Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Fréttir Framlag Islands til hjálpar og uppbyggingar í Bosníu og Hersegóvínu 110 milljónir: Helmingur í fram- leiðslu gervifóta Gert er ráð fyrir að Össur hf. og Stoð hf. fái tæpan helming af því fé sem íslenska ríkisstjórnin ætlar að veita til upp- byggingu í Bosníu og Hersegóvínu til þess að smíða gervifætur fyrir neðan hné. Fyrirtækið Össur hf. hefur hlotið heimsfrægð fyrir framleiðslu á silíkonhulsu sem valdið hefur byltingu í smíði gervifóta. Hér má sjá þegar ein slík var mátuð á Dennis Kovacevic á dögunum. DV-mynd GVA Rlkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu nefndar þriggja ráöuneyta um hvemig framlagi íslands til hjálpar og uppbyggingar í Bosníu og Her- segóvínu verði varið. Ríkisstjórnin ákvað í mars síðast- liðnum að framlag íslands yrði 110 milljónir króna. Var 10 milljónum þegar varið til bráðabirgðaaðgerða og voru þær lagðar í sjóð hjá Alþjóða- bankanum til styrktar uppbyggingar- starfmu. Að sögn Hilmars Þ. Hilmarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra sem var formaður nefndarinnar, leggur hún til að framlagi íslands verði ráðstafað í samvinnu við Al- þjóðabankann. Tillögur nefndarinnar um ráðstöfun fjárins eru þríþættar. í fyrsta lagi verði boðin aðstoð við þau fómarlömb styrjaldarinnar sem misst hafa fætur og fælist hún bæði í búnaði og tækniaðstoð. Þessari að- stoð er hægt að koma fljótt og vel á framfæri og á þessu sviði skara ís- lensk fyrirtæki fram úr. Lagt er til að 50 milljónir fari til þessa verkefnis. Hér er fyrst og fremst verið að tala um gervifætur fyrir neðan hné. Þar er fyrirtækið Össur ráðandi í heiminum vegna silíkonhulsunar sem fyrirtækið er orðið heimsfrægt fyrir. Einnig yrði leitað tækniaðstoðar hjá Stoð hf. sem er samsetningarfyrirtæki fyrir gervi- limi. Alþjóðabankinn hefiir mikinn áhuga á þessu verkefni. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslendingar veita allan gervifótinn eða bara hulsuna og geri síðan það sem eftir er í samstarfl við bankann. Það er hugsanlegt að bankinn muni kaupa sjálfur það sem er fyrir neðan silíkonhulsuna. Hvað varðar Stoð hf. er verið að athuga möguleika á að koma upp samsetning- arverksmiðjum fyrir gervilimi í Bosn- íu og Hersegóvínu í samstarfi við Al- þjóðabankann. Þá er lagt til að veittir verði styrk- ir, allt að 1,5 milljóna hver. í fyrsta lagi er það til Blindrafélags íslands. Það hyggst heQa samvinnu við syst- urfélög í Bosníu og Hersegóvínu um söfnun sjóntækja hérlendis. í öðru lagi er það Stúdentaráð Há- skóla íslands til söfnunar og flutn- ings á kennslugögnum til Bosníu og Hersegóvínu. Þar er um að ræða bækur, ritfóng, tölvubúnað og ljósrit- unarvélar. Þetta er gert samkvæmt ósk Samtaka háskóla í Evrópu um aðstoð við uppbyggingu háskóla í landinu. í þriðja lagi er rætt um að Lyfja- verslun íslands og Heilsufélagið geri hagkvæmniathugun á byggingu dreypilyfjaverksmiðju í Bosníu og Her- segóvínu. Sú hagkvæmniathugun yrði gerð í samvinnu við Alþjóöabankans. Hér yrði um að ræða svipaða lyfjaverk- smiðju og reist var í Litháen. Þá er lögð til aðstoð, búnaður og kennsla á sviði mæðravemdar og ungbamaeftirlits. Einnig er lagt til að veita aðstoð við skipulagningu og framkvæmd ungbamaverndar og mæðraeftirlits á ákveðnum stöðum í landinu. Verkefnið yrði unnið í sam- ráöi viö Banahjálp SÞ og Alþjóðaheil- brigðisstofhunina. -S.dór Súðavík: Plantað fyr- ir ofan nýja þorpið DV, ísafirði: í kjölfar snjóflóðanna í Súða- vík 1995 sendi skógræktarstjóri, Jón Loftsson, bréf til Súðvík- inga þar sem fram kom að Skógrækt ríkisins og Skeljung- ur hf. hefðu ákveðið að gefa Súðvíkingum skógarplöntur og veita faglega aðstoð við að skipuleggja ræktunarstarfið og ráðgjöf við gróðursetningu í samráði við heimamenn. Þann 19. júli fór fram í Súða- vík afhending á gjöfinni, sjö þúsund trjáplöntum. Plantað verður í skógarreit fyrir ofan nýja þorpið og að hluta í minn- ingarreit í gamla þorpinu. Fór athöfnin fram að viðstöddum sveitarstjóra Súðavíkur, Ágústi Kr. Bjömssyni, Sigríði Hrönn Elíasdóttur oddvita, fulltrúum skógræktarfélaga og Skógrækt- ar ríkisins með skógræktar- stjóra, Jón Loftsson, í broddi fylkingar og fulltrúa Skeljungs, Halldóri Má Þórissyni. Gróðursettu fulltrúar gef- anda og þiggjenda fyrstu plönt- urnar