Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1996, Side 29
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 37 Anna Guðný Guðmundsdóttir mun leika i píanókonsert Beet- hovens nr. 2. Svo mælti Zaraþústra Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólahíói í kvöld, kl. 20. Þrjú verk verða leikin: Helios-forleikurinn eftir Carl Nielsen, Píanókonsert nr. 2 eftir Beethoven og Svo mælti Zaraþústra eftir Richard Strauss. Einleikari í píanó- konsertinum er Anna Guðný Guðmundsdóttir og hljómsveit- arstjóri er Thomas Dausgárd. Helios-forleikinn samdi Carl Nielsen í Aþenu 1903 og dregur verkið nafn sitt af sólguðinum Helios og lýsir sólarganginum frá sólaruppkomu til sólarlags. Beethoven spilaði sjálfur á pí- anóið þegar Píanókonsert nr. 2 var frumfluttur í Vín 1795 en víst þykir að hann hafi síðar gert breytingar á konsertinum og hann hafi fyrst heyrst í nú- verandi mynd áriö 1798. Tónleikar Svo mælti Zaraþústra er eitt af stórum tónverkum Strauss og þegar það verður leikið í kvöld verða 93 hljóðfæraleikarar á sviöinu. Upphafsstefið varð eitt frægasta upphafsstef tónmennt- anna eftir að Stanley Kubrick notaöi það í kvikmynd sinni, 2001: A Space Odyssey, og hefur það síðan verið notað í kvik- myndum, auglýsingum og við alls konar tækifæri þar sem mikið liggur við. Strauss fékk hugmyndina að verkinu að loknum lestri bókar Nietzsches um Zaraþústra. Þýskt ljóða- kvöld í kvöld, kl. 20.15, verður hald- ið þýskt ljóðakvöld í Skálanum á Hótel Sögu. Petra von Morstein mun flytja og ræða eigin ljóð. Á eftir fara fram um- ræður á þýsku, ensku og is- lensku. Ljóðakvöldið hefst kl. 20.15 og er öflum opið og aðgang- ur er ókeypis. AGLOW Jódís Konráðsdóttir talar um fyrirgefningu á AGLOW-fundi í kvöld, kl. 20, að Háaleitisbraut 58 til 60 (Kristniboðssalnum). Aflar konur eru velkomnar. Samkomur íslenskur matur Félag nýrra íslendinga heldur félagsfund i kvöld kl. 20.30 i Faxafeni 12, á 2. hæð, í Miðstöð nýbúa. Að þessu sinni mun Sig- urður Hall matreiðslumeistari vera með erindi um íslenskan mat og matarvenjur íslendinga. Fundurinn fer fram á ensku. Bjöm og Egill í Kaffi Óliver í kvöld skemmta í Kaffi Óli- ver Egfll Ólafsson ásamt Tríói Bjöms Thoroddsen. Kolrassa krókríðandi í Loftkastalanum: Köld eru kvennaráð Hin líflega hljómsveit, Kolrassa krókríðandi, verður með útgáfu- tónleika í Loftkastalanum í kvöld. Eins og öllum er kunnugt er Kol- rassa krðkríðandi skipuð stúlk- um, að undanskildum trommu- leikaranum sem er karlkynns. Sveitín hefur verið i forustuliði framsækinna hljómsveita um skeið og vakið athygli út fyrir landsteinana. Skemmtanir í kvöld mun sveitin kynna geislaplötuna Köld eru kvennaráð og leika lög af henni en stutt e.r síðan platan kom út og hefur hún þegar fengið góð viðbrögð. Þetta er fiórða plata Kobössu og sem fyrr er það Smekkleysa sem gefur hana út. Loftkastalinn verður opn- aður gestum kl. 21, og verða þá veitmgar í hoði fyrir gesti, en dag- skráin hefst kl. 22. Upphitunar- hljómsveit er kvennatríóið Á túr Ágústsdóttir lesa ljóð. Að þessum krókríðandi stíga á stokk og leika en eftir leik tríósms mun Berglind atriðum loknum mun Kolrassa nýju lögin sín. Þjóðvegir víð- ast vel færir Þjóðvegir eru víðast hvar í góðu ásigkomulagi en á vegum sem liggja hátt getur myndast hálka að nóttu og má þar nefna Möðrudalsöræfi og Öxarfjarðarheiði. Vegavmnuflokkar eru enn að störfum á nokkrum stöð- um og ber að fara eftir aðvörunum Færð á vegum um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát. Ágæt færð er á hálend- inu og eru allar leiðir færar, en vert er að taka fram að margar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjallabílum og þeir sem hafa hug á að fara á há- lendið ættu að huga vel að ökutækj- um og öðrum búnaði. Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö 0 Vegavinna-aðgát m Þungfært @ Öxulþungatakmarkanir © Fært fjallabílum Bróðir Antons Geirs Myndarlegi drengur- inn á myndinni fæddist 23. september síðastlið- inn. Þegar hann var Barn dagsins vigtaður reyndist hann vera 3370 grömm að þyngd og mældist 53,5 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Þórhalla Þórisdóttir og ívar And- ersen. Hann á emn bróð- ur sem heitir Anton Geir. j A Sl Bjhf iMjHWi Jean-Claude van Damme leikur slagsmálakappa í Hættuför. Hættuför Laugarásbíó hefur sýnt að und- anfomu spennumyndma Hættuför (The Quest) með Jean-Claude van Damme í aðalhlutverki. í mynd- inni leikur hann Chris Dubois sem í byrjun myndar er á flótta undan lögreglunni í New York á þriðja áratug aldarmnar. Honum er rænt af byssusmyglurum þegar hann verður vitni að verknaði þeirra og færður í skip sem er á leið til Taílands. Á leiðinni bjarga sjóræningjar honum úr klóm smyglaranna en ekki tekur betra við þegar sjórænmgjamir komast að þvi að hann kann ýmislegt fyr- ir sér í slagsmálum. Hann er seld- ur sem boxari og liggur leið hans til Tíbets þar sem hann á að taka þátt í mikifli slagsmálakeppni þar sem verðlaunm era hmn eftirsótti gulldreki. Kvikmyndir Jean-Claude Van Damme er einnig leikstjóri myndarmnar og á hugmyndma að sögunni. Auk hans leika Roger Moore, James Remar, Janet Gunn og Jack McGee. Nýjar myndir: Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbíó: Crying Freeman Saga-bíó: Það þarf tvo til Bióhöllin: Guffagrín Bíóborgin: Fyrirbærið Regnboginn: Hæpið Stjörnubíó: Sunset Park iiðið Krossgátan Lárétt: 1 umsjón, 8 góð, 9 rödd, 10 viðfelldin, 12 eyða, 13 kind, 14 datt, 15 stoða, 16 skepnu, 18 stofa, 19 ösl- aði, 20 ellimóð, 21 tré. Lóðrétt: 1 sjaldgæfs, 2 einnig, 3 stjóma, 4 tímum, 5 nöldra, 6 tré, 7 kotroskið, 11 ræktar, 14 sleipu, 17 væta, 19 mynni. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 jöfur, 6 fá, 7 óra, 8 nóló, 10 slugsar, 11 látinn, 13 ýtar, 15 ugg, 16 samar, 18 sæ, 20 iða, 21 klár. Lóðrétt: 1 jós, 2 örláta, 3 fauta, 4 ungi, 5 rós, 6 flangs, 9 órög, 11 lýsi, 12 nurl, 14 rak, 17 MA, 19 ær. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 218 03.10.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 67,130 67,470 67,450 Pund 105,090 105,620 105,360 Kan. dollar 49,290 49,590 49,540 Dönsk kr. 11,4210 11,4820 11,4980 Norsk kr 10,2950 10,3510 10,3620 Sænsk kr. 10,1220 10,1780 10,1740 Fi. mark 14,6690 14,7550 14,7510 Fra. franki 12,9330 13,0070 13,0480 Belg. franki 2,1256 2,1384 2,1449 Sviss. franki 53,3500 53,6400 53,6400 Holl. gyllini 39,0100 39,2400 39,3600 Þýskt mark 43,7800 44,0100 44,1300 ít. lira 0,04409 0,04437 0,04417 Aust. sch. 6,2180 6,2560 6,2770 Port. escudo 0,4331 0,4357 0,4342 Spá. peseti 0,5204 0,5236 0,5250 Jap. yen 0,60100 0,60460 0,60540 írskt pund 107,230 107,890 107,910 SDR 96,19000 96,77000 97,11000 ECU 83,5900 84,0900 84,2400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.