Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Neytendur Vörugjöldin fela 1 sér neyslustýringu: Ristar þú brauðið lárétt eða lóðrétt? - þaö skiptir máli fjárhagslega Paö er mun hagstæöara aö rista brauöiö en aö grilla þaö. Þessi kona ætlar aö nýta verðmunin út í ystu æsar. DV-mynd JAK Þann 1. júlí sl. tóku gildi lög sem samþykkt voru á Alþingi 4. júni og breyttu gildandi lögum um vöru- gjald. Fyrir lagabreytinguna voru vörugjaldsflokkarnir sjö og vörum skipað í þá flokka. Ákveðin pró- sentagjöld voru svo tengd flokkun- um. Þær meginbreytingar, sem gerðar hafa verið, eru fjölgun gjald- flokka, flutningur vörutegunda milli gjaldflokka og breytingar á út- reikningi vörugjaldanna en hann er nú tvenns konar. Annars vegar þannig að tiltekin fjárhæð fyrir hvert kílógramm eða hvern lítra af vörunni er lögð á. Hins vegar er prósentugjaldinu viðhaldið, hlutfall af verðmæti vörunnar. Vörugjöldunum er, eins og öðrum sköttum, ætlað að afla ríkissjóði tekna og komu í stað innflutning- stolla sem nú eru ekki taldir geta samrýmst EES-samningnum. Munar um vörugjöldin Neytendur verða dagiega varir við gjöldin í innkaupum sínum og munar verulega um þau, sérstak- lega með tilliti til þess að virðis- aukaskatturinn reiknast svo líka af vörugjöldunum. En menn eru þó al- mennt sammála um að með nýju lögunum hafi vörugjöldin í heildina lækkað lítillega. Hins vegar hefur engan veginn verið látið af þeirri neyslustýringu sem falist hefur í gjaldtöku af þessu tagi. Jón Sch. Thorsteinsson hjá Sól segir t.d. að safamarkaðurinn á íslandi sé um 15% minni en í Þýskalandi og sé markvisst haldið niðri með háum gjöldum. Nú bera safar vörugjöld sem nema 9 kr. á lítrann en á t.d. mjólkina leggjast engin vörugjöld. Jafnvel kolsýrt vatn ber vörugjald upp á 9 kr. á lítrann. Alexander Þór- isson hjá Vífilfelli telur lagabreyt- inguna til góöa. „Með magngjaldinu fer gjaldtakan ekki lengur eftir verðmæti vörunnar þannig að þetta kemur verr út fyrir ódýra vöru og jafnar þannig samkeppnisstöðuna milli framleiðenda.“ Gjaldið á gos- drykkjum nemur nú 9 kr. á lítrann. Raftækjaiönaöinum mismunaö Kristmann Magnússon, stjómar- formaður Pfaff, telur neyslustýring- una greinilega. „Þegar Island gerði samning um niðurfellingu tolla á ís- lenskum sjávarafurðum í efnahags- sambandinu, áttu íslensk stjómvöld að fella niður tolla á iðnaðarvörum frá sambandinu. Það var ekki gert heldur tollunum breytt í vörugjöld. Þetta er svívirða gagnvart íslensk- um neytendum," segir Kristmann og tekur sem dæmi um neyslustýr- ingu aö tölvubúnaður beri engin vörugjöld en raftæki allt að 30%. Kristmann segir að í raftækjageir- anum séu það straujárn og sauma- vélar sem lækki, um 10% og 20%. Þvottavélar, uppþvottavélar og kæliskápar lækka um 4%. Um 5% hækkun verður hins vegar á öllum eldunartækjum. Það vekur athygli að sams konar tæki bera oft mishá vörugjöld. Það er því ólíkt dýrara að rista brauð- sneiðarnar lárétt heldur en lóðrétt svo dæmi sé tekið um brauðristar sem bera engin vörugjöld á meðan samlokugrillin bera 20% gjald. Væri þetta leiðrétt gætu samlokugrillin lækkað um 16,6% að mati Krist- manns. Annað dæmi eru sjónvörpin sem bera 30% vörugjald, hafa þó lækkað um 7,5%, þegar tölvubúnað- ur ber engin gjöld. Og þó er hægt að nýta margar tölvur til þess að horfa á sjónvarp. Það er því ljóst að með vörugjöld- um er verið að neyslustýra mark- aðnum og á meðan svo er þurfa neytendur, flestir a.m.k., að hugsa sig tvisvar um áður en „brauðið er ristað“. -saa GÁMES-kerfi við innra eftirlit Þessa dagana eru fyrirtæki í mat- vælaiðnaði að koma upp hjá sér GÁMES-kerfi við innra eftirlit með vinnslunni. GÁMES stendur fyrir greiningu áhættuþátta og mikil- vægra eftirlitsstaða. Þetta er gert í kjölfar setningar reglugerðar áriö 1994 og er í samræmi við staðla Evr- ópusambandsins. Krafa er því gerð um að fyrirtæki sinni innra eftirliti til að tryggja gæði, öryggi og holl- ustu matvæla og að vörur þeirra uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Innra