Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1996, Blaðsíða 56
/ I Vertu viðbúinfn) vinningi tst2Q<®@@ @@@ KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. BS55Ö 5555 Frjálst,6háð dagblað LAUGARDAGUR 13. JULI 1996 Neskaupstaður: Tveir krakkar fundu þrjá poka af þýfi Tveir krakkar í Neskaupstað, þau Sigurgeir Bárðarson 8 ára og Jenný Heimisdóttir 11 ára, fundu þýfi í skógræktinni þar í vikunni. „Við vorum að labba í skógrækt- inni og leita okkur að leynistað. Þá fundum við tösku með alls konar dóti í og ákváðum að fara strax með hana til lögreglunnar," sagði Jenný. Þýfið var í leðurpokum og var það falið undir tré og greinar lagðar yfir. Fyrst fannst einn poki en síðan tveir aðrir þegar farið var að leita betur. í pokunum, sem voru hluti af þýfinu, voru myndavélar, vasa- diskó, leikföng og mikið af skart- gripum frá innbroti i bókabúð Binna. Þýftð er komið í hendur réttra eigenda, þökk sé hinum athu- gulu krökkum. -SF Hvalfjarðargöngin: Afturkippur - segir Snær Karlsson „Nei, ég held að það sé nú ofsagt að slitnað hafi upp úr samningavið- ræðum. Það kom hins vegar nokkur afturkippur í málið um leið og farið var að ræða launaliðinn. Það kom mér að minnsta kosti ekki svo mjög ' á óvart því launaliðurinn er alltaf viðkvæmastur. Ákveðið var að fresta samningaviðræðum fram yfir helgi. Ég trúi ekki öðru en að samn- ingaviðræðumar hefjist strax eða iljótlega eftir helgina og menn ljúki þessum samningum,“ sagði Snær Karlsson hjá Verkmannasamband- inu um kjarasamningana í Hval- fjarðargöngunum. Sumir samningamenn eru mjög svartsýnir og telja að slitnað hafi upp úr um leið og farið var að ræða launaliðina. Snær telur hins vegar að það beri ekki meira í milli en svo að hægt sé að ljúka samningum í næstu viku. -S.dór Ertu búinn að panta? & 20 & dagar til Þjóðhátíðar FLUCLEIÐIR Innanlandssími 50 - 50 - 200 SeMDIEítLAlSTröí 1 533 -10OO 7 LANDIP ER BARA ALLT SAMAN ÞÝFT! ^ Meintur tryggingasvikari í viðtali við DV: Eg barði sjálfan mig í hálsinn með hamri „Það var ekkert mál. Við fórum fyrst í smáslagsmál. Svo strengd- um við kaðal yfir bringuna á mér og nudduðum vel til að fá mar eins og eftir öryggisbelti. Svo var ég með hamar sem ég barði með í hálsinn á mér og hafði púða á milli. Þetta gerði ég líka alltaf þeg- ar ég fór til læknis. Þá barði ég svona létt í hálsinn á mér með hamri með púða á hamarshausn- um þvi að ef maður ber of fast verður maður rauður og marinn sem ekki má gerast.“ Þetta eru orö ungs manns, hins meinta tryggingasvikara sem svið- setti ásamt félögum sínum bílslys í Hvalfirði á öðrum degi jóla 1984, en DV ræddi við manninn í gær um hvernig hann veitti sér áverkana og hélt þeim við í þeim tilgangi að afla sér læknisvottorða. Mönnunum fjórum sem um er að ræða hefur verið birt ákæra í málum sínum og verða þau dóm- tekin í september nk. Annars veg- ar er um að ræða mann sem svið- setti útafkeyrslu á Grindavíkur- vegi og hins vegar mál þriggja ungra manna sem sviðsettu tvö slys i Hvalfirði. Þremenningamir tóku upp kunningjasamband við fyrstnefnda manninn og fengu fræðslu