Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 16
36 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 íþróttir DV Guömundur Benediktsson hefur þótt líklegur marka- kóngur f 1. deildinni í sumar en nú er hæpið aö sá titill falli honum í skaut. Mikiö áfall fyrir KR: Gummi missir af 9 leikjum Ljóst er aö Guðmundur Benediktsson, marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar í knattspyrnu, leik- ur ekki með KR-ingum fyrr en í fyrsta lagi í byrjun september. Hann meiddist á hné í leiknum við ÍA á sunnudaginn og þarf að gangast undir aðgerð á þriðjudaginn. „Ég á að fara í speglun á þriðjudag og þá ætti að koma í ljós hvort liðþófinn er skemmdur eða hvort krossbandið hefur skaddast. Það bendir flest til þess að krossbandið sé jafn stöðugt og það var og það eru góðar fréttir. Hins vegar er á hreinu að þótt þetta sé liðþófinn get ég ekki spilað næsta mánuð- inn. Ef þetta er krossbandið spila ég ekki meira í ár,“ sagði Guðmundur við DV í gærkvöld. Fram til ágústloka leika KR-ingar fimm leiki í 1. deildinni og Evrópuleikina tvo gegn Mozyr frá Hvíta-Rússlandi. Þá mæta þeir ÍBV í bikamum á sunnudag og vinnist hann er allt útlit fyrir að þeir leiki tU úrslita án Guðmundar. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að KR-ingar verði án þessa snjalla leikmanns í næstu 8-9 leikjum. -VS Framarar steinlágu - FH skoraði fimm mörk gegn slöku Framliði Lantana fékk leyfi til Eyja Eistnesku meistararnir FC Lantana komu tU Vestmanna- eyja I gær en þar mæta þeir ÍBV í dag í UEFA-bikamum klukkan 18. Lantana vann fyrri leikinn, 2-1. Flestir leikmanna Lantana eru landlausir Rússar, með rúss- neskt vegabréf til bráðabirgða. Að sögn lögreglu hefði verið hægt að meina þeim inngöngu í landið en þar sem um íþróttavið- burð var aö ræða og staðfesting hafði fengist frá útlendingaeftir- litinu í Eistlandi um að þeim yrði hleypt inn í landið á ný.fengu þeir að lenda í Eyjum án athugasemda. Skagamenn era komnir tU Makedóníu þar sem þeir freista þess í dag að verja 2-0 forskot sitt gegn FK SUeks. -ÞoGu/VS Fylkir-Breiöablik Tíunda umferð 1. deUdarinnar í knattspyrnu hefst í kvöld með leik Fylkis og Breiðabliks klukk- an 20. í 2. deUd leika Víkingur og Þróttur R. og í 1. deUd kvenna IBA-ÍA, Breiðablik-ÍBV, KR— Valur og Afturelding-Stjarnan. Stjarnan missir tvo sterka í leikbann Valdimar Kristófersson og Goran Kristófer Micic úr Stjörn- unni vora úrskurðaðir í eins leiks bann í gær og verða ekki með liðinu í næsta leik í 1. deild- inni, gegn Fylki. Þrír Þórsarar verða í banni í bikarleik liðsins gegn ÍA á sunnudag, Zoran Zik- ic, Þorsteinn Sveinsson og Birgir •Þór Karlsson. Sindri Grétarsson, Skallagrími, og Ásgeir Baldurs, Völsungi, fengu einnig eins leiks bann. -VS 2. deild Fram 9 5 3 1 26-12 18 Skallagr. 9 5 3 1 17-6 18 Þór A. 943 2 11-17 15 Þróttur R. 8 3 4 1 20-15 13 FH 9 3 3 3 14-11 12 KA 9 3 3 3 16-16 12 Víkingur R. 8 2 3 3 12-10 9 ÍR 9 3 0 6 10-22 9 Völsungur 9 2 2 5 12-17 8 Leiknir R. 9 1 2 6 9-21 5 4. deild B-riöill: TBR-Haukar 0-7 Víkingur Ó.