Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 15
14
Iþróttir
Shaquille
tll Lakers
- 8 milljarða króna samningur
Kristinn frá í
2-3 vikur
Nú er ljóst að Kristinn Lárus-
son, knattspyrnumaður úr
Stjömunni, er með slitin liðbönd
í ökkla en hann meiddist í leik
gegn KR á dögunum. Hann verð-
ur ekki með í næstu leikjum
Garðbæinga. Þeir verða líka án
Baldurs Bjamasonar og Rúnars
Páls Sigmundssonar þegar þeir
mæta Blikum í 1. deildinni á
sunnudagskvöldið en þeir taka
þá báðir út leikbann.
-VS
Capobianco keppir
Fjögurra ára banni yfir sprett-
hlauparanum Dean Capobianco
hefur verið lyft og getur hann
því keppt í Atlanta. Capobianco
var settur í bann eftir að hann
mældist jákvæöur fyrir steralyf-
inu stanozolol eftir mót í hol-
lenska bænum Hengelo 27. maí
en áfrýjunardómstóll vísaði mál-
inu frá. Prófið var gallað sökum
möguleika á að einhver hefði
komið lyfinu fyrir. Aðalritari Al-
þjóölega áhugamannaíþrótta-
sambandsins, Istvan Gyulai,
sagði hins vegar að þeir gætu
enn þá komið í veg fyrir að
Capobianco keppti. „Við getum
stöðvað hann og verðum að líta
á grandvöllinn fyrir ákvörðun
þeirra,“ sagði Istvan.
Kaupæði á Spáni
Nú styttist í að spænska knatt-
spyman hefjist og til að undir-
búa sig fyrir komandi vetur hafa
spænsku félögin slegið öll met í
leikmannakaupum. Þau hafa
keypt leikmenn fyrir 300 milljón-
ir marka þó að skuldir þeirra
séu 230 milljónir marka.
Spænska stórliðið Barcelona hef-
ur keypt Baia frá Porto,
Stoichkov frá Parma, Ronaldo
frá PSV, Blanc, Enrique og Pizzi.
Real Madrid keypti þá Davon
Sukar, Roberto Carlos, Secret-
ario, Mijatovic og dýrasta þjálf-
ara I heimi, Fabio Cappello.
Akureyrarmaraþon
um helgina
Á morgun verður haldið á Ak-
ureyri, á vegum Ungmennafé-
lags Akureyrar, Akureyrarmara-
þon sem er jafnframt íslands-
meistaramót í hálfmaraþoni.
Mun þetta vera í fyrsta skipti
sem Akureyrarmaraþon er Is-
landsmeistaramót í þessari
keppnisgrein. Keppt verður í
tveimur öðrum flokkum, þ.e.
skemmtiskokki (ca. þrír kíló-
metrar) og tíu kílómetra hlaupi.
Allir ættu því að geta tekið þátt,
óháð þreki og þjálfun. Þátttaka í
ár virðist ætla að verða með
besta móti, enda eru nú þegar
tæplegar 200 þátttakendur búnir
að skrá sig fyrir fram en skrán-
ingu lýkur á Akureyrarvelli
klukkan 11.00 á morgun. Þá tek-
ur við upphitun kl. 11.15 en
keppendur eru ræstir frá Akur-
eyrarvelli kl. 12 á hádegi og eru
allir flokkar ræstir samtímis. Að
loknu hlaupi fá allir verðlauna-
pening.
Ármann með tólf
Úrslit í 4. deildinni í knatt-
spymu í gærkvöldi:
B-riðtll:
Skautafélag R.-Ármann.........1-12
V-riölll:
Reynir, Hnífsdal-BÍ............0-8
C-riðUl:
KS-Kormákur....................7-0
D-riöiU:
Huginn-Einherji................2-0
Selfoss vann Fjölni
Selfoss sigraði Fjölni, 2-1, í 3.
deild í gærkvöldi. Sævar Gísla-
son og Þorsteinn Pálsson skor-
uðu fyrir Selfoss en Ólafur Sig-
urjónsson fyrir Ejölni. Tveir Sel-
fyssingar fengu að líta rauða
spjaldið hjá rögg'sömum dómara
leiksins. Selfoss komst með sigr-
inum í fimmta sætið en Fjölnir
situr á botninum.
Körfuboltastjaman Shaquille O'Neal
er búin að skrifa undir sjö ára samning
við Los Angeles Lakers sem hljóðar upp
á 8 milljarða króna. Talsmaður Lakers
staðfesti þetta í gær en Shaquille er nú
við æfingar með Draumaliði 3 í Atlanta.
