Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
Spurningin
Ætlar þú aö stunda
einhverjar vetraríþróttir?
Arna Rúnarsdóttir húsmóðir: Já,
svo sannarlega. Hestaíþróttir.
Tryggvi Jónsson nemi: Já, skíði
og vélsleðaferðir.
Jóhann Freyr Vilhjálmsson
nemi: Já, skíðabretti.
Kolbrún Stefánsdóttir útibús-
stjóri: Já, ég ætla í blak.
Auður Eiríksdóttir meinatæknir:
Já, að sjálfsögðu. Gönguskíði.
Anna Sigrid Karlsdóttir skrif-
stofumaður: Nei, ég vil ekki vetur.
Lesendur
Hvert fer hagnaður
ríkisfyrirtækja?
Og þá er ekki annað aö sjá en við séum að burðast með stofnanir sem eiga
sig sjálfar - m.ö.o. rfki í ríkinu."
Konráð Friðfinnsson skrifar:
í nokkkur ár hefur stefna stjóm-
valda verið sú að selja fyrirtæki í
sinni eigu eða breyta þeim í hlutafé-
lög. Ætíð hafa þó verið uppi skiptar
skoðanir um þessi mál.
Póstur og sími, sem hefur þjónað
landsmönnum í níutíu ár, mun inn-
an tíðar fara á þennan lista. Fleiri
ríkisfyrirtæki fylgja væntanlega í
kjölfarið. Vitað er að apparöt í ríki-
seigu eru misvel sett fjárhagslega.
Það tapar á sumum en græðir á öðr-
um. - Eins og til dæmis á Pósti og
síma.
Ég hef velt því fyrir mér hvert
hagnaðurinn renni hjá fyrirtækjum
í eigu hins opinbera. Fer hann
óskiptur í ríkissjóð eða leggst hann
óskiptur á reikning viðkomandi fyr-
irtækis? Öllum töpum hjá þessum
fyrirtækjum hefur hins vegar ávallt
verið mætt með framlögum úr opin-
berum sjóðum skattgreiöenda. Sem
er reyndar eðlilegt, vegna þess að
eigandinn hlýtur ávallt að bera
ábyrgð á sínum rekstri. Vilji hann
halda honum áfram þá gerir hann
það sem þarf til þess svo megi veröa.
- Ellegar losar sig við baggann.
í mínum huga eiga öll ríkisfyrir-
tæki, önnur en þau er lúta beint að
almannaheill (sjúkrahús, lögregla,
landhelgisgæsla, grunnskólar,
o.s.frv.), að vera ofan í sama pottin-
um. Hagnaður eins bætir sem sé
upp undirballansinn hjá öðru, og
lempa fjármagninu til innan
geirans. - Þetta fyndist mér allténd
vera rétta aðferðin.
Ef staðreyndin er sú, að þetta eða
hitt ríkisfyritækið eigi hagnaðinn
sjálft verður málið allt flóknara. Og
þá er ekki annað að sjá en við séum
að burðast með stofnanir sem eiga
sig sjálfar. - Með öðrum orðum: ríki
í rikinu.
Ég þekki reyndar ekki til hlítar
lögin sem þessar stofnanir lúta. En
það opinbera apparat sem safhar
auði bara fyrir sjálft sig en lætur
neytendur ekki njóta góðs af er best
geymt úti á hinum frjálsa markaði.
Það ber því að selja.
Sannleikurinn er að meiri von er
fyrir almenna neytandann að fá það
sem keypt er á lægra verði þar sem
samkeppni ríkir heldur en undir
byrðum einokunarinnar. - Mat mitt
er því t.d. og margra annarra aö raf-
magnsreikninginn megi auðveld-
lega lækka.
Eru Boeing 757 gallagripir?
Ólafur Bjömsson skrifar:
Við hin tíðu og hörmulegu slys á
Boeing 757 á undanförnum mánuð-
um setur að manni verulegan
óhug. - Það er ekki einleikið að
þijár Boeing 757 flugvélar skuli
hafa farist á imdanfömum mánuð-
um. Það er því skjótra skýringa
þörf gagnvart flugfarþegum hið
allra fyrsta, svo að flugfarþegar,
bæði hér á landi og úti í heimi, fari
ekki að sniðganga þessa tegund
flugyéla.
Ég ætlaði til dæmis til Lúxem-
borgar um jólaleytið, en ég er snar-
lega hættur við, þar til viðhlítandi
skýringar eru komnar á hinu
hörmulega flugslysi í Perú þar sem
allt tölvukerfi flugvélarinnar virð-
ist hafa hranið gjörsamlega.
Það kemur upp í huga mér eftir
þessi þrjú hörmulegu flugslys á
Boeing 757 á undanfömum mánuð-
um hvort það sé rétt sem gamal-
reyndir, amerískir flugstjórar
halda fram í blaðinu Flight
International 11. febr. 1989: „No
aeroplane can be seife if its control
surfaces can be moved only under
computer control." (Engin flugvél
er örugg ef stjórnfleti hennar má
einungis hreyfá í gegnum tölvu.)
Því flýgur sú spurning gegnum
huga mér hvort þetta eigi við
Boeing 757. Óhjákvæmilega dettur
manni þetta í hug eftir að hafa les-
ið í Morgunblaðinu fréttaskýringu
þar sem Elsa Carrera samgöngu-
málaráðherra fullyrðir að tölvu-
kerfi vélarinnar sem fórst í Perú
hafi hrunið gjörsamlega, og ítrekar
að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
bilun af þessu tagi verður í þessari
flugvélartegund.
Endurhæfingarstöð Sjálfs-
bjargar á Akureyri
Endurhæfingarstöö Sjálfsbjargar á Akureyri - opin til líkamsræktar fyrir al-
menning. Nánast likamsrækt „meö öllu“.
