Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 i | s íþróttir ísland (0)2 Rúmenía (1)3 0-1 Ionut „Hagi“ Lutu slapp inn 1 vítateiginn eftir aö Bjarnólfur missti boltann á slæmum stað og skoraði af öryggi. 0-2 Ionel Danciulescu (59.) stakk íslensku vörnina af í skyndisókn, rétt eftir að Bjarni nýtti ekki dauða- færi hinum megin. 0-3 Laurentiu Rosu (71.) með skalla eftir fyrirgjöf frá Lutu. 1- 3 Sigþór Júliusson (78.) skor- aði úr markteignum eftir góðan und- irbúning Bjama Guðjónssonar sem komst af harðfylgi að endamörkum hægra megin og gaf fyrir markiö. 2- 3 Sigurvin Ólafsson (85.) fékk boltann í miðjum vitateignum eftir fyrirgjöf Ólafs Stígssonar og skalla Guðna Rúnars, lék á vamarmann og sendi boltann laglega i homið fjær. Lið tslands: Árni Gautur Arason - Bjarki Stefánsson, Brynjar Gunn- arsson, Guðni Rúnar Helgason, Am- ar Viðarsson - Sigurvin Ólafsson, Valur Fannar Gíslason (Jóhannes Harðarson 72.), Bjarnóifur Lárusson (Stefán Þ. Þórðarson 63.), Ólafur Stígsson - Þorbjöm Atli Sveinsson (Sigþór Júlíusson 76.), Bjarni Guð- jónsson. Lið Rúmeníu: Tufisi - Contra, Craciunescu, Ienosi, Boldhan (Reg- hecantut 79.) - Lita, Hildan, Lutu, Trica - Danciulescu (Ciodolo 87.), Rosu (Ilie (83.) Markskot: ísland 10, Rúmenía 8. Hom: ísland 4, Rúmenía 1. Gul spjöld: Bjarni, Brynjar, Hild- an, Lutu. Rauö spjöld: Engin. Dómari: Robert Sedlacek, Austur- riki. Þokkalegur en með mistæka að- stoðardómara. Áhorfendur: Um 200. Sigþór Júlíusson var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn í gær þvi hann skoraði tveimur mín- útum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Þetta var önnur snert- ingin, ég var búinn að eiga eina viö- stöðulausa sendingu," sagði Sigþór. Atli Eðvaldsson beið í gær sinn fyrsta ósigur sem landsliðsþjálf- ari, i fimmta leik sínum. Af íjómm þeim fyrstu vann íslenska liðið þrjá og gerði eitt jafntefli og skoraði 12 mörk gegn 1. ísland er efst í riðlinum þrátt fyrir ósigurinn en staðan er þessi: tsland 3 2 0 1 7-3 6 Rúmenía 2 2 0 0 5-3 6 írland 1 1 0 0 4-0 3 Litháen 2 0 0 2 1-5 0 Makedónía 2 0 0 2 0-6 0 Sigurmark frá Asprilla Faustino Asprilla, sóknar- maður Newcastle, hélt upptekn- um hætti í gærkvöldi og skoraði sigurmark Kólumbíu, 0-1, gegn Ekvador í undankeppni HM. Þetta var sjötta mark hans í keppninni og Kólumbíumenn eru með sigrinum efstir í Suður- Ameríku. Þar leika allar níu þjóðirnar í einum riðli, tvöfalda umferð, og fjórar efstu komast i lokakeppnina í Frakklandi. Stórsigur Frakka Frakkar unnu stórsigur á Tyrkjum, 4-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. Laurent Blanc, Reynald Pedros, Youri Djorkaeff og Robert Pires skor- uðu mörkin. Þjálfari Mannheim sagði upp Klaus Schlappne, þjálfari Mannheim, liðs Bjarka Gunn- laugssonar, í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu, sagði upp störf- um í gær í kjölfar slaks árang- urs. Við starfi hans tekur að- stoðarþjálfari Mannheim. Carbone til Sheffield Benito Carbone, framherji Inter Milan á Ítalíu, er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Shefiield