Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Góðærið er happdrætti Góðærið í þjóðfélaginu stafar af auknum árangri í út- hafsveiðum sjávarútvegsins. Ef engin væri aukningin á því sviði, væri enginn hagvöxtur í landinu, heldur stöðn- un. Þannig hefur það raunar verið áratugum saman, að góðæri fylgir aflabrögðum í sjávarútvegi. Bjartsýnin í þjóðfélaginu stafar af þessu og af vænting- um um nýja stóriðju. Framkvæmdir við orkuver og stór- iðju hafa reynzt svipað happdrætti í þjóðarbúskapnum og skyndileg aflaaukning. Þær breyta náttúrulegri stöðn- un gamaldags þjóðfélags í tímabundið góðæri. Með vestrænum þjóðum er hagvöxtur með ýmsum hætti, en alltaf einhver. Stundum er hann mikifl og stundum lítiU. Stöðnun er þar nánast óþekkt fyrirbæri. Hún er ekki náttúrulegt ástand efnahagslífsins við staðn- aðar ytri aðstæður eins og hún er hér á landi. Þjóðfélag okkar er þeim annmarka háð að þurfa alltaf nýjan og nýjan happdrættisvinning tfl að fleyta sér af einu þrepi á annað. Fyrr á öldinni voru það blessaðar styrjaldimar, sem færðu björg í bú. Síðar voru það út- færsla fiskveiðflögsögu og stóriðjuframkvæmdir. Af eigin völdum hefur íslenzkt efnahagslíf ekki kraft tfl árviss hagvaxtar. Þegar engir eru happdrættisvinn- ingar, staðnar allt og lífskjör versna. Eftir langvinna stöðnun erum við nú orðnir eftirbátar, sem auglýsum í útlöndum, að hér sé gott að fjárfesta í láglaunaríki. Sumpart stafar þetta af fámenni og fjarlægð frá um- heiminum, en að öðru leyti af frumstæðara þjóðfélagi. Við búum tfl dæmis við erfið landbúnaðarskflyrði, en höldum samt uppi hlutfallslega fjölmennari landbúnaði en samanburðarþjóðir okkar gera beggja vegna hafsins. Við erum eftirbátar annarra í að leyfa markaðsöflum að ráða ferðinni. Við búum við einokun og fáokun á miklu fleiri sviðum en eðlfleg eru talin í nágrannalönd- unum. Samgöngur, tryggingar, olíuverzlun, landbúnað- ur, póstur og sími eru átakanleg dæmi um þetta. í stað markaðar leggjum við allt okkar traust á mis- vitra ráðherra. Við vfljum að þeir séu sífellt að leysa mál með úrskurðum og reglugerðum, sem gjarna mega lyfta þrengstu sérhagsmunum þeirra, sem hæst væla hverju sinni. Við vfljum skilningsríkan geðþótta. Skilningsríkar fyrirgreiðslur voru nauðsynlegar á fyrri öldum, er þjóðin rambaði hvað eftir annað á barmi almennrar hungursneyðar. En viðhorfin, sem þá gerðu landið byggflegt, eru nú íjötur um fót, þegar við höldum í humátt á eftir öðrum inn í þriðja árþúsundið. Okkar viðhorf og áhugamál snúast um fyrirgreiðslur, reglugerðir, pólitiskar ráðningar, almenna velferð, vin- samlegt handafl, það er að segja um almennt jákvæðan geðþótta. Ríkjandi viðhorf í vestrænum ríkjum hafa hins vegar færzt í átt tfl ópersónulegra markaðsafla. Meðan við höldum okkur við gömlu gfldin, getum við ekki reiknað með hagvexti, nema þegar við fáum happ- drættisvinninga í formi aflabragða og stóriðjufram- kvæmda. í annan tíma verðum við að sætta okkur við að dragast aftur úr og verða láglaunaþjóð. Það er ekkert yfirvald, sem hefur ákveðið, að svona skuli þetta vera. Almenningur er hlynntur opinberu handafli og mfllifærslum. Hann er ýmist hlutlaus í garð markaðsafla eða beinlínis andvígur þeim. Þetta kemur fram í gengi