Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Page 12
>2 erlend bóhsjá
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 JD’V
Metsölukiljur
Ný bók um ævi
stórskálds Argentínu
Bretland
Skáldsögur:
1. Patrlcla D. Cornwell:
From Potter's Fleld.
2. Nlcholas Evans:
The Horse Whlsperer.
3. Tom Sharpe:
Grantchester Grind.
4. Nlck Hornby:
Hlgh Fidellty.
5. Irvine Welsh:
Ecstasy.
6. Jostein Gaarder:
Sophle's World.
7. Joanna Trollope:
The Best of Frlends.
8. Stephen King:
Rose Madder.
9. T. Clancy & S. Plecenlk:
Op-Centre: Games of State.
10. Robert Harrls:
Enlgma.
Rit almenns eölis:
1. Eric Lomax:
The Rallway Man.
2. Wlll Hutton:
The State We’re In.
3. Paul Theroux:
The Pillars of Hercules.
4. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
5. Chrls Ryan:
The One that Got Away.
6. John Gray:
Men Are from Mars, Women Are from
Venus.
7. Jung Chang:
Wlld Swans.
8. Garry Nelson:
Left Foot Forward.
9. Graham Hancock:
Flngerprlnts of the Gods.
10. Rlchard Dawklns:
Rlver out of Eden.
gygfit á The Sunday Tlmes)
anmork
1. Jane Austen:
Fornuft og felelse.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Llse Norgaard:
Kun en plge.
4. Nat Howthorne:
Den flammende bogstav.
S. Terry McMlllan:
Andenod.
6. Llse Nergaard:
De sendte en dame.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt n Polltlken Sondag)
Þegar Jorge Luis Borges lést fyrir
tíu árum var hann dáðasti rithöf-
undur sinnar samtíðar í Suður- Am-
eríku. Án hans hefðu skáldverk
Garcia Marquez, Italo Calvino eða
Julian Barnes ekki orðið til. En i
hinum enskumælandi heimi er nafn
hans líklega þekktara í dag heldur
. en verkin, sem að vísu komust í
tísku á sjöunda og átta áratugnum
en hafa síðan horfið í skuggann.
Þetta fullyrðir ævisagnahöfund-
urinn James Woodall, en hann hef-
ur sent frá sér nýja bók um ævi og
störf argentínska stórskáldsins.
Öfgafullar yfirlýsingar
Woodall bendir á að illa ígrundað-
ar og öfgafullar yfirlýsingar Borges
um stjómmál eigi mikinn þátt í því
að margir á Vesturlöndum hafi ýtt
honum til hliðar.
Borges hneigðist mjög til hægri á
síðari áratugum ævinnar og gaf til
dæmis argentínsku hershöfðingjun-
um, sem rændu völdum og komu á
fasistískri stjóm sem lét myrða þús-
undir andstæðinga sina á áttunda
áratugnum, blessun sina. Slík pólit-
ísk afskipti, og sú ákvörðun hans að
taka við verðlaunum úr blóðidrifn-
um höndum Pinochets, einræðis-
herra Chile, árið 1976, hafi liklega
ráðið úrslitum um að Borges fékk
aldrei bókmenntaverðlaun Nóbels.
Hann leggur hins vegar áherslu á
að meta verði rithöfundinn Borges
sjálfstætt; skoða verk hans, og njóta
þeirra, án þess að hafa sífellt í huga
öfgafullar pólitískar yfirlýsingar
þessa merka höfundar sem Woodall
telur að hafi jafnast á við W.H. Aud-
en að skáldgáfum, og þar að auki
Jorge Luis Borges.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
ritað betri spænskan texta en nokk-
ur annar maður frá því Cervantes
var og hét. Með smásögum sínum
hafi Borges valdið byltingu í sagna-
listinni - og upp frá því setið uppi
með þann merkimiða að hafa verið
upphafsmaður hins margumtalaða
töfraraunsæis sem Garcia Marques
er manna frægastur fyrir af núlif-
andi sagnaskáldum.
Menntaðist í Sviss
Borges fæddist í Buenos Aires
árið 1899. Foreldrar hans voru í
sæmilegum efnum. í æðum hans
rann spænskt, portúgalskt og enskt
blóð - en önnur amma hans var
ensk. Þess vegna var enska töluð
jafnhliða spænsku á heimilinu og
það opnaði fyrir honum veröld
enskra bókmennta.
Fjölskyldan ílutti til Sviss árið
1914 til að leita lækninga við arf-
gengum augnsjúkdómi sem síðar
gerði skáldið blint. Borges hlaut
menntun sína í Genf og komst m.a.
í kynni við verk Whitmans og
Schopenhauers og expressionist-
anna.
