Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 32
32 fólk LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 41 fólk Áhuga á módelstörfum Auðunn Hermannsson er 21 árs Reykvíkingur. Hann er 186 cm á hæð. Áhugamál Auð- uns snúast aðallega um knatt- spyrnu. Hann hefur mikinn áhuga á því að æfa líkamann. í framtíðinni langar hann til þess að vera viðriðinn versl- unarrekstur. Að auki hefur hann áhuga á að starfa sem módel á erlendri grund. Góðir bflar Egill Snær Þorsteinsson keppir fyrir Austurland en hann er frá Fellabæ. Egill er 22 ára gamall og 181 cm á hæð. Hann er í námi í húsasmíði viö Iðnskólann í Reykjavík. Alþjóðasamskipti Högni Auðunsson er Kópa- vogsbúi, hann er nitján ára og 181 cm á hæð. Högni er í al- þjóðlegum samskiptum í Cl- ark University. Hann hefur mestan áhuga á skíðaíþrótt- inni og tónlist. Langar í lögfræði Árni Hjaltason er ættaður úr Hrunamannahrepp, hann er 22 ára gamall og 183 cm á hæð. Ámi starfar sem snún- ingspiltur hjá kaffihúsinu Út- laganum. Hann áformar að klára lögfræðina í framtíðinni og áhugamál hans era marg- vísleg. Ferðamannaskóli lokkar Brynjar Logi Þórisson er 22ja ára Hafnfirðingur, 180 cm á hæð. Brynjar er þjónn á Svarta kaffi. Áhugamál hans snúast um knattspyrnu, keilu, billiard, bíó og skemmtanir. Hann dreymir um að fara j ferðamannaskóla og læra fleiri tungumál að auki. Spennandi ævintýri Gunnar Ómarsson er 26 ára Reykvíkingur, 181 cm á hæð. Hann er nemi í rafvirkjun hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Gunnar hefur áhuga á bridge, góðum bókum, lífinu, tónlist og spennandi ævintýrum. Hann stefnir að þvi að öðlast sem mestan lærdóm út úr flestu sem lífið býður honum upp á. Óákveðinn í framtíðinni Hálfdán Kristjánsson er nítján ára Hafnfirðingur, 186 cm á hæð. Hálfdán starfar núna sem ræstitæknir. Hann hefur áhuga á bókum, útiveru og ýmsu fleiru en segist óá- kveðinn um hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Langar að læra flug Hrafnkell Markús- son er nítján ára Reykvikingur, 185 cm á hæð. Hrafnkell er nemi í dúklagningum. Hann hefur mestan áhuga á íþróttum, veiðum og tónlist. í framtíðinni langar Hrafnkel til þess að læra flug. Atvinnumaður í knattspyrnu Jakob Már Jónharðsson er frá Keflavík, 25 ára og 182 cm á hæð. Jakob starfar við fersk- fiskútflutning. Hann hefur mestan áhuga á knattspymu og öðrum íþróttum. Jakob stefnir á atvinnumennsku í knattspymu. Langar í læknisfræði Jónas Gunnþór Jónsson var kosinn herra Suðurland en hann er 22 ára Hvergerðingur. Jónas Þór er 195 cm á hæð. Jónas Gunnþór starfar við að keyra út vörur og bakar pits- ur. Helstu áhugamál hans eru íþróttir og skemmtanir. Hann dreymir helst um að ljúka læknisfræði. Tuttugu strákar keppa um titilinn Herra Island: „Ég sé um gönguþjálfun strákanna og það sem lýtur að ytra útliti keppninnar. Þeir æfa hjá mér á hverjum degi frá 17-24,“ segir Alma Ámadóttir stílisti. Alma þjálfar þá tuttugu keppendur sem taka þátt í keppn- inni um Herra ísland fóstudaginn 13. september. Fegurðarsam- keppni íslands i eigu Ólafs Laufdals heldur fegurðarsamkeppni karla á Hótel íslandi. Tuttugu strákar berjast um titilinn Herra ísland og eru þeir við stífar æfingar undir styrkri stjóm Ölmu. Hún segist kenna strákunum að koma fram og innifalið í því sé eins konar leikþjálfun. Það þýöir þó ekki að þeir komi ekki fram sem þeir sjálfir. Ölmu þykir mjög gott að starfa með strákunum og að vissu leyti sé það auðveldara heldur en að vinna með stelpunum. Á einhvern hátt eru strákarnir afslappaðri og taka kannski létt- ara á keppninni. Þeir eru að þessu að miklu leyti sér til gam- ans en standa sig mjög vel við æfingarnar. „Ég þarf að kenna strákunum að nýta sem best það sem þeir hafa til að bera. Útgeislun þeirra er mjög mikilvæg í svona keppni og hún verður að ná til áhorfendanna. Það er ekki nóg að vera sætur ef ekki er gert sem mest úr því,“ segir Alma. Til mikils er að vinna því sigurvegarinn fer í tólf daga ferða- lag um Skandinavíu