Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1996, Side 53
ÐV LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
Eitt verka Arna Rúnars.
Eyja hugans
Ámi Rúnar myndlistarmaöur
opnar málverkasýningu i dag
klukkan 15 í Listhúsi 39 viö Strand-
götu i Hafnarfirði. Á sýningunni
verða nýjar olíumyndir á striga.
Sýningin stendur til miðvikudags-
ins 25. septembert og er opin alla
virka daga frá 10-16, laugardaga frá
12-18 og sunnudaga frá 14-18.
Jóhannes Kjarval
í dag verður opnuð í austursal
Kjarvalsstaða sýning á verkum Jó-
hannesar Sveinssonar Kjarvals.
Sýndar verða perlur úr Kjarvals-
safni, landslagsmálverk, figuratíf
málverk, teikningar og vatnslita-
myndir. Sýningin stendur til 22.
september.
Matta og svo framvegis
í dag verður opnuð á Kjarvals-
stöðum sýning á málverkum og
skúlptúrum eftir súrrealistann
Matta sem ber yfirskriftina „Matta
og svo framvegis". Sýningarstjór-
inn Alain Sayag, saftivörður við
Pompidousafhið í París, hefur valið
í samráði við Matta málverk og
Sýningar
skúlptúra frá síðastliðnum '10
árum. Sýningin er opin daglega frá
kl. 10-18.
Ofinn skúlptúr
í dag klukkan 16 verður opnuð í
miðsal Kjarvalsstaða sýning á nýj-
um verkum í veflist eftir Guðrúnu
Gunnarsdóttur. Sýningin er opin
daglega frá 10-18 fram til 19. októ-
ber.
Vatnslitamyndir
í dag verður opnuð sýning á
vatnslitamyndum Erlu Sigurðar-
dóttrn- í Ráðhúskafti í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Öll verkin eru nátt-
úrustemningar og sýningin stendur
til 30. september.
Breskur háskólakór
Þessa helgi er Clare College
Chapel Choir frá Cambridge í
Englandi í heimsókn á íslandi og
í dag syngur hann á tónleikum í
Skálholtsdómkirkju klukkan 17.
Kórinn hefur í þau 25 ár sem
hann hefur starfað hlotið fjölda
viðurkenninga og er um þessar
mundir talinn einn fremsti há-
skólakapellukór Breta. Stjómandi
kórsins er Timothy Brown.
Tónleikar
Hádegistónleikar
í dag verður leikið á orgelið í
Hallgrímskirkju klukkan 12-12.30.
Kanadíski organistinn Jonathan
Brown mun leika tónlist eftir
Bach og síðan þrjú tónskáld 20.
aldar. Tónleikarnir verða í tengsl-
um við tónleikaröðina „Sumar-
kvöld við orgelið".
Gengið
Almennt gengi Ll nr. 190
06.09.1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqengi
Oollar 66,090 66,430 67,990
Pund 103,590 104,120 102,760
Kan. dollar 48,120 48,420 49,490
Dönsk kr. 11,5360 11,5970 11,3860
Norsk kr 10,3340 10,3910 10,2800
Sænsk kr. 9,9580 10,0120 9,9710
Fi. mark 14,6750 14,7610 14,2690
Fra. franki 13,0070 13,0810 13,0010
Belg. franki 2,1610 2,1740 2,1398
Sviss. franki 54,8000 55,1000 53,5000
Holl. gyllini 39,7000 39,9300 39,3100
Þýsktmark 44,5300 44,7600 43,9600
it. lira 0,04374 0,04402 0,04368
Aust. sch. 6,3240 6,3640 6,2510
Port. escudo 0,4346 0,4373 0,4287
Spá. peseti 0,5266 0,5298 0,5283
Jap. yen 0,60510 0,60870 0,62670
Irskt pund 107,370 108,040 105,990
S0R 96,01000 96,58000 97,60000
ECU 83,9600 84,4700 83,21000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Rigning vestanlands
í dag er gert ráð fyrir suðvestan-
átt á landinu, golu eða kalda. Dálítil
súld eða rigning verður um vestan-
Veðrið í dag
vert landið, en bjartviðri austan til.
Hiti verður nálægt 10 stigum í væt-
unni, en hærri annars staðar, 12-17
stig um austanvert landið.
Sólarlag í Reykjavík: 20.21
Sólarupprás á morgun: 6.31
Sfðdegisflóð í Reykjavík: 14.53
Árdegisflóð á morgun: 3.30
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri rigning 10
Akurnes léttskýjaó 8
Bergstaðir léttskýjað 10
Bolungarvík skúr 9
Egilsstaðir léttskýjaó 8
Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 9
Kirkjubkl. hálfskýjaó 7
Raufarhöfn léttskýjað 8
Reykjavíic skúr á síð. kls. 8
Stórhöföi úrkoma í grennd 9
Helsinki skýjaó 7
Kaupmannah. úrkoma í grennd 12
Ósló léttskýjað 9
Stokkhólmur skúr á síó. kls. 9
Þórshöfn alskýjaö 11
Amsterdam lágþokublettir 8
Barcelona mistur 18
Chicago þokumóóa 21
Frankfurt léttskýjaó 7
Glasgow mistur 12
Hamborg skýjað 10
London þokumóóa 10
Los Angeles heiðskírt 19
Madrid skýjað 11
Malaga alskýjað 22
Mallorca þokumóða 19
París heiðskírt 12
Róm þokumóóa 15
Valencia skýjaö 22
New York þokumóða 23
Nuuk rigning 5
Vín rigning á síð. kls. 10
Washington alskýjaó 24
Winnipeg hálfskýjaö 25
Stapi, Njarðvík:
Greifarnir
Það verður engin önnur en
hljómsveitin Greifarnir sem
mun halda uppi stuðinu í
Stapa í kvöld. Einnig munu
sýningarstúlkur frá tísku-
vöruversluninni Mangó sýna
glæsilegan klæðnað.
