Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Side 14
14
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 T>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: PVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVl'K, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétl til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Pólitísk örorka
Pólitískt skipað tryggingaráð hefur verið staðið að
misnotkun almannafjár með því að úrskurða svika-
hrappi örorku, þvert ofan í umsögn trúnaðarlæknis
Tryggingastofnunar, sem hafði komizt að raun um, að
meint örorka mannsins væri tilbúningur frá rótum.
Ríkissaksóknari er um þessar mundir að gefa út
ákæru á hendur skjólstæðingnum og nokkrum félögum
hans, sem eru sakaðir um að hafa sviðsett slys á Grinda-
víkurvegi og Hvalfjarðarvegi og haft milljónir króna út
úr tryggingafélögunum og Tryggingastofnun ríkisins.
Skjólstæðingurinn var fluttur með þyrlu úr Hvalfirði
í bæinn, lagður inn á sjúkrahús og fór síðan í endurhæf-
ingu. Á þessari leið aflaði hann sér margvíslegra lækn-
isvottorða, sem voru marklaus með öllu, enda er kunn-
ugt, að læknar gefa út slík vottorð á færibandi.
Trúnaðarlæknir Tryggingastofnunar var um þessar
mundir í fríi. Þegar hann kom til vinnu, rannsakaði
hann skjólstæðinginn og komst að raun um, að allt mál-
ið var hreinn leikaraskapur. Niðurstaðan var sú, að
hann mælti ekki með, að maðurinn fengi dagpeninga.
Maðurinn kærði þetta til tryggingaráðs, sem er skip-
að pólitiskum kvígildum, er alls enga þekkingu hafa á
tryggingalæknisfræði. Ráðið hafði að engu umsögn hins
sérmenntaða trúnaðarlæknis og úrskurðaði manninum
örorku á kostnað skattgreiðenda í landinu.
Síðan hafa kvígildi úr tryggingaráði og forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, sem líka er pólitískt kví-
gildi, reynt að taka trúnaðarlækninn á teppið og hvetja
hann til að hafa samráð um niðurstöður af þessu tagi,
það er að segja taka tillit til pólitískrar örorku.
Tryggingalæknirinn lætur sér það í léttu rúmi liggja,
þótt kvígildin tuði. Hann segist hvort sem er vera að fara
á eftirlaun, svo að þau geti ekki gert sér neitt, þótt hann
segi sannleikann um sóðaleg og raunar glæpsamleg
vinnubrögð tryggingaráðs og Tryggingastofnunar.
Spurningin er svo, hvað gerist, þegar hinn árvökuli
trúnaðarlæknir hættir störfum. Munu þá ekki forstjóri
Tryggingastofnunarinnar og tryggingaráð finna sér
lækni, sem hefur langa reynslu af sjálfvirkri útgáfu vott-
orða, og tekur tillit til pólitískrar örorku?
Trúnaðarlæknir Tryggingastofnunarinnar telur raun-
ar, að útgjöld stofnunarinnar hafi verið að aukast óeðli-
lega mikið á síðustu árum, enda sé stofnunin að breytast
úr hreinni tryggingastofnun í eins komar félagsmála-
stofnun, sem skilgreini örorku á félagslegan hátt.
Mál þetta varpar ljósi á frumstætt og sérislenzkt
ástand í stjómkerfi landsins. Þar eru atvinnulitlir aum-
ingjar á framfæri stjórnmálaflokka enn í stórum stíl
skipaðir í ráð og stjórnir til að ráðskast með almannafé
og misnota það eins og dæmi Tryggingastofnunarinnar
sýnir.
Ef mál þetta kæmi upp í alvöruríki á borð við Banda-
ríkin, sæti tryggingaráð í heild og forstjóri stofnunarinn-
ar á bak við lás og slá. En við lifum því miður í eins kon-
ar Kardimommubæ, þar sem stjórnmálaflokkar komast
upp með nánast hvað sem er vegna eymdar kjósenda.
