Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 28
Smáeyjan Scilly fyrir utan suður- strönd Englands er af mörgum talin hrein paradísareyja. Þar hafa marg- ir kunnir menn átt sumarhús. Ibúar eyjunnar eru hins vegar ekki marg- ir og lengi hefur það verið svo að þeir hafa sýnt samheldni og glæpir þar verið fáir. En þeir hafa þekkst, þótt langt hafi liðið milli þeirra. Árið 1825 myrti ungur bóndi syst- ur sína. Þau höfðu framið sifjaspell en þegar systirin varð ólétt og hót- aði að greina frá því hver faðirinn væri kostaði það hana líflð. Það tókst hins vegar að fletta ofan af at- hæfi bróðurins og hann var hengd- ur opinberlega, eins og þá var siður. Næsta sakamál, sem í frásögur hefur þótt færandi, er frá árinu 1977 og er ýmislegt líkt með málunum tveimur. Einn með barnahóp William Thomas Menheniott var fimmtiu og þriggja ára þegar málið sem tengist honum kom upp. Árið 1948 hafði hann kvænst Margaret Atkinson sem var tveimur árum yngri en hann. Þau eignuðust fimm börn; George, sem fæddist 1949, William, sem fæddist 1950, Eliza- beth, sem fæddist 1952, Margaret, sem fæddist 1956, og loks Stephen sem fæddist 1958. Eldri börnin fjögur voru öll heil- brigð og fengu góða menntun en Stephen var þroskaheftur. Það fór í taugarnar á föður hans. Uppeldi hans gekk þó nokkurn veginn eðli- lega meðan móðir hans lifði en hún lést 1970. Eftir það varð mikil breyt- ing á tilveru drengsins sem varð honum mjög þungbær eftir það. Allir á Scilly þekktu Thomas Menheniott eða Tom eins og hann var kallaður í daglegu tali. Hann var mjög skapstyggur og gat orðið æstur út af smámunum. En líkam- legir burðir hans og skapofsi höfðu í för með sér að fáir þorðu að mót- mæla honum og komst hann því upp með meiri hrottaskap en aðrir hefðu gert. Ljótir atburður Það hefur vakið nokkra athygli að sagan, sem hér er sögð, gerðist í „Hinum helga dal“ en svo nefnist dalverpið þar sem Menheniott-fjöl- skyldan átti heima. Elizabeth, þriðja elsta barnið, varð að þola það þegar hún var átta ára að faðir hennar færi að misnota hana kynferðislega. Þegar móðir hennar lést var Elizabeth orðin átján ára og varð hún þá að taka við hlutverki móður sinnar, bæði í eld- húsinu og hjónarúminu. George og William fluttust upp á fastalandið um leið og þeir voru orðnir nógu gamlir til að sjá sér far- borða. Og þegar Elizabeth var orðin tuttugu og þriggja ára, 1976, giftist hún ungum manni frá eyjunni, John Rayner, og stofnuðu þau heim- ili þar. Ári siðar giftist Margaret Roger Alwright og fluttust þau til Cornwall. Eftir þetta var Tom Menheniott einn á bænum með syninum Step- hen. Grunsemdir vakna í desember 1975 fór Elizabeth með Stephen, sem var þá orðinn sautján ára, til tannlæknis, Barrys Fares. Þegar hann leit upp í munn hans hristi hann höfuðið. Svo hafði hann orð á því að ungi maðurinn hlyti að hafa lent í hörðum slags- málum. Viðgerðin var umfangsmikil og gat Fares ekki lokið henni í fyrstu William Thomas Menheniott. heimsókn. Var því ákveðið að Stephen kæmi aftur í fyrstu viku janúar. Hann mætti hins vegar ekki og sendi tannlæknirinn þá bréf heim til hans. Hann fékk ekkert svar og fór þá á bæinn. Þar skýrði Tom Menheniott honum frá því að Stephen hefði farið upp á fastaland- ið í atvinnuleit. Barry Fares átti mjög erfitt með að trúa því að þroskaheftur piltur færi einn síns liðs í slíka ferð. Tann- læknirinn sneri sér því til lögregl- unnar og sagði að sér fyndist sagan ótrúleg. Lögreglan á Scilly, þar sem allir þekktu alla, var sama sinnis. Voru menn sendir til Toms Menheniott en hann sagði sömu sögu og hann hafði sagt Fares, Stephen hefði farið upp á fastalandið í atvinnuleit. Lög- reglumennimir trúðu ekki sögunni frekar en fyrr og var nú haft sam- band við lögregluna í Cornwall og leit hafin að Stephen. Hún bar hins vegar engan árangur, hvorki þar né annars staðar. Þá tókst ekki að finna neinn sem hafði séð Stephen á ferjunni sem gengur til Scilly. Flett ofan af misnotkun Þegar hér var komið sögu hafði Elizbeth flust frá Cornwall. Hún og maður hennar yfirgáfu eyjuna í maí 1977 og sagði hún honum þá allt af létta um það sem hún hafði orðið að þola af föður sínum meðan hún var í heimahúsum. Manni hennar brá mjög en kvaðst myndu