Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
4
fréttir
Þurfum vinnufriö, segir Ingunn Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sogni:
Stöðugildi á Sogni
færri en annars staðar
„Þetta er afskaplega undarlegt
mál og löng saga að segja frá. Þessi
peningamál okkar eru tiltölulega lít-
ið mál. Á síðasta ári kostaði rekst-
urinn um það bil 78 milljónir í
heildina en heimildin var 72 millj-
ónir. 1994 fórum við 2,3 milljónir
fram yfir en á árinu 1993 áttum við
tæpar fjórar í afgang. Ef við tökum
síðustu þrjú ár er rekstrarhallinn
4,5 milijónir sem er 1,5 milljónir á
ári. Þessi resktrarhalli telst lítill
miðað við flókið mótunarstarf sem
væntanlega verður upphafið að víð-
tækari þrótm meðferðar og rann-
sókna á þessu vanrækta sviði hér á
landi,“ sagði Ingunn Stefánsdóttir,
hjúkrunarforstjóri á Sogni.
25 stöðugildi í heildina eru á
Sogni, öryggisgæslumenn eru
nítján. Faglærðir starfsmenn eru
tjórir, úr þverfaglegum greinum
geðheilbrigðisþjónustu, allir í hluta-
störfum.
„Til þess að geta endurhæft sjúkl-
ingana og komið þeim til bata að
nýju er það starfsfólkið sem er
nauðsyn, meðal annars til þess að
geta farið með sjúklingana út af
stofnuninni, í ferðir út í samfélagið
og unnið að tengslum við fjölskyld-
ur, einnig að sinna umhverfisvinnu
úti við. Ef við værum mjög fá yrði
bara að læsa fólkið inni. Þá væri
þetta bara geymslustaður. Héðan
hafa fimm manns verið útskrifaðir
en fylgst er með þeim reglubundið
og þeir eru í framhaldsmeöferð.
Stöðugildin hér, þó að þau virðist
mörg, eru færri en annars staðar á
Norðurlöndum. Við erum með 3,2
stöðugildi öryggisgæslumanna á
hvern sjúkling, Norðmenn hafa 5,
Danir tæp 4 og Svíar 3,5.“
Starfsemin á Sogni hefur fengið
viðurkenningu fyrir góða faglega
vinnu frá Geðlæknafélagi íslands,
einnig erlendis frá, til dæmis frá
nefnd sem kom hingað á vegum
Evrópuráðsins fyrir tveimur árum.
Ingunn benti á að 70 milljónirnar,
sem fóru í það að greiða fyrir vistun
þessara sjúklinga árlega erlendis
áður en Sogn tók til starfa, komu
ekki til baka. Með því að hafa starf-
semina hér heima fá íslendingar
vinnu og greiða sina skatta hér.
Eins er mikil þjónusta við stofnun-
ina.
„Við erum mjög ósátt við að fá
ekki að móta stofnunina í friði, það
sem við þurfum er vinnufriður.
Okkur finnst þetta einkennilegt.
Það er eins og einhver annarleg
sjónarmið búi að baki. Varðandi
þjónustusamning, sem verið er að
tala um að gera við Sjúkrahús
Reykjavíkur, sem er undir því yfir-
skini að ná fram spamaði, teljum
við mjög ólíklegt að þau sjónarmið
eigi við rök að styðjast. Fátt bendir
til að slíkt myndi vera þróun réttar-
geðlækninga á íslandi til framdrátt-
ar. Það yrði eyðilegging á stofnun-
inni.“ -ÞK
Réttargeðdeifdin að Sogni er sérbúinn staður fyrir geðsjúka afbrotamenn.
Grétar Sigurbergsson, yfirlæknir á Sogni:
Stofnunin
úr sögunni
- ef Sjúkrahús Reykjavíkur tekur við
■»Ég var ráðinn bæði af stjóm
Sogns og Sjúkrahúss Suðurlands.
Uppsagnarbréfið kom frá skrifstofu
Sjúkrahúss Suðurlands. Uppsögnin
var sennilega ekki með vitund
stjóma þessara stofnana, allavega
ekki Sogns. Löfræðingar hafa sagt
mér að ranglega sé að uppsögninni
staðið,“ segir Grétar Sigurbergsson,
yfirlæknir á réttargeðdeildinni á
Sogni.
„Ég var að hugsa hvort uppsögn á
starfssamningi mínum væri gerð til
að einfalda stjómsýsluna á þessum
stofhunum en líklegra þykir mér nú
aö ætlunin sé að semja upp á nýtt og
ná niður laununum.
Með því að færa Sogn undir
stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur er
Sogn úr sögunni, það verður engin
réttargeðdeild.