og tekur þátt i keppninni Herra Evrópa sem haldin verður í Kaupmannahöfn 26. október. Hann fær auk þess sérsmíðaðan sprota sem Jens guflsmiður hefur smíð- að fyrir keppnina, sérsmíðaðan hring frá Jens, Guess gullúr frá Leonard í Kringlunni, árskort í líkamsrækt hjá World Class, fataúttekt frá Herrunum að eigin vali, gjafakort frá Face í Kringlunni, gjafapakka frá Hár- Class og ljósakort frá Sól- baðsstofu Grafarvogs. Veitt verða verðlaun fyrir Herra ísland 1996, annað og þriðja sætið. Einnig verður kosinn vinsælasti herrann 1996, herra Armani 1996 og ljósmyndafyrirsætan 1996. í dómnefndinni sitja Sigríður Sigurðardóttir, markaðsstjóri DV, Hrafn Friðbjörnsson, eigandi Stúdíó Ágústu og Hrafns, Ás- dís Höskuldsdóttir frá Stöð 3, Unnur Steinsson, fyrrum fegurð- ardrottning íslands og formaður dómnefndar, Þórarinn J. Magnússon, ritstjóri Vikunnar og Mannlifs, Silja Áflansdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Vesturlands, og Björn Leifsson, eigandi World Class. Keppniskvöldið munu í kring- um 80 manns starfa að keppninni. Keppnina styrkja DV, Sólbaðsstofan Grafarvogi, Herrarnir, Face, World Class og Hár Class. Myndarlegir karlmenn sem keppa um titilinn Herra ísiand. Þeir eru allir klæddir í gallabuxur frá Armani og Stevens „boxer“-buxur. DV-myndir Pjetur Læra meira Kristján Sævarsson er 26 ára gamall, frá Ólafsvík. Krist- ján er 181 cm á hæð. Hann nemur málaraiðn við Iðnskól- ann í Reykjavík. Hann hefur mestan áhuga á þoffimi og vill læra meira í framtíðinni. Stefnir á arkitektinn Magnús Gíslason er 22 ára Reykvíkingur, 189 cm á hæð. Hann er sölumaður og stefnir á að læra arkitektúr i Banda- ríkjunum. Magnús hefur mestan áhuga á tónlist, kvik- myndum, íþróttum og alls kyns afþreyingu og skemmt- unum. Stefnir að menntun Sigurður Jóelsson er 18 ára Vestmannaeyingur. Sigurður er 187 cm á hæð. Hann stund- ar nám á náttúrufræðibraut í FB. Sigurður hefur mestan áhuga á íþróttum og skemmt- unum. Hann stefnir aö mennt- un í framtíðinni. íþróttaskóli í Bandaríkjunum Þór Jósefsson er 23 ára Reykvíkingur. Hann er 183 cm á hæð og starfar sem rekstrar- stjóri hjá Pizzahöllinni. Þór hefur mikinn áhuga á íþrótt- um og útiveru. Hann er út- skrifaður stúdent og segir frekara nám koma til greina. Helst hefur hann áhuga á íþróttaskóla í Bandaríkjun- um. Flug og laxveiði Sveinbjöm Snorri Grétars- son er 20 ára Reykvíkingur sem er 185 cm á hæð. Hann starfar hjá Flugleiðum og er jafnframt því í flugnámi. Að- aláhugamál Stefáns er flugið, laxveiði og íþróttir. Hann stefnir að því að klára flug- námið og verða atvinnuflug- maður. Sjá heiminn Sigurbjörn Jónsson er 21 árs Hafnfirðingur. Hann er 182 cm á hæð. Sigurbjörn er nemi við Háskóla íslands. Hann hefur mestan áhuga á austurlenskri menningu og bardagalistum. í framtíðinni hyggur hann á störf innan heilsugæslunnar. Hann ætlar einnig að nota tímann til þess að sjá sem mest af heiminum. Út í heim Stefán Ingimar Brynjarsson er 21 árs Reykvíkingur. Hann er 186 cm á hæð. Stefán starfar í matvælaiðnaði og áhugamál hans snú- ast um náttúruna og umhverfisvernd. Stefáni langar út í heim til þess að vera þar í framtíð- inni. Grafísk hönnun Unnar Erlingsson er 24 ára Hafnfirðingur. Hann er 190 cm á hæð. Unnar starfar í Hagkaupi í Kringlunni. Hann hefur áhuga á íþróttum, flugi, stangaveiði og tölvum. Hann stefnir að þvi að klára flug- nám og læra einhverja hönn- un. Eignast fjölskyldu Stefán Gísli Örlygsson er 22 ára Akurnesingur. Hann starfar sem trésmiður og er jafnframt nemi á tæknibraut. Stefán hefur mestan áhuga á veiði, úti- veru og íþróttum. Hann stefnir að því að klára nám- ið og eignast fjölskyldu í framtíðinni. Vill verða gamall Vilberg Ingi Kristjánsson er tvítugur strákur frá Ólafsvík. Hann var jafnframt kjörinn Herra Vesturland. Vilberg er 183 cm á hæð. Hann er að læra til pípara og hefur mest- an áhuga á knattspymu. Vil- berg stefnir að því að verða gamall. -em I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.