Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 32
F
S
Vlnnlngstölur mlðvlkudaglnn 9.10.’96
*J2*130
35Y4ÍX48
5 X25X29
Vinningstölur ( a
9.10/96
Vlnnlngar Fjöldl vinnlnga Vinningsupphxd
l.tafi 0 43.960.000
l.Saft 0 887.934
3. S af 6 0 228.791
4.taft ,159 2.280
S.laft' ►to'%20 250
45.594.245 1.634.245
KIN
FRETTASKOTIB
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
Eldur kom upp í verkstæði í timbur-
portinu hjá BYKO í Kópavogi í gær.
Talið er að eldurinn hafi kviknað
JBB>'egna ofhitnunar á sagarblaði. Vel
og fljótiega gekk að ráða niðurlög-
um eldsins og eru skemmdir taldar
litlar. DV-mynd S
Þingflokkur Framsóknar:
Þriðjungur
þingmanna
. andvígur
Valgerði
Þriðjungur þingmanna Fram-
sóknarflokksins greiddi Valgerði
Sverrisdóttur ekki atkvæði sitt þeg-
ar hún var kosin þingflokksformað-
ur við upphaf þings í síðustu viku.
Kosningin var leynileg en sam-
kvæmt heimildum DV hlaut Val-
gerður 10 atkvæði en þingmenn
flokksins eru alls 15.
Heimildir DV herma að Guðni
Ágústsson, Gunnlaugur Sigmunds-
son, Ólafur Öm Haraldsson og Stef-
án Guðmundsson hafi ekki greitt
Valgerði atkvæði sín og einn þing-
,niaður hail skilað auðu. -bjb
Vatnsstígur:
Innbrot í
kjallara-
íbúð
Brotist var inn í kjallaraíbúð við
Vatnsstíg í gærkvöld. Útidyrahurð
var brotin upp og skemmd.
Stolið var sambyggðu útvarps-
tæki og geislaspilara. Lögegla rann-
sakar málið en enginn hafði verið
—handtekinn vegna þess I morgun.
-RR
Dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot:
Sekt föður byggð
á framburði barns
og fagfólks
- enginn vafi talinn leika á sök þó að faðirinn hafi neitað
Héraðsdómur Vesturlands hef-
ur dæmt karlmann í átta mánaða
fangelsi fyrir að hafa í nokkur
skipti misnotað 5 ára dóttur sína
kynferðislega á heimili þeirra á
árinu 1995.
Grunur um athæfi mannsins
vaknaði fyrst þegar leikskóla-
stjóri á leikskóla stúlkunnar,
sem er þroskaþjálfi, var að vinna
verkefni með henni ásamt öðram
böraum þegar stúlkan sagði allt í
einu eitthvað sem benti til að fað-
ir hennar hefði í frammi viö
hana kynferðislega tilburði. í
kjölfar þess var haft samband við
félagsmálastjóra sem tilkynnti
um málið til lögreglu og var
kæra síðan lögð fram á hendur
manninum.
Faðirinn neitaði alfarið sakar-
giftum - bæði hjá lögreglu og fyr-
ir dómi. Rannsókn leiddi hins
vegar í ljós að mjög sterkar líkur
voru á því að frásögn stúlkunnar
ætti við rök að styðjast og voru
viðtöl höfð við hana af þar til
bæru fagfólki. Framburður henn-
ar var ávallt staðfastur og ekkert
sérstakt kom fram sem benti til
að bamið hefði spunnið sérstak-
lega upp sögur eins og faðirinn
bar fyrir dómi.
Við sakfellingu tók dómurinn
meðal annars mið af því að stúlk-
an hefði ótilkvödd og að eigin
frumkvæði greint fóstru sinni
með hryllingi frá athæfi foður-
ins. Einnig hefði hún lýst þessu
fyrir skólasálfræðingi. í niður-
stöðu héraðsdóms, sem var skip-
aður þremur dómurum, segir
jafnframt:
„Dómurinn velktist ekki í vafa
um, er hlýtt var á framburð
stúlkunnar, að hún var að lýsa
eigin reynslu af kynferðislegri
misnotkun af hálfu föðurins."