Wednesday. Hann fer í læknisskoðun í dag og standist hann hana skrifar hann undir samning við félagið. . Bjarnólfur Lárusson í hörkubaráttu viö Rúmenann Catalin Lita á Varmárvelli í gær. Á litlu myndinni fær Sigurvin Ólafsson, fyrirliöi íslenska iiösins, slæma byltu eftir viðskipti viö varnarmánn Rúmena. DV-mynd Brynjar Gauti Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu: Hefðu þurft fimm mínútur í viðbót - naumur ósigur gegn Rúmenum, 2-3, eftir góðan endasprett íslenska 21-árs liðið hefði þurft 5 mínútur til viðbótar til að ná í stig gegn Rúmenum í Mosfellsbænum í gær, og það stig hefði ekki verið óverðskuldað. Eftir að Rúmenar höfðu náð 3-0 forystu í síðari hálf- leiknum áttu íslensku strákamir frábæran endasprett, skoruðu tvö mörk og voru komnir á bullandi siglingu - en of seint. Lokatölurnar urðu 2-3 og þessi ósigur kann að reynast afdrifaríkur í baráttunni um efsta sætiö i riðlinum. ísland var meira með boltann í leiknum en bitur reynsla segir að það gefi lítið í alþjóðlegum fótbolta í dag. Liðið lék oft ágætlega úti á vell- inum en gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Rúmenar spiluðu skynsamlega en voru ekki heldur að búa til neitt að ráði í sókninni. Þrjú mörk, tvö þeirra mjög ódýr, var mjög góð uppskera hjá þeim miðað við færi. Annað markið skoruðu þeir nokkrum sekúndum eftir að Bjami Guðjónsson fékk dauðafæri til að jafna hinum megin á vellin- um. Vendipunkturinn var korteri fyr- ir leikslok þegar Sigþór Júlíusson kom inn á sem varamaður. Hann skoraði strax og gerði mikinn usla í vöm Rúmena það sem eftir var leiks. Sigurvin Ólafsson bætti við öðru marki en tíminn var of naum- ur til að jafna. „Strákarnir sýndu vilja, aga og þolinmæði með því að komast inn í leikinn aftur. Ég er svekktur yfir mörkunum sem við fengum á okkur en strákamir náðu að rífa þetta upp, Sigþór kom mjög sterkur inn og það var nógur kraftur í liðinu til að spila annan leik á eftir. Þrátt fyr- ir tapið er nóg eftir af leikjum í riðl- inum. Það getur allt gerst og við verðum bara að vera þolinmóðir og halda áfram að standa okkur,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari íslenska liðsins, við DV eftir leikinn. -VS k 1 Haraldur draumaliðs- meistari Haraldur Ingólfsson, íslandsmeistari í knattspymu meö ÍA, tók í gær við verðlaunum sínum sem draumaliðsmeistari DV 1996. Eins og áður hefur komið fram sigraði lið Haraldar, Hagur FC, í draumaliðsleiknum vinsæla. Haraldur fékk að launum ferð fyrir tvo til Evrópu með Sam- vinnuferðum/Landsýn og hyggst nýta sér vinninginn á næsta ári. Aðrir vinningshafar, tíu talsins, fá úttektarvinninga frá sportvöruversluninni Spörtu. „Það var stórskemmtilegt að taka þátt í þessum leik og það sem gerði útslagið hjá mér var að í vor veðjaði ég á félaga minn, Bjama Guðjónsson. Hann fékk stig- in sem réðu úrslitum fyrir mig,“ sagði Haraldur við DV. Á myndinni tekur Haraldur við gjafabréfi frá Sam- vinnuferðum/Landsýn úr hendi Eyjólfs Bragasonar, yfirmanns íþróttadeildar ferðaskrifstofimnar. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.