Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 34
. tónlist LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 'ÉV Topplag Það ætti ekki koma neinum á óvart að hún Emiliana Torrini hrifsar toppsætið úr höndunum á Smashing Pumpkins með kraftmikla laginu Lay down úr söngleiknum Stone Free. Hún stoppaði örlítið við i öðru sæti en nú er toppsætið hennar. Söngkonan frábæra Tracy Chapman sýnir sko að hún er langt í frá búin að syngja sitt síð- asta. Nýja lagið hennar, Give Me One Reason, er afskaplega gríp- andi og skemmtilegt og þeytist upp um 36 sæti. Kannski mun hún hrifsa toppsætið frá starfs- systur sinni, Emiliönu Torrini, áður en langt um líður. Hæsta nýja lagið Kvikmyndin Trainspotting hefur svo sannarlega slegið í gegn enda er fjallað um sjálfseyð- ingu og ömurleika þann sem fylgir eiturlyfjaneyslu. Tónlistin úr myndinni gefur henni enn meiri gæðastimpil en ella enda eru í henni frábær lög, eins og Born Slippy með Underworld. Það lag er hæsta nýja lagið á lista og fer beint upp í 4. sæti. Leiðrétting Spoon í síðasta tónlistarblaði DV kom fram að hljómsveitin Spoon hefði ekki hitað upp á tónleikum Pulp í Höllinni sökum þess að hún hefði ekki „viljað“ leiða Súper 5 hópinn á svið. Réttara væri að segja að hljómsveitin hefði ekki „komist" á svið sökum vinnu hljómsveitarmeðlima og ósveigjanleika skipuleggjanda tónleikanna. Hljómsveitin Spoon hefur sem sagt ekki tekið upp einhverja stórstjörnustæla heldur eru tveir meðlimir hennar sumpart ábyrg- ir fyrir því að fréttaþátturinn 19-20 far i í loftið og hann fer í loft- ið, sama hvað tautar og raular. Það síðasta frá Prince Tónlistarmaðurinn, sem eitt sinn gekk undir nafninu Prince, sendi í vikunni frá sér sína allra síðustu afurð fyrir útgáfúrisann Wamer og má því segja að sá slagur sé á enda. Platan ber titil- inn „Chaos & Disorder". Fyrsta smáskífan er þegar farin að hljóma á öldum ljósvakans hér á landi. Hún heitir „Dinner with Delores". Hvort Prince er hér aðeins að efna samninga eða semja tónlist af lífi og sál verður síðan bara að koma í ljós. A.I.D.S. Rapparar vestanhafs hafa nú tekið sig saman til að styðja bar- áttuna gegn AIDS með þvi að gefa út plötu sem allur ágóði af renn- ur til baráttunnar gegn sjúk- dómnum. „America Is Dying Slowly“ er nafn plötunnar en meðal flytjenda era: Coolio, Wu Tang Clan, Lost Boys, Goodie Mob, De La Soul o.fl. í boði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 H sð? JLJ EI tfSK I LIST INN NR. 178 vikuna 13.7 _1q 7 '98 b ik u iL i2 v/' r ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM r i | 9. 1 ip 40 <3 2 2 LAY DOWN E...1. VIKA NR. 1... EMILÍANA TORRINI (ÚR STONE FREE) 2 1 1 8 TONIGHT TONIGHT SMASHING PUMPKINS CD 5 . _ 2 NO WOMAN NO CRY FUGEES ... NÝTTÁ USTA ... I O NÝTT 1 BORN SLIPPY UNDERWORLD (TRAINSPOTTING) 5 4 8 6 UNTIL IT SLEEPS METALLICA o 40 2 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... j GIVE ME ONE REASON TRACY CHAPMAN o 11 13 4 ÞAÐ ERU ÁLFAR INNÍ ÞÉR SSSÓL 8 6 2 7 CHAIRITY SKUNK ANANSIE 9 3 4 4 ILLUSIONS CYPRESS HILL 10 8 6 6 SOMEBODY TO LOVE JIM CARREY 11 9 3 8 THEME FROM MISSION: IMPOSSIBLE ADAM CLAYTON & LARRY MULLEN (2) 1 OPNAÐU AUGUN ÞÍN KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI 13 13 - 2 NAKED LOUISE 14 10 10 5 