Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 47
55 DV LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 skák Hallfríður Guðmundsdóttir Hallfríður Guðmunds- dóttir sjúkraliði, Skelja- granda 7, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Hallfríður fæddist í Hafnarhólmi við Stein- grímsfjörð en ólst upp á Hólmavík. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1962 og hef- ur átt þar heima síðan. Hallfríður útskrifaðist sem sjúkraliði frá Borg- arspítalanum 1966. Hún var sjúkra- liöi á Hvitabandinu 1966-67, við Borgarspitalann 1971-72, Hrafnistu í Reykjavík 1977-85 og við augn- deild Landakotsspítala, Sjúkrahús Reykjavíkur, frá 1985. Fjölskylda Maður Hallfriöar er Karl Jóseps- son (Drago Vrh.) frá Opatija í Króa- tíu, f. 10.5. 1935, verkamaður við Kassagerð Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Josep og Marijá Vrh frá Króatíu en þau eru bæði látin. Sonur Hallfríðar frá því áður er Björn Rúnar Sigurðsson, f. 20.2. 1958, starfsmaður hjá Skjaldborg. * Börn Hallfríðar og Karls Jóseps- sonar eru Davíð Vrh Karlsson, f. 14.7. 1967, bú- settur í Reykjavík; Mari- já Kristína Vrh Karlsdótt- ir, f. 24.6. 1968, búsett í Reykjavík; Karl Davor Vrh Karlsson, f. 21.8. 1974, búsettur í Reykja- vík. Börn Marijú Kristínar Vrh Karlsdóttur eru Ari Davor, f. 1.9.1992, og Hall- fríður Svala, f. 23.8. 1995. Systkini Hallfríðar eru Sigurmunda Guðmunds- dóttir, f. 11.7.1932, d. 21.1. 1993, húsmóðir á Drangsnesi; Bjami M. Guðmundsson, f. 13.7. 1936, rafvirkjameistari í Keflavík; Baldur J.S. Guðmundsson, f. 8.12. 1939, skrifvélavirki í Reykjavík; Björg G. Guðmundsdóttir, f. 9.5. 1947, ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. Foreldrar Hallfríðar: Guðmund- ur Björgvin Bjamason, f. 4.7. 1912, d. 2.2. 1987, rafvirki á Hólmavík og síðar starfsmaður hjá Landssiman- um í Reykjavík, og k.h, Guðrún Björnsdóttir, f. 27.11. 1912, húsmóð- ir 1 Reykjavík. Hallfríður tekur á móti gestum að heimili sínu í dag milli kl. 16.00 og 19.00. Hallfríður Guð- mundsdóttlr. Arnbjörn Ólafsson læknir, Ekrusmára 11, Kópavogi, er sjötug- ur í dag. Starfsferill Ambjöm fæddist á Ferjubakka í Öxarfirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948 og embættis- prófi í læknisfræði frá HÍ 1955. Arnbjörn var námskandidat á Land- spítalanum og Slysavarðstofu Reykjavíkur 1955-56, var staðgeng- ill héraðslæknis Víkurhéraðs 1953, héraðslæknir í Hólmavíkurlæknis- héraði 1956-58 og hefur verið lækn- ir í Keflavík frá 1958. Hann var læknir við sjúkrahúsið í Keflavík 1958-81 og oft staðgöngumaður yfir- læknis, heilsugæslulæknir í Keflvík frá 1979 og yflrlæknir Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja 1981-84. Arnbjöm var formaður heilbrigð- isnefndar Hólmavíkurlæknishéraðs 1956-58 og sat í heilbrigðisnefnd Keflavíkur frá 1961 og meðan hún starfaði. Börn Arnbjörns og Fjólu eru Einar Ólafur, f. 27.8. 1950, dr. med., dósent við háskólann í Lundi í Sví- þjóð, en kona ’nans er Runa Kerstin Ambjörns- son hjúkrunarforstjóri og em synir þéirra Ambjöm Einarsson, f. 25.12. 1979 og Einar Einarsson, f. 4.4. 1984; Arnbjörn Hjörleifur, f. 8.1. 1952, sérfræðingur i bæklunarlækningum, bú- settur í Reykjavík, kvænt- ur Guðlaugu Bergþóru Karlsdóttur hjúkrunarfræðingi og er dóttir þeirra Aðalheiður, f. 29.11. 1983; Aðalheiður Erla, f. 8.6. 1961, stúdent í framhaldsnámi. Systur Arnbjörns eru Birna Ólafsdóttir, f. 12.5. 1917, búsett í Reykjavík; Guðrún Jóhanna, f. 27.5. 1920, búsett í Reykjavik. Foreldrar Arnbjörns vora Ólafur Mikael Gamalíelsson, f. 30.4.1890, d. 14.6. 1976, bóndi á Ferjubakka í Öxarfirði, og k.h., Aðalheiður Björnsdóttir, f. 11.11. 1897, d. 3.7. 