Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 20
20 sumannyndasamkeppnin_________________________________
Sumarmyndasamkeppni DV og Kodakumboðsins:
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 DV
Urslitin ráðast nœstu
Úrslitin í sumarmyndasamkeppni
DV og Kodakumboðsins verða
kynnt í næsta Helgarblaði DV en
skilafresturinn er útrunninn. Dóm-
nefndin situr nú sveitt við að velja
bestu myndina úr þeim gífurlega
Qölda góðra mynda sem borist hafa
í keppnina.
Eins og ævinlega bárust okkur
fjölmargar skemmtilegar sumar-
myndir en undanfarnar vikur og
mánuði höfum við birt bestu mynd-
imar jafnóðum í Helgarblaðinu og
munu þær keppa til úrslita næstu
helgi. í dómnefnd sitja tveir ljós-
myndarar DV, þeir Gunnar V.
Andrésson og Brynjar Gauti Sveins-
son, og Halldór Sighvatsson frá
Kodakumboðinu.
Verðlaunin eru ekki af verri end-
anum; fyrir bestu innsendu sumcu--
myndina á Kodakfilmu fær verð-
launahaflnn flugmiða fyrir tvo með
Flugleiðum til Flórída. Einnig eru
veitt 2.-6. verðlaun. í 2. verðlaun er
Canon EOS 500, með 35-80 mm linsu,
að verðmæti 45.900 kr. Mjög full-
komin og jafnframt léttasta SLR
myndavélin á markaðnum.
{ 3. verðlaun er Canon Prima
Super 28 V, að verðmæti 33.900 kr„
mjög fullkomin myndavél með dag-
setningu. Og í 4. verðlaun er Canon
Prima Zoom Shot, að verðmæti
16.990 kr„ bæði hljóðlát og nett. 5.
verðlaun eru Canon prima AF-7, að
verðmæti 8.990 kr„ með sjáifvirkum
fókus, filmufærslu og flassi, og í 6.
verðlaun er Canon Prima Junior
DX, að verðmæti 5.990 kr„ með sjálf-
virkri fílmufærslu og flassi. Það er
því til mikils að vinna og um að
gera að fylgjast með úrslitunum í
næsta Helgarblaði DV en þar verður
verðlaunahöfunum jafnframt sagt
hvar þeir geti vitjað verðlaunanna.
-ingo
„Sumarást" gæti þessi mynd heitiö
sem tekin er í fallegu landslagi við
skemmtilegar aöstæður.
- dómnefnd situr nú að störfum og velur verðlaunamyndirnar
„Rebbi kannar bjargiö". Myndin er tekin á Hornbjargi.
„Komdu, ég skal sýna þér,“ gæti þessi mynd verið að segja, þegar land er
lagt undir fót og æskan leitar stuönings.
„Heljarstökk" heitir þessi mynd en hún var tekin við ræt-
ur Akrafjalls. Knapinn er Margrét Þóra á hestinum Funa.
Aftur til náttúrunnar. Þessi fallega mynd minnir okkur
einnig á aö við fæðumst nakin í þennan heim.
„Er ég ekki sæt?“ Andrea, þriggja ára, stillir sér upp fyr-
ir ókunnan Ijósmyndara í Mexíkó.
Hárþvottur. Myndin var tekin í
Stakkholtsgjá í Þórsmörk aðra helg-
ina í júií.
„Út vil ég“ heitir þessi skondna
mynd sem tekin var á Austfjörðum.
Wrangler
F». EYFELD
Laugavegi 65 - sími 551-9928
Wrangler
GAUABUXUR - JAKKAR - SKYRTUR - R0UR - PEYSUR - SXÓR