Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 22
22
sérstæðsakamál
LAUGARDAGUR 13. JULI 1996
SÐAST SOPINN
Wilford Cahill var f]örutíu og
átta ára og átti stóra jörð, um þrjá-
tíu kílómetra fyrir utan Edmonton
i Alberta í Kanada. Hann var vana-
fastur maður, og í hvert sinn sem
hann kom utan af ökrunum á heit-
um sumardögum drakk hann úr
tveimur bjórflöskum. Hann tæmdi
þá fyrri i nokkrum sopum, en þá
síðari smám saman meðan kona
hans, Laura, sem var þrjátíu og
fjögurra ára, eldaði kvöldmatinn.
En dag einn bar Laura honum síð-
ustu bjórflöskuna sem hann tæmdi
um ævina. Skömmu síðar hófst
rannsókn morðmáls sem hefur ver-
ið til umræðu öðru hverju i rúma
hálfa öld.
Örlagaríkt síðdegi
Það var 6. maí 1935 sem Wilford
drakk síðasta bjórinn. Laura sótti
hann í kæliskápinn, og hellti í glas
fyrir mann sinn. Og eins og venju-
lega tæmdi hann það í einum sopa.
„Hver fjárinn er þetta?“ sagði
hann þegar hann lagði glasið frá
sér. „Bjórinn var viðbjóðslegur á
bragðið. Hefur flaskan staðið
opin?“
Kona hans svaraði því einu til að
svo hefði ekki verið. Hún sagðist
sjálf hafa opnað flöskuna.
Nokkrum mínútum síðar veikt-
ist Wilford. Hann fékk mikla verki
og kona hans varð að hjálpa honum
í rúmið. Hún hringdi svo í Clive
Friedle lækni, og hann hafði ekki
verið lengi hjá sjúklingnum þegar
hann komst að þeirri niðurstöðu að
honum hefði verið byrlað sterkt
eitur, líklega striknín. Friedle
gerði það sem hann gat til að lina
kvalir Wilfords, en var hins vegar
ljóst að lífi hans yrði ekki bjargað.
Skyndilega reis Wilford upp við
dogg og sagði við konu sína: „Hvað
var I bjórnum sem þú gafst mér,
Laura?“ Svo féll höfuð hans á kodd-
ann og hann var allur.
Rannsóknin hefst
Friedle læknir gerði lögreglunni
aðvart. Wilbert Singletary hét full-
trúinn sem var falin rannsókn
málsins, og honum var ljóst að
striknín var eitur sem flestir bænd-
ur notuðu gegn skaðlegum skor-
kvikindum. Kaupin á þvi voru því
alveg lögleg, en oft hafði hins vegar
borið á því að eitrið væri ekki
geymt á öruggan hátt, og nokkrum
mánuðum áður hafði vinnumaður
á bæ dáið af því að drekka striknín-
blöndu sem hann hélt vera áfengi.
Singletary hafði hins vegar
aldrei heyrt um að striknín hefði
komist í bjór. Hann tók flöskuna og
fann tappann, en sendi síðan hvort
tveggja á rannsóknarstofu. Kom
þar í ljós að striknín hafði verið í
bjórflöskunni. Fannst það bæði í
henni sjálfri og i tappanum.
Krufning leiddi í ljós að Wilford
Cahill hafði verið gefið svo mikið
striknín að nægt hefði til að drepa
tiu manns. Verið gat því að einhver
hafði tekið tappann af bjórflösk-
unni, hellt eitrinu í hana og sett
tappann aftur á. Og síðar tókst
tæknimönnum að sýna að tappinn
hafði tvívegis verið tekinn af flösk-
unni. En hver hafði gert það? Og
hvers vegna?