1977, húsfreyja. Ætt Arnbjörn Ótafsson. Fjölskylda Arnbjörn kvæntist 29.7. 1949 Fjólu Einarsdóttur, f. 25.7. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Einars Einarssonar, útgerðarmanns á Seyðisfirði, og k.h., Jakobínu Guð- brandsdóttur húsmóður. Ólafur var sonur Gamalíels Ein- arssonar, b. á Sjávarlandi í Þistil- firði, og Vígdísar Kristjánsdóttur húsfreyju. Aðalheiður var dóttir Björns Guðmundssonar, b. á Hallgílsstöð- um í Sauðaneshreppi, og k.h., Hall- dóru Sigurðardóttur húsfreyju. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir ki. 17 á föstudag a\\t mil/í hirnins &, X Smáauglýsingar EX3 550 5000 Einvígið í Elista: Sigur Karpovs var öruggur - Viktor Kortsnoj einn efstur í Kaupmannahöfn Eftir 80 leiki í átjándu einvígis- skákinni í Elista í Kalmikíu varð Gata Kamsky að sætta sig við jafn- tefli og tilhugsunina um að heims- meistaratitill í skák væri úr sög- unni - í bili a.m.k.. Anatoly Karpov stóð uppi sem sigurvegari, hlaut 10,5 vinninga gegn 7,5 vinningum Kamskys. Karpov er þar með opin- ber heimsmeistari FIDE í skák. Garrí Kasparov er á hinn bóginn einvörðungu heimsmeistari sinna eigin samtaka þótt engum blandist hugur um yfirburði hans umfram sinn gamla keppinaut. Nú er 21 ár síðan Anatoly Karpov tók við heimsmeistaratign af Bobby Fischer sem neitaði að verja titil- inn sem hann hremmdi svo eftir- minnilega úr höndum Spasskys í Laugardalshöllinni. Karpov hefur verið einn farsælasti mótaskákmað- ur allra tíma og eins og sigur hans nú gegn Kamsky sýnir er hann enn við sama heygarðshornið. Hins veg- ar er sá Karpov sem bar sigurorð af Kamsky engan veginn sá Karpov sem best teflir. Sannast sagna var taflmennska hans gegn Kamsky ærið gloppótt. Þremur skákum tap- aði Karpov illa. Engu að síður var sigur hans í einvíginu öruggur. Eft- Umsjón Jón L. Árnason ir níu skákir var staðan orðin 6,5-2,5 Karpov í vil. Þá slakaði Kar- pov nokkuð á klónni og niðurstað- an úr átta síðustu skákunum var Qórir vinningar gegn fjórum. Ljóst var að Karpov reyndi að stýra síðustu skákum einvígisins í jafnteflishöfn. í 15. skákinni tefldi hann varfæmislega gegn Benóní- vöm Kamskys; í 17. skákinni varð róleg Retí-byrjun uppi á teningnum (Karpov hafði hvítt) - Kamsky bauð upp á skiptan hlut eftir að skákin hafði farið í bið. í 18. skákinni tefldu kapparnir drottningarind- verska vörn og aftur fór taflið í bið. Það var svo ekki fyrr en eftir 80 leiki, eins og fyrr segir, að Kamsky sættist á jafntefli. En í 16. skákinni fór Karpov illa að ráði sínu í margþvældu afbrigði. Fyrsti „nýi leikurinn“ í skákinni var drottningartilfærsla Karpovs í 23. leik. Karpov og aðstoðarmenn hans höfðu kannað gildi leiksins með því að tefla hraðskákir en höfðu greinilega ekki skyggnst nægilega djúpt í stöðuna. Kamsky fann glompu í undirbúningnum og vann peð með einfaldri fléttu. Sig- urinn var þó langt í frá geflnn en aftur gerði Karpov mistök og þá var eftirleikurinn auðveldur. 16. einvígisskákin: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Garrf Kasparov Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Bc3 d5 9. Re5 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. Rd2 0-0 12. 0-0 Hc8 13. e4 c5 14. exd5 exd5 15. dxc5 dxc4 16. c6 cxb3 17. Hel Bb5 18. axb3 Bxc6 19. Bxc6 Hxc6 20. Hxa7 Bf6 21. Rc4 Bxc3 22. Hxd7 Df6 23. He4 Niðurstaðan úr fjölmörgum stór- meistaraskákum í þessu afbrigði er sú að svona sé best teflt á báða bóga. í þessari stöðu hefur svartur leikið 23. - He6 og sætt sig við örlít- ið lakari stöðu. Karpov og menn hans hafa fundið nýjan leik og nú er látið á hann reyna: 23. - Df5? 