Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 43
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
51
Þvingaður í úrskurð um 75% örorku vegna atvinnuleysis:
Þrotlaus barátta í endurhæfingu
- segir Ólafur Þór Ólafsson sem slasaðist í bílslysi árið 1975
„Ég elska mannkynið en ég var
hálfþartinn þvingaður til þess að fá
mig úrskurðaðan 75% öryrkja og
þar með óstarfhæfan til þess aö geta
séð fyrir fjölskyldunni," segir Ólaf-
ur Þór ÓMsson sem nýlega hefur
geflð út bók um líf sitt síðan hann
lenti í alvarlegu bílslysi árið 1975 í
Grímsnesi. Ólafur Þór segir frá lífs-
reynslu sinni af þessu hörmulega
slysi sem hann lenti í ásamt þremur
kunningjum og vinum. í slysinu lést
besti vinur Ólafs og annar kunningi
hans líka og þurfti hann að berjast
við samviskubitið lengi vel þar sem
hann hafði ekið bilnum undir áhrif-
um áfengis. Bókin fjallar um bar-
áttu hans við að fóta sig í samfélag-
inu á ný eftir þrotlausa endurhæf-
ingu.
Ólafur barðist við að læra að tala
og ganga upp á nýtt á Grensási þar
sem hann var í fjóra mánuði. Eftir
útskriftina þaðan kom hann sér í
þjálfún með því að hlaupa og synda
en það gekk ekki átakalaust fyrir
orðinn vanur því að vera hafnað
hér á landi. Ólafi tókst aö fá styrk
til þess að kynna sér atvinnumál
fatlaðra í Englandi og gerði hann
það.
Konan stóð með mér
„Konan mín hefur staðið með
mér í gegnum súrt og sætt en hún
var nítján ára þegar hún kom til ís-
lands til þess að vera með mér eftir
slysið. Ég var þá slefandi og skjálf-
andi. Foreldrar hennar voru ekki
mjög hrifnir af því að hún tæki sam-
an við mig en við vorum kærustu-
par á Laugavatni í fjóra mánuði fyr-
ir slysið. Ég gerði mér enga hug-
mynd um hversu mikið hugrekki
hún sýndi þegar hún lagði öll áform
sin á hilluna og tók að sér umönnun
á þessum fatlaða einstaklingi sem
ég var,“ segir Ólafur.
„Ég var ógurlega feiminn áður en
ég ég ákvað að kveðja feimnina þeg-
ar ég lá á Grensási. Það var óþol-
andi að vera svona feiminn. Ég vildi
Ólafur Þór Eiríksson ásamt syni sínum, Daníel Hrafni, 6 ára, og vini Daníels,
Jóhannesi Daöa Jóhannessyni.
sig og þrótturiim var litill. Þrátt fyr-
ir fotlun sína tókst honum að kom-
ast í gegnum Kennaraháskóla ís-
lands en kennslan átti ekki eftir að
liggja fyrir honum.
Annað slys í frystihúsi
„Lengi vel kunni ég ekki við að
láta gera örorkumat á mér. Ég
reyndi að halda áfram í vinnu þrátt
fyrir að ég væri þreyttur á kvöldin.
Ég vann fulla vinnu í fiski þegar
ljóst var að drafandi málfar mitt og
fotlun hentuðu ekki vel í kennslu,“
segir Ólafúr.
Ólafur lenti í öðru slysi árið 1984
en þá var keyrt á hann á lyftara og
fór það illa með vinstri fót hans.
Hann hefur eftir lyftaraslysið haft
stöðuga verki í lærinu sem ágerðust
í köldu veðri. Einnig fær hann
mikla og sára stingi í lærið þegar
það verður fyrir snertingu.
„Þegar ég lenti í seinna slysinu
1984 vorum við nýbúin að kaupa
okkur íbúð og fór að harðna á daln-
um og peningamir að minnka. Ég
fékk hvergi vinnu en sótti um víða.
Ég átti metið í umsóknum þegar ég
vann hjá vellinum en ég virtist
allM klúðra viðtölunum í lokin. Ég
missti starfið sem ég fékk við at-
vinnuleit fatlaðra á Suðumesjum
árið 1986. Það var lagt niður og í
staðinn var opnuð Hæfingarstöð
fyrir fatlaða eða verndaður vinnu-
staður," segir Ólafúr.
Hann segist lengi hafa barist fyr-
ir Hæfingarstöð fatlaðra en ekki
fengið vinnu þar þegar stöðin varð
að veruleika. Hann segir að hann sé
ekki þurfa að líta yfir farinn veg og
uppgötva að ég hefði ekki gert ýmsa
hluti vegna þess að ég væri svo
feiminn. Feimnar persónur verða
oft einmana," segir Ólafur.
Ólafur er ekki í fastri vinnu því
honum hefúr gengið illa að fá vinnu
vegna fotlunar sinnar. Hann keyrir
nú um landið og kynnir bókina sína
fyrst um sinn en dreymir mn að
geta snúið sér alfarið að skriftmn.