veita konu sinni allan þann styrk sem hann mætti. Hann lagði hins vegar fast að henni að fara til lögreglunnar og skýra frá reynslu sinni. Morguninn eftir fór Elizabeth á lögreglustöðina í smábænum Red- ruth þar sem þau hjón bjuggu. Frá- sögn hennar var þegar send lögregl- unni á Scilly og voru þá sex kröftug- ustu lögregluþjónar á eyjunni send- ir til að handtaka Tom Menheniott. Var hann síðan settur í gæsluvarð- hald. Þegar faðir hennar var kominn á bak við lás og slá fór Elizabeth með lögreglunni á stað nærri bænum sem hún var alin upp á. Þar fannst Margaret. lík Stephens í jörðu. Var ljóst að hann hafði dáið eftir að hafa fengið þrjú þung höfuðhögg. Þá hafði hann verið handleggsbrotinn, auk þess sem tennur höfðu verið slegnar úr honum. Höfðu réttarlæknar orð á að það væri líkast því að pilturinn hefði orðið fyrir árás óargadýrs. Daglegar barsmiðar Fyrstu vitnisburðir í málinu voru teknir í ágúst 1977 í ráðhúsinu í St. Mary, þar eð hentugra húsnæði var ekki fyrir hendi. Loks þorði fólk á eyjunni að segja það sem það vissi, því það þurfti ekki að óttast Tom, þar eð hann var á bak við lás og slá. Yngsta dóttir hans, Margar- et, sagði þá meðal annars svo frá: „Pabbi varð mjög reiður ef Steph- en skildi ekki þær skipanir sem hann gaf honum. Þá fór hann að berja hann með berum hnefunum og dytti Stephen sparkaði hann í hann. Þá sá ég hann oft slá hann með köplum af því tagi sem festir eru við rafgeyma i bílum eða þá skrúflyklum." „Hve oft kom þetta fyrir?“ spurði saksóknarinn. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þegar hann lúskraði ekki á Stephen," var svarið. Elizabeth skýrði svo frá því að oft hefði þurft að hjálpa Stephen i rúm- ið eftir þá meðferð sem hann fékk en aldrei hefði mátt kalla á lækni. Sagði hún fóður þeirra hafa sagt að ef það yrði gert hlytist verra af og sá eða sú sem leitaði til lögreglunnar myndi gjalda fyrir með lífinu. „Ég var allt of hrædd til að segja nokkuð við nokkurn," sagði Eliza- beth siðan. Afdrifaríkur dagur „Hvað gerðist daginn sem bróðir þinn dó?“ spurði saksóknarinn nú Elizabeth. „Það gerðist i fyrstu viku janúar 1976,“ svaraði hún. „Ég var þá heima og hugsaði um Stephen og föður minn. Hann hafði af einhverj- um ástæðum reiðst Stephen og hafði hann bundinn allan daginn svo hann fékk hvorki vott né þurrt. Þegar böndin voru leyst gat hann ekki staðið og þá varð faðir minn svo reiður að hann greip járnrör og fór að berja hann. Loks kastaði hann rörinu frá sér í æðiskasti og tók stóran skrúflykil og sló Stephen með honum. Mig langaði að hlaupa burt en þorði það ekki þvi ég óttað- ist að hann myndi hlaupa á eftir mér, ná mér og berja mig líka.“ Þegar Tom Menheniott sá að son- ur hans var dáinn neyddi hann Elizabeth til að hjálpa sér með líkið út að jaðri jarðarinnar þar sem hann gróf það. Var þá komið myrk- ur og varð Elizabeth að halda á lukt meðan faðir hennar kom líkinu af bróður hennar í jörðina. Hótaði hann henni því að hún fengi sömu útreið ef hún segði hvað gerst hafði. Hin börnin báru nú vitni um grimmd föðurins og einn eyjarbúa, William Hall, skýrði frá því að hann hefði komið heim til Toms Men- heniott og séð Stephen bundinn. Var það daginn sem hann var myrt- ur. Kvaðst Hall ekki hafa þorað að spyrja neins af ótta við að verða barinn. I fangelsi í september 1977 kom William Thomas Menheniott fyrir sakadóm í Bodmin i Comwall til að svara fyr- ir ákæru um misþyrmingar og morð á yngsta bami sínu, Stephen, og kynferðislega misnotkun á elstu dóttur sinni frá átta ára aldri. Menheniott var sakfelldur og fékk tuttugu ára fangelsisdóm og var sérstaklega tekið fram að hann myndi ekki geta sótt um reynslu- lausn. Tom Menheniott hefði átt að fá frelsið í ár og lengi vel spurðu margir sem til þekktu hvort börn hans myndu fyrirgefa honum þegar hann yrði látinn laus. Við þeirri spurningu fékkst þó aldrei svar. Ör- lögin sáu til þess því hann dó í fang- elsinu. Málsins er enn minnst á Scilly því sakamál eru þar fá. Menn hugga sig við þá staðreynd og benda á að 152 ár hafi liðið milli fyrsta og ann- ars morðsins i sögu eyjunnar og því sé þess næsta ef til vill ekki að vænta fyrir en eftir 130 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.