Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 fééttir Handverkssýningin Iðir í Laugardalshöll: Karlamir safna vínarbrauðs- bumbum og fólkið tekur ráðin segir Rósa Ingólfsdóttir Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld „Framtíð íslands liggur i smáiðn- aði, hugviti og handverki. Fólkið kemur til með að reisa ísland við og taka ráðin í sínar hendur. Það kem- ur ekkert af viti frá þessum körlum sem þykjast vera að stjórna land- inu. Þeir gera ekkert annað en safna vínarbrauðsbumbum og murra,“ segir Rósa Ingólfsóttir. Rósa stóð fyrir mikilli handverks- sýningu í Perlunni í fyrra. Til stóð að á þeirri sýningu yrðu í kringum 40 básar. Þeir urðu í staðinn 180 og þrengslin voru gífurleg. Dagana 18.-21. júií ætlar Rósa að endurtaka leikinn og halda aðra handverks- sýningu, að þessu sinni í Laugar- dalshöli. Auk handverksins hefur smáiðnaður og hugvit bæst við sýn- inguna sem verður sú stærsta sinn- ar tegundar á landinu. Rósa segir að lítil fyrirtæki með engri yfirbygg- ingu komi til með að ganga vel í framtíðinni. „Framtíð landsins og auður þess liggur í þessu sem við erum að gera á sýningunni, að vekja athygli á handverkinu og smáiðnaðinum. Á þessari sýningu færi ég út kvíamar og bæti við smáiðnaði og hugviti. Hugvitsmennimir sem bjuggu til Markúsarnetið verða á sýningunni en það er ein merkasta uppfinning veraldarsögunnar og hefur bjargað mörgu mannslífinu,“ segir Rósa. Sprengja í handverki Gróskan í handverki og smáiðn- aði er gífurleg á Islandi og að sögn Rósu hefur orðið sprenging undan- farin ár. Að hennar mati hefur hug- vitið orðið svolitið útundan hingað til. Sýndir verða hlutir eftir ís- lenska hugvitsmenn eins og baðker með lyftibúnaði'fyrir fatlaða og raf- magnsbíllinn sem innan tíðar verð- ur gerður upp. Rðsa hefur keypt raf- magnsbílinn með hjálp bílaumboð- anna og ætlar eftir sýninguna að færa Þjóðminjasafninu hann að gjöf. Valgerður Jónsdóttir hannar og saumar íslenska hatta af öllum stærðum og gerðum fyrir börn og fullorðna. Hún mun sýna það nýjasta i hattatískunni. Á sýningunni verður inni- skóframleiðandi frá Skagaströnd. Einn maður býr til öll lögreglustíg- vélin á landinu og sýnir hann afurð sina í Laugardalshöllinni. Auk þess kona sem saumar íslenska fánann, strákar sem búa til sportbíl, rokka, aska og fleira. Heiðursgestur sýn- ingarinnar er Sigrún Jónsdóttir, batik listakona sem kemur gagngert frá Svíþjóð til þess að sýna hjá okk- Valgerður Jónsdóttir hannar og saumar hatta af öllum stærðum og gerðum og sýnir það nýjasta í hattatískunni í Laugardalshöllinni. íslendingar höfum haft fimmtíu ár til þess að meðtaka nútímamenn- ingu. „Þessi stórmerkilega þjóð, sem stökk úr sauðskinnsskónum yfir í plastið, er með minnimáttarkennd. Á þessum fimmtíu árum meðtókum við alla nútímabyltinguna i einum bita,“ segir Rósa. Markaðssetjum fjósa- fýluna „Við höfum alltaf álitið sauð- skinnsskóna og fjósafýluna púkaleg en þetta er þjóðin í hnotskurn. Þetta er auður okkar og við eigum að markaðssetja fjósafýluna. Við eig- um að leyfa ferðamanninum að detta í kúamykjunni og skipuleggja ferðir til að moka flórinn. Við eig- um að sýna Djáknann á Myrká inni í fjósi og púkann á fjósbitanum. Við eigum að halda vel utan um þjóðmenninguna og vera óhrædd við að vera íslendingar. Útlending- urinn vill koma hingað í fjósafýl- una,“ segir Rósa. Sýningin hefst 18. júlí og stendur til 21. júlí og verður opin frá 10-22. -em Dóra Sigfúsdóttir hannar vörur úr ull og sýnir peysur og fleira á sýningunni í Höllinni. Þrefaldur 1. vinningur! -vertu viðbúinav vinningi Rósa Ingólfsdóttir var önnum kafin við að undirbúa handverkssýninguna sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku í Laugardalshöllinni. ur. „Ég er sjálf að framleiða tísku- fatnað í íslensku sauðalitunum. Það eru aðeins þrjár þjóðir sem eiga sauðalitina eftir en það erum við, Nígeríubúar og Færeyingar. Ég er að gera tilraun til að blanda saman ull og minkaskottum. Það er hand- verkssprengja í gangi í þjóðfélaginu. Nú þykir þetta ekki lengur púka- legt. Áður var þetta meiri basar- menning án þess þó að ég sé að segja það í niðrandi meiningu. Basarmenningin var barn síns tíma. Núna er frumauðurinn eins og tréútskurður að koma i auknum mæli fram á sjónarsviðið. Auk þess alls kyns útfærsla af ullinni, vefnað- ur, leirvinnsla og keramik," segir Rósa. Að sögn Rósu hafa íslendingar haft minnimáttarkennd vegna smæðarinnar og verið svolitið ein- angraðir hingað til. Hún bendir á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.