Valdimar Pétursson fram-
kvæmdastjóri skrifar:
í DV1. okt. sl. skrifar Einar Krist-
jánsson og talar um líkamsrækt og
ágæti hennar fyrir okkur mannfólk-
ið, þótt hún ein og sér sé ekki það
eina sem geti lengt líf okkar. Hann
segist ekki vita til þess að nokkur
líkamsræktarstöð bjóði upp á allt í
senn: líkamsrækt með margs konar
þjónustu og aðstöðu fyrir þá sem
slíkt stunda.
Frá árinu 1970 hefúr Sjálfsbjörg á
Akureyri rekið endurhæfingarstöð.
Við hönnun á nýju húsnæði, sem
tekið var í notkun 1980, var reynt
eftir megni að koma til móts við þá
hugsun sem leynist í skrifum Ein-
ars. Eins og aðstaðan er í dag á
Bjargi (en það heitir húsið) er rekin
sjúkraþjálfun á daginn og almenn
líkamsrækt á kvöldin. Þar er tækja-
salur, vatnsgufa, vatnsnuddpottur,
ljósabekkur með sér sturtuböðum,
íþróttasalur, veggbolta- og lítill
körfuboltasalur, og þægileg aöstaða
til að slappa af yfir kaflibolla eða
öðru sem á boðstólum er.
Til er áætlun um byggingu sund-
laugar með tilheyrandi aðstöðu og
bæst hefur á óskalistann hlaupa-
braut svo og tennisvöllur, en staður
fýrir hann er fyrir hendi.
Allt þetta gæti uppfyllt það sem í
fyrirsögn gæti verið „Líkamsrækt
með öllu“. Staður fyrir þá sem vilja
og hafa möguleika á að stunda lík-
ama sinn viö sitt hæfi.
Möðrudalur
mikilvægur
öryggishlekkur
S.B. skrifar:
„Mér varð ljóst þegar við hjón-
in lentum í bílslysi rétt vð
Möörudal í sumar hve það væri
misráðið að vegurinn yrði lagð-
ur langt frá bænum. Það er
þekkt hve hjónin í Möðrudal
hafa veitt vegfarendum í þreng-
ingum mikla aðstoð, og sú var
reyndin í sumar er ég leitaði til
þeirra eftir bílveltu þar sem
maðurinn minn var fastiu- í flak-
inu,“ er haft eftir Bergljótu Jörg-
ensdóttur, en hún og maður
hennar ásamt sonarsyni sínum
lentu í því að bíll þeirra fór út af
vegi og valt skammt frá Möðru-
dal. - Bergljót vill koma á fram-
færi bestu þökkum til þeirra
Möðrudalshjóna og annarra sem
veittu þeim hjálp, svo og til
lækna á Egilsstöðum sem komu
með ólíkindum fljótt á vettvang.
„Kvartari"
i Þjóðarsál
Lovísa skrifar:
Mér er ómögulegt að skilja fólk
eins og konu þá sem hringdi í
Þjóðarsál sl. mánudag til að
kvarta yfir þættinum sl. laugar-
dagskvöld í Sjónvarpinu, þar sem
grínast var með einhveija af
starfsfólki Sjónvarps, t.d. þulur.
Mikið hlýtur líf þess fólks að vera
innihaldslítið og leiðinlegt sem
hringir gagngert til að kvarta . Ég
vil hins vegar hrósa sérstaklega
Eddu Björgvinsdóttiu- sem fór á
kostum í þætti þessum, svo og
aðrir sem þama komu fram.
Misferli í
opinberum
stofnunum
Jónas Sigurðsson hringdi:
Fólki blöskrar hvemig opin-
bera kerfið, starfsmenn þess og
stjómsýslan í það heila tekið,
virðist komast klakklaust frá
flestum áföllum, gagnstætt al-
menningi sem verður að þola
ávirðingar og refsingu lögum
samkvæml Ég minnist t.d. mis-
ferlis i mötuneyti Seðlabanka þar
sem tveir menn gerðu tilraun til
að draga sér fé í mötuneyti stofn-
unarinnar upp á nokkur hundmð
þúsund krónur. Allt var þaggað
niður af yfirmönnum Seðlabank-
ans. Samt er hér um mötuneyti
að ræða sem er niðurgreitt af
skattborgurunum. Mýmörg dæmi
önnur má til greina, þar sem sið-
ferðisfáknum er flengriðið á
skjön við allar viðteknar reglur
og hefðir, og það fyrir framan
nefið á okkur.
Forsetafram-
bjóðendur
- jglópar
í fjarmalum
Gísli Gíslason skrifar:
Nú koma þeir fram á sjónar-
sviðið aftur, forsetaframbjóðend-
umir, allir á sokkaleistunum í
þetta sinn og stórskuldugir. Allir
nema Ástþór. Sá eini sem virðist
hafa fjármálavit. Hinir virðast
hreinir glópar í fjármálum og
kalla eftir ríkisaðstoð í einni eða
annarri mynd. - Niðurlægjandi
er þetta nú fyrir þá blessaða.
„Ábyrgð" laun-
þegaforingja
Magnús skrifar:
Sumir launþegaforingjamir
hafa nú þegar sleppt talinu um
launahækkun, en tala bara um
kaupmáttaraukningu. Hana á að
fá með framleiðniaukningu og
betri skipulagningu innan fyrir-
tækjanna. Hvað þýðir það aftur?
Auðvitað lengri vinnutíma hjá
flestum og uppsagnir hjá öðrum.
Mikil er nú „ábyrgð" launþegafor-
ingjanna. Þeim er sko skítsama
um aðra en sjálfa sig.