Þessi rúmlega tveggja metra miðherji
var valinn fyrstur úr NBA nýliðavalinu
árið 1992 og leiddi hann Orlando Magic
til úrslita gegn Houston í fyrra og í und-
anúrslitin í ár.
Þegar samningur hans við Orlando
rann út ekki alls fyrir löngu hófst til-
Keppendalistinn í sundinu á
Ólympíuleikunum í Atlanta VcU- birtur í
gær. Þrír íslenskir sundmenn era þar á
meðal keppenda en keppnin í sundi
hefst á þriðjudaginn kemur. Þegar
keppendalistinn er skoðaður kemur
ýmislegt í ljós.
Logi Jes Kristjánsson, sem keppir í
100 metra baksundi, er með 37. besta
timann af 52 keppendum. Logi er eini
kepppandinn frá Norðurlöndum í
þessari grein fyrir utan Finnann Jani
Sivenen sem á heimsmetið í 200 metra
boðsstríðið hjá NBA-liðunum í þennan
150 kílóa leikmann sem er frægur fyrir
frábærar troðslur sinar og nú síðast fyr-
ir rappsöng og kvikmyndaleik, sannar-
lega fjölhæfur persónuleiki. Nýjasta
kvikmynd hans, „Kasaam", þar sem
hann leikur anda, var frumsýnd í
Bandaríkjunum á miðvikudaginn.
O'Neal neitaði að svara spumingum
fréttamanna í Atlanta en boðaði frétta-
mannafund sem haldinn var seint í gær-
kvöldi. -JGG
fjórsundi. Logi er hæsti keppandinn í
greininni ásamt Rússanum Alexander
Popov en þeir eru 1,97 metrar á hæð.
Eydís Konráðsdóttir er með 31. besta
tímann af 44 keppendum í 100 metra
flugsundi. Fjórir Norðurlandabúar eru
fyrir framan hana hvað tíma snertir.
Besta tímann á japanska stúlkan Ayori
Aoyama en hún er jafnframt minnsti
keppandinn, aðeins 1,52 metrar og 42 kg.
Elin Sigurðardóttir er með 37. besta
tímann í 50 metra skriðsundi af 56
keppendum sem skráðir eru til keppni.
-MT
__ Ofund út í
íslendingana
DV, Atlanta:
Fullyrt er af mörgum að að-
búnaður íslensku keppendanna í
Atlanta sé frábær og hann gerist
vart betri. Aðrir keppendur frá
ýmsum þjóðum líta öfundaraug-
um til hýsa Islendinganna. Auk
aðbúnaðarins fylgja íslenska
hópnum þrír aðstoðarmenn og
tveir bilstjórar era aldrei langt
undan. Annar bílanna er BMW
af nýjustu gerð og hinn er 8
manna bíll.
Selt áæfingar
í fimleikum
Mjög mikill áhugi virðist ætla
að verða á fimleikakeppni
ólympíuleikanna ef marka má
aðsókn að æfingum keppenda
undanfarna daga. 12 þúsund
greiddu inn á æfingar í gær en
höllin tekur um 27 þúsund í
sæti. Fimleikafólkið iðar í skinn-
inu að hefja keppni sem hefst á
laugardag. Þar I hópi er Rúnar
Alexandersson.
-MT
Þór (1)2
KA (0)1
1- 0 Hreinn Hringsson (37.) var á
auðum sjó eftir slæm vamarmistök
KA-manna og skoraði með góðu skoti
frá vítateigslínu.
2- 0 Bjarni Sveinbjörnsson (64.)
skoraði af öryggi eftir að Eggert Sig-
mundsson halði varið vitaspyrnu
Davíðs Garöarssonar.
2-1 Höskuldur Þórhallsson (75.)
með góðum skalla eftir góða sendingu
frá Dean Martin.
Lið Þórs: Atli Már Rúnarsson -
Páll Pálsson, Þorsteinn Sveinsson,
Zoran Zikic (Amar Bill Gunnarsson
70.) - Árni Þór Ámason, Davíð Garð-
arsson, Þórir Áskelsson, Birgir Þór
Karlsson, Páll V. Gíslason - Bjami
Sveinbjörnsson (Kristján Örnólfsson
88.), Hreinn Hringsson (Halldór Ás-
kelsson 79.)
