Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Spurningin Hver er uppáhaldsflíkin þín? Lesendur Dýrir myndu fleiri eftirlaunaforsetar Hallgrímur Jónsson skrifar: Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum er ég las frétt í Alþýðu- blaðinu um að ríkisstjórnin hefði samþykkt aukagreiðslu til væntan- legs eftirlaunaforseta, Vigdísar Finnbogadóttur, upp á eina milljón króna. Og þetta á að hafa „komið upp“ í samtölum forsetaritara og þá væntanlega ráðuneytisstjóra forsæt- isráðuneytis, eins og haft er eftir ráðuneytisstjóranum í blaðinu. - Komið upp, hvernig í andsk ...? Frú Vigdís telur sig þurfa á skrif- stofuaðstöðu að halda svo og aðstoð starfsmanna forsætisráðuneytisins. Ráðnuneytisstjórinn í forsætisráðu- neytinu segir „forseta nútímans" sinna alþjóðlegum erindum í mun ríkari mæli en áður og svo væri einnig um fráfarandi forseta. Væri ekki jafn gott að stofna til varafor- setaembættis eins og að þurfa að kyngja þessum fáránlegu tilbúnu röksemdum fyrir óhófseyðslu í hreint ekki neitt? í fréttinni um málið segir að rík- isstjórnin hafi samþykkt nýverið að fráfarandi forseti fengi skrifstofuað- stöðu og ritara á kostnað ríkissjóðs. Ég spyr: Hver fór fram á þetta sam- þykki ríkisstjórnarinnar? Er fráfar- andi forseta ekki nóg að fara i utan- landsferðir sínar til fyrirlestrahalds sem hann hlýtur að fá greitt fyrir eins og aðrir fyrirlesarar? Þarf ís- lenska ríkið að kosta þessar ferðir sérstaklega? Og hefur ekki forseta- embættið farið árlega fram úr fjár- lögum fyrir æðsta embættið? Gott hjá Þorsteini Pálssyni hafi hann lagst gegn þessum nýja ófógnuði. En eitt er víst; þjóðin samþykkir ekki svona nokkuð. Nú er nóg komið. Sigurður Björgvin Hilmarsson, vinnur í Iðnskólanum: Sólgleraug- un min. Magnús Oskar Magnússon, vinn- ur líka í Iðnskólanum: Leðurjakk- inn minn. Haraldur Gunnar Óskarsson: „Fila“ strigaskórnir mínir. Hilmar Már Gunnarsson, nemi: „Levi’s" gallabuxurnar mínar. Eyþór Ólafsson, nemi: „Dickies" buxumar mínar. Nýr vettvangur fráfarandi forseta - mótleikur gegn Ólafi Ragnari? í konungssamband við Dani Magnús Sigurðsson hringdi: Ég var að lesa í DV ummæli tveggja kvenna þar sem þær svöruðu spurningunni um það hvort við ætt- um að gerast konungsþegnar á ný. Og þá viö Dani. - Þær voru að sjálf- sögðu á öndverðri skoðun eins og dálkurinn „Með og á móti“ ber með sér. Taldi önnur konan (Bergþóra Árnadóttir) það hafa verið mistök að skilja að fullu við Dani á sínum tíma, árið 1944, og færði ágæt rök fyrir máli sínu. Sagði að t.d. stæðum við betur að vígi markaðslega. Ingveldur Sigurðardóttir skrifar: Nú gerast hlutimir hratt. Fljótt og örugglega er hafist handa við að íjarlægja embætti nýs forseta ís- lands frá sviðsljósinu. Staðreynd er að ákveðinn hópur manna ætlar engan veginn að sætta sig við kosn- ingu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta íslands. Þess vegna er m.a sú ákvörðun tekin í skynd- ingu um að kaupa húsið á Sóleyjar- götunni til að gera næsta forseta sem mest óvirkan í hringiðunni í Stjórnarráðshúsinu. - Þess vegna er skyndilega tekin um það ákvörðun að gera fráfarandi forseta, frú Vig- dísi, að eins konar varaskeifu, ígildi varaforseta að því er varðar ýmis samskipti sem frú Vigdís er sögð þurfa að sinna, þótt hún sé ekki lengur forseti. Og auðvitað er frú Vigdís ekki lengur forseti eftir 1. ágúst nk. Hún er - eins og fyrrverandi forsetar - hætt störfum fyrir íslenska rikið. Það hefur hins vegar tíðkast óeðli- lega mikið að eldri starfsmenn ráðuneyta, t.d. ráðuneytisstjórar, hafi fengið að malla eitthvað áfram vegna einskærrar frekju þeirra til aukaverka gegn greiðslu. Þetta ætti fyrrverandi forseti ekki að láta henda sig, svo virt sem hún hefur verið lengst af sínum embættisferli. En enginn má við ofureflinu, hvort sem það kemur innan frá eða utan. Og vist er um það að einhverj- um hentar einmitt nú að frú Vigdís sé hálfgildings forseti áfram þegar Ólafur Ragnar tekur við embætti. Það má t.d. reikna með að er boð berst erlendis frá um að nærveru Verður hlutverk frú Vigdísar fyrrverandi forseta að vera ígildi varaforseta - eða a.m.k. farandforseta - eins og einhver orðaði það um þann sem hlaut