Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Qupperneq 42
50
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 DV
lönd
Saddam Hussein íraksforseti var
samur við sig þegar hann brást við
flugskeytaárásum bandaríska hers-
ins í vikunni, fullur gorgeirs og hót-
ana í garð Bandaríkjanna. Með loft-
árásunum vildi Clinton Bandaríkja-
forseti refsa Saddam fyrir herfór
hans inn á svæði Kúrda í norður-
hluta landsins.
Saddam hefur nú deilt og drottnað
í írak í sautján ár. Hin síðari ár hef-
ur hann orðið æ aðþrengdari en hins
vegar ríkir djúpstæður ágreiningur
meðal andstæðinga hans heima fyr-
Efnahagurinn í rúst
og börnin hungruð
Þegar Saddam komst til valda árið
1979 var írak voldugt og virt ríki
sem var að byrja að láta að sér kveða
sem eitt helsta ríki síns heimshluta.
En nú, sautján árum síðar, er öldin
önnur. Efnahagur landsins er í mol-
um eftir sex ára refsiaðgerðir Sam-
einuðu þjóðanna, barnadauði er
mikill og tjöldi bama gengur hungr-
aður til náða á hverju kvöldi, há-
skólakennarar drýgja tekjumar með
því að aka leigubílum og lögum og
reglu í samfélaginu er viðhaldið i
skugga harðneskjulegra refsinga. Á
meðan þessu fer fram situr Saddam
bara einangraður frá öllu og öllum í
glæsihöllum sínum.
Áform hans um að smíða öflug
þeim vettvangi var undirritun hins
örlagaríka Alsírsamkomulags, sem
svo er kallað, árið 1975. Samkvæmt
því afsöluðu írakar sér hluta yfir-
ráða sinna yfrr Shatt al-Arab-vatna-
leiðinni til Irana sem á móti hétu því
að láta af stuðningi sínum við upp-
reisn Kúrda.
Þegar Egyptar rufu samstöðuna
meðal arabaþjóða og gerðu friðar-
samkomulag við ísraelsmenn árið
Fréttaljós
á laugardegi
1979 leit Saddam á það sem kjörið
tækifæri fyrir íraka til að taka við
forustuhlutverkinu meðal araba-
þjóðanna.
Klerkabyltingin i íran síðar sama
ár var í senn til bölvunar og blessun-
ar fyrir íraka. Þjóðfélagsólgan veikti
stöðu írans en um leið hafði Saddam
af því þungar áhyggjur að róttækni
sjítamúslímanna í íran myndi höfða
til trúbræðra þeirra í írak en sjítar
eru þar í meirihluta.
I
Saddam Hussein hefur séð til þess að myndir af hooum eru á hverju strái. Þessir ungu Irakar fóru með mynd á völl-
inn þegar íraska knattspyrnuliðið keppti um að komast á Ólympíuleikana fyrr á árinu. Það dugði þó ekki til.
Samkomulagið
að engu ha
í september 1980, þegar írakar og
íranar höfðu vikum saman skipst á
skotum yfir landamærin við Shatt
al-Arab, reif Saddam Alsírsamkomu-
Saddam Hussein Iraksforseti fákk enn á ný að finna fyrir refsivendi Bandaríkjanna:
Æ aðþrengdari og einangr-
aðri eftir 17 ár á valdastóli
Saddam Hussein í faðmi fjölskyldunnar. Með honum eru m.a. tengdasynirnir tveir sem hann, eða
aðrir nátengdir honum, lét drepa þegar þeir sneru heim eftir hálfmisheppnaðan landflótta og út-
legð í Jórdaníu. Símamyndir Reuter
vopn, þar á meðal hina illræmdu „dómsdags-
< byssu“, hafa öll farið út um þúfur og eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna fara nú yfir gögn
sem sanna að íraski forsetinn hafi ætlað að
láta smíða kjarnorkusprengjur með hraði. Þá
hafði hann í hyggju að láta smíða langdræg
flugskeyti og búa til efnavopn sem hefðu get-
að þurrkað út mikinn fjölda manna í einu vet-
• fangi.
