Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV á viðhorfi til nýs prestsembættis á meginlandi Evrópu: Mikill meirihluti kjósenda andvígur brauði séra Flóka Mikill meirihluti kjósenda er andvígur ráðningu íslensks prests, séra Flóka Kristinssonar, á megin- landi Evrópu með aðsetri í Lúxem- borg. Kynbræður Flóka eru frekar andvígir embættinu en konur. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV sem gerð var um síð- ustu helgi af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ráðningu ís- lensks prests í Lúxemborg?" Sé tekið mið af svörum allra í könnuninni sögðust 22,7 prósent vera fylgjandi embættinu, 47 pró- sent voru því andvíg, óákveðnir voru 28,7 prósent og 1,7 prósent að- spurðra vildu ekki svara spurning- - konur eru frekar hlynntar embættinu en karlar DV Ráðning íslensks prests í Lúxemborg - viöhorf kjósenda samkv. skoöanakönnun DV Niöurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: Svara ekki Óákveðnir eru teknir þeir sem tóku afstöðu niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi Andvígir Andvígir unni. Því tóku sjö af hverjum tíu í könnuninni afstöðu til spurningar- innar. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku voru 32,5 prósent fylgj- andi embættinu í Lúxemborg en 67,5 prósent voru því andvíg. Meiri andstaða á landsbyggðinni Þegar afstaða kjósenda er skoðuð eftir búsetu kemur í ljós að þeir sem eru andvígir prestsembættinu eru mun fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfóllin eru mjög svipuð í hópi fylgjenda. Afstaða kynjanna er misjöfn. Kynbræður Flóka virðast ekki sýna nýja embættinu skilning því tals- vert fleiri karlar en konur eru and- vígir embættinu. Að sama skapi eru konur fjölmennari í hópi fylgjenda embættisins. -bjb Verslun á Þingeyri í rúm 20 ár: Unga fölkið snýr til hefð- bundinna matarvenja - segir Jóhanna Jónsdóttir verslunarmaður DV, Þingeyri: „Reksturinn gengur alveg bæri- lega. Það eru auðvitað sveiflur í þessu eins og gengur og það er oft lakast á haustin. Við erum gallhörð á því að halda áfram,“ segir Jó- hanna Jónsdóttir hefur rekið Versl- un Gunnars Sigurðssonar á Þing- eyri ásamt manni sínum Gunnari Sigurðssyni undanfarin 20 ár eða síðan 6. desember 1975. Verslunin er önnur tveggja matvöruverslana á staðnum og er rekin í samkeppni við Kaupfélag Dýrfirðinga. Jóhanna segist ekki merkja samdrátt í versl- uninni með bættum samgöngum. Hún segir að neyslumynstrið hafi breyst talsvert í gegnum árin. „Þetta hefur sérstaklega breyst með unga fólkinu sem er komið út í pitsurnar. Þó held ég að allra síð- ustu árin hafi unga fólkið tekið við sér aftur með að taka slátur og hverfa til þeirra matarvenja sem tíðkast hafa í gegnum tíðina. Það er farið að spá í aurinn sinn. Fólk hef- ur gott upp úr þvi að vinna matinn heima,“ segir Jóhanna. -rt -...- Johanna Jónsdóttir í verslun sinni á Þingeyri. Dagfari Beðið eflir hlaupi Eftir þvi sem liðið hefur á gosið í Vatnajökli hefur spenna aukist jafnt og þétt meðal þeirra blaða- manna og ljósmyndara og sjón- varpsmanna sem dvalið hafa aust- ur á söndum. Sá fríði hópur hefur haldið vöku sinni nætur og daga og beðið þolinmóður eftir Skeiðarár- hlaupi. Með fréttum sínum af gossvæð- inu hafa þessir árvökulu menn haldið þjóðinni og umheiminum við efnið. Hver stórfréttin af annarri hefur borist að austan um yfirvofandi hlaup. Við höfum séð myndir af söndunum og ánni og fjöllunum í kring og stöku sinnum hefur brugðið fyrir myndum af gosinu sjálfu. Þó ekki oft, því öll at- hygli beinist að hlaupinu. Nú kem- ur það í nótt, segja fréttamenn með öndina í hálsinum, og svo kemur nóttin og hlaupið lætur ekki á sér kræla, og nú kemur það í nótt, segja fréttamenn aftur en bannsett hlaupið lætur á sér standa. Næt- urnar líða og heil vika er liðin og ekkert hlaup. Auðvitað lýjast menn á því að tilkynna hlaup á hverri stundu í heilan sólarhring og marga sólarhringa og heila viku og menn verða þreyttir og slæptir og leiðir af því að mæna upp til fjalla og bíða eftir hlaupi. Vísindamenn eru þó á staðnum til að létta fréttamönnum róðurinn. Þar eru jarðskjálftafræðingar og jarðeðlisfræðingar og vatnamæl- ingamenn og ekki má gleyma göml- um mönnum í sveitinni, sem allir vita hvenær hlaupið kemur. Og þeir eru spurðir og segja sem er að það ráðist af gosinu og jöklinum og framrennsli Grímsvatna og þjóðin er gapandi yfir þessari þekkingu. Annaðhvort kemur vatnið undan jöklinum eða þá að íshellan skríð- ur fram, segja vísndamenn með áralanga starfsmenntun að baki. Vatnið hefur hækkað í Grímsvötn- um, segja þeir spekingslega og fréttamenn hafa þetta eftir þeim og „Kemur þá hlaupið?" spyrja þeir í barnslegri eftirvæntingu, því að það er ekki heiglum hent að bíða í heila viku eftir hlaupi sem á að vera komið fyrir löngu. Alvarlegasta fréttin var þó sú að haft var eftir gömlum bónda á svæðinu að hlaupið kæmi í vor! Blaðamenn voru skelfingu lostn- ir og báru þessa kenningu undir vísndamennina sem klóruðu sér í skeggið og sögðu að þaö réðist af vatnsmagninu og hæð þess í Grímsvötnum og aftur urðu menn fullir aðdáunar yfir þessari visku allri og horfa dolfallnir á sandinn og fljótin og göllin í kring. Vonandi kemur hlaupið. Ekki vegna þess að Dagfari vilji Skeiðar- árhlap og allt það tjón sem því kann að fylgja. Heldur hitt að þetta er orðinn spurning um úthald fréttamanna og heiður vísinda- manna en allir hafa þessir menn staðið sig frábærlega vel og eiga það fullkomlega skilið að hlaupið komi og komi sem fyrst. Menn geta ekki beðið endalaust. Umheimurinn er líka farinn að bíða í ofvæni, en það eru takmörk fyrir því hvað menn geta beðið lengi og smám saman dofnar áhug- inn og loksins þegar hlaupið kem- ur nennir enginn lengur að fylgjast með þvi eða segja frá því. Það kem- ur of seint. Ekki má heldur gleyma vega- gerðarmönnunum sem eru búnir að ýta og grafa og hlaða varnar- garða og loka veginum á hverri nóttu og þurfa svo að opna aftur og öll er þessi vinna unnin fyrir gýg ef hlaupið kemur ekki fyrr en of seint eða þá þannig að öfl vinnan fer í súginn þvi að hlaupiö kann að verða öðruvísi en menn hafa reikn- að með. Og þá hafa miklir fjármunir far- ið fyrir ekki neitt og það má ekki gerast. Vonandi hefur hlaupið komið i nótt. Vonandi kemur hlaup. Von- andi verður öll þessi bið og öll þessi vinna til einhvers gagns. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.