Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 £>V 1 Sérfræðingarnir höfðu sitt fram á aukaaðalfundi Læknafélags íslands: Læknafélag íslands rambar á barmi klofnings - eftir að sérfræðingar samþykktu að hafna samningi heilsugæslulækna og ríkisins Sverrir Bergmann, formaöur Læknafélags íslands, er hér í ræöustóli á aukaaöalfundi félagsins á dögunum. Hans bíöur þaö erfiöa hlutverk aö koma í veg fyrir aö félagiö klofni á eöa eftir komandi aöalfund þess. DV -mynd Pjetur Hafna tilvísunarkerfinu „Ein aðalástæðan fyrir því að boðað var til þessa aukaaðalfundar Læknafélags íslands er sú að við getum ekki sætt okkur við að stefnt sé að því að taka á ný upp tilvísun- arkerfi. Heldur ekki að fé almenn- ings sé notað til þess að miðstýra sjúklingum til ákveðinna lækna eða læknamiðstöðva fremur en til ann- arra,“ sagði Bárður Sigurgeirsson, ritari stjórnar Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna, í samtali við DV um aukaaðalfúnd LÍ á dögunum. Það vekur athygli hversu harðorðar ályktanir fundarins eru og ekki síð- ur hversu opinskátt og hart sér- fræðingamir gagnrýna heilsugæslu- lækna. Sérfræöingar æfir Sérfræðingar knúðu þennan aukaaðalfund fram með undirskrift- arsöfnun 108 lækna. í bréfinu til Læknafélagsins þegar aukafundar- ins var krafist segir meðal annars um samkomulag heilbrigðisráð- herra og heilsugæslulækna frá í sumar. „Þessi yfirlýsing, sem hefur áhrif á starfsvettvang, kjör og samninga allra lækna, var gefin út vegna þrýstings hóps lækna, sem eru fé- lagar í Læknafélagi íslands og á í kjaradeilu við ráðuneytið en án samráðs við alla þá sem málið varð- ar eða heildarsamtök lækna. Nauð- synlegt er að fjalla um yfirlýsingu þess og tilurð hennar nú þegar inn- an samtakanna.“ Valtaö yfir heilsugæslulækna Þama voru samþykktar harðorð- ar ályktanir gegn samkomulaginu sem heilsugæslulæknar og heil- brigðisráðherra gengu frá í sumar um framtíðarstefnu í heilsugæslu- málum. Fundurinn hafnar þessu sam- komulagi alfarið og má segja að með því valti Læknafélag íslands yfir Félag heilsugæslulækna. Tals- menn þess töldu þetta tímamóta- samkomulag. Það var vegna þessara skipulagsbreytinga sem þeir sögðu upp störfum á sínum tíma en ekki vegna launadeilunnar. Það hefúr verið útbreiddur misskilningur að uppsagnimar tengist launadeilunni. Gera má ráð fyrir að ályktim aukaaðalfundarins verði til þess að upp úr sjóði á aðalfundi Læknafélag Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson íslands sem haldinn verður á næst- unni. Það var ákveðinn ótti fyrir aukafúndinn um að Læknafélagið myndi klofna á honum. Það varð ekki en hættan er fyrir hendi á komandi aðalfundi. Sam- kvæmt heimildum DV létu heilsu- gæslulæknar kyrrt liggja vegna kjaradeilunnar sem þeir eiga nú í. Þeir telja að klofingur innan Læknafélagsins hefði veikt stöðu þeirra mjög mikið. Tímamótasamkomulag Sumir heilsugæslulæknar segja nú að samkomulagið við heilbrigð- isráðherra hafi aðeins verið rammi sem eftir sé að ræða frekar og fylla út í. Það kemur ekki alveg heim og saman við það sem Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra sagði eft- ir að samkomulagið við heil- sugæslulækna var