Þegar fjölskvldan hélt til Argent-
ínu á ný árið 1921 var Borges kom-
inn á kaf í skáldskapinn. Hann
sendi frá sér þrjár ljóðabækur áður
en hann náði þrítugsaldri, en ein-
beitti sér því næst að óbundnu máli,
ritgerðum og gagnrýni, og orti ekki
ljóð að nýju fyrr en á sjötta áratugn-
um þegar hann hafði misst sjónina.
Það var reyndar líka eftir alvar-
leg veikindi, árið 1938, sem hann
reyndi fyrir sér sem sagnaskáld.
Fyrsta saga hans birtist ári síðar og
þar kvað við algjörlega nýjan tón í
suður-amerískum bókmenntum. í
kjölfarið fylgdu 32 aðrar óvenjuleg-
ar smásögur þar sem Borges reyndi
til hins ýtrasta á þanþol skáldlegs
raunsæis.
Borges naut frægðar sinnar, fór
víða um lönd og gaf ógrynni blaða-
viðtala, en barst lítið á í einkalífi
sínu; bjó lengst af hjá móður sinni í
lítilli ibúð í Buenos Aires.
Nýja ævisagan heitir: Borges, The
Man in the Mirror of the Book, og
er gefin út af Hodder-forlaginu
breska.
Metsölukiljur
Bandaríkin
S Skaldsogur:
1. Stephen King:
The Green Mile: Coffey's Hands.
2. Pat Conroy:
Beach Muslc.
3. Sandra Brown:
The Wltness.
4. T. Clancy & S. Pleczenik:
Games of State.
5. David Guterson:
Snow Falling on Cedars.
6. Stephen Klng:
The Green Mile: The Mouse on the
Mlle.
7. Dean Koontz:
The Eyes of Darkness.
8. Stephen Klng:
Rose Madder.
9. Stephen King:
The Green Mile: The Two Dead Girls.
10. John Grisham:
The Rainmaker.
11. Mary Higgins Clark:
Let Me Call You Sweetheart.
12. Rlchard Ford:
Independence Day.
13. Jouh Saul:
Black Lightlng.
14. Llnda Howard:
Shades of Twilight.
15. Carol Hlggins Clark:
lced.
Rit almenns eölis:
1. John Felnsteln:
A Good Walk Spolled.
2. Mary Pipher:
Revlving Ophelia.
3. Thomas Cahill:
How the Irish Saved Civilizatlon.
4. Mary Karr:
The Liar's Club.
5. Jack Miles:
God: A Biography.
6. James Carvllle:
We’re Rlght, They’re Wrong.
7. Isabel Allende:
Paula.
8. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Ught.
9. Andrew Weil:
Spontaneous Heallng.
10. J.M. Masson & S. McCarthy:
When Elephants Weep.
11. Helen Prejean:
Dead Man Walking.
12. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
13. Ann Rule:
Dead by Sunset.
14. Thomas Moore:
Care of the Soul.
15. Balley Whlte:
Sleeping at the Starllte Motel.
(Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
I
vísindi
Maðurinn fékk siðferðis-
kenndina í arf frá öpunum
Langir lifa bara
lengur
Breskur sérfræðingur í öldr-
unarmálum segir að hávaxið fólk
lifl lengur en þeir sem styttri
eru, að minnsta kosti upp að
vissu marki.
„Það er ljóst aö dánartíðni
lækkar eftir því sem hæð fólks er
meiri,“ sagði Bernard Harris á
ráðstefnu um öldrunarmál.
Hann sagði að rannsóknir
sýndu að dánartíðni kvenna á
aldrinum 40 til 44 ára sem voru
um 170 sentímetrar á hæð væri
helmingi lægri en kvenna sem
voru 20 sentímetrum lægri.
Harris varaði þó við að tengsl-
in milli hæðar og langlifis hættu
að virka í karlmönnum sem voru
hærri en 180 sentímetrar.
Litlu betri en þeir
stóru
Stjarnvísindamenn i Bretlandi
eru farnir að undirbúa smíði
margra smárra mælitækja sem
eiga að safna örbylgjum í því
skyni að varpa ljósi á uppbygg-
ingu alheimsins þegar hann var
aðeins einnar milljónar ára gam-
all.
Mælitæki þessi, fimmtán tals-
ins og aðeins 25 sentimetrar í
þvermál, eiga aö komast í notkun
árið 2000 og gætu Bretarnir orðið
á undan bæði Bandaríkjamönn-
um og evrópsku geimvísinda-
stofnuninni sem eru að þróa mun
stærri tæki.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Maðurinn er ekki eina dýrateg-
undin sem getur sýnt af sér sann-
girni, heldur ku slík hegðun ekki
vera óþekkt meðal simpansa. Því
heldur Frans de Waal,
sem er prófessor i
fremdardýrafræði við
Emory-háskólann í Atl-
anta í Bandaríkjunum,
að minnsta kosti fram.