manna og viðhorfa í stjómmálunum. Það væri ekki létt verk að gera ísland óháð utanað- komandi happdrættisvinningum. Það mundi kosta hug- arfarsbyltingu, sem ekki er sjáanleg um þessar mundir. Jónas Kristjánsson Flóinn í fyrirrúmi en Kúrdar á hakanum Saddam Hussein íraksforseti hefur beitt her sínum til íhlutun- ar í innbyrðisátök andstæðra fylk- inga Kúrda á alþjóðlega yfirlýstu verndarsvæði þjóðarbrotsins í Norður-írak. í hefndarskyni hefur Bill Clinton Bandaríkjaforseti lát- ið skjóta 44 ílugskeytum á loft- vamastöðvar og fjarskiptastöðvar írakshers 600 kílómetrum sunnar og fært út einhliða svæðið í Suð- ur-írak sem íraska flughernum er bannað frá 32. breiddarbaug norð- ur að þeim 33., eöa í 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdad. Niðurstaðan af þessum leikjum í þráskák einvaldsins í Bagdad við hvern Bandaríkjaforsetann af öðr- um er sú í bráð að Kúrdar halda áfram að berjast innbyrðis og eru enn frekar en áður ofurseldir valdatafli stjóma íraks, írans og Tyrklands, sem kúga hver sinn hluta kúrdisku þjóðarinnar. Hins vegar hefur bandarískt hervald enn fært út kvíamar við botn Persaflóa, á olíuauðugasta svæði heims. Það hefur líka alltaf verið her- stjómarlegt markmið Bandaríkj- anna á þessum slóðum, fyrst með því að styðja íranskeisara tO mót- vægis við arabaríkin, síðan með því að liðsinna írak í stríðinu við íran eftir að klerkastjóm tók við af keisaranum í Teherean, og loks með Flóabardaga, eftir að Saddam Hussein ofmetnaðist og gerði sig líklegan til að ógna bandaríska bandamanninum og mesta olíu- framleiðanda heims, Saudi-Arab- íu, með hertöku Kúveit. Þá lét George Bush Bandaríkja- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson forseti hætta við hálfnað verk, stöðvaði sókn herja Bandamanna og lét meginher Saddams sleppa. Einvaldurinn gat því tekið til við að bæla niður með vanalegri grimmd uppreisnir þegna sinna, Kúrda í norðri og shiíta- múslíma í suðri. Almenningsálitið knúði þá trega Bandaríkjastjórn til að taka þátt í að koma upp vemdarsvæði fyrir Kúrda, en shiítar vom ofur- seldir Saddam, þrátt fyrir bann- svæðið við flugi íraska flughers- ins sunnan 32. breiddarbaugs. Ein ástæðan til að Bush lét ógn- arstjóm Saddams óáreitta eftir að her hans hafði verið hrakinn frá Kúveit er að valdhafar í Saudi-Ar- abíu óttast mjög hvað við tekur liðist miðstjómarvaldið í Bagdad í sundur. Þeir telja líklegast að þá skiptist írak í þrennt, svæði Kúrda í norðri, svæði súnnía- múslima um miðbik landsins og svæði shiíta í suðri. Það gæti svo hæglega komist undir áhrif trú- bræðra sinna í Iran, og það vilja Sádar sist af öllu. En þar að auki er Saddam, með mjög skertan hemaðarmátt en þó enn við völd í Bagdad, besta trygg- ingin sem Bandaríkjastjórn sér til að halda drottnunaraðstöðu sinni og hemaðarítökum á Persaflóa- svæðinu, því meðan svo sé telji smáríkin þar og þó sér í lagi Sádi- Arabía sig þurfa á bandarískum hlifiskildi að halda. Joseph Fitchett orðar þetta svo í Intemational Herald Tribune: „í víðara samhengi sögðu vest- rænir embættismenn - og stað- festu með því stefnu sem þeir ýja aldrei að opinberlega - að viðs- jámar sem nú ríkja við írak hafi herstjómarlega kosti, því þótt her- afli landsins megni ekki að ógna nágrannaríkjum í raun, standi þeim þó verulegur stuggur af hon- um.