Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 9 DV Elskhugi Díönu vill kæra Sun James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu, ihugar nú að nöfða mál gegn æsifréttablaðinu Sun eftir að blaðið hélt þvi fram að til væru myndbandsupptökur af honum og Díönu í ástarleikjum. Prinsessan hefur ekki látið mikið uppi en sendi þó frá sér stutta yfir- lýsingu þess efnis að hún kannaðist ekki við að myndimar, sem sýndar voru margsinnis í sjónvarpi á þriðjudag, væru af henni og Hewitt. Formaður siðanefndar bresku pressunnar, Lord Wakeham, ávítti fjölmiðla fyrir þá flóðbylgju hneykslisfrétta sem þeir hafa birt um konungsfjölskylduna. Hann sagði fjölmiðlana vera að misnota rétt sinn og veikja stöðu sína til sjálfstýringar. „Þó atburðimir varði einkum konungsfjölskylduna og fyrrum meðlimi hennar, sem vekja athygli almennings, þá er lykilatriði að hér er um innrás í einkalíf fólks að ræða og þetta hefur víðtækari af- leiðingar," sagði Wakeham og bætti því við að hann hefði mestar áhyggjur af þeim bömum sem þessi mál snertu þó hann nefndi ekki sér- stök dæmi. Díana og Karl prins eiga tvo syni og hertogaynjan Fergie og Andrew prins eiga tvær dætur. „Þegar hneykslismál ber á góma Díana prinsessa. og þeim er slegið upp í fjölmiðlum era það bömin sem mest þjást,“ sagði Lord Wakeham í bréfi sem hann sendi breskum fjölmiðlum og birt var í Times. Keppinautar Sun nýttu sér óspart ógöngur þær er blaðið rataði í og helgaði Daily Mirror málinu sjö síð- ur i gær þar sem salti var stráð í sárin. Maður að nafni Rocky Ryan sagði við breska fréttamenn að hann hefði oft selt breskum fjölmiðl- um sviknar hneykslisfréttir og það væri ekkert mál, blöðin gleyptu við öllu, sérstaklega ef það snerti kon- ungsfjölskylduna. Reuter _____________Útlönd Forsætisráð- herra Tyrklands gagnrýndur heima fyrir Vinstri vængurinn í tyrknesk- um stjómmálum hefur hvatt til atkvæðagreiðslu á þingi um hvort víta beri Necmett- in Erbakan, forsætisráð- herra Tyrk- lands, vegna meintrar linkindar hans í heim- sókn í Líbýu á dögunum. Erbakan hefur ver- ið gagnrýndur fyrir að hafa leyft Gaddafi Líbýuforseta að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæðisbar- áttu Kúrda á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra án þess að gera athugasemdir. Ef vítum- ar verða samþykktar verður Er- bakan að segja af sér. Forseti Tyrklands, Suleyman Demirel, vísaði í gær á bug kröf- um Kúrda um sjálfstæði. Yfir 20 þúsund manns hafa látið lífið í átökum tyrkneskra hermanna og skæruliða Kúrda á síðastliðn- um 12 árum. Reuter m Arfur horfinna kynslóða Jurtasmyrsli Erlings grasalæknis fást nú í apótekum og heilsubúöum um land allt. * Græöismyrsl * Handáburður * Gylliniæöaráburöur Framleiöandi: íslensk lyfjagrös ehf. < Dreifing: Lyfjaverslun íslands hf. Btv- ■■■■--. vlB Helgarferð til London 17. október, frá kr. 24.930 Lundúnaferðir Heimsferða njóta ótrúlegra vinsælda og uppselt er í íyrstu ferðimar okkar. Nú bjóðum við nýjan gististað, rétt hjá Oxfordstræti, frábærlega staðsettan, með góðum aðbúnaði. Öll herbergi em með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Síðustu sœtin 17. október Verðkr. 16.930 Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudaga til fimmtudaga í október. Verð kr. 24.930 M. v. 2 í herbergi, Invemess Court með morgunverði, 17. október, 4 nætur. Skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV r///////////#///// allt mllll himin Smáaugtýsingar | 5505000 Shell í næsta nágrenni TSlú þegar skammdegið færist yfir er nauðsynlegt að fara varlega og sjást í umferðinni. Allir þurfa að nota endurskinsmerki jafnt ungir sem aldnir. Starfsfólk Shellstöðvanna ætlar að leggja sitt að mörkum til að auka öryggi viðskiptavina sinna í umferðinni með þvi að gefa þeim endurskinsklemmur. Klemmurnar eru fallegar og auðvelt er að setja þær á og taka af og þær skemma ekki föt. það fólk er séð sem sést. Endurskinsklemmurnar verða gefnar á meðan að birgðir endast frá og meö þriðjudeginum 8. okt. 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.