undirritað. Þá sagðist hún fagna samkomulaginu mjög enda væri með því búið að marka stefnuna í heilsugæslumál- um til frambúðar. Undir það tóku þeir heilsugæslulæknar sem gerðu samkomulagið við ráðherra. Heilsu- gæslulæknar benda einnig á að Læknafélagið hafi lýst yfir ein- dregnum stuðningi við kjarabaráttu heilsugæslulækna. Hvað annað gat fundurinn gert? Það sem sérffæðingamir geta | ekki sætt sig við í samkomulaginu ffá í sumar er meðal annars það at- riði að heilsugæslulæknar skuli ein- ( ir sjá um frumheilsugæslu en sér- fræðingar ekki koma þar að. Þessu hafna sérfræðingar. Þeir hafna líka tilvísanakerfinu sem þeir telja að dragi úr vinnu hjá þeim. Loks hafna þeir alfarið að komið verði á sjúkra- tryggingum á vegum héraðsstjórna sem beina sjúklingum til ákveðinna lækna eða læknastöðva en hindra fór þeirra til annarra. Hér er um að ræða að fólk ákveði sjálft hvort það verður innan greiðslukerfis sjúkra- trygginga sem var umdeild nýjung í samkomulaginu. Hættan á klofningi Gera má ráð fyrir að aðalfundur Læknafélags íslands snúist að mest- um hluta um þessi mál. Það má einnig gera ráð fyrir að heilsu- gæslulæknar snúist þar til varnar ( af krafti. Þeir gerðu það ekki á aukaaðalfundinum, að sögn vegna þeirrar hörðu launadeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. Þeir mátu meira að fá stuðningsyfirlýsingu frá fund- inum vegna hennar en að hefja ófrið innan Læknafélagsins sem hefði 1 getað leitt til klofnings á afar við- kvæmum tíma fyrir heilsugæslu- lækna. ^ Vestnorden-kaupstefnan á Akureyri: Islendingarnir eru mjög ánægðir Kampakátir starfsmenn í feröaþjónustu, f.v: Steingrímur Birgisson frá Bílaleigu Akureyrar, Grímur Sæmundsen frá Bláa lóninu, Þórunn Gestsdóttir, feröamálafulltrúi ísafjaröarbæjar, Höröur Sigurbjarnarson frá Noröursiglingu á Húsavík og Einar Bollason frá Ishestum. DV-mynd gk DV, Akureyri: íslensku þátttakendumir í Vest- norden kaupstefnunni, sem lauk á Akureyri í gær, voru mjög ánægðir með þátttöku sína þar og töldu þeir sem DV ræddi við að greinileg aukning yrði á komu erlendra ferðamanna til íslands á næstu árum og þess myndi reyndar sjást merki strax á næsta ári. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum bókað mjög mikið fyrir næsta sumar,“ sagði Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bíla- leigu Akureyrar. Það virðist sem sí- felld aukning sé á þeim ferðamáta hérlendis að útlendingar leigi sér bíl, t.d. í tvær til þrjár vikur, og við veröum varir við að þetta fólk sæk- ir einnig í auknum mæli í bændag- istinguna. Hér er reyndar ekki gengið end- anlega frá pöntunum en fólk frá er- lendum ferðaskrifstofúm lætur bóka sig fyrir bílum á ákveðnum timum. Yfirleitt eru þetta sömu aðilamir og hafa skipt við okkur en nú erum við samt að sjá nýja aðila, t.d. frá Kanada, Japan og fleiri löndum. Ég held það sé þvl full ástæða til bjart- sýni sagði Steingrímur. Besta sýningin „Þetta er án efa besta Vestnorden- sýningin sem við höfum tekið þátt í og við höfum tveir verið fullbókaðir í viðtölum allan tímann sem sýning- in hefur staðið yfir," sagði Einar Bollason hjá ishestum. „Þessi mikli áhugi útlendinga á hestaferöum um ísland