Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 7 Fréttir Mikil óánægja meðal starfsfólks Pósts og síma: Starfsfólk látiö afsala sér réttindum sínum - segir formaður Rafiðnaðarsambandsins - ráðningarsamningar í raun uppsagnarsamningar „ Það er verið að þvinga fólk til að undirrita ráðningarsamninga til áramóta sem eru í raun og veru uppsagnarsamningar. Með þessu er starfsfólk látið afsala sér réttindum sínum og þaö sem meira er að það er verið að brjóta lög meö þessu. Lögfræðingar okkar hafa verið á fullu í að hjálpa fólki með sín mál,“ segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands ís- lands, við DV, vegna uppsagna starfsfólks Pósts og síma. Öllum starfsmönnum fyrirtækis- ins, um tvö þúsund manns, hefur verið sagt upp störfum þar sem fyr- irtækð breytist um áramótin úr opinberu fyrirtæki í hlutafélag. Gríðarleg óánægja er meðal starfsfólks Pósts og síma vegna þessa enda mikil óvissa hvað gerist á næstu mánuðum. Starfsmaður Pósts og síma sem DV ræddi við sagði að fjölmargir starfsmenn væru famir að leita að annarri vinnu og sættu sig ekki við þessi vinnubrögð starfsmannahalds fyrir- tækisins. Starfsfólk mjög óöruggt „Það er mjög óljóst hvemig þessi mál verða leyst gagnvart starfsfólk- inu. Starfsfólkið er mjög óömggt og þvi er haldið í óþarfa óvissu þó það sé ekkert sem bendir til að það verði ekki ráðið aftur. Það hefúr alls ekki verið vel að þessu máli staðið og það er eins og starfs- mannahaldið hafi ekki vitað hvað það var gera. Mér finnst að þeir sem standa að svona löguðu verði að kynna sér betur hvað þeir eru að gera áður en launþegum er haldið milli vonar og ótta. Það breytir auðvitað umtalsvert starfsumhverfi manna að fara úr opinbera geiranum yfir á almennan markað. Það eru ýmis réttindi í sambandi við veikindi, lífeyrissjóð, biðlaun o.fi. og það virðist allt vera í einum hnút hjá þeim. Framhaldið verður líklega það að gerðir verða kjarasamningar við fólk og það fer í þau stéttarfélög sem það vill vera í. Nokkur hundmð starfsmenn hjá Pósti og síma hafa lýst því yfir að þeir ætli að ganga í Rafiðnaðarsam- bandið,“ segir Guðmundur. Engum veriö sagt upp „Það hefur engum verið sagt upp hjá Pósti og síma. Það er verið að senda starfsfólki ráðningarsamn- Hitaveita HAB: Hagnaður 55 milljónir fyrstu 8 mán- uði ársins DV, Vesturlandi: Á fundi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar í síðustu viku var lagt fram árshlutauppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Þar kem- ur fram að tekjur veitunnar voru 104 milljónir króna, rekstrargjöld 33 milljónir, afskriftir 51 milljón og fjárrmagsnliðir em jákvæðir um 36 miljónir. Hagnaðm- veifimnar er 55 millj- ónir fyrir þetta tímabil. Eignir veit- unnar em 1020 milljónir og skuldir 1025 milljónir þannig að eigið fé er neikvætt um 5 milljónir. Þá kom einnig fram að gengi hefur verið hagstætt veitunni og einnig hafa breyttar starfsreglur um afskriftir haft áhrif á afkomu HAB. -DVÓ inga hjá hinu nýja fyrirtæki og það áframhaldandi vilja sinn að starfa beðið einn eða neinn að undirrita son, aðstoðarpóst- og símamála- er beðið á þann hátt að staðfesta hjá Pósti og síma. Við höfúm ekki uppsögn," segir Guðmundur Björns- stjóri, við DV vegna málsins. -RR Notkun HP-skannans er einföld og auðskilin. Þú sérð þetta gert einu sinni og kannt það síðan Skjalið birtist á skjánum. Þú getur lesið það inn í t.d. Word eða Excel, unnið með textann, prentað skjalið út eða sent það í tölvupósti. 'IÐURST Þú setur skjalið í HP-skannann, litið galdratæki á milli lyklaborðs og skjás. Skjalið er skannað nær samstundis inn í minni tölvunnar. sss toxmjQt 4, Einmitt það sem mig vantaði ! HP-skanninn setur prentuð gögn á tölvutækt form á einfaldan og ódýran hátt Nýi HP-skanninn er lykilatriói i pappirslausum vióskiptum bylting i meóferð og úrvinnslu prentgagna með tölvum galdratæki sem opnar nýja möguleika fýrir tölvunotendur Viðurkenndur þjónustu- og söluaðili Upplýsingatækni Armúla 7, sími 550 9090 Nýi HP-skanninn kostar aðeins 19.900 kr. m HEWLETT PACKARD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.