Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996
Fréttir
Jökulhlaupið sem beðið er eftir:
Hlaupið getur dregist
talsvert enn þá
- verður að hafa eðlilegan meðgöngutíma til að fæðingin verði farsæl, segja Öræfingar
DV, Öræfum:
Margir hafa lýst kvíða sínum yfir
að Grímsvatnahlaupið lætur bíða
eftir sér. Ekki eru þó allir á þeirri
skoðun að það sé af hinu illa. DV
ræddi við þá Háifdán og Sigurð
Bjömssyni á Kvískerjum og Sigurð
Bjamason á Hofsnesi í Öræfum.
Þeir telja að ef hlaupið hefði byrjað
þegar á fyrstu dögum gossins hefðu
verið miklu meiri líkur á hamfara-
hlaupi með miklum jakaframburði.
Þeir Hálfdán og Sigurðarnir segja
að líkja megi hlaupinu við með-
göngu en eins og allir vita er það
ekki talið góðs viti þegar börn fæð-
ast fyrir tímann. Ef þau ganga í
gegnum eðlilega meðgöngu verða
þau að vísu stærri en fæðingin tek-
ur ekki eins mikið á móðurina því
að hún er þá líkamlega tilbúin.
Það sama vilja þessir sjálflærðu
vísindamenn í Öræfum meina að
eigi við um Grímsvatnahlaup. Eðli-
legur undanfari hlaups í Skeiðará
er að jökulsporðurinn hækki svo
metrum skipti, að líkindum vegna
þess að undir jöklinum sé uppi-
stöðulón sem þarf að fyllast áður en
hlaupið brýst fram á sandinn. Jök-
ullinn er í eðli sínu ekki glerfrosinn
ís heldur seigfljótandi efni sem flýt-
ur upp á þessu lóni og ef þetta ger-
Þeir Kvískerjabræður, Hálfdán og Sigurður Björnssynir, og Sigurður Bjarnason
Skeiðarárhlaup fæðist því annars sé hætta á að hamfarirnar verði enn meiri.
ist á hæfilega löngum tíma lyftist
jökulsporðurinn án þess að brotna
svo ýkja mikið og jakaburður verð-
ur því minni.
Hefði hlaupið hins vegar skollið á
strax og gos hófst hefði jökullinn
ekki náð að lyftast upp heldur hefði
hann skriðið fram og margbrotnað
og þrýstingurinn orðiö miklu meiri
en ella.
Þeir félagar eiga ekki endilega
von á hlaupinu á næstunni. Enn
á Hofsnesi segja að jökullinn þurfi að
virðist Skeiðarárjökull lítið vera
farinn að lyftast en auðvitað þorir
enginn að fullyrða að hlaupið sé
ekki yfirvofandi fyrir því. En þó að
Skeiðarárhlaup sé ekki hafið þá er
það engu að síður farið að hafa
hafa eðlilegan meðgöngutíma áður en
DV-mynd Einar R. Sigurðsson
áhrif á daglegt líf í Öræfunum, ekki
síst að því leyti að póstferðir hafa
lagst af um Suðurlandsveg og póst-
urinn mun sendur norður fyrir. Af
þessum sökum hefur DV ekki borist
í Öræfin frá því fyrir helgi. -ERS
PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER PIONEER
INEEK PiONEER PIONEER
N -760 A
Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8Í1)
Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
Geislaspilari: Tekur
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN)
N -4G0 A
Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£Z)
Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN)
<N-260
• Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£i)
• Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
• Geislaspilari: Einfaldur „Slot In"
• Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
• Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN)
N -160 >
Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz, 61!)
Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
Geislaspilari: Einfaldur „Slot ln“
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar: Tvískiptir 35w (DIN)
N8 60 >-
Magnari: 2x30w (RMS, 1kHz, 611)
Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni
Geislaspilari: IdJM-IFI-ftm
Segulbandstæki: Tvöfalt
Hátalarar: Tviskiptir 30w (DIN)
NS-1 A
Magnari: 2x35w (RMS, 1kHz,) fram, 1x55w (RMS, 100Hz)
Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
Geislaspilari: Einfaldur
Segulbandstæki: Einfalt „Slot ln“
Hátalarar: Tvískiptir, auk bassa
Þriggja diska
Umboðsmenn um land allt
Vcsturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnosi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Ásubúö.Búðardal
Vestflrðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Laufiö, Bolungarvík.Hljómborg, ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.
Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Tónspil, Neskaupsstaö. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Sigurður Gunnarsson ýtustjóri hefur unnið að því að lækka garðinn austan
Skeiðarár en það er gert til að hlífa brúnni í væntanlegu hlaupi.
DV-mynd ERS
Viðbúnaður vegna Skeiðarárhlaups:
Búið að lækka
varnargarðinn
DV, Öræfum:
Nú hafa vegagerðarmenn rofið
tvö skörð í varnargarðinn austan
Skeiðarár. Skörðin, sem eru nokkur
hundruð metra ofan við þjóðveginn,
eru ekki látin ná alveg niður að
flóðmörkum síðan í hlaupinu i vor.
Flóðið í vor var það stærsta sem
komið hefur í 20 ár og þar af leið-
andi ætti garðurinn enn að halda
öllum venjulegum hlaupum, þrátt
fyrir þessi skörð.
Sigurður Gunnarsson ýtustjóri,
sem verkið.vann, segir þetta vera
gert til að geta veitt hlaupinu fram
hjá brúnni ef álagið verður of mikið
í væntanlegu hlaupi. -ERS
Skagaströnd:
Sveitarstjórinn á þing
Sveitarstjóri Skagstrendinga,
Magnús B. Jónsson, settist í fyrsta
sinn á Alþingi í gær. Hann er annar
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins á Norðurlandi vestra og tekur
sæti Páls Péturssonar félagsmála-
ráðherra. Fyrsti varamaður, Elín R.
Líndal, gat ekki tekið sæti á þingi
vegna anna.
-bjb