Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 30
38 á vefnum LAUGARDAGUR 13. JULI1996 V : NeUtape: d c ml mmnmmi rofni bitni það á endanum á innan- landssambandi. „Svo eru tæknileg- ar ástæður fyrir því að eðlilegt ástand kemst ekki á fyrr en einum til tveimur tímum eftir bilunin hef- ur verið lagfærð. það er ekki hægt að byggja alvöru- samband á svona þjónustu," segir Sigurður að lok- um. cz?\Z Þegar sambandið rofnar við útlönd þá er alveg ómögulegt að nálgast þessar skemmtilegu myndir af Demi Moore á slóðinni WWW.diskrite.com/demi/frames.html ■ 'Jr Sambandsleysi við útlönd: ff Ofremdarástand u segir framkvæmdastjóri OZ. Samband rofnar tíu sinnum á tveimur mánuðum Frá 9. maí síðastliðnum hefur sambandið við útlönd rofnað tíu sinnum. Það hefur valdið fyrirtækj- um og einstaklingum, sem treysta á Intemetsamband við útlönd marg- víslegum óþægindum. Síðast gerðist þetta síðastliðinn þriðjudag en þá var sambandslaust við útlönd í 14 klukkutíma vegna bilunar i mannlausri símstöð í Dan- mörku. Tefst hjá Pósti og síma Sigurður Jónsson, markaðsstjóri Internets á íslandi, INTÍS, segir að oft tefjist það hjá Pósti og síma eða viðskiptaaðlilum fyrirtækisins er- lendis að skipta yfir á varasamband. „Þeir hafa talið sig vera að bjarga málunum en það hefur ekki dugað til. Þegar Cantat- strengurinn bilar er farið yfir á gervihnattasamband. Það er reyndar hægvirkt og óviðun- andi til lengdar en við höfum þurft að búa við það ansi oft. Það er svo verra að þessi skipting á varaleið- ina tekur oft marga / klukkutíma. Það ( er greinilegt að þessi varaleið hefur ekki virkað sem skyldi." Sigurður segir enn fremur að þegar sambandið rofni til útlanda þagni varla síminn hjá INTÍS en fyrirtækið getur fátt ann- að gert en að veita upplýsing- ar. „Þegar sambandið rofnaði klukkan átta síð- astliðin þriðjudagsmorg- un fengust engar upp- lýsingar hjá Pósti og síma um hvað væri að. Það var ekki fyrr en klukkan eitt að þeir sögðu að eitt- hvað væri að sambandinu milli Svíþjóðar og Danmerkur," segir Sigurður. Hann bætir því við að þegar sambandið til útlanda Þarf að vera í lagi Magnús Ingi Óskarsson, fram- kvæmdastjóri OZ, segir að það ríki ófremdarástand í þessum málum á íslandi: „Það er óþægilegt fyrir fyr- irtæki sem er með 30 manns í vinnu og treystir mikið á samband við Bandaríkin að þurfa að sætta okkur við að þegar samband rofnar við Skandinavíu rofni það líka við Norður-Ameríku.“ Hann segir þó að bilanir eins og þessar hafi ekki skemmt ímynd fyrirtækisins er- lendis. Harmar óþægindi Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsinga- og blaðafulltrúi Pósts og síma, segir að vissulega hafi Cantat strengur- inn bilað þrisvar á skömmum tíma og fyrirtækið harmi það. „Það er auðvitað í allra þágu að þessi mál séu í lagi. Það sem gerðist siðastlið- inn þriðjudag þegar Internetsam- bandið við útlönd lá niðri í 14 klukku- stundir var að ómönnuð símstöð í Danmörku bilaði. Ólíkt því sem gerist hérlendis sendir stöð- in ekki frá sér viðvör- un um að bilun hafi átt sér stað. Því komust boð frá ís- landi til Danmerkur en þau komust ekki yfir til Svíþjóð- ar og áfram út í heim. Það er vont að vita af því að viðskiptavinir okk- ar þurfi að líða fyrir tæknilega örð- ugleika og rugling erlendis, eins og gerðist síðastliðinn þriðjudag," seg- ir Hrefna. -JHÞ 5§1 Heimasfðá í*V»4lfl£a aí'— éi- ~ — il“ M— W—'~ sssass'-"— Islenska stjórnsýslan Æ fleiri ríkisstofnanir eru nú á Internetinu og æðsta valda- stofnun landsins, Alþingi, hefur heimasíðu á slóðinni http://www.alt- hingi.is/ Það sem er sennilega merkast við þá ágætu síðu er að þar má fletta upp í þingræð- um og þingskjöl- um með oröaleit. Einnig má fá ítarlegar upplýs- ingar um starfs- hætti þingsins, þingmenn og einnig eru teng- ingar á þing annarra ríkja svo fátt eitt sé nefnt. Stjómarráð íslands hefur heimasíðu á tilraunastigi á slóðinni http: //www.stjr.is/ en einungis sex ráðuneyti hafa heimasíðu. Þær virðast allar vera meira eða minna á til- raunastigi en samt sem áður má fá haldgóðar upplýsingar frá þeim sumum. Heimasíða Reykjavíkurborgar er á slóð- inni