“ Því er bandaríska flugsvæðið við botn Persaflóa fært út þegar upp úr sýður í Kúrdistan 600 kíló- metmm norðar. Kúrdar mega nú sem fyrr sigla sinn sjó frá hnatt- rænu herstjórnarsjónarmiöi sem ríkir í bandaríska landvamaráðu- neytinu. Fréttamenn í Washington full- yrða að embættismenn utanríkis- ráðuneytisins hafl fyrir löngu séð fyrir hvert stefndi í iraska Kúr- distan, en aldrei fengið stuðning til að aðhafast neitt að gagni til að knýja Kúrdaforingjana Massoud Barzani og Jalal Talabani til að láta af ófriði milli flokka sinna og taka höndum saman í virkri sjálf- stjórn landshlutans. Upp úr sauð þegar Talabani leit- aði fulltingis klerkastjómar írans og fékk þaðan liðsinni sem nægði honum til að hrifsa höfuðstað íraska Kúrdistans af mönnum Barzani. Borgin varð svo orrustu- völlur írakshers og manna Tala- bani um síðustu helgi. Þeir svör- uðu meö því að svipta milljón borgarbúa vatni og rafmagni, og þegar þetta er ritað sækja menn Barzani að stöðvum sem ráða rás þessara lífsnauðsynja til borgar- innar. Fyrir hálfum öðrum mánuði sótti íransher inn í íraska Kúr- distan og réöst á búðir Kúrda á flótta frá íran. Nú ráðgera Tyrkir að hemema ræmu af irak með fram landamærunum til að herja á Kúrda á flótta undan eyðingar- hemaði Tyrklandshers í tyrk- neska Kúrdistan. Sigri hrósandi liösmenn Massoud Barzani á leið milli borganna Arbil og Salahadin í Kúrdistan. Símamynd Reuter skoðanir annarra Dole má ekki fá höggstað „Saddam Hussein forseti, sem byggir vald sitt í írak á byssustingjum og hetjuímyndardýrkun al- mennings, hefur sýnt og sannað að hann hefur enn áhrif á írösku landsvæði norðan 36. breiddargráðu. Tíminn fyrir aðgerðimar (gegn Kúrdum) var vel valinn. Saddam hélt að í skjóli kosningabaráttunn- ar í Bandaríkjunum fengi hann svigrúm til að koma sinu fram. Það gekk ekki alveg eftir en bandarísk stjómvöld voru ekki sein á sér að lýsa því yfir að herferð Saddams væri yfirstaðin. Bob Dole, kepp- inautur Clintons, mátti ekki fá höggstað á forsetan- um í kosningabaráttunni.“ Úr forustugrein Jyllands-Posten 3. september. Saddam ögrar „Stjómvöld í Bagdad em að ögra með því að fara yfir hernaðarlega markalínu sem þau hafa að mestu virt undanfarin fimm ár. Stjómin í Washington á að gera það ljóst að hún muni svara af hörku, ef DV með þarf. íraskur leiðtogi með lágmarksábyrgðar- tilfinningu mundi þá gefa eftir til að forða írösku þjóðinni frá frekari þjáningum. Saddam hefur, því miður, fallið áður á því prófi og kann að falla aft- ur.“ Úr forustugrein New York Times 3. september. Diplómatísk sókn gegn Bagdad „Margt bendir til að Saddam Hussein hafi að vel yfirlögðu ráði kosið að ögra Bill Clinton forseta á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Bæði Bandarikjunum og írak verður mætt með tor- tryggni af því að það er svo augljóst að bæði Clint- on og Saddam geta grætt pólitískt á nýju stríði. Það sem skiptir máli nú er hvemig tekið verður á írak í framtíðinni. Þess vegna veröur að fylgja þessum fyrstu hernaðaraðgerðum eftir með diplómatískri sókn gegn Bagdad.“ Úr forustugrein Aftenposten 4. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.