Ástarþríhyrningur
Singletary tók á málum sínum á
þann hátt að leita fyrst að ástæð-
unni til glæpsins, því þá yrði létt-
ara að finna lausnina. Og hann
þurfti ekki að ræða við marga til að
komast að því að Laura Cahill átti
sér elskhuga, hinn þrjátíu og
þriggja ára verkstjóra sem maður
hennar hafði ráðið. Hann hét Denn-
is Hartson. Flestum í sveitinni virt-
ist ljóst að þau áttu í ástarsam-
bandi, þótt svo virtist sem tvær
manneskjur hefðu ekki haft um
það hugmynd, Dorothy Hartson og
hinn látni, Wilford Cahill.
Laura Cahill og Dennis Hartson
voru þegar í stað handtekin og gef-
ið að sök að hafa myrt Wilford, en
Hartson var látinn laus sama dag.
Það var gert af ásetningi, og var nú
fylgst með hverju fótmáli hans.
Hartson hélt nánast rakleiðis að
bæ Cahills, gekk að skattholi frú
Cahill og tók úr því allmörg bréf.
Var hann handtekinn á ný áður en
hann gat komið þeim I lóg. Efni
bréfanna varð til þess að Laura
Cahill og Dennis Hartson voru
ákærð fyrir morðið á Wilford. Bæði
neituðu þau að vera sek þegar mál-
ið kom fyrir rétt í nóvember 1935.
En þau höfðu fátt sér til varnar.
Laura hafði fært manni sínum
bjórinn banvæna, og hún hafði
ástæðu til að vilja ryðja honum úr
vegi. Sú ástæða kom betur i ljós
þegar saksóknarinn yfirheyrði
Dennis. Hann viðurkenndi þá að
vera ástfanginn af Lauru, og sagöi
að þau hefðu rætt um að hlaupast á
brott saman. Þau hefði aðeins skort
fé.
Dómurinn
„Og hvaðan átti það fé að koma?“
spurði þá saksóknarinn.
„Ef Cahill gamli hefði dáið,“
svaraði þá sakborningurinn, „hefði
Laura erft jörðina. Ef hún hefði svo
selt hana hefðum við haft nóg fé til
að flytjast á brott.“
Dennis Hartson.
„Og Cahill hefði getað flýtt fyrir
framkvæmd þeirrar áætlunar með
því að deyja,“ sagði saksóknarinn
þá.
„Við myrtum hann ekki,“ var
svarið.
En hvorki kviðdómendur né
dómari trúðu á sakleysi Lauru og
Dennis, og eftir tveggja tíma um-
fjöllun á bak við luktar dyr var
kveðinn upp sektarúrskurður, en á
Wilford Cahill.
Wilbert Singletary fulltrúi.
þeim tíma kallaði slíkur úrskurður
í morðmáli á líflátsdóm.
En nú tók málið skyndilega
óvænta stefnu. Morgun einn, um
viku áður en aftakan skyldi fara
fram, kom Dorothy Hartson, kona
Dennis, á skrifstofu Singletarys og
sagði: „Rangt fólk var sakfellt.
Hvorki Laura né maðurinn minn
myrtu Wilford Cahill. Ég gerði það.
Ég vildi sjá þau bæði deyja vegna
ástarsambandsins á milli þeirra, en
nú þegar komið er að aftökunni,
get ég ekki látið hana fara fram.“
En var Dorothy Hartson að segja
satt? Þeirri spurningu veltu bæði
rannsóknarlögreglumenn, saksókn-
ari og dómari fyrir sér. Var hún
ekki aðeins að reyna að bjarga lífi
manns síns á síðustu stundu?
Frekari rökstuðningur
Dorothy Hartson lagði nú fram
lykil sem hún sagði að gengi að
skrá í útidyrum bæjar Cahills-
hjóna. Hún sagðist hafa látið gera
Dorothy Hartson með dóttur sinni.
hann eftir lykli á kippu manns
síns. Hún hefði vitað um samband
hans og Lauru CahiU um nokkurn
tíma og viljað koma fram hefndum.
