Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Síða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 ]Ol"'% í skólar og námskeið_______________________ Erlendar konur á prjónanámskeiði: Stofnuðu prjónaklúbb eftir námskeiðið - eru allar giftar íslenskum mönnum og búa á íslandi „Þetta er orðinn eins konar prjónaklúbbur. Þegar námskeiðið var búið vildu þær ekki hætta að hittast svo við skiptumst á að bjóða hver annarri heim á tveggja vikna fresti og höfum haldið því alveg frá áramótum. Þetta er mjög skemmti- legur hópur og sjálfri finnst mér þetta rosalega gaman,“ sagði Vigdís Stefánsdóttir, eigandi verslunarinn- 'Ttr Allt hf. í Drafnarfelli, sem flytur inn gam, vefnaöarvörur og allt mögulegt annað. Vigdís býður upp á alls kyns námskeið í versluninni og kennir útlendingum m.a. að prjóna. Hún talar hér um hóp erlendra kvenna sem sótti hjá henni námskeið í prjónaskap. „Þær voru á námskeiði hjá mér síðastliðið haust og fram að áramótum. Flestar þeirra kunnu ekkert að prjóna þegar þær komu en höfðu allar gífurlegan áhuga. Nú prjóna þær hverja flíkina af annarri," sagöi Vigdís. Hún segir að útlendingar kunni oft ekki að prjóna og að prjónaskap- ur sé almennt ekki á námsskrá hjá erlendum þjóðum eins og hér. „Bandaríkjamenn og Bretar kunna t.d. ekki að nota hringprjón og þeir prjóna i átt að vinstri hendi á með- an við prjónum í átt að þeirri hægri,“ sagði Vigdís. í hópnum em 8-9 konur sem koma frá hinum ýmsu löndum heims, t.d. Bretlandi, Skotlandi, ír- landi, Suður- Afríku og hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Klúbburinn er í sífelldri endurnýj- Hér aöstoöar Vigdís (t.h.) Claire frá Englandi viö aö prjóna slétt og brugöið. Claire var aö mæta í prjónaklúbbinn í fyrsta sinn. DV-myndir JAK Píanóið fyrír tónlistarnemann. Píanóstillingar og viðgerðir. Hljóðfæraverslun ísólfs sf. Háteigsvegi 20, sími 551-1980 Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur, sími 453-6300, fax 453-6301 Áherslusvið: Hrossarækt - reiðmennska - tamningar - fiskeldi - vatnanýting - ferðaþjónusta Valgreinar: Nautgriparækt - sauðfjárrækt - smáiðnaður - hlunnindabúskapur Hrossaræktarbraut: Nemendur mæti í skólann mánudaginn 16. september. Skólasetning verður þann dag kl. 17. Ferðaþjónusta til sveita: Kennslahefst 15. október. Innritun á námsbrautina stendur yfir. Heimavist í smáíbúðum. Inntökuskilyrði: Viðkomandi þarf að hafa lokið 65 einingum úr framhaldsskóla, hafa starfsreynslu og vera a.m.k. 18 ára eða vera a.m.k. 25 ára með mikla starfsreynslu. Námstími er 1 ár - 4 annir. Möguleiki er á að ljúka stúdentsprófi við skólann! Námið er lánshæft skv. reglum LIN! Reiðkennara- og þjálfaranám: Kennsla hefst í janúar 1997. Sérstök inntökuskilyrði Verið velkomin heim að Hólum! Skólastjóri b'hwtti Prjónaklúbburinn var stofnaöur á námskeiöi sem Vigdís hélt fyrir útlendinga. Pær hafa hist reglulega frá því nám skeiöinu lauk. un, því sumar eru fluttar út, en kjarninn er þó alltaf til staðar. Flestar eru konurnar giftar íslensk- um karlmönnum, búsettar á Reykjavíkursvæðinu og í SONI- samtökunum, þ.e. samtökum enskumælandi útlendinga sem bú- settir eru á íslandi. „Sjálf er ég ákaflega óþolinmóð og lítiö fyrir að prjóna prufur svo ég hef þann háttinn á að konurnar velja sér flík til að prjóna og ég að- stoða þær við það eftir því sem þörf er á. Ein þeirra prjónaði 3 lopapeys- ur og tvær húfur á þremur mánuð- um,“ sagði Vigdís. Ein kvennanna, sú frá Suður-Afr- íku, á íslenska móður og er því ís- lensk í aðra ættina. Hún er þó alin upp í Suður-Afríku og kunni ekki orð í íslensku þegar hún kom hing- að. Nú talar hún að sögn Vigdísar mjög góða íslensku og á von á sínu fyrsta barni á hverri stundu sem væntanlega verður íslenskur ríkis- borgari. -ingo Vigdís Stefánsdóttir í Allt hf.: Kennir prjón, hekl, bútasaum og föndur Vigdís Stefánsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt hf. í Drafnar- felli, flytur inn garn, vefnaðarvör- ur og allt mögulegt annað sem hún selur í versluninni. Auk þessa býð- ur hún einnig upp á alls kyns nám- skeið i vetur fyrir þá sem hafa áhuga á bútasaumi, prjóni, hekli eða almennu föndri. „Það má eiginlega segja að ég hafi botnlausan áhuga á því að koma frá mér öllu þvi sem ég kann,‘ sagði þessi hressa kona sem jafnframt gefur út bútasaumsblöð þar sem hún kennir fólki hand- brögðin og er höfundur bókarinnar „Viltu spara?