Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 28
28 opnuviðtal " ■ , , , LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 DV Nýgiftar iesbíur í einkaviðtali við DV: Líf okkar er mun frjáls- legra eftir giftinguna Valgerður og Guðrún á heimili sínu. „Við erum ekki vanar að fara sléttu og felldu leiðina. Auðvitað þarf kjark til þess að gera þetta en við vorum búnar að ákveða að gifta okkur strax og reglugerðin leyfði," segir Guðrún Elísabet Jónsdóttir lesbía. Valgerður Marteinsdóttir og Guð- rún Elísabet Jónsdóttir eru fyrstu lesbíurnar á íslandi sem staðfestu sambúð sína á borgaralegan hátt þann 27. júní. Þær gengu í það heilaga fyrir tveimur vikum þar sem ný lög hafa tekið gildi sem leyfa borgaralega vigslu homma og lesbía á íslandi. Guðrún og Valgerður kynntust fyrir fjórtán árum og hafa búið sam- an í þrettán ár. Fyrir tveimur árum opnuðu þær skápinn upp á gátt með því að setja upp hringa. Þær hafa beðið lengi eftir því að geta tekið vigslu og finnst þær hafa öðlast frelsi með því að koma fram í dags- ijósið og viðurkenna stoltar fyrir öllum að þær séu lesbískar og ást- fangnar hvor af annarri. Jafnvel sumir ættingjar og vinir héldu í öll þessi ár sem þær bjuggu saman að þær væru einungis góðar vinkonur. Vissu fijótt að þær voru öðruvísi Guðrún vissi frá sjö ára aldri að hún væri öðruvísi en önnur börn og Valgerður á unglingsárunum. Þær voru þó ekki alveg vissar strax hvað það væri. Valgerður hefur alla ævi verið ógift og hefur aldrei fundið hjá sér neina hvöt til þess að eign- ast börn. „Ég reyndi allt til þess að leyna þessu fyrir öðrum og gekk jafnvel svo langt að gifta mig eins og marg- ir samkynhneigðir hafa gert. Ég hélt að hjónabandið ætti að vera svona og að það myndi lagast með tímanum. Maðurinn sem ég giftist var samt mjög góður. Það getur vel verið að hann hafi vitað hvernig ég var, ég veit það ekki en ég sagði honum aldrei frá því,“ segir Guð- rún. „Ég vissi mjög fljótt að það var eitthvað ekki eins og hjá öðrum. Ég gat aldrei hugsað mér að gifta mig. Það var ekki vegna þess að ég væri hrædd um að hinn aðilinn myndi bregðast. Málið var að ég treysti ekki sjálfri mér. Auðvitað reyndi ég að vera eins og fjöldinn en það geng- ur ekki alltaf upp,“ segir Valgerður. Guðrún komst fljótlega að því að hún væri lesbísk og hitti einnig stúlkur sem eins var ástatt fyrir. Þær gátu þó náð saman en reyndu allar að fela sig fyrir umhverfinu og héldu samböndum sínum leyndum. „Ég er náttúrlega miklu eldri en hún og á þeim tíma var þetta allt öðruvísi. Maður reyndi að lifa í þessu fari sem aðrir fóru eftir þó ég fyndi að eitthvað passaði ekki. Ég reyndi að ýta þessu frá mér,“ segir Valgerður. Þær kynntust fyrir Ijórtán árum í gegnum félagsskapinn Samhygð, sem þær störfuðu báðar að á þeim tima. Að nokkrum tíma liðnum þró- aðist með þeim djúpt og innilegt samband. „Þegar við höfðum þekkst í rúm- lega ár fluttum við saman í íbúð,“ segir Guðrún. „Samband okkar þróaðist á mjög eðlilegan hátt og varð fljótlega mjög gott eins og það er enn þá,“ segir Valgerður. Kampavín og með því Athöfnin hófst kl. níu um morg- uninn og voru þær stöllur merki- lega rólegar eftir að hafa verið önn- um kafnar við undirbúning dagana áður. Valgerður og Guðrún voru klæddar í fallegar buxnadragtir með blóm í barminum. Svo skemmtilega vildi til að samkyn- hneigður eigandi blómabúðar, sem þær þekktu ekki fyrir, sendi þeim handgerðan þríhyming úr blómum til þess að bera á brúðkaupsdaginn. Þríhymingurinn er tákn homma og lesbia. Nokkrir bestu vinir og ætt- ingjar vom viðstaddir athöfnina sem var látlaus og falleg. Margrét