Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Side 3
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 3 Fréttir Holtaskóli í Keflavík: Franskir nemendur í heimsókn DV, Suðnrnesjum: „Þau voru yfir sig ánægð með móttökurnar. Það hefur alltaf tekist vel til og ki-akkamir okkar eru mjög duglegir við að stytta þeim stundir og eru góðir gestgjafar," sagði Jónína Guðmundsdóttir, að- stoðarskólastjóri Holtaskóla í Kefla- vík, en 46 nemendur frá Frakklandi og 5 kennarar voru þar í vinabæjar- heimsókn nýlega. Að sögn Jóninu er þetta 10. árið í röð sem Frakkarnir koma í heim- sókn og taka jafnaldrar þeirra i Holtaskóla á móti þeim. Þau koma á haustin en íslensku nemendurnir fara á vorin til Frakklands. Krakk- arnir eru frá Hem sem er 20 þúsund manna bær í Norður-Frakklandi. Þegar nemendur í Holtaskóla eru í 9. bekk er þeim úthlutað pennavin- um sem þeir síðan skrifast á við og þegar þau koma hingað til lands í heimsókn búa þau hjá pennavini sínum. „Þegar íslensku krakkamir okk- ar fara til Frakklands dvelja þeir hjá franskri fjölskyldu og kynnast franskri menningu. Síðustu dögum ferðarinnar er eytt í París. Það sama má segja um frönsku krakk- ana. Þeir dvelja á íslenskum heimil- um og er það upplifun fyrir frönsku krakkana að kynnast frjálsræði ís- lenskra unglinga," sagði Jónína Guðmundsdóttir. Frakkarnir voru í 12 daga heim- sókn og fóru víða. Þau fóru meðal annars í 2 daga ferð í Þórsmörk og um Snæfellsnes þar sem íslensku gestgjafarnir vom með í fór. Þá fóru þau til Reykjavíkur og Reykjanes- hring. Frakkarnir em mjög tilfinn- inganæmir og síðasta dag heim- sóknarinnar voru sumir krakkamir grátandi vegna söknuðar. Reykja- nesbær bauð síðan krökkunum upp á pitsu síðasta dag heimsóknarinn- ar. -ÆMK EBæsZSSSg Krakkar frá Frakklandi voru í heimsókn nýlega í Holtaskcla í Keflavík og síð- asta daginn bauð Reykjanesbær þeim í pitsuveislu í skólanum. DV-mynd Ægir Már Rekstur hópferðabíla á Austurlandi: Hörð samkeppni og ýmsum meðulum beitt - Sveinn Sigurbjarnarson hópferðabílstjóri „Það var einn sem var á endur- skoðun og síðan er annar að falla á tíma,“ segir Sveinn Sigurbjamar- son, hópferðabílstjóri á Eskifirði, þegar DV bar undir hann orðróm um að hann stundaði rútubílaakst- ur með óskoðuðum bílum. Samkvæmt upplýsingum úr bif- reiðaskrá hjá Bifreiðaskoðun ís- lands eru tveir af hílum ferðaþjón- ustunnar Tanna, fyrirtækis Sveins, óskoðaðir, annar átti að mæta til skoðunar í mars en hinn í júní. Sá síðamefhdi er aldrifsbíll sem valt í Oddsskarði sl. vetur. Hann hefur verið gerður upp og er nýkominn í notkun og á leið í skoðun, að sögn Sveins. Hinn óskoðaði bíllinn er að sögn hans gamall bíll sem notaður er mjög lítið og þjónar sem varabíll. Sveinn telur sögusagnir um lé- lega bíla hjá sér runna undan rifj- um keppinauta í rekstri hópferða- bíla á Austurlandi en mjög hörð samkeppni sé í þessari atvinnu- grein þar og ýmsum aðferðum beitt í slagnum. „Ég er ekki á neinum sérsamningum við yfirvöld um að sleppa undan skoðun bílanna eða öðrum lagaskyldum," segir Sveinn Sigurbjarnarson. -SÁ NOKIA 1610 35.300 NOKIA 8110 66.700 PHILIPS FIZZ 33.900 1 [ K KAPLAN ehf Snorrabraut 27 Sími 551-3060 t i I b o ð í bókabúðu m maR^iði LElfSSON fæst í r» æ stu bókabúö 240 bls. í stóru broti. Yfir 200 myndir, þar af fjöldi litmynda. Erlendir menn hafa gert sér margvíslegar hugmyndir um ísland og íslendinga í aldanna rás. í þessari gullfallegu og forvitnilegu bók kannar Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur á hvern hátt fjallað var um íslendinga á liðnum öldum, hvernig land og þjóð voru sýnd í myndum og á landakortum og hvernig þessar hugmyndir breyttust frá öndverðu til loka 19. aldar, einkum á tímaskeiðinu 1500-1900. BÚK»% m Hjlbtfðsverð i október: CTTTJl lS^ni* E£iiiL9 i augum verð frð og með 1. nóvember: I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.