“. Hér fyrir neðan má lesa um þau námskeið sem eru í boði. Allt árið: Grunnnámskeið i bútasaumi. Eitt kvöld frá 18.30-23.30, 4 í hópi. Farið í skurðtækni, sauma og straujun. Kennd þrjú mynstur, gerð púðaborð, Bjálkakofi (mynst- ur), Nine patch (mynstur) og ein- faldir þríhyrningar. Engin heima- vinna. Verð kr. 1.200. Kvöldnámskeið fyrir lengra komna sem vilja læra ný mynstur í bútasaumi eða þurfa aðstoð. Eitt kvöld, 4 í hópi. Verð kr. 1.200. Kennt að fara með straulím og gert lítið veggteppi. Eitt kvöld, 6 í hópi. Verð kr. 1.200. Prjónanámskeið fyrir enskumæl- andi útlendinga. Fjögur kvöld, 6 í hópi. Talsverð heimavinna, kennt að prjóna lopapeysur og fleira. Verð kr. 3.000. Tvö námskeið yfir veturinn: Prjón. Grunnnámskeið, 4 kvöld. Talsverð heimavinna. Kennt gata- prjón, mynsturprjón, myndprjón og útprjón. Verkefni valið og klárað. Sex í hópi. Verð kr. 4.000. Hekl. Grunnnámskeið í hekli, 4 kvöld. Kennd nokkur mynstur, val- ið verkefni og unniö. Sex í hópi. Verð kr. 4.000. Tvö námskeið fyrir jól: Almennt fondur. Eitt kvöld, margs konar föndur. Verð kr. 1.200. Hefjast 15. september: Fjögurra kvölda námskeið. Tals- verð heimavinna. Fjórir í hópi, saumið 4 stykki með eftirfarandi mynstrum: Löber - Love knot, Dúkur - þríhyrningur Spider web, Teppi - Sampler Quilt og veggteppi með straulími. Verð kr. 4.000. -ingo Tíu þúsund manns sækja árlega námskeið Rauða krossins: Heilbrigðismál og forvamir slysa - skyndihjálpar- og barnfóstrunámskeiðin vinsælust „Námskeið RKÍ tengjast fyrst og fremst heilbrigðismálum og for- vömum slysa. Vinsælust eru al- menn skyndihjálparnámskeið en þau sóttu á fimmta þúsund manns á síðasta ári. Einnig njóta barn- fóstrunámskeið vaxandi vin- sælda,“ sagði Bjami R. Kristjáns- son hjá Rauða krossi íslands. Ár- lega sækja um tíu þúsund manns námskeið hjá Rauða krossinum, al- menningur jafnt sem félagsmenn. Skyndihjálparnámskeiðin eru opin öllum 15 ára og eldri og er markmið þeirra að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvall- arreglur í skyndihjálp, endurlífg- un, meðvitundarleysi, lost, blæð- ingu, sár beinbrot, brunasár, raf- magnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp og um- búðir og flutning slasaðra. Nám- skeiðið er lágmark 16 kennslu- stundir. Námskeið fyrir barnfóstrur Námskeiðin „Slys á börnum, forvarnir-skyndihálp“ er öllum opið og er átta kennslustundir. Þar er vakin athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig hugs- anlega megi koma í veg fyrir slík slys. Með barnfóstrunámskeiðinu er markmiðið að þátttakendur fái aukna þekkingu um böm og um- hverfi þeirra og öðlist þannig auk- ið öryggi við bamagæslu. Það er ætlað 11-14 ára unglingum og fjall- að um æskilega eiginleika barn- fóstru, þroska barna, leikfangaval, mikilvægi fæðutegunda, matar- hætti, aðhlynningu ungbarna, pelagjöf, slys í heimahúsum og veikindi. Auk þessa er Rauði krossinn með sérstakt fjögurra kennslu- stunda starfslokanámskeið sem ætluð eru fólki 60 ára og eldra. Þar er rætt um þær félagslegu breyt- ingar sem fylgja starfslokum fólks, húsnæðis- og íbúðarmál, trygg- inga- og fjármál, ábyrgð á eigin heilsu og fleira. Einnig eru í boði námskeið fyrir nýbúa á íslandi, námstefhur fyrir verðandi flokks- stjóra í fjöldahjálp, námskeið í móttöku þyrlu á slysstað og sumar- námskeið fyrir unglinga þar sem unnið er við landgræðslustörf og fjallað um starf og hugsjónir Rauða krossins. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.