Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Afmæli r Jónína Helgadóttir Jóhanna Sigríður Jónína Helga- dóttir húsmóðir, Höfðahlíð 17, Ak- ureyri, er níræð í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og ólst upp hjá foreldrum sínum á Ána- stöðum, Mælifellsbæ, Kolgröf og Reykjum í Lýtingsstaðahreppi. Sigríður lærði kvenfatasaum, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki en síðan í Reykjavík. Hún hélt saumanámskeið víða í sveitum Skagafjarðar, fór á milli bæja og dvaldi gjaman um hálfs mánaðar skeið á hverjum stað. Eftir að Sigríður gifti sig bjuggu þau hjónin í Hvammkoti í Lýtings- staðahreppi, á Ytri-Kotum í Norður- árdal og á Silfrastöðum í Blöndu- hlíð. Þau byggðu nýbýlið Laugar- bakka 1947 og bjuggu þar uns þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Sigríður við sauma á vistheimilinu Sólborg og fataverksmiðj- unni Heklu auk þess sem hún saumaði heima. Hún býr nú hjá dóttur sinni, Elísabetu. Fjölskylda Sigríður giftist 8.8. 1930 Svavari Péturssyni, f. 20.1. 1905, d. 13.2. 1983, bónda. Hann var sonur Péturs Péturssonar vinnumanns og Sigríðar Benediktsdóttur. Böm Sigriðar og Svav- ars eru Marta Fanney, f. 8.11. 1931, húsfreyja í Víðidal, gift Stefáni G. Haraldssyni og eiga þau fjögur böm; Helgi Þorm- ar, f. 7.5. 1934, bóndi á Laugarbökk- um, kvæntur Eddu S. Þórarinsdótt- ur og eiga þau fjögur börn auk þess sem Helgi á stjúpson; Steingrímur Sigmar, f. 6.3. 1941, búsettur í Sand- Johanna Sigríður Jonína Helgadóttir. gerði, kvæntur Vordisi Björk Valgarðsdóttur og eiga þau fimm börn; Mar- grét Elísabet, f. 22.11. 1944, búsett á Akureyri, gift Karli Jóhanni Karls- syni og eiga þau þrjár dætur. Hálfsystkin Sigríðar, samfeðra, böm Helga Bjömssonar og f.k.h., Steinunnar Jónsdóttur, vom Erlendim, f. 8.5.1884, d. 1964, bóndi í Laugar- holti; Helga, f. 1.1. 1889, d. 1970, húsfreyja á Skíða- stöðum og i Reykjavík. Alsystkin Sigriðar: Marta Kristín, f. 23.3. 1894, d. 1917; Sigur- jón, f. 24.5. 1895, d. 1974, bóndi á Nautabúi; Magnús Helgi, f. 21.12. 1896, d. 1979, bóndi í Héraðsdal; ísa- fold, f. 30.6. 1898, d. 1971, húsmóðir í Reykjavík; Hólmfríður Elin, f. 14.1. 1900, húsmóðir á Sauðárkróki; Mon- ika Sigurlaug, f. 25.11. 1901, hús freyja á Merkigili; Ófeigur EgiO, f 26.10. 1903, d. 1985, bóndi á Reykja borg; Hjálmar Sigurður, f. 29.8.1909 bifreiðastjóri í Kópavogi. Fóstur systir Sigríðar; Elín Sigtryggsdóttir f. 16.6.1923, d. 1995, var búsett á Ak ureyri. Foreldrar Sigríðar voru Helgi Bjömsson, f. á MælifeUsá 2.10. 1854. d. 1947, og s.k.h., Margrét Sigurðar dóttir, f. að Ásmúla 23.7. 1867, d 1960. Ætt Foreldrar Helga voru Bjöm Jóns- son og Maria Einarsdóttir. Foreldrar Margrétar vora Sig- urður Sigurðsson og Guðný Guð- mundsdóttir. Sigríður tekur á móti gestum í félagsheimilinu Árgarði á morgun, 20.7., kl. 15-17. Árni Björn Jónasson Arni Bjöm Jónasson fram- kvæmdastjóri, Skjólbraut 18, Kópa- vogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ami fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1967, fyrrihluta- prófi í verkfræði frá HÍ 1970 og prófi í byggingaverkfræði frá tæknihá- Skólanum í Kaupmannahöfn 1975. Árni var verkfræðingur hjá Landsvirkjun í Reykjavík í fjögur ár en stofnaði þá verkfræðifyrirtækið Línuhönnun hf. og hefur starfrækt það síðan. Ámi hefur setið í stjórn Skák- sambands íslands og Félags ráðgjaf- arverkfræðinga. Fjölskylda Ámi kvæntist 14.6. 