Meðan kjósendur sætta sig við, að stjórnmálaflokkarn-
ir liti á ríkissjóð sem herfang, er sé til skiptanna, og noti
hvert tækifæri til að búa til lög og reglugerðir, sem kalla
á miðstýringu af hálfu pólitískra kvígilda, verður ekkert
vestrænt nútímaþjóðfélag hér á landi.
Þegar grannt er skoðað, er þetta ekki ráðum og stofn-
unum að kenna eða stjórnmálaflokkunum að baki
þeirra. Eymd íslands er einfaldlega kjósendum að kenna.
Jónas Kristjánsson
Friðarvon fórnað í
valdastreitu í Kreml
Yfirmenn Rússlandshers í
Tsjetsjeníu drógu aldrei dul á að
þeir væru mótfallnir friðargerð-
inni sem komst á að nafninu til
eftir fund Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta og Selímkhans Jand-
arbíjevs, leiðtoga Tsjetsjena, í
Kreml 27. maí, hálfum mánuði fyr-
ir fyrri umferö forsetakosninga í
Rússlandi. Hershöfðingjarnir
töldu sig loks hafa í fullu tré við
sveitir Tsjetsjena og vildu ólmir fá
að halda hernaðinum áfram þang-
að til þeim tækist að vinna sigur á
vígvellinum.
Vopnahlé komst samt á 1. júní
og var haldið að verulegu leyti
fram yfir síðari umferð forseta-
kosninganna. En ekki var vikan
liðin frá endurkjöri Jeltsíns, þegar
Rússlandsher hóf nýja herferð
gegn vígjum Tsjetsjena.
Aðdragandinn var sá að Vjátsj-
eslav Tíkhomírov, yfirhershöfð-
ingi rússneska liðsins í Tsjetsjen-
íu, reif í rauninni rammasamn-
inginn um frið í áföngum í tætlur
með gerðum sínum. Hann
þverskallaðist við kröfum
Tsjetsjena um að rússneskar her-
sveitir efndu fyrirheit um að taka
niður vegartálma og setti þeim í
staðinn úrslitakosti að skila rúss-
neskum stríðsföngum innan sólar-
hrings.
Ekki var ákvæði um gagnkvæm
fangaskipti virt viðlits, en talið er
að Tsjetsjenar hafi um 1000 liðs-
menn Rússa í haldi móti margfalt
fleiri þeirra mönnum sem Rúss-
landsher hefur handtekið og vott-
um ber saman um að sæti unn-
vörpum misþyrmingum og aftök-
um.
Þegar Tíkhomírov gaf síðan út
fyrirskipun um handtöku Jandar-
bíjevs um leið og rússneskar flug-
sveitir og stórskotalið hófu stór-
árás á bæinn Makheti, þar sem
talið er að hann hafi aðsetur, var
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
engum blöðum lengur um það að
fletta að herstjóm Rússa á staðn-
um hafði ákveðið að láta sverfa til
stáls, hvað sem líður öllum undir-
skriftum í Kreml og fyrirheitum
stjómmálaforustu Rússlands um
að leita friðsamlegrar lausnar eft-
ir að um 40.000 manns, flest
óbreyttir borgarar, liggja í valn-
um nítján mánuðum eftir að
Jeltsín sendi Rússlandsher á
hendur Tsjetsjenum.
í Mosku hafa æðstu menn talað
eins og þeir vissu ekki af því sem
er að gerast samtímis í Tsjetsjen-
íu. Viktor Tsjernomirdín forsætis-
ráðherra segir að friðargerð þar
sé í réttum farvegi undir öruggri
stjórn frá Moskvu, samtímis þvi
að rússneskum sprengjum rignir
yfir bæi Tsjetsjena, Makheti og
Gekhí. Við hinn síðarnefnda féll
rússneskur hershöfðingi, næstráð-
andi hersveita innanríkisráðu-
neytisins í Tsjetsjeníu, þegar
brynvagn hans ók á jarðsprengju.
Alexander Lebed, fyrrum hers-
höfðingi, nýskipaður forseti Ör-
yggisráðs Jeltsíns forseta og bjarg-
vættur hans í forsetakosningun-
um, hefur einnig látið í veðri vaka
að friður sé innan seilingar í
Tsjetsjeníu og kveðst vel geta
hugsað sér að landið fái sjálfstæði
leiki enginn vafi á að sá sé vilji
íbúanna.