kemur í framhaldi af metsumri hjá okkur. Við erum t.d. að ganga frá samningum við aðila í Noregi og Svíþjóð og það sem frétt- næmast er aö japanir ætla með okk- ur í veglega hestaferð um hálendi íslands næsta sumar í fyrsta skipti en annars koma flestir okkar við- skiptavinir frá Austurríki, Þýska- landi og Sviss. Við vorum í sumar með um 30% aukningu frá fyrra ári og það bend- ir ekkert til annars en við munum halda okkar hlut og að öllum líkind- um bæta hressilega við,“ sagði Ein- ar Bollason. Norðurland sterkara Nokkur fyritæki í ferðaþjónustu á Húsavík; Hótel Húsavík, Norður- sigling, gistiheimilið Árbót og Fjallasýn, sem sér um vetrarferðir fyrir ferðamenn, voru saman með sýningarbás. „í sumar fluttum við um 5.500 manns í hvalaskoðunar- ferðir og það stefnir í aukningu. Hingaö hefur verið stanslaus straumur áhugasamra viðskipta- vina erlendis frá og mér sýnist Ijóst að Norðurland er að sækja sig mjög í ferðamannaþjónustunni. Annars höfum við lagt höfuðá- herslu á að kynna fjölbreytta afþrey- ingu sem stendur til boða á okkar svæði, þar er margt í boöi allan árs- ins hring en það hefur vantað til þessa að menn tækju höndum sam- an og kynntu þessa möguleika á öfl- ugan hátt eins og við höfum gert hér,“ sagði Hörður Sigurbjamarson. Höfum veriö afskipt Ferðamálasamtök Vestfjarða voru með sameiginlegan sýningar- bás sem Þórunn Gestsdóttir, feröa- málafulltrúi ísafjarðarbæjar, stýrði. „Við höfum til þessa verið afskipt fyrir vestan en hér kynnum við undur Vestfjarða sem eru meiri en marga grunar og í ljósi bættra sam- gangna eigum við von á að ferða- mönnum á okkar svæði fjölgi umtal- svert á næstunni. Við höfum fúndið fyrir miklum áhuga þeirra kaupenda sem hingað hafa komið til viðtals við okkur, þessir aðilar hafa ákveðnar óskir margir hverjir og við höfum það sem þeir eru að sækjast eftir, óspillta náttúru, frábærar göngu- leiðir og sjóferðir. Samgöngur eru orönar þess eðlis að það er hægt að komast frá Reykjavík til ísafjarðar á 40 mínútum og síðan er t.d. einung- is um klukkustundarsigling til 1 Homstranda. Mér finnast Þjóðverjar sýna þess- um landshluta mestan áhuga og í heildina er ég mjög ánægð með þann árangur sem við virðumst vera aö ná hér. Ég sé fyrir mér að þetta muni skila sér í fjölgun ferða- manna strax næsta sumar,“ segir Þórunn. Nauösyniegur vettvangur „Við tókum þátt í þessari sýningu í fyrsta skipti á síðasta ári í Færeyj- um og mér sýnist þetta nauðsynleg- ur vettvangur," segir Grímur Sæ- mundsen hjá Bláa lóninu á Reykja- nesi, en Suðumesjamenn vora með veglegan sýningar- og viðtalsbás á sýningunni. „Hér hittum við fagfólk, bæði kaupendur og seljendur ferða, og I það ánægjulegasta sem snýr t.d. að Bláa lóninu er mikill áhugi á þeirri meðferðarþjónustu sem við bjóðum í upp á fyrir psoriasis-sjúklinga. Auð- vitað sjáum við ekki svart á hvítu afraksturinn af þessari sýningu hér á staönum en menn kynna sér starf- semi okkar og það á eftir að skila sér. Við fáum um 140 þúsund manns i Bláa lónið á þessu ári og ég sé að þátttaka í svona ráðstefnu mun skila umtalsverði fjölgun," sagði Grímur Sæmundsen. -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.