1967 Guðrúnu Ragnarsdóttur, f. 27.9. 1947, kenn- ara. Hún er dóttir Ragnars Jóhann- essonar, cand. mag., kennara og skólastjóra á Akranesi og í Reykja- vik, og k.h., Rögnu Jónsdóthir kenn- ara. Böm Áma og Guðrúnar eru Ragna, f. 30.8.1966, lögfræðingur hjá Norðurlandaráði í Kaupmannhöfn, gift Magnúsi Bjömssyni tannlækni og eiga þau eitt bam; Páll, f. 28.5. 1974, nemi í foreldrahúsum; Jónas, f. 9.8.1978, nemi í foreldrahúsum. Systkini Árna era Baldur, f. 4.1. 1949, verkfræðingur í Reykjavík; Ebba Sigin-björg, f. 13.7.1952, banka- maður í Reykjavík. Hálfbróðir Áma, samfeðra, er Sigurður Rúnar, f. 6.2. 1939, rafvéla- virki i Hafnarfirði. Hálfsystkini Áma, sammæðra, era Jón G.K. Jónsson, f. 30.9. 1933, skrifstofustjóri í Reykjavík; Erla Sigurðardóttir, f. 13.1.1939, húsmóð- ir í Reykjavík. Foreldrar Arna eru Jónas Sigurðsson, f. 13.3. 1911, fyrrv. skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, og Pálína Ámadóttir, f. 27.5. 1914, húsmóðir. Ætt Jónas er bróðir Sig- rúnar, móður Margeirs Daníelssonar hagfræð- ings. Jónas er sonur Sig- Árni Björn Jónasson. urðar, sjómanns og b. i Ási í Garðahverfl, Jónas- sonar, b. á Hóli undir Eyjaljöllum, Þorleifssonar. Móðir Jónasar var Guðrún, systir Bjöms, föður Áma læknis, og systir Jóns, afa Ólafs Walters í dómsmálaráðu- neytinu. Guðrún var dóttir Áma, b. í Móum, Bjömssonar, hálfbróður Eyjólfs, rithöfundar á Hvoli, og Halldórs rafmagnsfræðings Guð- mundssona en sonur Hall- dórs er Gísli verkfræðing- ur. Móðir Árna í Móum var Guðrún Þorsteinsdótt- ir frá Úthlíð, systir Stein- unnar, móður Þóris Bergssonar rithöfúndar. Móðir Guðrúnar var Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Bakka í Landeyjum, Oddssonar og Sigurðar Jónssonar, b. á Kárastöð- um, Árnasonar. Pálína er háifsystir Guð- finnu Einarsdóttur, móð- ur Sigfúsar Elíassonar, prófessors í tannlækningum. Pálína er dóttir Áma, skrifstofumanns og umboðsmanns í Vestmannaeyjum, Oddssonar og Sigurbjargar Sigurð- ardóttur. Ámi og Guðrún bjóða til fagnað- ar í Lionsheimilinu, Auðbrekku 25, Kópavogi, í kvöld kl. 18.00. Valgerður Magnúsdóttir Valgerður Magnús- dóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, er áttræð í dag. Starfsferill Valgerður fæddist í Borgamesi og ólst þar upp. Hún flutti til Akur- eyrar 1940 og átti þar heima fram á miðjan átt- unda áratuginn er hún flutti suður. Auk hús- móöurstarfa stundaöi Va'9eröur Valgerður almenna dóttir. verkamannavinnu á Ak- ureyri. Eftir að Valgerð- ur flutti suður starfaði hún í eldhús- um við sjúkrahús í Reykjavík. Fjölskylda Valgerður giftis /algeröur giftist 11.6. 1940 Eiði Haraldssyni, f. 26.6.1914, d. 6.3.1947, skósmið. Hann var sonur Haralds Ásmundssonar og Sigríðar Sigfús- dóttur, bænda i Austur- görðum í Kelduhverfi. Seinni maður Valgerðar var Árni Maron Sigur- pálsson, f. 12.11. 1907, d. 9.12. 1964, vélstjóri. Hann var sonur Sigurpáls Sig- urðssonar og Sigríðar Árnadóttur, bænda í Brimnesi í Ólafsfirði. Böm Valgerðar eru Mar- ía Björk Eiðsdóttir, f. 3.5 1940; Hildur Eiðsdóttir, f Magnús- 18.6. 1942; Svala Eiðsdótt ir, f. 18.6. 1942; Sif Eiðs- dóttir, f. 29.3. 1945; Eiður Haralds Eiðsson, f. 21.12. 1946; Páll Amar Ámason, f. 11.6. 1951; Anna Margrét Ámadóttir, f. 23.1. 