Greifarnir gáfu út plötuna
„Dúkkað upp“ í sumar og
hefur hún notið mikilla vin-
sælda. Á því er lagið „Ég er
svo glaður" sem hefur veið
ofarlega á íslenska vinsælda-
Skemmtanir
listanum undanfarnar vikur.
Ekki er að efa að það lag
og fleiri af nýju plötunni
verða leikin í Stapanum í
kvöld. Það ætti að verða
spennandi að sækja Greifana
og undurfagrar sýningar-
stúlkur heim í Stapann, enda
búið að bæta staðinn og
breyta honum svo um mun-
ar.
Hljómsveitin Greifarnir sendi frá sér nýja plötu í sumar.
Myndgátan
tygsönn 6i
Marafaldur
Stjörnubió áynir kvikmyndina
Margfaldur (Multiplicity). Það
mæðir mikið á leikaranum Mic-
hael Keaton í kvikmyndinni því
hann leikur ein fjögur hlutverk í
henni. Hann leikur þó ekki fjórar
mismunandi persónur heldur eru
öll fjögur hlutverkin sama per-
sónan en með mismunandi per-
sónueinkenni. Með tölvutækni
nútímans er mögulegt að sýna
saman þessar persónur á tjald-
inu, jafnar allar í einu, án þess að
nokkri hnökrar sjáist. Michael
Keaton er í hlutverki Doug sem
er svo önnum kafmn aö sólar-
hringurinn nægir honum hvergi
nærri til að gera það sem þarf að
gera. Doug kemst í kynni við vís-
indamann sem býðst til að leysa
---------------------------
Kvikmyndir
úr vandamálum hans. Með hjálp
vísindanna klónar hann þjjár eft-
irmyndir af Doug. Eins og nærri
má geta, verður það síst til þess
að einfalda málin. Vandamálin
hlaðast upp og úr verður hinn
m'esti farsi. Andie MacDowell er í
hlutverki Lauru, eiginkonu
Dougs.
Nýjar myndir:
Hákólabíó: Jerusalem.
Laugarásbfó: Mulholland
Falls.
Saga bíó: Happy Gilmore.
Bíóhöllin: Eraser.
Bíóborgin: Twister.
Regnboginn: Independence
Day.
Stjörnubíó: Margfaldur.
Alþjóðarallið:
Alþjóðarallið stendur nú yflr og
eftirtaldir vegir um Borgarfjörð og
Suðurlandsundirlendið verða fyrir
tímabundnum lokunum í dag:
Tröllaháls/Uxahryggir, vegur 52;
Kaldidalur, vegur F35; Grafningm-,
vegur 360; Lyngdalsheiði, vegur 365;
Dómadalur, vegur F22; Næfurholt,
vegur 268; Gunnarsholt, vegurinn
yfir Brekknaheiði. Lokanimar
verða 1-2 tíma í senn, frá 7.30 til
19.15 í dag.
Haustmarkaður
Árlegur haustmarkaður Kristni-
boðssambandsins verður haldinn í
dag í húsi KFUM og KFUK, Holta-
vegi 28 í Reykjavík. Markaðurinn
hefst klukkan 14 og rennur ágóðinn
til starfs Kristniboðssambandsins í
Kína, Eþíópíu og Keníu.
Samkomur
Raðganga
Á morgun verður áttundi og síð-
asti áfangi raðgöngu Ferðafélags fs-
lands og Útivistar farinn. Gengið
verður frá Nesjavöllum til Þing-
valla sem er fáfarin leið og stikun
leiðarinnar verður með nýstárleg-
um hætti. í ferðina verður farið
með rútu kl. 10.30 frá Umferðarmið-
stöðinni með viðkomu í Mörkinni 6
og Árbæjarsafni.
Að spinna lífsins þráð
Heimilisiðnaðarskólinn er með
fyrirlestur í Norræna húsinu í dag
klukkan 14. Fyrirlesari er Kerstin
Gustafsson frá Svíþjóð, vefnaðar-
kennari.
Jógastöðin Heimsljós verður með
opið hús í dag. Boðið verður upp á
ókeypis jógatima og kynningu á
starfseminni. Opið frá 7.30-16.
Kennarar
Fyrsti skemmtifundur Félags
kennara á eftirlaunum verður í dag
í Kennarahúsinu við Laufásveg
klukkan 14.