Hann sér einnig um heimilið en
hann á konu og þrjá stráka, tvítug-
an, fimmtán ára og sjö ára.
„Ég á yndisleg böm og konu sem
gefa lífinu gildi. Elsti strákurinn
reynir að hjálpa til eins og hann get-
ur. Hann semur tölvutónlist sem
heillar mig upp úr skónum. Ég hef
verið að reyna að hjálpa honum við
að koma tónlistinni á framfæri,"
segir Ólafur.
Ólafur hugsaði ekki mikið um að
konan hans hefði fómað sér fyrir
hann til að byrja með en nú er hann
afar þakklátur henni fyrir stuðning-
inn.
Æfingarnar hjálpa
„Það er kannski lán í óláni fyrir
mig að ég hef verið svona mikið at-
vinnulaus því til þess að drepast
ekki úr leiðindum hef ég notað tím-
ann til þess að hreyfa mig. Ég hef
hjólað mikið, synt og gert armbeygj-
ur. Atvinnulausir mega alls ekki
liggja bara í leti,“ segir Ólafur.
Ólafur segist ekki taka neitt al-
varlega og sé það kannski hans
helsti gaUi. Hann segist vera Ms-
vert fljótfær eftir slysið en það sé
kannski heilabilun segir hann.
Hann segist finna að á þeim stöðv-
um sé ekki allt eins og það var áður.
„Mér finnst ég ekki vera öryrki
en ég hef eignast hús með herkjum
og með því að fara sparlega með.
Peningunum er ekki eytt í vín eða
sígarettur. Ég get gert flest sem aðr-
ir geta, málað húsið, lagt parkett,
flísar og fleira. Það er ótrúlegt að
fatlaður maður skuli geta gert þetta
allt. Mig langar til þess að fá ein-
hverja vinnu, geta gert hvað sem er,
en mest langar mig til þess að leggja
fyrir mig skriftir. Ég byrjaði á
skáldsögu áður en ég skrifaði
reynslusögu mina. Hún fjallar um
fólk sem hefur horfið og ég tengi
það geimverum. Mig dreymdi sög-
una á hverri nóttu og skrifaði hana
þegar ég vaknaði upp á nóttunni,“
segir Ólafur. '
-em
A L L A
Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga
og fullorðna. Byrjendur og framhald.
(amkvæmúdansar ■ Rokk ■ Kántnj ■ Gömludamamir
Hópæf inyar með dan< kennara
ffifinyaaðftaða
(kemmtileytfólk
Félaytftarf
Innritun og upplýsingar
1.-10. sept. kl. 10.00-23.00
ísíma 564 -1111
Ath. opið hús á
laugardagskvöldum
Faýme«K$£a ífyrfKrxMÍ
' . DflnSSKÓLI
\ Siaurðar Hákonar
Sigurðar Hákonarsonar
Dansfélagið Hvönn
^^uðbrekku 17 - Kópavogi
/ ..
Karatefélag Reykjavíkur
Sundlaugarhúsinu í Laugardal
KARATE - KARATE - KARATE
Æfid karate hjá elsta karatefélagi landsins, þar sem kennsla fer fram hjá ábyrgum adilum
Karate er frábær alhliða íþrótt sem hentar fólki á öllum aldri! - Nýir félagar ávallt velkomnir!
Innritun er hafin á staðnum eftir kl. 17:00 (einnig í síma 553 5025).
Nýtt æfingatímabil er hafið skv. eftirfarandi æfingatöflu:
KJ. Mánudagur Ki. Þriöjudagur Kl. Mlðvikudagur Kl. Fimmtudaour Kl. Fðstudagur Ki. Laugardagur
17:15 l.flokkurböm 17:15 Byrjendur bðrn 17:15 1. flokkur böm 17:15 Byrjendur börn 18:15 Byrjendur fullorðnlr 14:00 Kumite/frjálst
18:15 1. fiokkur fuilorðnir 18:00 2. flokkur börn 18:15 2. fiokkurfuiiorðnir 18:00 2. flokkur börn 19:15 Samæf. frh. hópa
20:00 2. flokkur fullorðnir 19:00 Byrjundur fuflorönir 19.30 1. flokkur fullorönir 19:00 Byrjendur fuliorðnir 20.30 Séræfing 6 kyu og hærra
Æfingagjöld verða eftirfarandi fyrir þrjá mánuði: Fullorðnir kr. 8.500 og börn 6.800.
Innifalin í verði er karateþjálfun, aðgangur að lyftingaherbergi, sundlaug og pottum.
Jafnframt er innifalin í verði gráðun o.fl. í lok tímabilsins. Komi til landsins erlendir
þjálfarar, þá þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að námskeiðum þeirra, svo og
gráðun á þeirra vegum.
ATH.iYfirþjálfari félagsins sensei George Andrews 6. dan shihan
er með sérstakt námskeið hjá félaginu frá 20 - 28. sept. nk., en sérstök æfingatafla
er í gildi meðan á dvöl hans stendur