Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 7 Fréttir Sáralítið til af íslenskum kartöflum á markaði: Heimild landbunaðarraðu- neytis til tollalækkunar ónýtt - ráðuneytið segir engar beiðnir hafa borist - Bónus hefur kvartað á þriðju viku Lítið er nú til af íslenskum kart- öflum. Uppskeran frá því í fyrra er á þrotum og enn ekki komin ný á markaðinn nema að litlu leyti. Kartöflur ræktaðar undir dúk hafa þó verið að berast í verslanir að undanförnu. Með tilkomu Gatt- samningsins er innflutningur á kartöflum, eins og öðrum landbún- aðarvörum, nú frjáls allt árið en þö þannig að lagðir eru á verndartoll- ar. Lækkunarheimildin ónýtt Landbúnaðarráðuneytið hefur heimild til að lækka tollana við þær aðstæður að innlend framleiðsla sé ekki næg. Hvað kartöfluinnflutn- inginn áhrærir hefur landbúnaðar- ráðuneytið ekki séð ástæðu til að lækka tollana. „Innlend framleiðsla nær nokkurn veginn saman. Kannski spurning um nokkra daga,“ segir Ólafur Friðriksson, deildarstjóri hjá landbúnaðarráðu- neytinu. Hann segir engar kvartan- ir eða beiðni um að lækka gjöldin hafa borist ráðuneytinu og teiur að það sé m.a. vegna þess hve tollam- ir séu lágir. Um það hvað ráði því hvort og hvenær tollarnir séu lækkaðir segir Ólafur að ráðuneyt- M i Miifi Sundurliðun söluverðs á kg: Innkaupsverö erlendis 33,- flutningsgjald 9,- verðtollur 30% (ríkiö) 12,- magntollur 60 kr./kg (ríkiö) 60,- smásöluálagning 12,6 viröisauki 14% (ríkið) 17,8 Samtals útsöluverð 145,- af því tekur ríkið 63% eða 90,4 DV ið sé í góðu sambandi við innflytj- endur, verslunareigendur og fram- leiðendur og það reyni að sam- ræma óskir allra og sjálfstætt mat sé lagt á tolllækkunarþörfina. „Það yrði sjálfsagt skoðað ef sérstakar óskir kæmu fram um það að lækka tollana á kartöflum." Bónus fær engin svör Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón- usverslununum segist margoft hafa haft samband við ráðuneytið vegna kartöflutollanna, nú á þriðju viku. „„Ætli íslenska framleiðslan nái ekki bara saman," eru þau svör sem Ólafur hefur gefið mér,“ segir Jón og telur alveg ljóst að tveggja vikna gat komi í kartöflumarkað- inn á næstunni. Bökunarkartöfl- urnar hafa og borið fulla verndar- tolla jafnvel þótt í þeim efnum sé ekkert að vernda. íslenskar bökun- arkartöflur komi ekki á markað fyrr en í haust. „Þetta er alveg eins með gulrætumar. Engar íslenskar eru komnar á markaðinn en þær bera nú 102 króna verndartolla á kilóið. Það hlýtur vera ljóst að neyt- endur snúa sér að öðrum matvæl- um með þessu áframhaldi." -saa Þeir eru ánægðir með þær móttökur sem heilsuræktin hefur fengið: Lýð- ur Skarphéðinnson, t.v., og Elías Guðmundsson. DV-mynd ÞÁ Sauðárkrókur: Heilsuræktar- stöðin vinsæl DV, Sauðárkróki: Heilsuræktarstöðin Hreyfing tók til starfa fyrir tæpum tveim ámm. Lýður Skarphéðinsson, íþróttakenn- ari og annar tveggja eigenda stöðv- arinnar, segir að stöðugt fjölgi fólki sem sæki stöðina enda sé boðið þar upp á margs konar þjónustu. Sjúkraþjálfari er með aðstöðu í hús- inu og sérfræðingar koma í heim- sókn annað slagið. Ýmsar mælingar er varða líkamlegt ástand fólks eru gerðar í Hreyfmgu. Þá er Hreyfing með sportvömverslun þar sem fæst mikið úrval af íþróttavörum, s.s. fatnaði og skóm. Hreyfing gerði á síðasta vetri samning við Verkalýðsfélagið Fram og felst i honum að félagsmenn fá afslátt á þjónustu. í kjölfarið fylgdu síðan fleiri verkalýðsfélög í bænum. Hafa margir félagsmanna þeirra þegar notfært sér þannan afslátt og væntanlega eiga enn fleiri eftir að bætast við, að sögn Lýðs. ÞÁ Sólstöðuhópurinn: í hjartans einlægni Sólstöðuhópurinn stendur fyrir sumarhátíðinni í hjartans einlægni, sem haldin verður nú um helgina að Laugalandi í Holtum. Hátið þessi mun verða með mjög sérstöku sniði en hún samanstendur af ýmis konar námskeiðum fyrir böm og full- orðna. Námskeiðin verða mörg og mismunandi, allt frá fóndursmiðju upp í námskeið sem kemia fólki að taka sig alvarlega. Hugmyndin á bak við hátíðina er að vekja fólk til umhugsunar um lífsgildin en Sólstöðuhópurinn á sér það eitt markmið að bæta mannlífið á allan hátt. -ilk Skilmálar í söluumboði Félags fasteignasala: Neytendasamtökin telja þá óeðlilega - hafa kvartað til Samkeppnisstofnunar „Fasteignasalar hafa notað þessa samningskilmála frá árinu 1995,“ segir Sigríður Arnardóttir, lögfræð- ingur