Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Fréttir Þórhallur Ragnarsson, 7 ára, með góða veiði úr Meðalfellsvatni en mjög góð veiði hefur verið í vatninu og laxinn er að mæta. DV-mynd FFR Meðalfellsvatn: Laxinn mættur á staðinn - vænn silungur „Það hefur verið mjög góð veiði í vatninu, silungurinn er vænn og laxinn er byrjaður að veiðast fyrir alyöru,“ sagði Steinunn Þorleifs- dóttir á Meðaifelli er við spurðum um Meðalfellsvatn. En eins og reyndar í mörgum vötnun hefur véiðin verið einmuna góð það sem af er veiðitímanum. „Urriðinn í vatninu er vænni en bleikjan og þeir stærstu eru kring- Veiðivon Gunnar Bender um 2,5 pund. Veiðimaður veiddi héma einn morguninn 25 silunga sem flestir voru fallegir og vænir,“ sagði Steinunn ennfremur. -G.Bender Fagurt fley - Queen Elisabeth II. í morgun kom að Reykjavíkur- höfn hið glæsilega skemmtiferða- skip, Queen Elisaheth n. Fleyið er með þeim frægustu í heiminum og óhætt er að segja að um sé að ræða fljótandi lúxushótel. Skipið er engin smásmíði, það vegur riflega 70 þús- und tonn og er tæpir 30 metrar á lengd. Um borð eru skemmtistaðir, spiiavíti, búðir, sundlaugar, tennis- vellir og alls kyns íþróttaaðstaða og önnur þægindi fyrir farþega og starfsfólk. Á skipinu starfa nokkur hundruð manna en auk þeirra rúm- ar skipið 1830 farþega. (slensk stúlka yfirkokkur Um borð í þessu risaskipi er 28 ára íslensk stúlka. Hún heitir Helga Björg Finnsdóttir og er yfirkokkur í einu eldhúsanna. Eldhúsin eru nokkur talsins og hvert þeirra er með sitt sérsvið. Eftir um þriggja ára veru á skipinu hefur Helgu tek- ist að vinna sig upp í „heita“ eld- húsið en þar er útbúinn heitur mat- ur. Lægra settir kokkar vinna í for- í Sundahöfn staldrar viö hér í dag rétta-, eftirrétta- eða annars konar aukarétta eldhúsum. Helga var ein af 20 þúsund mönnum sem sóttu um stöðu á skipinu og af þeim fengu 30 manns stöðu. Gamalt gufuskip Skipið er í eigu alþjóðaskipafé- lagsins Cunard Line en heimahöfn þess er Southampton. Árið 1986 var fleyinu breytt úr gufuskipi í dísil- skip og áriö 1994 var það aftur tekið í gegn og endurbætt. Queen Elisabeth II. siglir um öll heimsins höf en hefur þó ekki kom- ið áður til íslands. Nú kemur skipið frá Greenock í Skotlandi og kl. 17.00 í dag heldur það svo aftur af stað og næsti áfangastaður þess er North- cape í Norður-Noregi. Vitað er um nokkra farþega sem verða eftir hér á íslandi til að skoða helstu náttúruperlur landsins og ætlun þeirra er að fljúga svo til næstu komuhafnar skemmtiferða- skipsins og fara aftur um borð þar. -ilk Allt í veiðiferðina SELJUM VEIÐILEYFII: ÞÓRISVATN BRYNJUDALSÁ og HRAUN í ÖLFUSI Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455 Myndasögujy u +-* íö M-l 3 fB ,'Utreikningar mínir stangast á við tilgátuna um að storkurinn komi með börnin. Ég hef reiknað það út \ hversu mikla fæðu | storkurinh þarf á dag og hversu mörgum kalórium (Tölurnar sýna að það er ómöglegt að hann geti Ihaldið sér á lofti í níu mánuði með stórt barn í, Á meðan ég er (þessu stuði skaltu segja? mér hvar þú vilt fá þetta tré? »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.