hjá honum um aðferðir við að sviðsetja slys, veita sjálfum sér trúverðuga áverka og leika síðan blekkingaleiki fyrir lækna í því skyni að svíkja út trygginga- og sjúkrabætur. „Maður harðnar allur upp og verður stífur við hamarshöggin; allir vöðvarnir bregðast við þannig að þeir stífna upp. Svo lét maður líða svona tvo tíma og fór til lækn- is ,“ segir maðurinn um hvernig hann hélt „slysaáverkunum" við og aflaði sér læknisvottorða eftir þörfum. Sömu aðferð beitti ungi maður- inn meðan hann dvaldi á spítala eftir „slysið" og á endurhæfmgar- deild Borgarspítalans. „Þá barði maður aðeins fastar svo maður var svolítið rauður og marinn,“ segir maðurinn. Hann vill ekki koma fram undir nafni þar sem hann kveðst vilja hlífa fjölskyldu sinni og unnustu. Hann er óánægður með þátt tryggingalæknisins Jóns K. Jónas- sonar sem tók hann af sjúkradag- peningum. Læknirinn var, að hans sögn „ . . . ömurlega leiðinlegur. Hann skoðaði mig ekkert, gerði ekki neitt. Ég var alveg stífur og gat varla hreyft mig en hann sagði mér bara að fá mér létta vinnu,“ segir hann sem kveðst hafa verið búinn að meðhöndla sig með hamr- inum fyrir heimsóknina. Samanlögð krafa á hendur unga manninum og félögum hans er rúmar 13 milljónir samkvæmt ákærunni. Viðmælandi DV segir kröfur á hendur sér vera um 4,5 milljónir króna og hann hafi þegar leitað eins konar nauðasamninga um greiðslu þeirra og að hve stór- um hluta þær verði greiddar. „Það var ömurlegt að maður skyldi hafa látið tilleiðast aö fara út í þetta,“ segir hann. -SÁ Þessir tveir höfðu í nógu að snúast í rigningunni í gær við að setja upp tækin sem tilheyra tívolíinu á Miðbæjarbakk- anum en það verður opið um helgina með tilheyrandi hlátrasköllum og hræðsluópum. DV-mynd JAK Stakk stjúpa sinn í augun: Gæsluvarð- hald yfir geðfötluð- um manni Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði 36 ára gamlan mann, sem réðst hrottalega á aldraðan fóstur- fóður sinn að Kleppsvegi 6 í fyrr- inótt, í gæsluvarðhald fram til 9. ágúst nk. Þá mun maðurinn þurfa að sæta geðrannsókn. Maðurinn veitti stjúpa sínum áverka á báðum augum með Árásarmaðurinn hefur verið í langvarandi meðferð vegna geðfótl- unar. Hann hefur oft áður ráðist á stjúpföður sinn og lamið hann og veitt honum áverka. Líðan gamla mannsins, sem er 82 ára, er slæm en hann hlaut alvarleg sár á báðum augum, en að sögn lækna mun hann líklega halda sjón þó hún hafi skaddast. -RR L O K I 10® sL sL iior\F\ Cf & ^ ii- 12® vP ( > V ii- > ^4» 12° & 12® w 12® 'T? 12° Sunnudagur J3 Mánudagur Veðrið á sunnudag: Suðvestanátt og skýjað Á sunnudag er spáð breytilegri átt um allt land og golu eða kalda. Skýjað verður með köflum og hitinn á bilinu 10-15 stig. Bjartast verð- ur á Suðaustur- og Austurlandi. Veðrið á mánudag: Gola eða kaldi Á mánudag er spáð mjög svipuðu veðri og á sunnudag. Breytileg átt og gola eða kaldi verður um allt land. Minnstrar sólar nýtur á Vestfjörðum en á Suðaustur- og Austurlandi verður sólríkast. hitinn verður 10-15 stig. Veðrið í dag er á bls. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.