Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1996, Blaðsíða 36
K 1 [ N G A L«TT« til (fíísskl/s að vlnnö Vinningstölur 9.9/96 ©®@(g) KÍN s un <c FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 Landfrystingin komin á hnén: Mörg frystihúsin Allt tiltækt lið lögreglu og slökkvi- liös var kallað aö Alþingishúsinu. DV-mynd S Alþingi: Spennir sprakk Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að að Alþingishúsinu laust upp úr *hádegi í gær þar sem reykur barst um húsið og reykskynjarar gerðu viðvart. Spennir hafði brunnið yfír og sprungið og tók það slökkvilið nokkra stund að finna upptök reyks- ins. Engar skemmdir urðu. -sv Framseldur til Finnlands í dag „Christopher verður sendur með vél í fyrramálið (í dag) til Helsinki í ^egnum Kaupmannahöfn og ég ætla að fara með þeirri vél. Við ætlum að reyna að fá málið enduropnað í Finnlandi en mér skilst að mikill rasismi sé við lýði í finnska kerfinu og það eykur mér ekki bjartsýni,“ segir Halldóra Gunnlaugsdóttir, kærasta Christophers Bundeh, manns sem fæddur er í Sierre Leo- ne en búið hefur á íslandi í rúm þrjú ár. íslensk stjómvöld hafa framselt hann til Finnlands vegna nauðgunarmáls þar í landi. Halldóra segist afar ósátt við með- ferð málsins hér á íslandi. Hún seg- ist hafa fengið þau svör frá dóms- málaráðuneytinu að mannréttindi komi þessu máli ekkert við og það segist hún eiga erfitt með að skilja. '■“Tilveran í rúst „Það er verið að henda kærastan- um mínum úr landi. Við höfum ver- ið að byggja upp okkar tilveru hér og nú er verið að rústa hana. Ráðu- neytið segir að hafi verið brotin mannréttindi á Christopher í Finn- landi þá sé það Finna að leiða það i ljós. Það viðhorf finnst mér fárán- legt því Christopher hefur búið hér síðan 1993 og hann hlýtur þar af leiðandi líka að hafa mannréttindi hér á landi,“ segir Halldóra. Christopher Bundeh var i gær vistaður í fangageymslu i Hafnar- firði og eins og áður sagði fór hann utan í morgun. Halldóra sagðist að- eins hafa heyrt að finnskir lögreglu- —-þjónar væru komnir til þess að sækja hann en sagðist ekki vita hvort það væri reyndin. -sv Samið innan sólarhrings, segja læknar: Friðrik og Halldór leystu hnútana „Ef ekkert óvænt gerist þá sýnist mér það vera rétt stöðumat að þessu ljúki með samningi innan sólar- hrings. Efnislega get ég ekki sagt hvaða atriði hafa leitt til þessarar stöðu en þó get ég sagt að lausnin á deilunni byggist á meiri varanleika heldur en því einu að hækka grunn- laun,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, formaður samninganefndar lækna, við DV í morgun en búist er við samningi við ríkið í dag eða kvöld. Deiluaðilar hittast hjá ríkis- sáttasemjara eftir hádegi í dag. Gunnar sagði að til þess að hnút- ar yrðu leystir hefðu ráðherrar þurft að koma að málinu síðustu þ.e. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og Halldór Asgríms- son, sitjandi heilbrigðisráðherra. Ekki náðist í sáttasemjara eða varaformann samninganefndar rík- isins í morgun. -bjb Erfiðleikar eru nú hjá mörgum frystihúsum og þegar hefur nokkrum þeirra veriö lokað. Nokkur fyrirtæki hafa brugðið á það ráö að breyta vinnslunni frá frystingu á þorski yfir í söltun. Hér má sjá Halldór Kristjánsson, starfsmann Gunnarstinds á Stöðvarfirði, moka salti í stæöuna. DV-mynd ÞÖK eyri. Hann hafði áður verið sviptur ökuleyfi en lét sér ekki segjast við það. -sv - og munu loka á næstu mánuðum haldi fram sem horfir, segir Arnar Sigurmundsson „Ég er ekki viss um að þau verði mörg frystihúsin sem ekki opna aftur eftir sumarlokun. Hins vegar er ég sannfærður um að ef þetta ástand varir áfram og menn sjá ekki til lands í rekstrinum á næstu mánuðum þá muni mörg fyrirtæki gefast upp og hætta rekstri. Þar með mun enn meiri fiskvinnsla færast út á sjó sem aft- ur þýðir aukið atvinnuleysi í landi," sagði Arnar Sigurmimds- son, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, í samtali við DV. Mörg frystihús bera sig afar illa um þessar mundir og einhver þeirra opna ekki aftur eftir sumar- lokun. Þar má sem dæmi nefna frystihúsið á Ólafsfirði. Hátt hráefnisverð Arnar segir að um þessar mund- ir sé um það bil 10 prósent tap á frystingunni í landi og að hún hafi átt undir högg að sækja i allt að eitt og hálft ár. Þann tíma hefur hún verið rekin með samfelldum halla. „Ástæðurnar fyrir þessu eru nokkrar. Á undanförnum árum hefur hráefnishlutfallið farið hækkandi af tekjum þessara húsa. Magnið sem unnið hefur verið í húsunum hefur farið minnkandi og verð á erlendum mörkuðum ýmist staðið í stað eða lækkað. Þegar allt þetta kemur saman verður útkoman sú að frysting er rekin með allt að 10 prósenta halla,“ segir Arnar. Hann segir að þau fyrirtæki sem eru í fjölþættari vinnslu hafi sloppið betur. Loðnufrysting, sild- arvinnsla og humarvinnsla hafa skilað hagnaði. Þau sem aftur á móti byggja 80 til 90 prósent af sín- um rekstri á frystingu botnfiskteg- unda eru á hnjánum. Minni kostnaöur við sjófrystingu „Dæmið frá Ólafsfirði, þar sem frystihúsinu hefur verið lokað, sýnir við hvaða erfiðleika er verið að glima," segir Arnai'. Hann var spurður hvers vegna sjófrystingin gengi vel þar sem hún yrði að greiða sama hráefnis- verð og frystingin í landi. „Sá fiskur er minna unninn en fiskurinn í landi. En það sem skiptir meginmáli er að vinnu- launakostnaður við þá vinnslu er minni þegar upp er staðið. Þegar lagður er saman hlutur sjómanna á ísfisktogurum annars vegar og vinnulaunakostnaður landverka- fólks við aflann hins vegar kemur út að kostnaðurinn er umtalsvert meiri en það sem greitt er til sjó- manna á frystitogurunum sem bæði veiða og vinna aflann. Síðan má nefna að mörg fiskvinnslufyr- irtækin eru skuldsett eftir sam- drátt undanfarinna ára. Hráefnis- verð hefur hækkað en verð er- lendis staðið í stað eða lækkað. Þetta er vandinn i hnotskum," sagði Amar Sigurmundsson. -S.dór Réttindalaus tekinn Lögreglan á ísafirði tók i gær rétt- indalausan mann við akstur á Flat- eru að gefast upp L O K I Veðrið á morgun: Hæg norðvest- anátt Á morgun verður fremur hæg norðvestanátt. Það verður súld eða skúrir suðvestan-, vestan- og norðanlands en bjartviðri um suð- austan- og austanvert landið. Veðrið í dag er á bls. 36 I _Brook j I (rompton 1 RAFMÓTORAR Vbulsen Suöurlandsbraut 10. S. 568 6499 1 533-1000 7 Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.