Pála, formaður Samtak- anna ’78 hélt ræðu og var ánægð með þennan sigur homma og lesbía. Margrét Pála lofaði kjark þeirra Guðrúnar og Valgerðar að þora að brjóta ísinn. Rómantík á Búðum „Þegar athöfninni var lokið kom- um við hingað heim og fáeinir ætt- ingjar með okkur. Við vorum báðar mjög yfirvegaðar í athöfninni sjálfri en það var búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í vikunni fyrir brúðkaupið," segir Valgerður. Eftir athöfnina keyrðu þær á skreyttum bíl og héldu vestur á Snæfellsnes. Þær snæddu róman- tískan kvöldverð að Hótel Búðum og vörðu brúðkaupsnóttinni þar. Að því búnu ferðuðust þær um Snæ- fellsnesið, komu við í Ólafsvík og Stykkishólmi ig var vel tekið á móti þeim á báðum stöðum. „Það var yndislegt á Búðum en okkur þótti leiðinlegt að missa af at- höfninni i Borgarleikhúsinu. Þess- um stað skaut jafnt upp í huga okk- ar beggja þannig að við ákváðum að fara þangað. Við fórum á Snæ- fellsnesið í fyrra og okkur finnst það dýrlegur staður," segir Valgerð- ur. „Það var haldin fyrir okkur hin fínasta veisla í tilefni giftingarinnar hjá frænku hennar í Völlu í Stykk- ishólmi,“ segir Guðrún. Ánægðar með lögin Guðrún og Valgerður eru mjög ánægðar með nýju lögin og vonast til þess að þau auðveldi hommum og lesbíum ,að koma úr felum og staðfesta sambúð sína. Þær vonast til þess að sem flestir nýti sér þenn- an nýja rétt sinn. Guðrúnu og Val- gerði hefur lengi langað til þess að staðfesta sambúð sína en hingað til hefur það ekki verið hægt. Þær könnuðu hvernig landið lá i Dan- mörku en það gekk ekki. Til þess að mega gifta sig í Danmörku varð önnur þeirra að vera danskur ríkis- borgari eða hafa búið i landinu i þrjú ár. „Þessi nýju lög hér á landi verða kannski til þess að fólk komi meira fram og hætti að fela sig á bak við tjöldin," segir Guðrún. Góðar viðtökur „Fólk sem við þekkjum lítið en hittum úti á götu eftir giftinguna tekur okkur mjög vel. Það kemur fyrir að fólk tali um þetta við okkur. Sumir koma og óska okkur til ham- ingju og eru mjög einlægir og al- mennilegir," segir Valgerður. „Líf okkar er mun auðveldara eft- ir að við giftum okkur. Áður þurft- um við að gæta þess að aðrir vissu ekki um okkar hagi. Við fóldum okkur meira og minna í öll þessi ár. Fyrir tveimur árum ákváðum við að segja nokkrum útvöldum frá sambandi okkar,“ segir Guðrún. Erfitt að koma út úr skápnum Þær eru báðar sammála um að það hafi verið mjög erfitt að segja frá því fyrst að þær væru lesbískar. Dóttir Guðrúnar var ein þeirra er fréttu það fyrst og tók hún því vel. „Eftir að við vorum búnar að ákveða að gifta okkur var mér sama hvað fólki fannst um það. Ég vissi hvað ég vildi. En ég fann meiri and- stöðu núna heldur en þegar við trú- lofuðum okkur,“ segir Guðrún. Val- gerður segist fá mikinn styrk í gegn- um þann einlæga stuðning sem hún hafi fengið og er þakklát aðstand- endum sínum fyrir að auðvelda hamingju hennar. „Kunningjar okkar og vinir spáðu held ég ekkert í það að við værum lesbískar fyrr en við kom- um úr felum. Sumir vina okkar sögðust hafa vitað þetta allan tím- ann en þeir sögðu aldrei neitt. Öðr- um datt þetta ekki í hug. Það er mis- jafnt hversu mikið fólk spáir i ná- ungann og svona hluti,“ segir Val- gerður. Vinir í raun „Sumir breyttust mjög mikið í viðmóti við okkur þegar við ákváð- um að gifta okkur. Við vitum að minnsta kosti núna hverjir standa með okkur og hverjir ekki. Fólk hef- ur dottið út úr vinahópnum okkar við þetta. Það er ágætt, þá þurfum við ekkert að eyða árunum í það fólk. Ég er mjög heppin i vinnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.