Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 5 pv_________________________________________________________________________Fréttir Fjörutíu þúsund króna kostnaðargreiðslan til alþingismanna: Aðeins örfáir þingmenn skila kostnaðarnótum - Ögmundur Jónasson tekur ekki við þessari greiðslu „Þetta er ekkert annað en dulin kauphækkun. Ég lýsti því yfir í fyrra þegar málið var til umræðu á Alþingi að ég myndi ekki taka við þessari greiðslu, hvorki með því að skila kostnaðamótum eða án þeirra. Þess vegna hef ég ekki tekið við þessari 40 þúsund króna greiðslu og mun ekki gera það á meðan ég sit á Alþingi. Ástæðan er einfaldlega sú að ég tek ekki við duldum kaup- hækkunum. Það á að kalla kaup- hækkanir réttu nafni og þá tek ég við þeim,“ sagði Ögmundur Jónas- son alþingismaður í samtali við DV. Nú er um það hil ár liðið síðan 40 þúsund króna kostnaðargreiðsla á mánuði, sem alþingismenn sam- þykktu sér til handa, tók gildi. Karl Kristjánsson á skrifstofú Alþingis sagði í samtali við DV að skrifstofn- an gæfi ekki upplýsingar um mál- efhi einstakra þingmanna. Hann staðfesti þó að á þessu ári hefðu 5 til 7 alþingismenn tekið við greiðslun- um og skilað fyrir þeim kostnaðar- nótum. Aðrir tækju bara við 40 þús- und krónunum mánaðarlega og greiddu af þeim skatta. Hann sagði þingmennina sem skila nótum vera úr öllum þingflokkum. DV hefur fyrir því heimildir að nokkrir þingmenn, sem höfðu á orði að þiggja ekki þessa 40 þúsund króna greiðslu þegar málið var til mnræðu á Alþingi, hafi skipt um skoðun þegar ákveðið var að þing- menn greiddu skatt af upphæðinni. Ögmundur Jónasson sagði að ef um væri að ræða tilfallandi til- kostnað, sem tengdist þingstarfmu hjá sér, þá tæki hann nótu og fengi kostnaðinn greiddan. Það tengdist alls ekki þessari fóstu 40 þúsund króna upphæð, kæmi henni hreint ekkert við. -S.dór Slippurinn í Reykjavík: Miklar fram- kvæmdir neðansjávar - ný dráttarbraut Miklar framkvæmdir standa nú yfir í slippnum við Reykjavíkur- höfn. Verið er að gera við gamla dráttarbraut inni í slippnum sem hrotnaði í febrúar sl. þegar verið var að taka skip upp í slippinn. Reykjavíkurhöfn er eigandi braut- arinnar og sér um viðgerðir. „Þetta eru tcdsvert miklar fram- kvæmdir og einnig mjög erfiðar þar sem þær eru að miklu leyti niðri í sjó. Gamla brautin, sem varð fyrir skemmdum, var timburmannvirki. Það voru staurar reknir niður í botn og timburbitar og síðan timb- urbraut ofan á. Það er verið að steypa miðhluta brautarinnar og undir hann er búið að reka 154 steypta staura. Steypunni er dælt í mót sem hefur verið sökkt þarna niður,“ sagði Jón Þorvaldsson, for- stöðumaður tæknideildar hjá Reykjavíkurhöfn, um framkvæmd- irnar. Það er reiknað með að steypu- framkvæmdum ljúki nú um miðjan mánuðinn og brautin ætti því að geta farið í notkun um miðjan nóv- ember. Eftir framkvæmdirnar verð- ur þetta mjög veglegt mannvirki og þá á að vera hægt að taka upp stærstu íslensku fiskiskipin," sagði Jón. -RR NYR SYNINGARSALUR BMW NÚ BJÓÐUM VIÐ 3-LÍNUNA MEÐ 200.000 KR. AFSLÆTTI BMW 316 og BMW 318 á lægra verði í tilefni opnunar nýs sýningarsalar aö Suðúr- landsbraut 14 höfum við fengið nokkra BMW bíla af '96 árgerðinni frá verksmiðjunum í Þýskalandi á sérstöku verði. Því getum við boðið þessa einstöku gæðabíla með 200.000 kr. afslætti. Komdu og skoðaðu þýsku gæðingana í nýjum sýningarsal að Suðurlandsbraut 14. SUÐURLANDSBRAUT14 SÍMI 568 1200 Beinn sími: 553 8636 ENGUM LÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.