Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Fréttir___________________________r>v Hryllilegt að óttast að ástvinir taki líf manns - segir aðstandandi geðfatlaðs afbrotamanns í samtali við DV „Eg skammast mín stundum fyrir að vilja ekki taka hann að mér og annast hann en ég veit innst inni að í siðuðu þjóðfélagi, þjóðfélagi eins og okkar, sem stærir sig af full- komnu heilbrigðiskerfi, eiga að vera til úrræði fyrir þetta fólk en kerfið bregst því allt of víða. Þetta fólk hrópar á hjálp með gerðum sín- um en samt er eins og það þurfi að brjóta stórkostlega af sér til þess að eitthvað sé gert fyrir það,“ segir að- standandi geöfatlaðs afbrotamanns í samtali við DV. Viðmælandinn segir ömurlegt að þurfa að vona að ástvinur sé svipt- ur sjálfsforræði og lokaður inni til þess að hægt sé að fá frið. Rosalegt álag „Það er erfitt fyrir fólk sem ekki þekkir til að reyna að gera sér í hugarlund hvað foreldrar geðfatlaðs ofbeldisfólks þurfa að ganga í gegn- um. Þessi umræddi einstaklingur er t.d. langverstur við þá sem hafa ver- ið honum bestir og það hefur komið fyrir að hann hafi verið lokaður inni gegn vilja sínum til þess að að- standendur hans geti sofið rólegir í nokkrar nætur. Álagið er rosalegt og það hljóta allir að sjá hversu hryllilegt það er að þurfa að óttast að bömin manns gætu jafnvel verið líkleg til þess að taka líf manns.“ Umræddur einstaklingur hefur í gölda skipta verið vistaður á geð- deild á Kleppi og á Landspítalanum en þar getur hann ekki verið nema skamman tíma í einu. Hann hefur verið sprautaður niður og síðan ver- ið sendur heim þar sem hann sefur úr sér lyfjavímuna. Hann hefur set- ið inni á Hrauninu og aöspurður hvort ekki sé erfitt að sætta sig við að einstaklingur sem sannarlega sé geðveikur sé vistaður i fangelsi seg- ir viðmælandi DV að á meðan hann sé þar sé þó alltént einhver að hugsa um hann og hann þurfi ekki að vera einn. Þetta fólk eigi nefni- lega ekki í nein hús að venda. „Vandinn er gríðarlega stór og ég hef enga töfralausn frekar en aðrir. Við höfum menntað fólk sem vinn- ur að þessum málum og við þurfum að fá heimili þar sem fólk eins og þessi geðfatlaði afbrotamaður getur búið. Það gengur ekki að hann búi einn úti í bæ, hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann þarf umönnun og aðstoð en ekki refsingu." Aðspurður hvernig aðstandinn sjái framtíð þessa ástvinar síns fyr- ir sér segist hann alls ekki sjá neina. Fólk eins og hann eigi sér ekki framtíð í þjóðfélagi eins og okkar, hversu einkennilega sem það hljómi. „Það viöurkenna ailir vandann og það eru allir sammála um að eitt- hvað þurfi að gera. Enginn virðist vita hvað. Einstaklingurinn er of lít- ill til þess að fá aðstoð i kerfinu því það virðist allt of upptekið af því að vera kerfi. Þurfi maður að ná tali af einhverjum er hann nánast undan- tekningarlaust á fundi. Þetta fólk er eflaust að gera sitt besta en því mið- ur þá er það bara ekki nóg,“ segir aðstandandinn og viðurkennir um leið að hann sé beiskur út í kerfið fyrir að geta ekki fundið lausn fyrir fjöldann allan af sjúku fólki sem virkilega þurfi á lausn að halda. Það vilji kannski ekki alltaf viðurkenna að það þurfi á hjálp að halda en þá sé það annarra að taka af því völd- in, það sé fólkinu sjáifu fyrir bestu. -sv Móöirln, Sólrún Ósk Gestsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, Ingvari Samúelssyni, og nýfæddu sveinbarni á fæðingar- deildinni í gær. Sólrún eignaöist í gærmorgun sjötta barn sitt eftir jafnmarga keisaraskuröi. DV-mynd GVA Fæddi sjötta barnið eftir jafnmarga keisaraskurði: Þetta er kraftaverk í hvert skipti - segir móðirin, Sólrún Ósk Gestsdóttir Kvikmyndir á laugardögum Fjöl- breytnin í fyrirrúmi Um leið og umíjöllun um kvik- myndir í DV hefur verið færð -úr fimmtudagsblaði yfir í laugardags- blað hefur síðufjöldinn verið auk- inn upp í fjórar síður. Á þessum síð- um er fjölbreytnin höfð í fyrirúmi í útliti og efnisval