Lebed hefur frá upphafi lýst
andstöðu við herferðina gegn
Tsjetsjenum, og skilyrði hans fyr-
ir að taka við störfum hjá Jeltsín
var að forsetinn viki frá herforust-
unni sem atti honum út í þá
ófæru, eftir að hafa rústað rúss-
neska herinn með óstjórn.
Umsvif Lebeds lýstu sér einnig í
mannaskiptum Jeltsíns á æðstu
stöðum í Kreml dagana milli for-
setakosninganna. Lét þá forsetinn
meðal annars fjúka fomvin sinn,
Alexander Korshakov, sem fengið
hafði að gera 20.000 manna for-
setalífvörð að nokkurs konar
einkaher.
En nú er ljóst orðið að Kors-
hakov hefur enn bækistöð í
Kreml, þrátt fyrir brottvikning-
una, og gefst þannig tækifæri að
láta til sín taka bak við tjöldin, á
þann hátt sem hann hefur sýnt að
honum einum er lagið. Þar að
auki hefur Tsjernomirdín forsæt-
isráðherra látið berlega í ljós að
honum er síður en svo um fyrir-
ferðina á Lebed gefið.
Því hlýtur grunur að vakna um
að valdastreituaðilar í Kreml hafi
nú egnt gildru fyrir Lebed. Með
því að kynda ófriðarbál i
Tsjetsjeníu á ný verður hann knú-
inn til að taka á því ábyrgð, eða
viðurkenna í verki að völd sín í
öryggismálum séu ekki þau sem
hann hefur viljað vera láta.
Shamil Basajev, einn af skæruliðaforingjum Tsjetsjena, í hópi manna sinna suður í Kákasusfjöllum.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra____________________r>v
Dásemdir lýðræðisins
„Með nýju lýðræðislegu stjórnarfari ætti Mongól-
um að veitast auðveldara að horfa lengra en til ná-
grannanna sinna tveggja, Rússlands og Kina, til að
fá ráðgjöf og stuðning. Hugmyndin um opið samfé-
| lag er sinn eigin drifkraftur. Þannig gerist það að
Mongólar og aörir, hver á sinn hátt, leita á náðir
: lýðræðis og markaðshagkerfis. Til að komast á leið-
j arenda þurfa þessar þjóðir á umbreytingaskeiði
hins vegar á margháttaðri aðstoð að halda.“
Úr forustugrein Washington Post 9. júlí.
|
Kommar virða leikreglur
„Það staðfestir framrás lýöræðisins í Rússlandi
hvemig þeir sem töpuðu (forseta)kosningunum
brugðust við. Þeir voru svekktir, já næstum því
mállausir, en það er afgerandi að kommúnistar,
sem hafa einokað völdin í Kreml í áratugi, hafa
I haldið sig við leikreglumar og virða hið rússneska
stjómskipulag. Niðurstöður kosninganna gefa vest-
rænum lýðræðissinnum nýja möguleika á að styðja
þá umbótastefnu sem Jeltsín hefur lagt gnmninn
að.“
Úr forustugrein Jyllands-Posten 9. júli.
Hlustað á Netanyahu
„Stjómvöld í Washington ættu að hlusta á það
sem Netanyahu hefur að segja og virða lýðræðislegt
val ísraelskra kjósenda. En Clinton ætti aö leggja
þunga áherslu á að ísraelsmenn standi við þau lof-
orð sem þeir gáfu í tveimur samningum við Palest-
ínumenn sem voru undirritaðir í Hvíta húsinu 1993
og 1995. Mest um vert er að þrýsta á ísraelsmenn
um að kalla heim hermenn sína frá Hebron, síðasta
stóra byggðakjama Palestínumanna sem enn er
undir stjóm ísraelsmanna, nokkuð sem þeir áttu að
vera búnir að gera fyrir löngu.“
Úr forustugrein New York Times 10. júlí.