Þýskt mark 43,9300 44,1500 44,2300
ít. líra 0,04379 0,04407 0,04391
Aust. sch. 6,2350 6,2740 6,2890
Port. escudo 0,4274 0,4300 0,4299
Spá. peseti 0,5222 0,5254 0,5254
Jap. yen 0,60540 0,60910 0,61380
írskt pund 107,030 107,700 107,260
SDR 96,32000 96,90000 97,19000
ECU 83,2500 83,7500 83,89000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270