24. Hf4 De6 25. Hdxf7! Svo virðist sem Karpov og að- stoðarmannasveit hans hafi ekki tekið þessa einföldu „leikfléttu" með í reikninginn. Þar sem 25. - Hxf7 strandar á 26. Dd8+ og mátar, verður svartur að sætta sig við peðstap. Karpov er ekki öfunds- verður af því að sitja í þeirri stöðu en skákin er þó ekki töpuð. 25. - He8 26. DÍ3 Bf6 27. Hb7 h6 28. Kg2 Kh8 29. h4 Kg8 30. Kh2 Kh8 Þetta sýnir úrræðaleysi svarts. Hann getur einungis beðið átekta og látið hvítan um að sýna fram á vinning í stöðunni. 31. Dh5 Hd8 32. Hf7 Bd4 33. Hf8+ Hxf8 34. Hxf8+ Kh7 35. Df3 Bc5 36. Hf5 Hc8 37. h5 Hd8 38. He5 Dd7 39. De4+ Kh8 40. Kg2 Hf8 41. f4 Hd8 42. Df3 Bd4 43. He2 b5 44. Rd2 Bb6 45. Re4 Ddl 46. Rf2 Dbl 47. Rg4 Df5 Kamsky hefur tekist að bæta stöðu sína jafnt og þétt en hér var 47. - Dgl+ 48. Kh3 Bd4 e.t.v. betri til- raun. 48. Re5 48. - Kg8? 49. Rc6! Nú getur Karpov ekki forðað hróknum og afstýrt um leið 50. Re7+ og því gafst hann upp. Kortsnoj stal sigrinum Gamli refurinn Viktor Kortsnoj sýndi frægt baráttuþrekið enn á ný með því að verða einn efstur á opna mótinu í Kaupmannahöfn sem lauk í síðustu viku. Fyrir siðustu um- ferð mótsins voru sex skákmenn efstir og jafnir. Öllum skákum þeirra í síðustu umferðinni lauk með jafntefli nema skák Kortsnojs við Kogan. Kortsnoj hafði þar til- tölulega auðveldan sigur og þar með var efsta sætið orðið hans - óskipt. Skammt er því stórra högga á milli hjá Kortsnoj sem sigraði fyr- ir skemmstu á sterku móti í Málm- ey í Svíþjóð. Keppnisskapið er samt við sig þótt árin færist yfir. Kortsnoj er nú 65 ára gamall. íslensku skákmeisturunum vegn- aði ekki sem skyldi. Jóhann Hjart- arson vann Sune Berg Hansen í síð- ustu umferð og hlaut 7,5 vinninga ásamt fleirum sem deildu 9.-20. sæti. Margeir Pétursson lauk mót- inu með jafntefli við Steffen Peder- sen og deildi 21- 34. sæti með fleir- um með 7 v. Héðinn Steingrímsson tapaði fyrir stórmeistaranum kunna, Vitaly Tseshkovsky, í lokaumferðinni og hlaut 6 v. Bragi Þorflnnsson fékk 5,5 v., Björn Þor- finnsson 5 v. og Davíð Kjartansson 4,5 v. Keppendur vora liðlega 180 talsins. Kortsnoj hlaut 8,5 vinninga. Næstir komu Tiger Hillarp-Persson frá Svíþjóð, sem kom mjög á óvart, Julian Hodgson og Jonathan Speelman, Englandi, Curt Hansen, Danmörku, Edvard Rosentalis, Lit- háen, og Eran Liss, ísrael, allir með 8 v. Jóhann Hjartarson varð í 3. sæti af Norðurlandabúum og krækir sér þar í drjúg stig í norrænu VISA- bikarkeppninni, sem verður fram haldið síðar í mánuðinum, með opna mótinu í Gausdal í Noregi. Líklegt er að fjölmenn sveit íslend- inga muni taka þar þátt. Hraðskákkeppni taflfálaga Taflfélagið Hellir stóð fyrir hrað- skákkeppni taflfélaga á Suðvestur- landi sem var með útsláttarfyrir- komulagi. Teflt var á sex borðum þannig að hver liðsmaður tefldi tví- vegis við alla liðsmenn andstæðing- anna. í úrslitaviðureigninni, sem fram fór á þriðjudagskvöld, bar Hellir sigurorð af Taflfélagi Kópavogs með 41 vinningi gegn 31 vinningi Kópavogsbúa. Bestum árangri í sveit Hellis náðu Hannes Hlífar Stefánsson (9,5 v. af 12), Ingvar Ás- mundsson (7,5 v. af 11) og Andri Áss Grétarsson (7,5 v. af 12) en í sveit TK voru sterkastir Helgi Ólafsson (9 v. af 12), Björgvin Víglundsson (7 v. af 11) og Jón G. Viðarsson (6,5 v. af 12). í fyrra sigraði sveit Taflfélags Reykjavíkur en nú bar svo við að sveitin tapaði þegar í 1. umferð fyr- ir Helli. Liðsflótti hefur verið mik- ill úr Taflfélagi Reykjavíkur. Félag- ið hefur löngum borið höfuð og herðar yfir önnur taflfélög landsins og haft á að skipa einni öflugustu skáksveit Evrópu. Nú er svo komið að flestir sterkustu skákmennirnir hafa yfirgefið félagið eða íhuga úr- sögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.