Lið KA: Eggert Sigmundsson -
Helgi Aðalsteinsson, Jón Hrannar
Einarsson, Halldór Kristinsson -
Dean Martin, Stefán Þórðarson,
Bjami Jónsson, Ottó Karl Ottósson
(Höskuldur Þórhallsson 66.), Steinn
Gunnarsson - Logi Jónsson, Þorvald-
ur Makan Sigbjömsson (Steingrimur
Birgisson 88.)
Gul spjöld: KA 2, Þór 3.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Sæmundur Viglundsson,
hafði góð tök á leiknum.
Áhorfendur: 1.512.
^ Noröurlandamót unglinga í golfi:
Island í þriðja sæti
DV, Suðurnesjum:
Island er í þriðja sæti í piltaflokki á
Norðurlandamóti unglinga, sem nú
stendur yfir á Hólmsvelli í Leira, en er
hins vegar í neðsta sæti í stúlkna-
flokki. Fyrri dagur mótsins var í gær
og því lýkur í dag.
Finnland er með 773 stig i pilta-
flokki, Danmörk 786, Island 789, Noreg-
ur 800 og Svíþjóð 810. Svíþjóð er með
487 stig í stúlknaflokki, Noregur 506,
Finnland 518, Danmörk 522 og ísland
571.
Ómar Halldórsson er fremstur pilt-
anna og er í þriðja sæti með 151 högg.
Kristín Elsa Erlendsdóttir er efst af ís-
lensku stúlkunum með 185 högg en
þær eru í fjórum neðstu sætunum.
-ÆMK
Athugasemd frá Ellert B. Schram, forseta ISI:
Málið snýst um embætti
en ekki persónu
Við setningu Ólympíuleikanna í
Atlanta era mættir af íslands hálfu,
auk íþróttafólksins og fylgdarmanna
þeirra, Júlíus Hafstein formaður og
Ari Bergmann, ritari Ólympíunefnd-
ar íslands, í boði Alþjóða
Ólympíunefndarinnar, Bjöm Bjama-,
son menntamálaráðherra og kona
hans í boði Óí, Gísli Halldórsson
heiðursforseti Óí og ÍSÍ í boði nor-
rænu ólympíunefndanna.
Mér skilst að það hafi vakið ein-
hverja athygli innan íþróttahreyfing-
arinnar að forseti ÍSÍ skuli ekki vera
viðstaddur leikana þar sem fyrir ligg-
ur að allt frá því að íslendingar sendu
fyrst þátttakendur á ólympíuleika
hefur forseti ÍSÍ verið þar mættur á
vegum Óí að undanskildum leikun-
um í Barcelona fyrir ijórum árum. Þá
var undirrítaður boðinn í nafni
Ólympíunefndar íslands en gat ekki
þegið þaö boð vegna vinnu sinnar.
Blaðamaður DV hafði samband við
mig á miðvikudag og spurði hvort
rétt væri að mér sem forseta ÍSI hefði
ekki verið boðið að mæta til Atlanta.
Ég játti því. Þegar blaðið biður for-
mann Óí um skýringu bendir hann
réttilega á að þetta mál snúist ekki
um persónur heldur embætti. Samt
sér hann ástæðu til, í þessu sama
svari, að fjalla um mína persónu og
kasta rýrð á mín störf fyrir íþrótta-
hreyflnguna. Haft er m.a. eftir honum
að undirritaður, sem jafnframt er
varaformaður Óí, hafi ekki mátt vera
að því að sinna ólympíumálum vegna
tímaskorts.
Af þessu tilefni þykir mér rétt að
taka fram að undirritaður hefur mætt
reglulega á framkvæmdastjórnar-
fundi Óí með eðlilegum forfollum
manns sem hefur einnig öðrum störf-
um að gegna. Þar er ég varaformað-
ur í krafti þess að vera fulltrúi heild-
arsamtaka íþróttafólks. Samt hefur
formaöur Ól aldrei beðið varafor-
mann sinn um eitt né neitt í sam-
bandi við Ólympíunefndina, aldrei
séð ástæðu til að bera mál eða aðrar
ákvarðanir undir álit mitt né yfirleitt
falið mér störf fyrir Óí. Þannig að
tímaskortur eða þreyta hefur ekki
hrjáð mig á þeim vettvangi.
Hitt er jafnframt rétt að taka fram
að atbeini minn innan Óí er að sjálf-
sögðu algjört aukaatriði í sambandi
við það hvort forseta ÍSÍ sé sýndur sá
sómi að bjóða honum að vera við-
staddur ólympíuleika.
