Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 13. JULI 1996 kvikmyndir 59 Úr myndinni Sgt. Bilko sem nýbúið er að frumsýna í Há- skólabíói. En friðurinn er svo úti þegar Thom majór (Phil Hartman) kem- ur til sögunnar. Hann er gamall óvinur Bilko og ákveður að jafna um hinn tunglipra svikahrapp í eitt skipti fyrir öll. Leikstjóri þessarar myndar er hinn vinsæli Joanthan Lynn. Hann leikstýrði meðal annars myndunum My Cousin Vinny með þeim Joe Pesci og Maríu Tomee, The Distingished Gentleman með grínkónginum HVERNI6 VAR 19 i/eig íónasdóttin „Mjög skemmtileg mynd, eigin- lega alveg pottþétt bamamynd." Karlotta Hjattadóttir: „Skemmtileg og flott mynd, mér finnst apinn flottur og hrekkj- óttur.“ „Góð og fyndin mynd og apinn er skemmtilegur." Anna Jónsdóttir: Mér finnst myndin góð enda er apinn frábær.“ Sgt. Bilko Háskólabíó er nýbúlð að frum- sýna myndina Sgt. Bilko með hin- um góðkunna spaugara Steve Martin í aðalhlutverki. Martin leikur hér, eins og oft áður, tungulipran hrapp, sem reynir að svindla peninga út úr fólki eins og hest hann getur. I þetta skipti er hrappurinn, Sgt. Bilko, hermaður sem notar aðstöðu sína sem yfir- maður bifreiðadeildar hersins til fullnustu. Hann kann ekki mikið að gera við bíia en hefur aftur á móti uppgötvað að græða má vel á því að leigja biia hersins út til einkóiaðila. Dan Aykroyd leikur yfirmann Bilko, en hann lætur sig litlu skipta framferði undirmanns síns. Eddie Murphy og Nuns on the Run en hann bæði leikstýrði og skrifaði handrit að þeirri mynd. Þess má geta að Lynn vakti fyrst verulega athygli er hann skrifaði handritin að þáttunum Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra ásamt Anthony Jay en þeir voru sýndir í Ríkis- sjónvarpinu um árabii. -ÚHE Nýtt frá John Grisham Það er gyðjan Sandra Bullock sem leikur á móti Samuel L. Jackson og Matthew McConaug- hey í réttardramanu A Time to Kill. Myndin er gerð eftir fyrstu bók Johns Grishams en hún er af mörgum talin besta bókin hans. Myndin er væntanleg í haust. Metaðsókn í kvik- myndahús Tæplega 37 milljónir manna heimsóttu kvikmyndahúsin í Bret-1 landi fyrstu þrjá mánuöi ársins. Meiri hefur aösóknin ekki verið stðan 1975 og telja menn ástæð- una fyrir þessu vera velgengni mynda á borö við Seven, Babe, Heat og Trainspotting. Aðdáandinn Robert De Niro og Wesley Snipes leika aðalhlutverkin í nýj- um sálfræöitrylli sem væntanleg- ur er í haust. De Niro leikur mann sem gengur af göflunum þegar uppáhalds hafnaboltaleikmannin- um hans fer að ganga illa á vellin- , um. Ein vinsæl Nýjasta mynd Davids Lynch, Lost Highway, virðist ætla að veröa ein af þeim sigurstrangleg- ustu á kvikmyndahátíöinni í Fen- eyjum. Meö aöalhlutverk í mynd- inni fara Bill Pullman og Patricia Arquette. (- Sandra Bullock stjórnlaus á stjörnuhimni Sandra BulLock er ekki lengur saklausa og vingjarnlega stúlkan í næsta húsi. Nýjasta mynd hennar, „A Time to Kill“, sýnir á henni nýja hlið en þar leikur hún kynþokka- fulla og dálítið ögrandi unga konu að nafni Roark. Þetta er breyting frá þeim hlutverkum sem Sandra hefur tekið að sér fram að þessu en þau hafa gjaman sýnt hana sem vin- gjarnlega, fyndna