og á morgun má finna á síðunum kvikmyndagagn- rýni, greinar um kvikmyndir sem frumsýndar eru um helgina, hverjar eru vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum, stuttar fréttir úr kvikmyndaheiminum ásamt grein- um um þekkta leikara og hvað þeir eru gera þessa stundina, stutta dóma um allar kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum höf- uðborgarinnar, við spyrjum fólk hvernig þvi hafi fundist myndin sem það sá og svo segjum við frá því í hvaða sæti Á köldum klaka er á vinsældalistanum í Bandaríkjun- um. -HK Hvaö Brad Pitt er aö gera þessa stundina má iesa í DV á morgun. „Þetta er kraftaverk í hvert skipti. Það er alveg yndisleg tilfinn- ing að heyra fyrsta grátinn frá þeim, og ég tala nú ekki um að fá þau í fangið," sagði Sólrún Ósk Gestsdóttir, frá Reykhólum, sem í gærmorgun fæddi sjötta barn sitt og öll hafa þau komið í heiminn eftir keisaraskurð. Móðirin og svein- barnið voru við góða heilsu á fæð- ingardeild Landspítalans í gær þeg- ar blaðamaður og ljósmyndari DV komu í heimsókn. „Þetta hefur alltaf gengiö mjög veí enda eru læknarnir snillingar að framkvæma þetta svona vel. Ég fór fyrst I gengum þetta fyrir 21 ári þegar ég eignaðist stúlkubarn. Sið- an hef ég eignast fimm stráka þannig að þetta er orðið hálfgert karlaveldi hjá mér. Mæli meö keisaraskuröi Ég finn vel á þessum tíma hve skurðaðgerðirnar hafa breyst. Bæði er þetta allt auðveldara núna, þökk sé tækninni, og auk þess mann- eskjulegra. Nú fáum við að snerta bömin nánast um leið og þau fæð- ast. Ég mæli hiklaust með keisara- skurði fyrir þá sem ekki geta gert þetta á eðlilegan hátt. Ég þekki reyndar ekki hina leiðina þannig að ég get ekki borið þær saman. Þetta er auðvitað mjög sérstakt að hafa fætt sex keisara og kannski enn skemmtilegra og sérstakara fyrir vikið,“ sagði Sólrún. „Við hjónin rekum sjoppu á Reykhólum en við eram búin að leigja hana í 3 ár. Ég er búin að ákveða að vera húsmóðir næstu þrjú árin,“ sagði Sólrún enn fremur. Hún sagðist vera búin að hugsa nafn á þann litla en vildi ekki gefa það upp því hún ætlaði að ráðfæra Stuttar fréttir Lerkisveppir í matinn Byggðastofnun hefur styrkt Vallahrepp á héraði með 300 þús. kr. til að vinna og markaðssetja villta sveppi. Gailowaynautin góð Kjöt af Galloway nautum þyk- ir betra á bragðið í bragðprófun- um sem RALA hefur staðið fyrir. Tíminn segir frá. Lítið vatn Grannvatnsstaða vatna og áa hefúr rýmað stöðugt síðan 1984 og umtalsvert eftir hinn milda vetur í fyrra. Mælingar Orku- stofnunar sýna þetta. Forkaupsréttur Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að nýta ekki forkaups- rétt sinn að nýjum hlutabréfum í ÚA fyrir 150 milljónir króna. Þá verða hlutabréf bæjarins seld. Nóg komið Mjög mikið álag er á starfs- fólki geðdeilda sjúkrahúsa og er það að kikna undan álaginu, er haft eftir yfirlækni á Landspítal- anum i Alþýðublaðinu. Keflavíkurveginn iýstur Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti Iægsta tilboðið i að leggja rafstrengi meðfram Kefla- víkurveginum en verkinu á að vera lokið 1. september. Tíminn greinir frá. Hrossastóð á veginum Stór hrossahópur var á þvæl- ingi um Suöurlandsveg við Gunnarshólma, skammt austan Reykjavíkur, í morgun. RÚV sagði frá. Naglar í sögina Nokkrir firtommu naglar, djúpt í trjábol, eyðilögðu sagar- blöð í vélsög Aldins á Akureyri. Talið er að umhverfissinnar hafi rekið naglana í trjábolina í Ameríku. íslenskt rabarbaravín Engjaás ehf. í Borgarnesi hef- ur safnað að sér 20 tonnum af rabarbara. Ætlunin er að bragga vín úr honum. Hafnarfjarðarpólitíkin Tveir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði hafa kært þá ákvörðun meirihlutans í bæjarstjóm að skipa sérstaka nefnd sem á að fjalla um fram- kvæmdamál Hafnarfjarðarhafn- ar. Morgunblaðið segir frá. -SA j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga vinstri flokkamir Nei að sameinast?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.