Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 33 tí 03 N U & tn cn cö u rH i—H 3 tn ÍH íJ tn tn • H o T3 o tn -Ö 3 • i-H 'CT} & O (ö tn <i-l •t-l Cn ö) • i—i C/2 • H i 1 2 Myndasögur Al i ■ r\ p--------- ---- ætlanir þlnar ^ -Kr -4 núna Egyptum hafa mistekist! iiv’T'Vog steinfaraóinn Fréttir Prestbakkaá í Hrútafiröi: Sex laxar - sextán pund mest „Viö getum ekki kvartað, það hafa veiðst 6 laxar og hann er 16 pund sá stærsti. Það hefur sést þónokkuð af fiski í ánni,“ sagði Sævar Sverrisson hljómlistarmaður og einn af leigjendum Prestbakkaár í Hrútafirði í gærkvöld. Veiðin hef- ur ekki alltaf byrjað svona snemma í Hrútafirðinum en vatnsmagnið núna spilar verulega inn í. „Veiðimenn frá Ólafsfirði voru að koma úr ánni og þeir fengu 4,5, 12, 14,5 og 16 punda laxa. Opnunarholl- ið veiddi tvo laxa, 9 og 12 pund. Ég gæti trúað því að 10-15 laxar væru í ánni þessa dagana," sagði Sævar enn fremur. Hrútafjarðará hefur gefið yfir 60 laxa og bullandi bleikjuveiði hefur verið í ánni og er bleikjan væn. -G.Bender Sævar Sverrisson meö fyrsta laxinn úr ánni á þessu sumri, 9 punda fisk sem tók maðk. Laxinn veiddist t Fossinum. Áin hefur gefiö 6 laxa og er sá stærsti 16 pund. DV-mynd Ágúst Apavatn: 11 punda á flugu „Veiðimaðurinn lét okkur vita að hann hefði veitt 11 punda urriða á flugu í Apavatni, sem gerist ekki á hverjum degi. Þetta er stærsti fisk- urinn á stöng í vatninu í fjölda ára,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við spurðum um veiði í vikunni. Sil- ungsveiðin gengur feiknavel og fisk- urinn er í stærra lagi þetta sumar- ið. „Þetta var fyrsti fiskurinn hjá manninum á flugu og byrjaði skemmtilega. Veiðimenn voru að koma úr Grenlæknum og veiddu vel, þeir fengu 70 fiska og þetta voru ailt bleikjur. Fiskarnir fengust flest- ir á litlar púpur. Fiskarnir voru frá 1,5 upp í 3 pund. Hlíðarvatn í Sel- vogi hefur verið feiknagott og eru líklega komnir á land kringum 2.000 fiskar. Síðustu daga hafa verið að veiðast 100 fiskar á dag. Arnar Hjaltested var þar fyrir fáum dögum og veiddi 55 fiska. Seyðisáin er öll að koma til og veiðimenn, sem voru að koma úr Iþróttakennarar íþróttakennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár. Skólinn er íámennur, nemendur á næsta vetri verða aðeins 50 í 1 .-10. bekk. Iþróttakennari þarf því að geta kennt einhverjar bóklegar greinar líka. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131 Silungsveiöin gengur mjög vel núna og bleikjan kemur sterk út þetta áriö. Á myndinni heldur ingólfur Ás- geirsson á vænni bleikju úr Vatns- dalsá sem hann fékk á flugu. Henni var sleppt aftur. DV-mynd PPP henni, veiddu 30 fiska. Aðrir veiddu 25 og fiskurinn er að hellast upp í ána,“ sagði Ingólfur að lokum. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.