http://www.rvk.is/ og hafa rúmlega 18 þúsund manns heimsótt þá síðu síðan í októ- ber 1995. Síðan verður að teljast nokkuð góð enda mikið af gagn- legum upplýsingum á henni. Til dæmis má skoða litmyndir af sumu því sem söfn borgar- innar hafa upp á að bjóða og skoða dagskrá þeirra. íslenski fjárhundurinn Auðvitað er til síða helguð íslenska fiár- hundinum og er hún á slóð- inni http://www.is- mennt.is/fýr- stofn/fjari/ Svifdrekar ^U;S. NEWS wonio MEWS P yNNI 'ntenactive w spoots SH0WBI2 JUtítBnUtt* --WEHIHER UCHriOlOGV i FOOD 6 HEALTH -STftE Comenn | iearcli WeiMce Pái'e Heu Joly 11,1996 -- Uydaad 52S ■.» EDT (0929 OMT) TaaHirdv Evacuations under way as Bertha hovers off coast Nearljr I nullion urjpd to flee UUOm troUk <4 0* swsmtt tnvsn imsom tk** 0» cc wt oíttw Uam4 , V«i nmv Wtcin, jiMtotiú |ub «<4 eantmouMs v*m Uu> - Kftr.toui VhÁtrMvj u Hvwk* 4mv uk • H.iuncgn. Btrtw 'mv wtwa hsíiuílí • ■ • tlvUitían <6* rvt o( úi* tVintf Jitt M VMch toi lonly ipdMn ud Irrr irporu Hontem BciUa «t 5 a.b. EDT QmásÍMJBm Mu IhuMVUi Uniiu Dfmii(iM|M<: IOSV* B uiVOlkaAt C«m41uIii IttU.TJBV Heimasíða CNN fréttastöðvarinn- ar er http: //www.cnn.com/. Þar er umfiöllun um mál sem hæst ber. Bæði má fá myndir og hljóð og gef- inn er listi með skyldu efni. Hægt er að koma sínum skoðunum á fram- færi með því að senda CNN tölvu- póst og er úrval hans á síðunni. BBC hefur slóðina http: //www.bbc.co.uk/. Þar eru upplýs- ingar um dagskrá stöðva BBC og þau mál sem eru i brennidepli. Sér- staklega má benda á „One world on- line“ en þar er alþjóðlegt efni um menntun, fréttir og umhverfis- vernd. Time tímaritið er á http://pathf- inder.com/time/. Þar geta menn les- ið nýjustu útgáfu tímaritsins eða leitað í gagnasafni blaðsins að aðstoð við lesendur. Listi um um tímarit um alla skapaða hluti er á http://www.dc.enew- s.com/. Þar má finna upplýsingar, lesa efni og gerast áskrifandi að um tvö þúsund tímaritum. Norska blaðið Dagbladet býður margvislegt efni á slóðinni http: //www.telepost.no/dagbl@det.no/. Þar má lesa úrval af heimsfréttum og norskum fréttum. Þýska blaðið Die Welt hefur slóðina http: //www.welt.de/. Þar má finna sér- þýskt efni eða alþjóðlegar fréttir. Fjölmargar tengingar á fiölmiðla í Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu má finna á heimasíðu samtaka rikja í Suðaustur-Asíu. Slóðin er http: //www.cnh.net/b/aeis/service.htm. Svifdrekafélag Reykjavíkur hefur heimasíðu á slóðinni http: //www.tm.is/sdfr/ og þar er fiöldi tenginga á alþjóðlegar heimasíður um svifdrekaflug. Sérstaklega skal bent á mynda- safnið sem er á Hang Gliding WWW server en það er ótrúlega glæsilegt. Enn fremur má skoða almennar upplýsingar um starf- semi félags- ins, félaga- tal og úrslit móta. Fréttami ilar á Internetinu greinum um valin málefni. Breska vikuritið The Economist er á http://www.europe.econom- ist.com/. Þar má lesa efni úr nýjasta tölublaði, skoða ritdóma um bækur, skrifa og skoða bréf til ritstjóra blaðsins. Þaðan má einnig komast í D.comm, tímarit sem er eingöngu gefið út á Internetinu. Þar eru frétt- ir úr tölvuheiminum og tæknileg Þar má einnig finna upplýsingar um efni tengd fiármálum Asíu og heimsins. Fyrirtaks tengingar eru á síðu Ásgeirs Eggertssonar en hann er með tengingar á fréttamiðla úti um allan heim. Slóðin er http://akureyri.ismennt.is/~as- gegg/frettir/. -JHÞ Stjórnmál Það er ekki mikið til af ís- lenskum heimasíðum sem tengjast stjórnmálum. Sjálf- stæðisflokkurinn er með heimasíðu á slóðinni http: //www.centrum.is/x-d/ og Fram- sóknarflokkurinn er á slóðinni http://www.islandia.is/framsokn/ Alþýðubandalagið hefur slóð- ina http: //strengur.is:80/~abl/ Þessar siður eiga það sammerkt að á þeim má yfirleijt senda flokkunum eða þingmönnum hans bréf, fræðast um stefnu- mál flokkanna og fá upplýsing- ar um þá þingmenn sem sitja fyrir flokkinn á Alþingi. Þjóð- vaki og Guðmundur Árni Stef- ánsson halda úti heimasíðum en efni þeiiTa virðist frekar úr- elt. Björn Bjamason mennta- málaráðherra hefur síðu á slóð- inni http: //www.centrum.ls/bb/ Umsjón Jón Heiðar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.