Átta mánaða fangelsi var talin
hæflleg refsing. Manninum er
einnig gert að greiða 100 þúsund
krónur í saksóknaralaun til rík-
issjóðs og 100 þúsund krónur til
skipaðs verjanda. -Ótt
Vetur konungur hefur aðeins verið að minna á sig víða um land að undanförnu, sumum til ama en öðrum til gleði.
Þessir hressu krakkar á Blönduósi fögnuðu fyrsta snjónum þar í bæ, klæddu af sér kuldabola og drifu sig út í bygg-
ingarframkvæmdir. Þeir virðast ánægðir með sköpunarverkið en ekki er víst að það hafi staðið af sér hitatölur gær-
dagsins. DV-mynd G. Bender
Gosið í Vatnajökli:
Áfram gýs
af krafti
Gosið í Vatnajökli hélt áfram I
nótt af fúllum krafti, að því er kom
fram á mælum Raunvísindastofnun-
ar, þótt sá kraftur sé minni en var í
upphafí gossins. Jarðskjálftamælir-
inn á Grímsfjalli sýnir stöðugan
óróa að sögn Bryndísar Brandsdótt-
ur jarðeðlisfræðings.
Jarðvísindamenn flugu í gær yfir
gosstöðvarnar, en að sögn Bryndís-
ar mun ekki hafa náðst nákvæm
mæling á vatnsstöðu Grímsvatna en
verið væri að vinna frekar úr gögn-
um og ljósmyndum sem náðust í
leiðangrinum. -SÁ
GPS gefur strax
vísbendingu um
hlaup
Þegar DV fór i prentun í morgun
var þyrlusveit Landhelgisgæslunn-
ar að kanna hvort hægt yrði að
fljúga með vísindamenn á TF-LÍF
austur að Grímsfjalli í Vatnajökli og
lenda þar, rétt sunnan gosstöðv-
anna.
Ætlunin með leiðangrinum er
meðal annars að koma GPS-stað-
setningartæki fyrir á íshellunni
sem flýtur ofan á Grímsvötnum.
Þannig ætla menn að mæla hæðar-
breytingar á hellunni. Um leið og
hún hyrjar að síga munu vísbend-
ingar liggja fyrir um hvort Skeiðar-
árhlaup er að hefjast. Gert er ráð
fyrir að það muni taka vísindamenn
um eina klukkustund að koma tækj-
um fyrir við lendingarstað. Að því
loknu verður síðan hægt að fylgjast
með framvindu mála frá Reykjavík.
Ekki er ljóst hvenær flugskilyrði
verða hagstæð fyrir þyrluna en 1
morgun var veðurútlit harla óhag-
stætt fyrir daginn í dag. -Ótt
Gervihnattamyndin:
Myndin segir sitt
- segir Ragnar Stefánsson
„Ég sé ekkert annað en að þessi
gervitunglamynd segi sitt. Hún
bendir til þess að um geti verið að
ræða lengingu á bráðnunarsvæðinu
til norðurs og þar með að
gossprungan sé eitthvað lengri en
menn hafa talið fram að þessu,“
sagði Ragnar Stefánsson jarðeðlis-
fræðingur í morgun við DV
Gervihnattamynd sú sem DV
birti í gær vakti verulega athygli en
í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi sagði
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur, aðspurður um hana,
að hún gæti sýnt svipað og kaffi-
bollahringur verkfræðings á vinnu-
teikningunni. -SÁ
L O K I
Veðrið á morgun:
Stormur
og slydda
Á morgun er búist við norð-
an hvassviðri eða stormi og
slyddu. Norðan- og austanlands
gæti komið snjókoma en á Suð-
ur- og Vesturlandi verður skýj-
að en úrkomulítið. Seint á
morgun fer heldur að lægja á
vestanverðu landinu. Hiti verð-
ur nálægt frostmarki.
Veðrið í dag er á bls. 36
1^553 - 1QOO;
!
Kvöld- og
helgarþjónusta
mm—mmam
Með brother
merkivélinni e
að hafa allt í rö
reglu í bílskúrnum
brother
Verð frá kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443