Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 Fréttir 3 Framburður Skeiðarárhlaups: Búist við um 150 milljón tonnum af jarðefnum - óvíst hvernig þau dreifast um sandinn eða ganga í sjó fram Skeiðarárhlaupið árið 1934 bar út á sandinn og í sjó fram um 150 millj- ónir tonna af seti, að sögn Helga Björnssonar, jarðeðlis- og jöklafræð- ings á Raunvísindastofnun Háskól- ans. Ef hlaupið verður svipað að vöxt- um má búast við ámóta framburði jarðefna. Hvorki Helgi né aðrir sem rætt var við í gær treysta sér til þess að spá um hvernig þessi fram- burður muni dreifast um sandinn né hversu langt strandlengjan muni færast fram. Helgi Björnsson segir að nú sé einstakt tækifæri til að fylgjast með eldsumbrotunum á Vatnajökli, upp- hafi þeirra, framvindu og væntan- legum afleiðingum og endalokum. Allur búnaður og tækni til vöktun- ar og gagnaúrvinnslu hafi aldrei fyrr verið eins góður og nú. Á grundvelli niðurstaðna rann- sókna og sögulegra gagna sé hægt að hafa viðbúnað gagnvart þvi sem gerast kann og bregðast við i sam- ræmi við það. Hann segir að al- mennt sé búist við að flóðið hagi sér í líkingu við það sem gerðist 1938 en hins vegar megi búast við minna vatnsmagni en þá þar sem vatns- rými Grímsvatna er minna en þá var. „Mín afstaða er sú að menn eigi að ræða viðbrögð við hugsanlegum möguleikum í ljósi reynslunnar og þekkingar á eðli þess sem þarna er að gerast og þeirra mælinga sem hafa farið og fara fram,“ segir Helgi Björnsson. -SÁ Pétur Hafstein: Kostnaður um fram tekjur fjórtán og hálf milljón Endurskoðaðir reikningar á veg- um Landssamtaka til stuðnings for- setaframboði Péturs Kr. Hafstein liggja nú fyrir. Á þeim kemur fram að skuldir vegna framboðsins nema tæpum fjórtán og hálfri milljón króna. Rekstrartekjur vegna framboðs- ins voru 21.025.242 kr. Þar bar lang- hæst frjáls framlög og stofnframlag frambjóðanda. Rekstrargjöld voru 35.510.397 kr. og bar þar hæst aug- lýsingar í útvarpi og sjónvarpi og rekstur kosningaskrifstofu. Kostn- aður um fram tekjur var því ná- kvæmlega 14.485.155 kr. í fréttatilkynningu frá samtökun- um kemur- fram að allur kostnaður hefur verið greiddur með rekstrar- tekjum og lántökum. Pétur Kr. Haf- stein ber að lokum persónulega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem til var stofnað. Stjóm samtakanna mun áfram leita leiða til fjáröflunar til að brúa bilið milli tekna og gjalda en reikningur nr. 11100 er op- inn í Landsbanka íslands, útibúi nr. 112, i Bankastræti 7 í Reykjavík. -RR Pétur Kr. Hafstein. Skuldir vegna forsetaframboös hans f sumar nema hálfri fimmtándu milljón króna. Bjóðum mikið úrval vandaðra aiwa hljómtækja frá kr. 49.900. Komið á sýningu í verslunum okkar og kynnist ofurkrafti á ótrúlegu verði. Kringlan 8-12 - Sími 568 1000 ÁrmÚN 38 - Sími 553 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.