HVERSVEGNA VARSTU EKKI KYRR REAGGIE ON ICE 15 16 21 3 DON'T STOP MOVIN' LIVIN' JOY GD 19 22 4 LÚÐVÍK STEFÁN HILMARS & MILLARNIR 17 12 9 10 READY OR NOT FUGEES (2) 24 - 2 LIGHT MY FIRE MIKE FLOWERS POPS 19 15 7 7 JUSTAGIRL NO DOUBT 20 21 26 3 WE’RE IN THIS TOGETHER SIMPLY RED 21 7 6 5 FABLE ROBERT MILES 22) 29 36 3 FORGET ABOUT.... GABRIELLE 23 14 16 6 WRONG EVERYTHING BUT THE GIRL (M) 33 29 3 COCO JAMBOO MR PRESIDENT 25 26 31 3 THAT GIRL MAXI PRIEST 8. SHAGGY 26 17 12 11 SALVATION CRANBERRIES 27 36 _ 2 FAUS VINIR VORS OG BLÓMA 28 18 14 15 LEMON TREE FOOL'S GARDEN (?£) 38 - 2 TAKE A RIDE ROB'N'RAZ 30 20 20 6 THEY DON’T CARE ABOUT US MICHAEL JACKSON (31) 31 - 2 DINNER WITH DELORES PRINCE (32) NÝTT 1 SUMARNÆTUR STJÓRNIN 33 34 33 4 MYSTERIOUS GIRL PETE ANDRE 34 25 25 5 SKRÍTIÐ SÓLSTRANDARGÆJARNIR dD NÝTT 1 EYJÓLFUR SNIGLABANDIÐ 36 32 24 8 MACARENA LOS DEL RIO 37 23 29 3 DANZLAG SKÍTAMÓRALL 38 30 30 5 ÓHEMJA GREIFARNIR 39 NÝTT 1 ALLIR DANSA SALSA GLOSS 40 LjlJ 4 THE CROSSROADS BONE THUGS-N-HARMONY Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaöa skoðanakönnunar sem er framkvaemd af markaðsdeild DVi hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist a hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. QöíítL: - ^ Safn frá Sykur- molum . „Best of the Sugarcubes“ er tit- ill sem gæti sést í plötubúðum Evrópu þegar á haustmánuðum. Platan mun að sjálfsögðu hafa að geyma allt það besta sem Sykur- molamir gáfu út á sínum tíma, alla vega þverskurð þar af. Búast má við að platan seljist vel enda fyrrum söngkona hljómsveitar- innar nú orðin súperstjarna á heimsmælikvarða. Má bjóða þér mola? Jarvis og Stipe? Jarvis Cocker, söngvari Pulp, og Michael Stipe, söngvari R.E.M., verða báðir gestir (sinn í hvoru lagi) á Edinborgar-kvik- myndahátíðinni þetta árið. Cocker mun ræða Pulp mynd- böndin við sýningargesti ásamt leikstjóranum Pedro Rohmanyi og bassaleikara Pulp, Steve Mackie. Stipe mun hins vegar verða viðstaddur frumsýningu tónleikamyndarinnar „Road Movie“ sem var tekin á Monster heimstónleikaferð R.E.M. Mynd- in verður sýnd þann 16. ágúst á Edinborgarhátíðinni. Red Hot að hætta? Red Hot Chili Peppers eiga að hætta næsta sumar eftir kveðju- tónleikaferð og plötuútgáfu. Þetta kemur fram í síðasta riti Kerrang. Warner hefur neitað þessum fréttum sem eru sagðar koma frá vini hljómsveitarinnar í Banda- ríkjunum. Vinna gítarleikarans Dave Navarro með fyrrum félaga sínum úr Janes Addiction hefur hins vegar gefið sögunni byr und- ir báða vængi. Eru Red Hot að hætta og J.A. að byrja aftur? Ef svo er þá misstir þú af „síðustu" tónleikum hljóm- sveitarinnar á Wembley í gær. Ef ekki, þá hefur þú engu að kvíða. Gallagher og Bacharach Noel Gallagher, annar Oasis- bræðra, steig á svið með guði „e- z“ tónlistarinnar, Burt Bac- harach, í lok síðasta mánaðar á tónleikum hins síðarnefnda í Royal Festival Hall i London. Noel er mikill aðdáandi Bacharach og fékk þarna að syngja með honum uppáhalds Burt lagið sitt; „This Guy’s in Love with You“. Ekki eru taldar miklar líkur á að þessi uppákoma verði endurtekin enda eru þeir hvor frá sinni álfunni, Bacharach og Gallagher. GBG Yflrumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman. og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.