Hann vísar í því sam-
bandi í hina fimmtán
ára Georgíu.
Georgía á það til að
hrifsa alls konar snarl
til sín og neitar statt og
stöðugt að deila því
með félögum sinum.
Þeir svara þá bara í
sömu myiit. Georgía og
félagar hennar eru
simpansar.
Frans de Waal, sem
hefur nýlega sent frá
sér bókina Good Nat-
ured: The Origin of
Right and Wrong in
Humans and Other
Animals, heldur því
fram að siðferðiskennd
mannanna og réttlætis-
kennd séu ekki sprottn-
ar úr menningu okkar til að hafa
hemil á hinu dýrslega mannlega
eðli.
Prófessorinn segir að skilningur
okkar, homo sa; „ns, á réttu og
röngu eigi líffræ uegar rætur í til-
fmningalifi me apa og apakatta á
borð við áðurnefnda Georgíu.
„Ég er ekki að segja að fremdar-
dýr, eða prímatar, séu siðferðisver-
ur. Ég er alls ekki á því að þau séu
englar en þau hafa marga hluta sið-
ferðisgangverksins í sér,“ sagði de
Waal á vísindaráðstefnu í Baltimore
í Maryland fyrr á árinu.
De Waal komst að þessum niður-
stööum eftir umfangsmiklar rann-
sóknir á félagshegðun prímata, ann-
arra en mannskepnunnar.
Það sem de Waal uppgötvaði hjá
prímötum voru m.a. gagnkvæmni,
aðferðir til að leysa ágreining, sam-
úð, hluttekning og jafnvel takmörk-
uð hefnd.
í samfélagi simpansanna birtast
þessar hvatir m.a. í því að aparnir
snyrta hver annan,
þeir blanda sér í
deilur annarra og
leggja á minnið, ef
hægt er að segja
svo, hverjir eru
gefendur og hverj-
ir þiggjendur inn-
an hópsins.
Simpansarnir
sniðganga lika oft
níska félaga sína
og vitað er að þeir
taka þá í karphús-
ið sem ekki hegða
sér eins og ætlast
er til í hópnum.
De Waal tók til
dæmis eftir því að
morgun einn
réðst hópur
simpansa á tvo
apaunglinga sem
skemmdu fyrir á
matmálstimanum
kvöldið áður með
því að vera ósam-
vinnuþýðir við
umsjónarmanninn.
„Simpansi sem strýkur og klapp-
ar fórnarlambi árásar eða deilir
fæðu með hungruðum félaga sínum
sýnir viðhorf sem erfitt er að greina
frá því sem manneskja sýnir af sér
þegar hún tekur grátandi barn upp
eða stundar sjálfboðastörf meðal fá-
tækra,“ sagði de Waal.
1
1
I
I
Tölva les hugsanir
Nýtt tölvukerfi, sem vísinda-
menn við háskólann í Tottori í
Japan hafa þróað, getur lesið
hugsanir okkar. Það gefur löm-
uðu fólki vonir um að geta látið í
ljósi óskir sínar með hugarkraft-
inum einum saman.
Tölvan er tengd við elektróður
sem settar eru á höfuðkúpuna og
mæla virkni heilans í okkar. Þeg-
ar við hugsum um orð verða til
rafheilabylgjur sem kallast P300
og geta vísindamenn nú lesið
þær. Bylgjurnar myndast u.þ.b.
0,3 sekúndum eftir að heilinn
örvast við að hugsa um ákveðið
orð.
í tilraunum greindi tölvan
bylgjurnar þegar þátttakendur
hugsuðu um eitt af fimm mis-
munandi orðum. Tölvan bar síð-
an munstrið saman við munstur
sem hún þekkti fyrir og gat gisk-
að rétt í 80 til 90 prósentum til-
vika.
Testósterón
eykurvöðva
Hópur vísindamanna frá Kali-
fomíu hefur staðfest það sem
steraneytendur meðal íþrótta-
manna hafa haldið fram um ára-
bil, nefnilega að karlahormónið
testósterón byggir upp vöðva
þegar þaö er tekið samhliöa lík-
amsrækt. í tilraunum á 43 sjálf-
boðaliðum juku þeir við vöðva-
massa sinn og efldust að styrk
sem stunduðu líkamsrækt og
fengu testósterónsprautur. Þeir
sem fengu aðeins testósterón-
sprautm’ juku vöðvamassann en
lyftu ekki jafn þungu og þeir sem
stunduðu líkamsrækt og fengu
sprautu af óvirku efni.