í nýjan reit í litlum hvammi við Eyrdalsá sem er mitt á milli nýja og gamla þorpsins. Þá bauðst Félag ís- lenskra landslagsarkitekta til að annast skipulagningu minn- ingarreits á snjóflóðasvæðinu og efndi til samkeppni á meðal félagsmanna um það verkefni. -HK Varð undir fótum hests Kona var flutt á slysadeild eft- ir að hafa lent undir fótum hests sem hún var að járna í fyrra- kvöld. Slysið átti sér stað við bæinn Útskálahamra í Kjós rétt fyrir klukkan tíu. Hesturinn mun hafa fælst með fyrrgreindum af- leiðingum. Hún var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur en fékk að fara heima að myndatöku lok- inni. Hún mun hafa sloppið með mar á baki. -sv Dagfari Hver á Hveravelli? Eftir að forsetakosningum lauk hafa friðsamir íslendingar gert sér vonir um að þjóðin gæti lifað í sátt og samlyndi, þó ekki væri nema í nokkrar vikur yfir hásumarið. Margir eru í sumarleyfi og í út- löndum og leggja þrætugimi sína til hliðar um stundarsakir og láta sér oftast fátt um finnast þótt þeir séu ekki alltaf sammála öllu sem sagt er. Þessi friösemdarvon var borin von. Ekki var forsetaslagnum fyrr lokið en landinn fann sér nýtt þrætuepli. Nú voru menn komnir upp í óbyggöir og þrætur hófust um það hver eigi Hveravelli og hvað megi þar aðhafast. Eiginlega snýst þessi deila um það hvort reisa megi pylsusjoppu í Land- mannalaugum og hefur þó enginn beinlínis fyllyrt að hann hyggist byggja pylsusjoppu. En ef ein- hverjum skyldi detta það í hug þá verður að koma í veg fyrir að fram- kvæmdir hefjist og til að koma í veg fyrir það verða menn að geta gert tilkall til Hveravalla og eigin- lega slá eign sinni á staðinn. Ferðafélag íslands hefur lengst- um haft aðstöðu á svæðinu og reist þar skála og segist bera ábyrgö á þessum vinsæla ferðamannastað. Húnvetningar í Svínavatnsdal og Torfulækjarhreppi hafa bent á að Hveravellir tilheyri þeirra hreppsfélögum. Húnvetningamir hafa löngum haft áhyggjur af at- höfnum Ferðafélagsins í Land- mannalaugum, meðal annars bygg- ingum á friðlýstu landi og hafa séð ástæðu til að krefjast deiliskipu- lags á svæðið, svo koma megi í veg fyrir umhverfisslys á vegum Ferða- félagsins. Ferðafélagið hefúr líka talið sér skylt að gera deiliskipulag af svæð- inu og nú em fyrirliggjandi tvö deiliskipulög, bæði í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umhverfisslys. Ferðafélagið heldur því nefnilega fram að noröanmenn beri enga virðingu fyrir þessu ferðamanna- landi og óttast umhverfisslys ef Svínavatnshreppur fær að ráða yfir því landi sem tilheyrir hreppn- um. Illt er til þess að vita ef Ferðafé- lagið stefnir að því að eyðileggja þessa náttúruauðlind á kostnað heimamanna með því að slá einok- unareign sinni á landið um aldur og ævi og enn þá verra er ef heima- menn ætla að slá í eign sinni á frið- lýst landið til að byggja þar sjoppu. Ef marka má fullyrðingar Ferða- félagsins er ljóst að pylsusala á staðunum mun gjörsamlega eyði- leggja náttúrufar í Landmanna- laugum og á hinn bóginn hefur stórrekstur Ferðafélagsins í for með sér gífúrleg náttúruspjöll að mati noröanmanna. Talsmenn beggja aðila eru valinkunnir sóma- menn svo ekki er ástæða til að bera brigður á sannleiksgildi full- yrðinga þeirra um háskann sem fylgir því að leyfa hvorum aðila að hafa betur. Hér er hver að verða síöastur að bjarga Hveravöllum undan klóm þessara aöila og nærtækast að rík- isstjómin láti máliö til sín taka og slái eign sinni á þetta friðlýsta land með því að friðlýsa það fyrir Hún- vetningum annars vegar og Ferða- félaginu hins vegar. Maður fær ekki betur séð en hér séu stór- skaðamenn á ferð, sem eira engu og bíða þess eins að fá full yfirráð yfir Hveravöllum til að geta spillt náttúrunni og náttúruauðlindum óbyggðanna. Hér er ekki um það að ræða að ferðamenn geri neitt ljótt af sér eða valdi umhverfisspjöllum. Enginn hefur borið fram þær ásakanir, heldur em það meintir og ímynd- aðir eigendur og yfirráðamenn svæðisins sem liggja undir rök- studdum gmn um slíka eyðilegg- ingu. Það er ekkert annað ráð í stöðunni heldur en það eitt að frið- lýsa Hveravelli fyrir Húnvetning- um og Ferðafélagi íslands. Núver- andi friðlýsing er með öðmm orð- um ekki nægjanleg fyrr en búið er að banna þessum aðilum að koma á svæðið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.