Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 19
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 sviðsljós 19 ★ ★ Aumingja Stefanía prinsessa Stefanía prinsessa af Mónakó á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Akkúrat þegar hin þrítuga prinsessa hafði fundið drauma- prinsinn, hafði verið tekin í sátt af fjölskyldunni og naut trausts hjóna- bands náðust vídeómyndir af hin- um 32 ára gamla eiginmanni henn- ar í keleríi við kabarettdömu á sundlaugarbarmi í Frakklandi. Það vakti mikla athygli þegar Stefanía á sínum tíma byrjaði að slá sér upp með lífverði sínum, Daniel Ducruet, sem Rainier fursti réð til fjölskyldunnar. Stefanía hitti hinn myndarlega og vöðvastælta Daniel árið 1991 sem þá var fráskilinn en bjó með annarri konu. Sú kona gekk með barn þeirra en Daniel yf- irgaf hana áður en barnið fæddist til að fara að búa með Stefaníu sem svo varð ófrísk eftir hann í byrjun árs 1992. Rainier fursti var alfarið á móti sambandinu. Stefanía og Daniel eignuðust fyrsta barn sitt í nóvember 1992, soninn Louis, og dótturina Pauiine í mai 1994. Rainier fursta fannst hann ekki getað staðið á því öllu lengur að hafa engin samskipti við fjöl- skylduna svo hann mætti í skímar- veislu Pauline í apríl 1995. í júlí sama ár voru Stefanía og Daniel svo gefm saman við látlausa athöfn og mætti Rainier þá einnig og hélt sennilega að dóttir hans hefði end- anlega fundið hamingjuna. Þegar fréttimar svo bárust um að Daniel væri farinn að halda við 26 ára gamla franska kabarettdans- mey, Fili Houteman, var þeim svar- að með algjörri þögn af hálfu fursta- tjölskyldunnar. Nokkrum dögum áður höfðu þau Stefanía og Daniel mætt á Rauða krossballið í Monte Carlo og litu út fyrir að vera yfir sig ástfangin og hamingjusöm. í ljós hefur nú komið að Fili hef- ur ekki verið langt undan þegar Daniel er annars vegar. Þegar Dani- el tók t.d. þátt í ralli í Belgíu í júlí vom bæði Fili og Stefania á staðn- um. Á meðan Stefanía var önnum kafm við að blanda orkudrykki fyr- ir eiginmann sinn fyrir keppnina voru teknar myndir af Fili með móður Daniels og ein af þeim sam- an þar sem Fili klappar laust á kinn Daniels og óskar honum góðs geng- is. Fyrram eiginkona Daniels, sú sem hann yfirgaf ófríska, sagði þetta ekki koma sér á óvart: „Þessi maður gerir bara það sem hann vill.“ Hún benti enn fremur á að hann hefði haldið fram hjá sér með Stefaníu þegar hún var barnshaf- andi. Alls birtust 26 litmyndir af þeim skötuhjúum, Daniel og Fili, í ítölsku blaöi nýlega og þessi er meö þeim saklausari. Það var unnusti Fili sem tók myndirnar. e osch Rafstöðvar 2,0 kW.....52.900,- 3,2 kW.....89.500,- 3,8 kW....148.000,- . Þjónustumiðstöð í iijarta borgarinnar B R Æ Ð U R N I R Lógmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Stefanía og Daniel giftu sig 1. júlí á síðasta ári viö látlausa athöfn í Monte Carlo-höllinni. TILB0ÐSB0K m a n a a r i n s Lífsnauðsynleg handb HiuvCio Kuvsu \s\.wu\s - OG ÓmvssaTvdi Yvawðbok Ivc'vc \o\ddva o^w^AavvVvvx Ný og aðgengileg handbók fyrir foreldra og uppalendur þar sem lýst er réttum viðbrögðum við hvers kyns slysum og annarri óvæntri neyð sem böm geta orðið fýrir. Ómissandi bók! Á ótrúlega gódu veröi! Fjórða hvert barn á aldrir 0-4 ára verður fyrir slysi SLYSAGILDRURN ERU MARGAR Á HEIMILINU ^’ rrúað því að t okkar "^' Tryggðu þér eintak í september. Frá 1. október kostar bókin 3.980 kr. VAKA HELGAFELL Hðnnun: Gunnar Steinþórsson / BOSCH / 09. 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.