Allt frá því Persaflóastríðinu um Kúveit
lauk árið 1991, þegar Saddam hótaði að stofna
til „móður allra orrusta", hefur hann ekki
stigið fæti út fyrir Irak og hann kemur afar
sjaldan fram opinberlega.
Hver er sinnar gæfu smiður
Gagnrýnisraddir segja að hann geti sjálfum
sér um kennt hversu einangraður hann sé
orðinn á alþjóðavettvangi, einkum vegna dýr-
keyptra ævintýra utanlands sem hafa endað
með ósköpum. Fyrst var það innrásin í íran
árið 1980 og tíu árum síðar innrásin í Kúveit.
En hann hefur þraukað í rúm sex ár eftir að
samfélag þjóðanna hóf að beita írak refsiað-
gerðum vegna innrásarinnar í Kúveit. írökum
hefur m.a. verið meinað að flytja út olíu,
helstu tekjulind þjóðarinnar á árum áður.
I ágúst í fyrra virtist sem Saddam væri að
missa tökin á valdataumunum þegar tveir
„ tengdasynir hans, bræðurnir Hussein og
Saddam Kamal, sem höfðu verið í innsta
hring valdaklíkunnar í Bagdad, flýðu til
Jórdaníu með fjölskyldum sínum. Þar sögðu
þeir sögur af illdeilum innan fjölskyldunnar,
grimmdarlegum pyntingum og hvemig vopna-
eftirlitsmenn SÞ vora vísvitandi blekktir. En
tengdasynimir megnuðu ekki að æsa til upp-
reisnar gegn Saddam. Sex mánuðum eftir
flóttann sneru þeir svo aftur heim og ætluðu
að leita fyrirgefningar tengdapabba. Þeir
höfðu þó ekki fyrr stigið fæti aftur á fóstur-
jörðina en þeir voru drepnir. Stjómvöld segja
að reiðir ættingjar þeirra hafi verið þar að
verki.
Saddam og ráðgjafar hans svöruðu land-
flótta tengdasonanna með því að boða til þjóð-
aratkvæðis um forsetaembættið í október á
síðasta ári. Saddam sigraði þar með miklum
yfirburðum, fékk rúmlega 99 prósent greiddra
atkvæða.
r
I fóstur til frænda
Saddam Hussein fæddist 28. apríl 1937 í
þorpinu al-Awja, skammt frá bænum Tikrit
sem er 150 kílómetra norður af höfuðborginni
Bagdad. Faðir hans lést níu mánuðum síðar
og fór sveinninn ungi þá í fóstur til föðurbróð-
ur síns. Saddam hóf afskipti af stjórnmálum
þegar á unglingsaldri og aðeins sextán ára var
hann kominn upp á kant við lögreglu kon-
ungsveldisins, sem Irak var á þeim tíma,
vegna þessa.
Árið 1955, þegar Saddam var átján ára, flutt-
ist hann til Bagdad þar sem hann gerðist virk-
ur í stjómmálabaráttu námsmanna. Ári síðar
tók hann þátt í uppreisn gegn konungi lands-
ins, sem var hallur undir Bretland, og gerðist
ákafur liðsmaður Baath- flokksins.
Þegar konunginum hafði verið velt úr sessi
árið 1959 tók Saddam þátt í tilraun til að ráða
forseta landsins, Abdel-Karim Kassem, af dög-
um. Upp komst um ráðabruggið og flýði Sadd-
am til Egyptalands og síðan til Sýrlands.