Hvort ég mæti á ólympíuleika eöa
ekki gildir einu fyrir mina persónu
en það er auðvitað tímanna tákn um
þann aöskilnað sem er að verða á
milli íþróttahreyflngar og ólympíu-
hreyflngar að forseti heildarsamtaka
íþróttanna á íslandi er ekki talinn
eiga erindi á þessa leika. „Það hefur
aldrei staðiö til að forseta ÍSÍ væri
boðið á leikana," segir formaður ÓL.
Er þetta þróun sem íþróttahreyf-
ingin telur æskilega? Og er það eitt-
hvert innlegg í þessa umræðu að
rakka niður mína persónu af því að
það vill svo til að ég er forseti ÍSÍ?
Ellert B. Schram
forseti ÍSÍ
Sundfólkið ánægt
með aðstöðuna
- keppendalistinn birtur í gær
DV, Atlanta:
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996
27.
i
v>
JÍ
agatal élppíuleikanna í I
Dýfingar
Sund
19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1
__Opnunar hátíð
I
w v# -vr
Listsund Ít-N M !
Vatnapóló ,j\
Bogfimi f M
Frjálsar #!i M M ! .
Badminton/hnit V ‘mm
Hafnabolti * í líy. n :
Körfubolti
Hnefaleikar
n v
V
Lókahátíð
m
\f \f \f \f
\' 'f m
\f
\f‘i
_^
W V
kar í.
Kajak Xj^
Hjólreiðar
\f \t
\f
x' m
ilsæs
W>'
Hestaíþróttir ^
Skylmingar W j ,
Fótbolti '
Fimleikar
Handbolti
Hokkí V?
Júdó
Blak
Strandarblak
t\.
\f
Lyftingar jj
Glíma
Siglingar ;
Keppt til verðlauna
Fjöldi greina
Fimmtarþraut
Ganga
Róður
Innanhúss hafnabolti
Borðtennis 't.
Tenms
E B B g E B B3 B w B
55
Mjólkurbikarkeppni KSÍ:
Þórsarar sigruðu
erkifjendurna í KA
- og eru komnir í undanúrslit keppninnar
DV, Akureyri:
„Ég er auövitað ánægður, leikur-
inn var að vísu köflóttur en ég held
að þetta hafi verið sanngjamt. I
undanúrslitunum viljum við heima-
leik, það er óskastaðan," sagði Nói
Björnsson, þjálfari Þórs á Akureyri,
sem tryggði sér í gærkvöldi rétt í
undanúrslit Mjólkurbikarkeppni
KSÍ á kostnað nágranna sinna í KA.
Úrslitin, 2-1. „Þeir nýttu færin sín
en við ekki og það munaði þvi,“
sagði Bjarni Jónsson, fyrirliði KA,
eftir leikinn.
Oftast gengiö meira á
Oftast hefur gengið meira á I
leikjum þessara erkiíjenda en nú
var lítið um gróf brot, enda tók
dómarinn þá stefnu að spjalda
menn grimmt í upphafi og róaði
mannskapinn. Fyrri hálfleikurinn
var í jafnvægi en fyrsta mark leiks-
ins kom á 37. mínútu þegar Hreinn
Hringsson skoraði með góðu skoti
frá vítateig þar sem hann var á auð-
um sjó.
I síðari hálfleik vora KA-menn
ágengari en það voru þó Þórsarar
sem komust í 2-0. Davíð Garðarsson
átti snilldarsendingu inn í vítateig á
Hrein Ilringsson sem var felldur.
Vítaskot Davíðs var varið en Bjarni
Sveinbjörnsson var fljótur í frákast-
ið og negldi boltann í netið.
Þórsarar hafa tak á KA
Fimmtán mínútur fyrir leikslok
minnkaði Höskuldur Þórhallsson
muninn í 1-2 með góðum skalla eft-
ir fyrirgjöf Dean Martins og eftir
það bar fátt til tíðinda þótt KA-
menn væra aðgangsharðari. Það er
þvi óhætt að taka undir orð Bjama,
fyrirliða KA, sem sagði að það
skipti máli að nýta færin í jöfhum
leikjum. Þaö hefur verið höfuðverk-
ur beggja liðanna að undanfomu og
þá aðallega KA-manna.
Leikurinn sjálfur var ekkert
augnakonfekt og gleymist fljótt.
Mikið var um baráttu á miðjunni
þar sem boltinn gekk því oft
mótherja á milli. Þórsarar héldu
glaðir til búningsklefa en KA-menn
súrir í bragði.