1954. Foreldrar Valgerðar vora Magn- ús Jóhannesson, f. 3.11. 1880, d. 1.2. 1969, verkamaður í Borgamesi, og María Ólafsdóttir, f. 7.2.1882, d. 17.2. 1970, húsmóðir. Kristófer Helgi Jónsson Kristófer Helgi Jónsson, fyrrv. bóndi og verkamað- ur að Hólabrekku í Miðnes- hreppi, er níræður í dag. Starfsferill Kristófer Helgi fæddist í Miðhúsum i Álftanes- hreppi á Mýrum og ólst þar upp. Hann var bóndi í Álftaneshreppi á Mýrum, fyrst að Miðhúsum og sið- an á Langárfossi, en var .. . . síðan bóndi og verkamaður Krls,oter á Hólabrekku í Miðnes- son' hreppi frá 1952 og þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sak- Sonur Kristófers Helga og Auðar er Páll Kristó- fersson, f. 23.12. 1935, verkstjóri hjá íslensk- um aðalverktökum á Keflavikurflugvelli, kvæntur Ingibjörgu Gestsdóttur bréfbera og eiga þau fjögur böm, Kristófer Helga, Elsu, Pál Inga og Auði, en barnaböm þeirra eru sjö talsins. Helgi Jóns- Systkini Kristófers Helga voru fjögur tals- ins en þau eru öll látin. Þau vora Þórann, bjó í Reykjavík; Jón, bóndi i Miðhúsum á Mýrum; Fjölskylda Kristófer Helgi kvæntist 1933 Auði Pétursdóttur, f. 28.7. 1907, d. 10.11. 1985, húsfreyju. Hún var dótt- ir Péturs Guðmundssonar, kennara á Eyrarbakka, og Elísabetar Jóns- dóttur húsmóður. Agúst, bóndi á Sveinsstöðum á Mýr- um; Pétur, bjó í Reykjavík. Foreldrar Kristófers Helga vora Jón Einarsson, bóndi í Miðhúsum, og Helga Jónsdóttir húsfreyja. Kristófer Helgi tekur á móti gest- um á heimili sonar síns og tengda- dóttur, að Urðarbraut 13 í Garði, laugardaginn 20.7. eftir kl. 17.00. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafslðttur og stighœkkandi o8trr«5/>7,(>Ij % Jlla. birtingarafsláttur % Smáauglýsingar Egj Til hamingju með afmælið 19. júlí 95 ára Jónína Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Gunnlaugur Stefánsson, Dalbraut 20, Reykjavík. Ingileif Guðmundsdóttir, Austurbyggð 16, Akureyri. 80 ára ' Ólafía Guðrún Ásbjöms- dóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Tonny Möller, Tjamarbraut 17, Hafnaifirði. 75 ára Hallur J.M. Sveinsson, Skarðshlíð 36 F, Akureyri. Sverrir Sveinsson, Neshaga 5, Reykjavík. Hjálmar W. Juiiussen, Sörlaskjóli 7, Reykjavik. Ólöf Ólafsdóttir, Vallholti 16, Selfossi. 70 ára Guðmundur Armann Böð- varsson, Vallargötu 14, Vestmannaeyj- um. Halldóra Sigurjónsdóttir, Skipholti 40, Reykjavík. Svava Sveinbjörnsdóttir, Hverabakka, Hranamanna- hreppi. 60 ára Haukur Karlsson, Marbakkabraut 9, Kópavogi. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Syðsta-Mói, Fljótahreppi. Jón Pétursson, Brekkustíg 6a, Reykjavík. 40 ára Margrét Ágústa Hallsdóttir, Urðarbakka 22, Reykjavík. Halldór Halldórsson, Langanesvegi 6, Þórshöfn. Sigurður V. Guðmundsson, Breiðvangi 12, Hafnarfirði. Guðný Hafsteinsdóttir, Álfatúni 7, Kópavogi. Kristín Hálfdánsdóttir, Seljalandsvegi 12, ísafirði. Guðmundur Ásvaldur Tryggvason, Ljósabergi 44, Hafnarfirði. Bergdís Guðnadóttir, Arnarhrauni 16, Hafnarfirði. Guðjón Magnús Ólafsson, Flúðaseli 89, Reykjavík. Helga Hauksdóttir, Álfheimum 56, Reykjavík. Sólveig Þórhallsdóttir, Unnarbraut 30, Seltjarnar- nesi. Björg Ólinudóttir, Eiðismýri 26, Seltjamarnesi. 550 5000 m Askrifendur «10% 1 aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\\t mil// him/, 'ns. "c% Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.