Hann sneri aftur til Bagdad þegar Baath-flokk-
urinn hafði komist til valda eftir valdatöku
hersins árið 1963. Níu mánuðum síðar lagði
Saddam hins vegar enn einu sinni á flótta, eft-
ir að stjórn Baath-flokksins hafði verið steypt
af stóli. I þetta sinn var hann gómaður og
hnepptur í fangelsi þar sem hann mátti dúsa
til ársins 1966. Hann hélt áfram baráttunni
gegn stjórn landsins og lagði síðan sitt af
mörkum við undirbúning valdaránsins 17. júlí
1968, þegar Baath- flokkurinn komst til valda
á ný.
Saddam á bak við tjöldin
Saddam gerðist varaformaður byltingar-
ráðsins og ekki leið á löngu áður en ljóst þótti
að hann væri aðalmaðurinn á bak við tjöldin
og sá sem hefði tögl og hagldir. Forseti lands-
ins, Ahmed Hassan ai- Bakr, var heilsuveill og
árið 1979 kom að því að Saddam tók við af
honum.
Sadam hafði þó áður haft nokkur afskipti af
alþjóðamálum en eitt fyrsta stóra verk hans á
lagið í tætlur og hóf leiftursókn inn í íran sem
virðist hafa haft það að markmiði að ná olíu-
héraðinu Khozistan á sitt vald. íbúar héraðs-
ins eru flestir af arabískum uppruna en það
era íranar ekki.
En Saddam hafði illilega vanmetið styrk og
þrautseigju íranskrar þjóðernisstefnu. Eftir
átta ára stríð sem hann átti aldrei möguleika
á að vinna samdi hann um vopnahlé við
írana. írakar voru þá skuldum vafðir. Það
vora auðugu olíuríkin við Persaflóann sem
höfðu séð þeim fyrir ijármagni í stríðsrekstur-
inn. Saddam þurfti algjörlega að reiða sig á
tekjur af olíuframleiðslunni til að endurreisa
landið og til að standa undir vopnasmíðaáætl-
unum sínum.
Skuldirnar, þörfin fyrir hærra olíuverð, svo
og sú trú Saddams að hið olíuauðuga smáríki
Kúveit yrði honum auðveld bráð, leiddu til
þess að írakar lögðu út í hörmulegasta ævin-
týri sitt til þessa.
Smánarförin til Kúveits
íraskir skriðdrekar fóru inn i Kúveit þann
2. ágúst 1990. Allir vita hvernig því ævintýri
lauk.
Mörg hundruð þúsund hermenn frá Banda-
ríkjunum og bandamönnum þeirra streymdu
inn til Sádi- Arabíu til að reyna að fá Saddam
til að kalla hersveitir sínar heim. Hann
stólaði hins vegar á klofning meðal vestrænu
ríkjanna, á ótta bandarískra stjómvalda við
mikið mannfall, á uppþot í arabaríkjunum og
loks batt hann miklar vonir við að Scudflaug-
ar hans yrðu til þess að draga ísraelsmenn
inn í átökin. Og þegar átökin loks hófust stóð
landhernaðurinn aðeins í tæpar eitt hundrað
klukkustundir. Leifar iraska hersins átauluð-
ust heim og sjítar í suðri og Kúrdar í norðri
gerðu uppreisn.
Hersveitir vesturveldanna komu í veg fyrir
að stjórnvöld í Bagdad næðu aftur yfirráðum
í héruðum Kúrda i norðri og i suðri, þar sem
flugbannssvæðið hefur nú verið stækkað, er
íröskum flugvélum meinað að fljúga en
bandamenn senda sínar vélar á loft til að
fylgjast með liðsflutningum íraka.
Saddam gekk að eiga frænku sína, Sajidu
Tolfah, árið 1963 og þau eignuðust tvo syni og
þrjár dætur. Eldri sonurinn, Uday, hefur ver-
ið mikið í sviðsljósinu aö undanförnu. Hann
er umsvifamikill og farsæll kaupsýslumaður,
vemdari íþróttasamtaka og yflrmaður útgáfu-
og sjónvarpsveldis. Byggt á Reuter