Atli Már Rúnarsson var betri
maður Þórs, varði t.d. stórskostlega
frá Dean Martin sem komst óvaldað-
ur inn í teig og Páll Pálsson var góð-
ur í vöm Þórs.
Minnimáttarkennd?
Hjá KA skar sig enginn úr og eru
menn era vissulega famir að velta
því fyrir sér hvort KA-menn hafi
einhverja minnimáttarkennd gagn-
vart Þórsurum því þeim hefúr geng-
ið afleitlega að eiga við þá á síðustu
áram. Sérstaklega þó í deildinni þar
sem þeir hafa ekki sigrað þá í 16 ár.
-gk
Dregið í dag
I dag verður dregið í undanúrslit
og verða Akranes, ÍBV, KR cg Þór í
mjólkurbrúsanum margfræga. Leik-
irnir fara fram 28. júlí en sjálfur úr-
slitaleikurinn verður á Laugardals-
vellinum sunnudaginn 25. ágúst.
íþróttir
Bierhoff til Juve
ítölsku liðin Tuttosport og
Gazzetta della Sport greindu frá
því í gær að klárt væri að þýski
landsliðsmaðurinn Oliver Bier-
hoff myndi ganga til liðs við
Juventus fyrir næstu leiktíð frá
Udinese.
Kaupverðið er talið nema um
6,5 milljónum marka og fær Udi-
nese auk þess Nicola Amuroso.
Áfram hjá Liverpool
Mike Thomas skrifaði í gær
undir nýjan fjögurra ára samn-
ing við Liverpool og er verðmæti
hans um 110 milljónir. Thomas
fær 800 þúsund krónur í viku-
laun, mun meira en hann hafði
áður.
Hann hafnaði tilboðum frá
Italíu eftir að Roy Evans hafði
lýst yflr að hann vildi halda hon-
um en Thomas var samnings-
laus við Liverpool sl. vetur.
Köpke til Marseille?
Samkvæmt frétt franska blaðs-
ins Le Equipe hefur Andreas
Köpke, markvörður þýska lands-
liðsins, skrifað undir tveggja ára
samning við Marseille sem leik-
ur í 1. deild í vetur. Forseti fé-
lagsins vildi hins vegar ekki
staöfesta þetta í gær.
Kluviert vill fara
Svo gæti farið að Patrick Kiui-
vert yfirgæfi herbúðir Ajax mun
fyrr en hann hafði ákveðið.
Hann er þreyttur á fúkyrðum frá
stuðningsmönnum félagsins
vegna persónulegra mála hans.
Þegar Roy Evans, stjóri Liver-
pool, heyrði þetta sagði hann
þetta góðar fréttir því hann hefði
mikinn áhuga á að krækja i
þennan snjalla leikmann.
United efst á blaði
Fátt virðist nú verða í vegi
fyrir því að tékkneski landsliðs-
maðurinn Karel Poborsky gangi
í raðir Manchester United. Hann
hefur hafnað því að gera samn-
ing við Liverpool.
Félag hans í Tékklandi,
Slavia, sagði í gær útlit fyrir að
Poborsky færi til United og
jafnvel yrði skrifað undir fyrir
vikulok.
Bejbl til Atletico
Tékkneskir landsliðsmenn eru
mjög vinsælir eftir frammistöðu
landsliðsins í Evrópukeppninni.
Flestir leikmanna iiðsins, sem
ekki voru fyrir á samningi hjá
félögum í Evrópu, eru eftirsóttir.
Miðjumaðurinn Radek Bejbl hef-
ur þegar samþykkt að ganga í
raðir spænsku meistaranna í At-
letico Madrid.
Riis enn fyrstur
Daninn Bjarne Riis er enn
efstur í Tour de France hjól-
reiðakeppninni. Það var hins
vegar Jan Ullrich frá Holiandi
sem sigraði á 18. sérleiðinni í
gær. Riis var ekki í hópi 20 efstu
á sérleiðinni í gær en það kom
ekki að sök því forysta hans er
öragg.
Riis er fjórum mínútum á
undan Ullrich svo það lítur út
fyrir að Daninn beri sigur úr
býtum í einni erfíðustu Iþrótta-
keppni sem keppt er í. Miguel
Induarin frá Spáni, sem sigrað
hefur fimm sinnum í röð, er
núna í 11. sæti.