-Bruni .. 4-1 C-riðill: Kormákur-Tindastóll. 04 D-riðill: Leiknir F.-Huginn . .. 3-0 KVA-Sindri 1-1 0-1 Hörður Magnússon (2.) 0-2 Ólafur Björn Stephensen (26.) 0-3 Guðmundur V. Sigurðsson (42.) 0-4 Halldór Hilmisson (46.) 0-5 Guðmundur V. Sigurðsson (55.) 1-5 Ágúst Ólafsson (70.) FH-ingar sýndu vígtennurnar í leiknum gegn efsta liði 2. deildar, Fram, á Valbjarnarvelli í gærkvöld. Það var ekki að sjá á leik liðanna að þarna léku efsta liðið og lið sem er í botnbaráttu. -Framarar fengu að kenna á frískum FH-ingum sem voru mættir til leiks til að berjast en Framarar ekki. Framarar voru að vísu meira með boltann en FH-ingar nýttu sínar skyndisóknir vel. Vörn Framara var hriplek í leiknum og saknaði liðið þeirra Ás- geirs Halldórssonar og Sævars Guð- jónssonar. Það breytti því ekki að FH-ingar börðust vel og voru vel að þessum sigri komnir. Þessi sigur hlýtur að gefa mönnum byr í seglin fyrir komandi leiki. Framarar töp- uðu sínum fyrsta leik i deildinni. Leikur þeirra olli vonbrigðum og þeir verða að gera betur en þetta ætli þeir sér að halda toppsætinu áfram í sumar. „Liðið sýndi baráttu en á henni er hægt að fleyta sér langt. Við vorum minnimáttar fyrir leikinn en menn höfðu trú á þessu og voru ákveðnir í að selja sig dýrt. Við erum í fallbaráttu en við ætlum okkur út úr henni hið fyrsta,” sagði Helgi Ragnarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. Maður leiksins: Guðmundur Valur Sigurðsson, FH. -JKS Landsmótið í golíi: Jóhann lék frábærlega í gær DV, Eyjum Keppni í 1. flokki hófst á landsmótinu i Eyjum i gær. Jó- hann Kristinsson, GR, lék frá- bærlega og kom inn á 71 höggi. Enn lék veðurblíða við mótsgesti sem lofa hinn frábæra völl Eyja- manna og umgjörö mótsins sem þykir sú glæsilegasta sem um getur á landsmóti. Fjórir flokkar kepptu í gær og staða efstu manna er þessi: 1. flokkur karla, 1. dagur: Jöhann Kristinsson, GR ...........71 Ottó Sigurðsson, GKG..............74 Sigþór Óskarsson, GV..............74 Sváfnir Hreiðarsson, GK...........74 2. flokkur karla, 2. dagur: Andri Geir Viðarsson, GHD ... 156 Halldór Karl Ragnarsson, GS . .. 160 Sveinbjöm Jóhannesson, GO . .. 162 Guöjón Grétarsson, GV............163 Egill Þ. Sigmundsson, GÍ........163 Björn Halldórsson, GKG ..........163 3. flokkur karla, 2. dagur: Ölafur Jónsson, GR...............172 Valur B. Sigurðsson, GR.........172 Hjörleifur Þóröarson, GV ........173 Kjartan S. Kristjánsson, GKG . . 173 Gunnar Þórarinsson, GS...........174 1. flokkur kvenna, 1. dagur: Lilja G. Karlsdóttir, GK .........82 Halldóra Halldórsdóttir, GF .... 83 Jakobína Guðlaugsdóttir, GV ... 85 Erla Adolfsdóttir, GA ............87 Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS ... 92 2. flokkur kvenna Hildur Rós Simonardóttir, GA .. 190 Sigrún R.. Sigurðardóttir, GG .. 192 Kristín Guðmundsdóttir, GR . . . 