endanlega kosningu til forseta íslands? háttsettrar íslenskrar persónu sé óskað við eitthvert opinbert tæki- færið, þá verði bent á fyrrverandi forseta okkar til fararinnar. Allt er þetta í kringum embætti forseta íslands fyrrverandi með ein- dæmum og flóknara en svo að al- menningur átti sig í raun hvað að baki býr. En ekki er það einleikið að hvort tveggja beri upp á svo að segja sama daginn: kaupin á sér- stöku skrifstofuhúsnæði fyrir for- setaembættið og ákvörðun stjórn- valda að greiða fyrrverandi forseta allt að milljón árlega í ferðakostnað fyrir einkaheimsóknir til útlanda. - Engan undrar þótt dómsmálaráð- herra gæti ekki kyngt öllu þessu mótmælalaust. [LÍiÍRSÍM þjónusta allan Hin konan, Þórlaug Ágústsdóttir, taldi konungssambandi við Dani allt til foráttu. Við myndum þá þurfa að hafa herskyldu eins og þeir, konungssambandið myndi breyta allri okkar ímynd, við mynd- um missa þjóðargersemar úr landi, o.fl., o.fl. Ég er mjög meðmæltur endurnýj- uðu konungssambandi, annaðhvort við Dani eða þá Norðmenn sem eru nú ein auðugasta þjóð heimsins. Mér finnst engin eftirsjá í neinu sem við höfum nú. Staðreynd er að þjóðin er að sligast undan sjálfri sér, vafasamt að hún nái sér upp aftur af sjálfsdáðum. skilja við Dani árið 1944? DV Kaldhæðni Vikublaðsins Guðni hringdi: í Vikublaðinu hinn 28. júní sl. - þessu nýja málgagni sósialista og eins konar aiftaka Þjóðviljans - mátti sjá á forsíðu andlitsmynd af Guðrúnu Katrínu, konu Ólafs Ragnars Grímssonar, með eftir- farandi texta: „Á morgun velur þjóðin fimmta forseta lýðveldis- ins. Vikublaðið vekur athygli á að eiginmaöur Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur er í framboði en hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson." Þetta er kaldhæðni í hæsta lagi gagnvart fyrrv. formanni Al- þýðubandalagsins. Vikublaðið lætur sér nægja að benda á Ólaf í framhjáhlaupi en dregur fram mynd af konu hans á yngri árum til birtingar - einsamalli. Hlæi sá sem hlæja vill Kristjana hringdi: Ég vil mótmæla bréfi Ingu í DV þriðjud. 2. júli sl. um „hjá- kátleg bílnúmer". Mér finnst í fyrsta lagi þessi nýju einkanúm- er lífga upp á bílinn og þetta er mál hvers og eins og það hlýtur hver og einn að hafa sína ástæðu fyrir því að vilja hafa sín númer. Hlæi þvi hver sem hlæja vill en mér finnst nýju bílnúmerin hreint frábær tilbreyting. Nefndafargani verður að linna Sveinbjöm hringdi: Er ekki kominn tími til að hægja á ferðinni? Þarf alltaf að skipa nefnd til hvers og eins sem alþingismenn brydda upp á? Á vegum núverandi ríkisstjómar eru sagðar vera um 160 nefndir og fæstar hafa lokið störfum! Þessu nefndafargani verður að linna. Það er óábyrgt að skipa svona nefnd eftir nefnd. Við vit- um sem er að hér er oftast um at- vinnubótavinnu að ræða, oftast fyrir stuðningsmenn þing- manna, til þess eins að drýgja tekjur viðkomandi. Mál er að linni svona leikaraskap og fjár- austri af almannafé. Hjól Vigdísar vel „smurt“ Ásta Björnsdóttir hringdi: Frú Vigdís Finnbogadóttir hef- ur orðað það svo sé hún spurð hvað hún muni taka sér fyrir hendur að lokinni embættis- skyldu á Bessastöðum að hún hyggist nú „smyrja hjólið sitt“, sem getur svo sem þýtt hvað sem er. Einnig hefur hún sagt að sig langi til að reyna við svokallaða margmiðlun og er ekki öllu ljós- ara hvað í því felst. Auðvitað kemur almenningi ekkert við hvað fyrrverandi forseti tekur sér fyrir hendur. Hitt er kátbros- legt, eftir að hafa heyrt Vigdísi tala um „hjólsmurninginn“, að nú skuli ríkisstjómin hafa liðk- að hjól hennar með því að bjóða henni aukagreiðslur umfram aðra fyrrverandi forseta. Sífelldar trúar- iðkanir? Garðar K. hringdi: Einkennileg er sú árátta vís- indamanna, einkum forleifa- fræðinga, að telja flestar minjar og mannvirki til foma tengjast trúariðkunum. Það síðasta sem ég las í þessu samhengi var um Stonehenge á Bretlandi. Þetta hefur verið meiri tníin á þessum tima! En svo eru steinarnir þungir að enginn mannlegur máttur hefur getað flutt þá þang- að sem þeir eru í dag. Gæti ekki einfaldlega verið um að ræða leifar frá fyrri tæknitímabilum eða frá verkum einhverra frá öðrum hnöttum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.