Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 11 DV Fréttir Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri á Eyrarbakka: Kennslubækur í dönsku hrútleiðinlegar Nýlega lét Óskar Magnússon, skólastjóri á Eyrarbakka, af störfum eftir 45 ár við kennslu, þar af eftir 29 ár sem skólastjóri. Fyrir utan kennslustörf á Stokkseyri í sex ár hefur Óskar alltaf stundað kennslu á Eyrarbakka. DV ræddi aðeins við Óskar af þessu tilefni og spurði hann hvað honum fyndist helst hafa breyst á þessum tíma. „Það er svo ótalmargt, það hefur bæði aukist námsefnið og orðið fjölbreyttara. Fræðslulögin frá 1946 voru varla komin til fram- kvæmda þegar ég byrjaði en þau voru mikið stökk frá því sem áður var.“ Óskar hefur kennt öllum aldurs- hópum en síðustu árin hefur hann helst verið að kenna unglingum frá 12 ára og upp úr dönsku. Nú flnnst krökkum oft lítið gam- an í dönsku, hefur þú fundið fyrir því? „Nei, ég held ekki, enda komu þeir vel út úr samræmdu prófúnum. Þetta fer allt eftir þvi hvernig danskan er meðhöndluð. Auk þess fórum við með 9. og 10. bekk í viku- ferð til vinabæjar Eyrarbakka í Danmörku eftir prófin í vor, svona Óskar Magnússon, fyrrverandi skolastjori á Eyrarbakka, sem nú hefur hætt kennslu eftir 45 ára starf. DV-mynd K.Ein. til að skerpa á dönskunni. Þeim gekk nokkuð vel og fengu góð með- mæli frá dönsku kennurunum. Hins vegar notuðu krakkamir ensku sín á milli enda stóðu þeir þá frekar jafnfætis." Óskar er ekki sammála þeim röddum sem segja að hætta eigi dönskukennslu á íslandi. „Meðan við þykjumst vera í norrænu sam- starfl er þetta nauðsynlegt, auk þess sem Danir standa okkur næst á margan hátt. Skólakerfið þeirra hef- ur staðið okkur galopið svo það væri mikil della að hætta við dönsk- una. Það þarf að gera þetta skemmtilegt, bækurnar sem hafa verið gefnar út eru hrútleiðinlegar og t.d. nýjustu bækurnar sem eru kenndar em skrifaðar með hliðsjón af kennslu fyrir nýbúa í Danmörku. Margt af því er tóm tjara, þetta eru upplýsingar um bæjarfélög sem þeir búa í eða eitthvað slíkt. Þetta er hundleiðinleg tugga megnið af þvi. Efnið fyrir krakkana þarf að vera áhugavert og skemmtilegt, ég notaði mjög mikið danskar smásögur og það er e.t.v. það besta." Hafa krakkarnir breyst mikið þessi ár sem þú hefur verið að kenna? „Nei, það held ég ekki, þetta er svipað fólk, bara öðruvísi klætt og ekki eru þeir óþægari." Óskar lítur til þessa tíma með hlýjum hug, eða eins og hann segir þá hefði hann ekki hangið í þessu annars. -ggá Akureyri: Hættulegur hraðakstur í Gilinu DV| Akureyri: Aðalfundur Gilfélagsins á Akur- eyri ályktaði um umferðarmál í Gilinu og lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni að hávaði, hraðakst- ur og hætta sem gangandi vegfar- endum er búin í Gilinu sé meiri en við verði unað. Fundurinn beindi því til bæjarstjórnar að úrbætur verði gerðar áður en slys verða í götunni. Þá ályktaði fundurinn vegna „ger- breyttrar túlkunar Félagsheimila- sjóðs á reglum um ferðastyrki vegna menningarstarfsemi á Akureyri“ sem hefði grafið undan starfsemi Listasumars og annarri skyldri starfsemi í bænum. Fundurinn lýsti furðu sinni og andúð á afstöðu Fé- lagsheimilasjóðs til listastarfsemi á vegum félagsins sem m.a. kemur fram í þvi að ekki hafa fengist styrk- ir vegna ferðalaga listamanna til Akureyrar. Fundurinn skoraði á stjóm Félagsheimilasjóðs að endur- skoða þessa afstöðu sína. -gk Nemendur og kennarar komu saman á Plötunni fyrir framan skólann þar sem afhjúpaöur var skjöldur meö áletrun um skólann, gjöf frá fjörutíu ára afmælisstúdentum 1996. Dr. Finnbogi Guömundsson flutti stutta ræöu um Svein- björn Egilsson, fyrsta rektor skólans, og kór skólans söng. DV-mynd Pjetur 150 ára afmæli MR í fyrradag, þriðjudag, voru liðin 150 ár frá því að Lærði skólinn, nú Menntaskólinn í Reykjavík, var settur í fyrsta sinn. Um nýja skóla- húsið og skólann sagði svo í blaðinu Reykjavíkurpóstinum haustið 1846: „Islands einasti skóli, sem seinast var á Bessastöðum, var nú algjör- lega fluttur til Reykjavíkur í haust, þar sem skólahúsið nýja var albúið. Það má fullyrða, að hið nýja skóla- hús er það veglegasta, sem skólinn hér nokkurn tíma hefur eignast, enda hefir verið mjög til þess vand- að, og ekki sparað fé, er því ekki furða þó mikið hafi geingið í sölurn- ar, en því fé má kalla vel varið, því hvörjum íslendingi mun þykja það miklu varða, að landsins einasti skóli sé vel úr garði gjörður. 1 skól- anum eru nú 60 lærisveinar, sem skipað er í 3 bekki, þeir eru á fæði hjá innbúum í Reykjavík, en hafa allir svefnstofu og daglegt aðsetur í skólanum." Vígsla skólans fór fram með há- tíðlegum hætti 1. október 1846. Þar flutti Helgi G. Thordersen, biskup landsins, vígsluræðu og gerði að umtalsefni hvers vegna góður skóli væri áríðandi hverju landi. Þá tal- aði Sveinbjöm rektor Egilsson og ræddi hvað heimtað væri af kennur- um og lærisveinum og hvernig þeir gætu leyst sem best af hendi ætlun- arverk sín. Loks las Helgi Hálfdan- arson, skólasveinn, skólabænina frá Bessastöðum. Auk kennara og skólasveina var Hoppe stiftamtmað- ur viðstaddur athöfnina og fleiri embættismenn, sem búsettir voru í bænum og nágrenni hans. Um kvöldið hélt Hoppe embættismönn- um skólans og öðrum veislu í „kon- ungsgarði“, þ.e. stiftamtmannsbú- staðnum við Lækjartorg. Göngu- og hlaupagreining Hugsar þú um heilsuna? Hvernig stígur þú í fótinn? Tilboðsverð á göngu- og hlaupagreiningu aðeins 99 kr. Tilboðið gildir til 15.10.1996 F-l eilsuvenð Krókhálsi 5,110 Reykjavík Sími 567-7270 staðgreiðslu- og greiðslukortaafslóttur ottt mlll/ og stighœkkandi ^ ^ Smáauglyslngar birtingarafsláttur 550 5000 Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. Skrifstofa borgarstjóra ' ' .. - ■■ Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.