194 Sigrún Gunnarsdóttir, GR........197 Kristín Magnúsdóttir, GR ........203 Hola í höggi Jónas Heiðar Baldursson, GR, sem leikur í 2. flokki, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í gær. Þetta gerðist á holu 3, sem er 146 metrar, og Jónas notaði járn nr. 3. „Ég var ekkert ánægð- ur með höggið sjálft í byrjun. Kúlan lenti í hól, hoppaði til hægri og rúllaði ofan í holuna. Þetta reddaði deginum því ég spilaði ekki vel,“ sagði Jónas við DV. -ÞoGu McAllister til Coventry Gary McAllister, fyrirliði Leeds í ensku knattspymunni, er á forarn til Coventry fyrir 300 milljónir króna. Nielsen til Tottenham Danski miðvörðurinn Allan Nielsen er á leið frá Bröndby til Tottenham fyrir 165 milljónir króna. ÍR-ingar úr fallsæti í fyrsta skipti 1- 0 Guðjón Þorvarðarson (50.) 2- 0 Ian Ashbee (51. ÍR-ingar unnu í gærkvöldi sinn þriðja sigur I fjór- um leikjum í 2. deildinni og eru komnir úr fallsæti í fyrsta skipti í sumar. Eftir jafnræði í fyrri hálfleik skoraði KA tvö mörk á innan við mínútu. Eftir það komst KA ekki inn í leikinn fyrr en undir lokin en þá var það orðið of seint. Englendingarnir Ian Ashbee og Will Davies léku sinn fyrsta leik með ÍR og stóðu sig mjög vel. Þeir eiga eftir að styrkja liðið verulega í sumar. Dean Martin, landi þeirra hjá KA, fékk að líta rauða spjaldið fyrir erjur við mótherja undir lok leiksins. Maður leiksins: Guðjón Þorvarðarson, ÍR. -JGG Tvö mörk Hreins og Þórsarar þriðju 1- 0 Hreinn Hringsson (3.) 2- 0 Hreinn Hringsson (57.) 2-1 Heiðar Ómarsson (63.) Þórsarar eru komnir í þriðja sæti 2. deildarinnar eftir sigur á botnliði Leiknis, 2-1, á Akureyrarvelli í gærkvöld. Þórsarar voru mun betri allan tímann en voru þó ekki að leika sannfærandi knattspyrnu. Hreinn Hringsson skoraði bæði mörkin og hefur því gert sex af ellefu mörkum Þórsara í deildinni i sumar. Þegar um hálftími var liðinn varði Guðmundur Þorvalds- son, markvörður Leiknis, vítaspyrnu frá Davíð Garð- arssyni á glæsilegan hátt. Maður leiksins: Páll Pálsson, Þór. -HÞ/gk ÞRIR AUKAVINNINGAR ÞRI'R AÐRIR ÞÁTT- TAKENDUR —~*a> MÖGULEIKA ÁADVINNA ^ GLÆSILEG TEFAL RAFMA6NSGRILL CQp VERTU MEO í SPENNANDI ÓLYMPÍULEIK DV OG BRÆD RANNA ORMSSON ÞAD EINA SEM ÞÚ ÞARFTAÐ GERA ER AÐ SVARA ÞREMUR LAUFLÉTTUM SPURNINGUM OG SENDA 5VARSEÐILINN TIL DV. ÞÁ ERTU KOMINN í POTTINN OG GETUR ÁTT MÖGULEIKA Á AÐ VINNA GLÆSILEGA VINNINGA. BDcmnBom GLÆSILEGIR VINNINGAR í BOÐI FYRIR ÞÁ HEPÞNUFRÁ SHARP OC TEFAL DREGIÐ VERÐUR ÚR INNSENDUM SEÐLUM í LOK ÓLYMPÍULEIKANNA OG HLÝTUR VINNINGSHAFINN GLÆSILEGT SHARP29' SJÓNVARPSTÆKI AÐ VERÐMÆTI KR. 149.900. ÞAÐ ER MEÐ 100 RIDA (HZ) DIGITAL SCAN TÆKNI SEM GEFUR GLAMPAFRÍA MYND ÁN TITRINGS. HÆGT ER AÐ HORFAÁTVO ÞÆTTI í EINU ÞAR SEMMINNI MYND BIRTIST HUÓÐTÆKNIN ER DIGI TURBO SOUND. EIGA A AÐ TILAÐ NOTA INNI AD VERDMÆTI KR.9Á50 FRÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON. HVAR VORU SÍÐUSTU ÓLYMPÍULEIKARNIR HALDNIR (1992)? _ í HVADA ÍÞRÓTTAGREIN KEPPIR EYDÍS KONRÁÐSDÓTTIR Á ÓL? _ HVAD KEPPA MAR6IR ÍÞRÓTTAMENN FYRIR ÍSLANDS HÖND Á ÓL? BRÆOURNIR Sendlst tll DV merkt: Ólympíulelkur DV, Þverholtl 11,105 Reykjavik. Skllafrestur er tll 6. ágúst. HEIMILI: PÓSTNR.:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.