„Ég vissi hvað Laura gerði,"
sagði Dorothy, „því ég fylgdist með
henni. Þrem dögum áður en maður-
inn hennar dó var hún að heiman
allan daginn. Ég fór þá á bæinn, sá
fimm bjórflöskur í isskápnum og
tók varlega tappann af einni. Siðan
hellti ég dálitlu af bjórnum í
vaskinn, en bætti striknínblöndu í
bjórinn. Þá setti ég tappann á aftur
og þurrkaði burt öll fingraför. Ég
vissi að það liðu í mesta lagi fáein-
ir dagar þar til Wilford drykki bjór-
inn. Hann myndi deyja og böndin
berast að Lauru og Dennis.
Vafi á vafa ofan
En var yfirlýsing Dorothy sann-
leikanum samkvæm? Annars vegar
mátti benda á að hún vissi um
framhjáhald manns síns. Og það
var rétt að fimm bjórflöskur höfðu
verið í ísskápnum. Það hafði
Singletary sjálfur getað gengið úr
skugga um á fyrsta degi rannsókn-
arinnar.
Hins vegar bjó Dorothy Hartson
fimm kílómetra frá bæ Cahills-
hjóna og mátti því draga í efa að
hún hefði getað fylgst svo vel með
ferðum Lauru Cahill að hún hefði
vitað hvenær hún færi að heima
og hvenær hún sneri heim.
í þrjá mánuði sat Dorothy í
varðhaldi, meðan reynt var að
ganga úr skugga um sannleiksgildi
frásagnar hennar. Á þeim tíma var
hún margoft yfirheyrð. Eftir níu-
tíu og átta daga ákvað saksóknar-
inn að hún yrði ekki sótt til saka.
Næg sönnunargögn skorti til að fá
hana dæmda.
Mál Lauru Cahill og Dennis
Hartson var lagt fyrir dómsmála-
ráðherrann, og eftir að hafa kynnt
sér málavexti ákvað hann að
breyta dauðadómnum í ævilangan
fangelsisdóm.
Örlög málsaðila
Tveimur sólarhringum eftir að
Dorothy Hartson var látin laus tók
hún saman föggur sínar og fluttist
ásamt móður sinni til Hamilton í
Ontario, þar sem enginn þekkti
þær. Þar lést Dorothy árið 1969, en
dóttir hennar og Dennis búa enn í
Hamilton. Hún var aðeins tíu mán-
aða þegar þessir atburðir gerðust
og man ekki eftir þeim.
Dennis Hartson, sem var ætíð
talinn minna sekur en Laura
Laura Cahill með dóttur sinni, Alice.
Cahill, var látinn laus til reynslu
árið 1943, en Laura fékk fyrst frels-
ið árið 1948. Þau hurfu þá úr því
litla samfélagi þar sem þau höfðu
verið svo mjög til umræðu. Laura
fór til Bresku Kólumbíu og Dennis
til Toronto. Enginn hefur heyrt
neitt um þau síðan.
Skoðun Singletarys
Myrti Laura Cahill mann sinn
með eða án vitundar Dennis Hart-
son? Sú spurning var lögð fyrir
Singletary fulltrúa þegar hann fór
á eftirlaun árið 1972. Hnan svaraði
án þess að hika:
„Ég held að þau hafi bæði verið
saklaus, og Dorothy Hartson hafi
verið sú seka. Það er staðreynd að
enginn sem hefur drepið fólk með
eitri hefur nokkru sinni verið náð-
aöur í Kanada. Að þau fengu frels-
ið sýnir að háttsettir aðilar hafa
dregið sekt þeirra í efa.
Ég minnist þess þegar ég ræddi
við Dorothy Hartson að mér fannst
hún mjög hatursfull og ég gat vel
ímyndað mér að hún hefði myrt
mann sem hún átti ekkert sökótt
við til þess að koma manni sínum
og viðhaldi hans í gálgann.“