eftirlitinu er auk- inheldur gert að taka mið af GÁMES-kerfinu en í því felast 5 at- riði: þjálfun starfsfólks, hreinlætisá- ætlanir, hitastigseftirlit, eftirlit við vörumóttöku og frávikaviðbrögð. Framleiðslufyrirtæki þurfa að auki að uppfylla kröfur um flæðirit og áhættugreiningu. Heilbrigðiseftirlit í hverju heil- brigðiseftirlitsumdæmi er eftirlits- aðili með að þessu sé framfylgt. Kristján Tryggvi Högnason hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur segir að fyrirtækjum hafi verið gefinn frest- ur til aö taka upp kerfið og vegna fá- mennis í heilbrigðiseftirlitinu hafi ekki enn verið gripið til aðgerða vegna þeirra sem ekki hafa fram- fylgt reglugerðinni. Fyrst um sinp verði lögð áhersla á að hvetja fyrir- 'tæki til að feta í fótspor þeirra sem fyrstir urðu til að taka við sér. í Reykjavík hafa mörg fyrirtæki nú tekið upp GÁMES. Nú síðast fékk Hótel Saga viðurkenningu Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur og segir í fréttatilkynningu frá hótelinu að það sé fyrsta íslenska hótelið sem öðlist þessa viðurkenningu. -saa Emmessís hefur starfaö samkvæmt GÁMES frá áramótum. Hér afhendir Ágúst Thorsteinsson heilbrigðisfulltrúi Erlu Þorleifsdóttur, starfsmanni Emmessíss, viðurkenningarskjalið fyrir GÁMES-eftirlitskerfi. Eru flugurnar sólgnar í þig? Frá því á síðastliönu sumri hafa verið á markaðnum hér á landi flugnafælur frá Trabo sem fæla eiga frá mýflugur og moskítóflugur. Fælurnar gefa frá sér hljóð sem líkir eftir hljóði karlflugunnar en það er kvenflug- an sem bítur og aðeins yfir varp- tímann en þá forðast hún karl- fluguna. Fælurnar fæla ekki allar flugur frá heldur koma þær í veg fyrir sjálft mýbitið. Tvær gerðir fælna eru til. Önnur er gerð fyrir 220-240 volta innstungu en hin gengur fyrir rafhlöðum og er því hægt að hafa hana á sér. Fælurn- ar fást í lyfja- og veiðiverslunum, fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, flugvélum Atlanta og víðar. Kaffitár Kaffitár, espressóbar í Kringl- uimi og kaffibrennsla í Njarðvík, hefur sent frá sér fréttabréf, nú í annað sinn á árinu. í bréfinu er kaffilandið Eþíópía kynnt svo og kaffi mánaðarins og kaffi vikunn- ar á kaffibarnum í Kringlunni. Einnig eru birtar nokkrar upp- skriftir að sumardrykkjum kaffi- unnenda. Islendingar þekkja margir klakakaffi frá ströndum Miðjarðarhafsins, Café Frappé í Frakklandi, Café con Hielos á Spáni. í Bandarikjunum er Ice Coffee vinsælt. Lykillinn að góðu klakakaffi, eins og eftirfarandi grunnuppskrift er að, er kaffið sem á að vera mikið brennt. 5 kaffiskeiðar (10 msk.) mikið brennt kaffi V2 lítri vatn 2 glös klakar klakar í fjögur glös 8 msk. kaffirjómi Hellt er upp á kaffið á venjuleg- an hátt. Klakamir í glösunum tveimur settir út í og þynnist þá kaffið í hæfilegan styrkleika. Kaff- inu er svo hellt í glösin fjögur og 2 msk. kaffirjóma hellt yfir ísmol- ana og röri stungið í hvert glas. Þeir sem drekka sætt kaffi geta bætt í sykri áður en klakamir eru settir í kaffikönnuna. Svo er hægt að sleppa rjómanum. \v rtfeögV i+Sfcc *Si^l «w' -'JsMHfce Lítil Létta Sól hefur lengi framleitt Léttu, viðbit sem inniheldur minna af mettuðum fitusýrum en mörg önnur viðbit. Létta hefur verið til í 400 gramma öskjum. Nú hefúr Sól sett á markaðinn 6 og 10 gramma pakkningar af Léttu og á skammturinn vel að duga á tvær brauðsneiðar eða eitt rúnnstykki. Til að byrja með veröur varan flutt inn frá Svíþjóð en uppskrift- in er sú sama og bragðgæðin því þau sömu. Stefnt verður að fram- leiðslu hér á landi von bráðar, allt eftir viðtökum neytenda. Meira um bílhræ í kjölfar könnunar DV í síðustu viku á kostnaði við fórgun bU- hræja hafði Jeppapartasala ÞJ samband við neytendasíðuna og upplýsti okkur um að partasalan hefði gert samning við hreinsun- ardeUd Reykjavíkurborgar og tæki 600 krónur fyrir að sækja bU- hræið og farga því. Ef þarf að ol- íuhreinsa hræið kostar það 1000 krónur aukalega.___________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.