Ég verð heldur ekki, né trúi ég
neitt af fagfólkinu á Sogni, til sanrn-
inga um að vinna á Sogni áfram ef
af því verður að stofnunin verði
færð undir Sjúkrahús Reykjavík-
ur.“
-ÞK
Geðlæknafélag íslands:
Sameina ekki öðrum deildum
Geðlæknafélags íslands ályktaði
um mál réttargeðdeildarinnar á
Sogni 8. júlí síðastliðinn. Þar segir
m.a:
„Réttargeðdeildin að Sogni hefur
nú starfað í tæp 4 ár og er starfsem-
in þar enn á viðkvæmu mótunar-
stigi. Stjórn Geðlæknafélagsins tel-
ur að hlúa beri að þessum síðbúna
vísi að þróun formlegrar réttargeð-
læknisþjónustu hér á landi. Við telj-
um eðlilegast að þetta sérhæfða svið
geðheilbrigðismála verði ekki sam-
einað eða sett undir aðrar geðdeild-
ir eða stofnanir af einhverfu tagi,
heldur geti rétargeðdeildin sjálf þró-
aö sína starfshætti í samstarfi við
aðila heilbrigöis- og dómskerfis, svo
og hliðstæðar stofnanir erlendis."
-ÞK
(
i
i
i
Verulegar breytingar framundan á Sogni:
Sjúkrahús Reykjavíkur yfir-
tekur reksturinn 1. október
- þessi sparnaður næst ekki nema reksturinn heyri undir stærri stofnun, segir Sigfús Jónsson
„Yfirlækninum á Sogni var ekki
sagt upp, heldur var starfssamningi
hans sagt upp, ekki ráðningarsamn-
ingi. Starfssamningurinn var til
þriggja mánaða. Það hefur farið
fram mikil skoðun á rekstrinum,
þetta er i rauninni bara liður í
þeirri skoöun," sagði Kristján Er-
lendsson, skrifstofustjóri í heil-
brigðisráöuneytinu.
Það var fyrir síöustu mánaðamót
sem starfssamningi við yfirlækninn
á réttargeðdeildinni á Sogni var
sagt upp. Réttargeðdeildin er byggð
fyrir sjö vistmenn en sex dvelja þar
nú.
„Þetta er deild sem er mjög sér-
stök. Það þarf að taka góðan tíma í
að tryggja faglegan standard. Þetta
er fyrst og fremst spuming um
rekstrarkostnað, eins og víða var
farið fram úr. Það er verið að skoða
hvað má gera án þess að skerða þá
strafsemi sem þar fer fram,“ sagði
Kristján.
Kristján telur að á Sogni hafi ver-
ið unnið faglega og þetta hafi geng-
ið mjög vel en alltaf mætti bæta.
„Það verður ekki gengið frá neinum
breytingum nema tryggt sé að rekst-
urinn skaðist á engan hátt,“ sagði
Kristján.
Sigfús Jónsson var skipaður til-
sjónarmaður Sogns um síðustu ára-
mót.
„Tilbúinn er samningur til undir-
rifimar milli heilbrigðisráðuneytis-
ins og Sjúkrahúss Reykjavíkur. í
honum felst að SR sem verktaki tek-
ur að sér að veita alla þá þjónustu
sem veitt er á Sogni þeim vistmön-
um sem þar eru og þeim sem út-
skrifast. Þeir taka þetta að sér fyrir
upphæð sem nemur þeirri tölu sem
er á fjárlögum," sagði Sigfús.
- Verður starfsfólki fækkað á
Sogni?
„Það er eiginlega búið að því. Það
er dálítið flókið að segja frá því. í
þessari öryggisgæslu hafa verið
fleiri hausar en störf. Fólk hefur
verið í launalausu leyfi,“ sagði Sig-
fús.
Hann segist hafa átt fundi með
formanni Starfsmannafélags ríkis-
stofnana og trúnaðarmanni á Sogni.
„Það er líklegt að þau mál leysist
án uppsagna. Þeir sem eru í launa-
lausu leyfi munu ekki koma aftur.
Reyndar var einum sagt upp, svo-
kölluðum leiðbeinanda. Það er ekki
þannig að starfsmenn megi endilega
eiga von á að fá uppsagnarbréf,“
sagði Sigfús.
SR tekur, að sögn Sigfúsar, við
rekstrinum 1. október næstkom-
andi.
„Rekstrarkostnaöurinn á þessu
ári stefndi í 6 milljónir áður en ég
hófst handa. Það skiptir engu máli
hver hagnaðurinn var í fyrra eða
hittifyrra, málið snýst ekkert um
það, við þurfum að líta á framtíðina.
Það er ekki hægt að ná þessum
sparnaði nema þetta heyri undir
stærri stofnun, til dæmis að lækka
bakvaktakostnað. Læknir á bakvakt
hefur alla tíð búið í Reykjavík, það
verður engin breyting á því,“ sagði
hann. j>K