og sæta stelpu. Annars hefur Sandra Bullock í nógu að snúast þessa dagana. Hún er að framleiða, leikstýra og leika i nýrri stuttmynd sem hún gaf nafnið Samlokur eða „Sandwiches". Mynd- in er framleidd af kvikmyndafyrir- tæki hennar, Fortis Films, en fortis þýðir sterkur á latnesku. Einnig er hún að lesa handritið að myndinni „Speed 2“ sem Keanu Reeves mun leika í gegn henni, lítist honum líka á handritið. Hundurinn hennar, Hnetusmjör eða „Peanut Butter", fylgist grannt með lestrinum. Sló í gegn í Speed Það er stutt síðan Sandra sló í gegn og komst á blað hjá hinum út- völdu í Hollywood. Það var í mynd- inni „Speed“ sem áhorfendur tóku að hrífast af þessari geðþekku og gamansömu leikkonu og féflu svo allir sem einn fyrir leik hennar í myndinni „While You Were Sleep- ing“ þar sem hún lék á móti Bill Pullman. Sandra var hins vegar nánast ein um hituna í myndinni „The Net“ eða Netið og átti sjálf mestan heiðurinn af velgengni hennar en myndin skilaði rúmum fimmtíu milljónum dollara í kass- ann. Þar með var Sandra komin á skrið og gat farið að velja úr hLut- verkum. Sandra fæddist í Arlington í Virginíuríki í Bandaríkjunum, dóttir Johns og Helgu Buliock. John, sem núna er heisti ráðgjafi Söndru, var verktaki og kennari í óperu-raddbeitingu í hjáverkum. Fjölskyldan ferðaðist um tíma um Evrópu á meðan Helga, sem er Þjóð- verji að uppruna, var í óperuhópi. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá fjölskyldunni. Eitt sinn þegar faðir Söndru var að vinna á jarðýtu sinni við að hreinsa veg sem lá að sumarhúsi fjölskyldunnar í fjöllun- um gerðist nokkuð óvænt. Jarðýtan valt og rann yfir John og mölbraut á honum báða fætimia. Hann lá þarna í fjaflshlíðinni í sólarhring og hélt sér á lífi, að eigin sögn, með því að gera raddæfingar. Hann fannst loks og var komið undir læknis- hendur en um tíma var haldið að taka þyrfti af honum fæturna við hné. Allt fór þetta betur en á horfð- ist en Sandra segir að þessi lífs- reynsla hafi breytt sér mikið. Hún er mjög umhyggjusöm, sérstakiega gagnvart yngri systur sinni, en reyndar nær umhyggjan til alirar fjölskyldunnar og vina, ásamt vinnufélögum hennar og starfsfólki í Fortis Films. Brösótt byrjun Sandra nam leiklist við háskól- ann í Greenvifle í Norður- KaróLínu en kláraði aldrei námið. Rétt áður en nám- inu lauk pakk- aði hún öUu saman og flutti til New York borgar og gerðist barþjónn. Þar steig hún sín fyrstu spor á leiklist- arsviðinu og eftir brösótta byrjun flutti hún til Los Angeles. Þar fékk hún ýmis lítil hlutverk í sjónvarps- myndum en náði heimsathygli, eins og áður sagði, með myndinni „Speed“. Sandra segir að þessi hraða breyt- ing á lífi sínu sé erfið viðureignar og hún sé sjálf hálfstjórniaus á stundum og frelsisskerðingin sem allri athyglinni fylgir sé þungbær. Hún er samt ákveðin í því að hætta ekki að njóta lifsins til fullnustu. „Ég hef til dæmis aUtaf borðað pits- ur og ég fæ mér aUtaf bjór með pits- unni. Heineken og pitsusneið - það eru bara mannréttindi!“ Söndru Bullock er líkt við Juliu Ro- berts en hún er nýjasta kyntákn Hollywood. ltrsin--r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.