Neytendasamtakanna, en samtökin hafa, vegna kvartana und- anferið, sent erindi til Samkeppnis- stofnunar þess efnis að þau telji skilmálana í söluumboði Félags fasteignasala brjóta gegn 36. gr. samningalaga, um ósanngjarna skil- mála í neytendasamningum. Þau telja ákvæði um skuldbindingu selj- anda fasteignar í einkasölu til að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala stríða gegn góðum viðskiptaháttum og raska jafnvægi milli réttinda og skyldna fasteigna- sala og neytenda. Einnig telja Neyt- endasamtökin að brotið sé gegn lög- um um fasteigna- og skipasölu með ákvæði í skilmálanum sem áskilja fasteignasala söluþóknun úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar, en lögin kveða á um að fasteignasala sé óheimilt að taka hærri þóknun fyrir starfa sinn en sanngjarnt megi telja með tilliti til þeirrar vinnu sem í té er látin. Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, segir skilmálana almennt hafa verið notaða síðan þeir voru staðfestir af dómsmála- ráðuneytinu árið 1995. „Eitthvað varð að gera til að einkasala yrði virt af hálfu seljanda í allri þessari samkeppni. Því miður er misbrest- ur á því að fasteignasalar virði einkasölu annarra fasteignasala," segir Jón. Hann sagði jafnfram að á Alþingi lægi fyrir frumvarp til breytinga á lögum um fasteigna- og skipasölu og hann ætti von á að allt tengt stöðluðu samningsskilmálun- um yrði endurskoðað næsta vetur. Neytendasamtökin telja einnig fyrirvara í söluumboði fasteigna- sala um skriflega uppsögn ekki nægilega skýrt aðgreinda frá öðrum skilmálum og sé það villandi. Jón segir það vel geta verið en telur ekki óeðlilegt að skriflegum samn- ingi sé sagt upp skriflega. Samkeppnisstofnun hefur krafið Félag fasteignasala svara og segir Jón félagið svara fyrir 9. ágúst. -saa Lilja Ólafsdóttir tekur viö lyklunum að hinum nýja smávagni SVR úr hendi Hallgríms Gunnarssonar, forstjóra Ræs- is, umboösaðila Mercedes Benz. DV-mynd Sveinn Nýr strætisvagn í Reykjavík: Smástrætó í gömlu hverfin SVR hefur fengið nýjan smávagn sem verður tekinn í notkun þegar hið nýja leiðakerfi SVR gengur í gildi í næsta mánuði. Vagninn er sá fyrsti af smávögnum SVR, en þeim er ætlað að þjóna eldri borgarhverf- unum þar sem götur eru þröngar og erfitt að koma við stórum vögnum. Vagninn er af Mercedes Benz gerð og er yfirbyggður hjá Guð- mundi Tyrfingssyni á Selfossi. Hann tekur 14 farþega í sæti en má taka alls 44 farþega í einu. Sérskólar Reykjavíkur: Samið um samrekstur Borgarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt drög að samningi við Samband ísl. sveitarfélaga um rekstur sérskólanna Öskjuhlíð- arskóla, Safamýrarskóla, Ein- holtsskóla, Dalbrautarskóla og Vesturhlíðaskóla en þeir eru fyr- ir börn með sértæka námsörðug- leika. Ríkið hefur rekið þessa skóla eins og aðra grunnskóla og hafa þeir þjónað börnum alls staðar af landinu. Skólarnir munu flytj- ast til borgarinnar um leið og rekstur grunnskóla í landinu flyst til sveitarfélaganna. Samningiu'inn er um rekstur sérskólanna og kostnaðarhlut- deild Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga í honum á næstkomandi skólaári, eða þar til sérstök nefnd, sem fjallar um framtíðar- fyrirkomulag sérskóla fyrir land- ið allt, hefur lokið störfum. Áætl- að er að það verði í apríl á næsta ári. Takist .nefndinni hins vegar ekki að ljúka störfum fyrir þann tíma framlengist samningurin um eitt ár, með breytingum sem varða samsetningu nemenda- hópsins, þróun verðlags o.fl. þess háttar sem skiptir máli í rekstri skólanna. -SÁ Hárstofur á Akranesi: Hátt í 300 manns á hvern meistara DV, Akranesi: Akurnesingar og aðrir sem eiga leið um Skagann ættu ekki að vera í vandræðum við að fara í hár- greiðslu, láta klippa sig eða lita á sér hárið, því tíunda hárgreiðslu- stofan var opnuð nýlega hér á Akra- nesi. Það er hárgreiðslustofan „Hjá Hlíf ‘ sem er til húsa að Suðurgötu 103. Við þessar stofur starfa um 20 manns og má því reikna með að um 275 Akumesingar séu á hvem hár- greiðslumeistara. Sjö þessara stofa sérhæfa sig fyrir konur en einnig geta karlmenn látið klippa sig þar. Þrjár sérhæfa sig fyrir karlmenn en þar eru konur einnig klipptar. Það ætti því að vera auðvelt að þekkja Skagamenn þegar þeir eru á ferð um landið nýklipptir. -DÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.