Öryggið hert á ÓL
Öi-yggið i kringum ólympíu-
svæðið í Atlanta var hert til
muna í gær í kjölfar flugslyssins
við New York. Á flugvellinum
gengu hlutir mun hægar fyrir
sig en áður. Á götum var örygg-
isvörður einnig hertur til muna.
-JKS
DV kynnir íslensku
keppendurna á OL
Vernharð Þorleifsson:
„Tilbúinn að
mæta hverj-
um sem er“
Vernharð Þorleifsson náöi loks-
ins að tryggja sér þátttöku á
Ólympíuleikunum í Atlanta í enda
Evrópumótsins eða 19. maí 1996.
Hann var þá áttundi í sérstakri
Evrópu-Ólympíu-niðurröðun þar
sem níu efstu fengu þátttökurétt í
Atlanta.
Þátttökuréttur samanstóð af ár-
angri á tíu A-mótum og Evrópu-
móti frá desember 1995 til maí 1996
þar sem aðeins þrjár bestu niður-
stöðurnar voru taldar með. Vem-
harð keppti á sjö A-mótum og
einnig á hinu gífurlega erfiða Evr-
ópubikarmóti. Á heimsmeistara-
mótinu í Japan 1995 unnu Evrópu-
búar 66% sæta af efstu átta en þeir
era ekki nema 35% af þeim sem
keppa í júdó i Atlanta.
Michal Vachun, landsliðsþjálf-
ari íslands í júdó, hefur trú á sín-
um manni enda um mjög sterkan
fulltrúa íslands að ræða.
Mikill kostur
„Sl. 18
mánuði
hefur
Vemharð
æft í
mörgum
æfinga-
búðum
um allan
heim, t. d.
Olympic
Solidarity
Center í Barcelona, evrópskum æf-
ingabúöum í Frakklandi, Hollandi
og Belgíu, búðum í Bandaríkjun-
um, Japan og nú síðast í júní og
júlí var hann í æfingabúðum í
Þýskalandi og á Spáni,“ sagði
Vachun.
„Það var mikill kostur fyrir
undirbúning Vernharös að Bjami
Friðriksson ákvað sl. vetur að
reyna að komast til Atlanta en
þeir eru í sama flokki. Æfingamar
efldust til muna og æfingafélagar
þeirra, Sigurður Bergmann, Gísli
Magnússon, Þorvaldur Blöndal,
Ingibergur Sigurðsson, Guðlaugur
Eyjólfsson og fleiri voru þeim
ómetanlegir í daglegum æfingum
hjá Ármanni.
Frá janúarmánuði 1995 hefur
Vemharð keppt á 18 alþjóðlegum
mótum í hæsta gæðaflokki og
einnig í fjölda móta á íslandi.
I hefðbundnum júdóslag hefur
Vernharð þróað með sér mikinn
fjölbreytileika af köstum og býr
hann yfir gífurlegu jafnvægi sem
er ekki auðvelt að raska. Hann er
ekki gjarn á að slást á gólfinu
(ne-wasa) en hann hefur samt
unnið mikilvægar keppnir þar og
býr yfir ótrúlegum hæfileika til að
sleppa undan þegar honum er
haldið niöri, úr kyrkingartökum
og í lás,“ bætti hann við.
Vonast eftir hinu besta
„Fyrir Ólympíuleikana í Atl-
anta er Vernharð, á pappímum,
meðal 36 sterkra keppenda í sín-
um flokki. og er það mjög góö
staða fyrir hans unga aldur. Þeir
bestu
eru
heims-
og Evr-
ópu-
meistar-
inn Nas-
tula (Pól-
landi),
Sergeiev
(Rúss-
landi) og
Traineau (Frakklandi).
Ólympíuleikar eru alltaf mjög
spennandi og oft erfitt fyrir jafnvel
reynda júdómenn að standast álag-
ið. Óvæntir atburðir munu gerast
og Vernharð er tilbúinn að gera
það sem hann þarf en það verður
ekki auðvelt. Hann lærði að það er
ekkert auðvelt í þessu og engin
auðveld leið í kringum erfiðleika í
þessum flokki. Hann er tilbúinn
að mæta hverjum sem er eða með
hans eigin orðum: „Búast við hinu
versta og reyna samt að vonast eft-
ir hinu besta.“
-JGG
Vernharð Þorleifsson
Aldur: 23 ára
Félag: KA
Besti árangur: Sexfaldur íslandsmeistari,
fjórfaldur Norðurlandameistari og vann
einnig Opna Skandinavíumótið 1995.
K
I
: