Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 10 fólk 4. ____ Skákdrottningin snjalla, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, er útskrifuð frá Harvard: 'N Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottningin snjalla, sem vakti mikla athygli fyrir afrek sín við skákborðið og líkt var við Polgar- systurnar pólsku fyrir nokkrum árum, er búin að útskrifast úr Harvard- háskólanum í Boston i Bandaríkjunum, einum dýrasta og virtasta háskóla í heimi, og er ný- komin heim til íslands í sumarfrí ásamt kærastanum sínum, Adam J. Freudenheim, efnuðum Bandaríkja- manni af þýskum gyðingaættum, en faðir hans er yfirmaður Smithsoni- an-stofnunarinnar í Bandaríkjun- um. Fjölskylda hans flúði til Banda- ríkjanna árið 1938. „Við kynntumst strax á þriðja degi fyrsta árið. Við þurftum bæði að þreyta stöðupróf í þýsku áður en skólinn byrjaði. Adam sat fyrir aft- an mig og var alltaf að glotta því að honum fannst þetta svo létt. Ég var líka. hlæjandi í prófinu því að mér fannst það svo erfitt. Við fórum að spjalla saman eftir prófið og þannig kynntumst við fyrst. Síðan þróaðist sambandið seinna," segir Lilja um um það hvernig hún kynntist kær- astanum sínum. Lilja fékk inngöngu í Harvard fyrir fjórum árum, fyrst íslendinga til að komast þar inn í fyrrihluta- nám eftir því sem best er vitað þó að nokkrir íslendingar hafi stundað þar síðarihlutanám. Hún var ein af 1.500 nemendum, sem fengu inn- göngu, en alls sóttu 16 þúsund um. Lilja lauk BA- prófi í sagnfræði, stjórnmálafræði og hagfræði á óvenjuskömmum tíma, eða þremur og hálfu ári, og Adam lauk prófi í þýskum bókmenntum og sagnfræði hálfu ári síðar. Þau útskrifuðust bæði nú í júní. Lítið við skákborðið Taflmennskan var eitt af aðalá- hugamálum Lilju um tíu ára skeið. Hún vann íslandsmeistaratitilinn í skák árið 1992 en fór út þá um haustið og tók sér þá langt frí frá taflmennskunni og hefur lítið kom- ið nálægt skákborðinu síðan. Hún segist hafa teflt voðalega lítið und- anfarin fimm til sex ár enda hafi hún ákveðið að prófa eitthvað nýtt meðan á dvölinni erlendis stóð. Hún hafi leikið i leikritum og keppt fyr- ir hönd heimavistarinnar sinnar í róðri. „Það voru nokkrir góðir skák- menn í skólanum, meðal annars Patrick Wolf, skákmeistari Banda- ríkjanna, og við urðum góðir vinir. Ég tefldi svolítið við hann og tapaði oftast en vann hann einhvem tím- ann í hraðskák. Það var rosalega gaman enda er Harvard með nokk- uð sterkt skáklið. Mig langar til að fara að tefla aftur núna því að ég sakna þess dálítið. Litli bróðir minn, Helgi Áss Grétarsson, er mik- iU skákmaður og ég fæ bakteríuna af að vera í kringum hann. Kannski ég fari að byrja á þessu aftur,“ segir hún. Lilja segist sakna tafhnennskunn- ar þegar hún kemur heim til Islands í frí og segist hafa farið á æfingu með gömlu skákfélögum sínum, sig langi til að tefla sér til gamans með- an á dvölinni stendur enda sé hún orðin voðalega ryðguð í skákinni. Hún hefur ekki getað haldið sér við með því að tefla við kærastann því að hann segist litið kunna í skák. Hann hafi teflt blindskák við Lilju og hún hafi orðið að leiðrétta hann reyna sig á ýmsum sviðum. Hún lék í fjórum leikritum meðan á náminu í Harvard stóð og var til að mynda í einu af aðalhlutverkunum í leikriti sem heitir „Wolves of ’s Street" en er eftir nemanda við Harvard, ætlar verða leikskáld og vinnur reyndar sem leik- um nokkra leiki þó að hún hafi ver- ið með bundið fyrir augun. Hún hafi að sjálfsögðu borið sigur úr býtum. „Skák er svo mikil jaðaríþrótt í Bandaríkjunum. Það eru ekki svo margir sem kunna að tefla,“ segir hann. Lék kaþólska móður Lilja er lifleg kona með mörg áhugamál og í Bandaríkjunum hefur hún meðal annars snúið sér að leiklist og róðri enda lang- Lilja kynntist kærastanum sínum, Adam Freudenheim, í Harvard. Hún segir að samband þeirra sé mjög aivarlegt og fer hugsanlega á eftir honum til Þýskalands í haust. DV-mynd Pjetur stjóri núna. „Ég lék aldraða móður tveggja ka- þólskra stúlkna sem voru að villast af vegi. Þetta var um mínar kvalir í sambandi við breytingar í heimin- um og stúlkurnar að breytast þvert á mínar trúarskoðanir. Mér fannst þetta óskaplega skemmtilegt og fékk mikla útrás við að vera uppi á sviði. Adam segir að ég sé mjög góð leik- kona,“ segir hún en fer að hlæja og útilokar alveg að hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig. Það sé skemmti- legra að hafa hana sem áhugamál. Tekur sér frí Lilja er ákveðin í að taka sér frí frá námi í eitt til tvö ár því að sér hafi opnast ýmsir spennandi starfs- möguleikar, meðal annars í New York. Hún fer aftur utan í ágúst og segist því hafa nógan tíma til að ákveða sig. Það er greinilegt að kærast- inn togar í hana til Þýskalands því að þar verður hann á ferðastyrk frá Harvard I niu mán- uði að taka viðtöl við fólk um reynslu þess við sameiningu Þýskalands. Hann gefur hugsanlega niðurstöður sínar út á bók eða birtir þær í tímaritsgrein- um. „Það eru milljón möguleikar í stöðunni en ég er að hugsa um að fara til London í haust að vinna fyr- ir útgáfufyrirtæki eða til Þýska- lands því að Adam verður þar lika. Þar verð ég þá að vinna hjá borgar- skipuleggjanda við að ferðast um Þýskaland og tek viðtöl við fólk um það hvernig fólk tengist borginni og stöðunum. Ég tek líka fullt af ljós- myndum í opinbert Ijósmyndasafn. Ég er ekki búin að fastákveða þetta. Ég ætla að sjá aðeins til í nokkrar vikur hvað ég ætla að gera,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Alvarlegt samband Spurð um það hvort að gifting sé á næstu grösum segja þau: „ekki strax“ og fara að hlæja. Það er greinilegt að Lilja og Adam eru mjög ástfangin og Lilja segir að samband þeirra sé „mjög alvarlegt." Þau vilji bara taka sér góðan tíma og hugsa sig vel um áður en þau storma í hjónaband. Adam segist ekki getað hugsað sér að setjast að á íslandi fyr- ir fullt og allt þó að hann kunni vel við sig hér á sumr- in. í fram- tíðinni seg- ist hann gjarnan vilja hafa báða fætur í Reykjavík og New York. Spurð um framtiðar- hugleiðing- amar segir Lilja: „Ég ætla ekki að eignast nein börn næstu átta til tíu árin. „Eg ætla bara að vera frjáls með Adam, við ætlum að ferðast saman og njóta lífsins. Það er ekkert barn á leiðinni." Adam fer aftur utan í júlílok en Lilja verður hér fram í ágúst og vonast til að finna sér ein- hverja „litla vinnu í einn mánuð eða tvo. Ég er bara ekki farin að at- huga neitt,“ segir skákdrottningin að lokum. -GHS Skákdrottningin Guðfrfður Lilja Grétarsdóttir hefur tekið sér frí frá taflmennskunni undanfarin ár en hún hefur verið við nám í Harvard, einum dýrasta og þekktasta háskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist í júní og er nú komin heim í sumarfrí. Hún segist sakna taflmennskunnar og vonast til að geta gripið í skákina í sumar DV-mynd BG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.