Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996
Fréttir
Jón Baldvin Hannibalsson hefur ákveöið að hætta formennsku i Alþýðuflokknum:
Guðmundur Árni, Sighvatur,
Rannveig og Össur í slaginn
- eru öll þegar farin aö þreifa fyrir sér um stuðning á flokksþinginu
Samkvæmt heimildum úr
innsta hring Alþýðuflokksins
hefur Jón Baldvin Hannibalsson
ákveðið að láta af formennsku í
flokknum á flokksþinginu sem
haldið verður í næsta mánuði.
Um leið og þetta var ákveðið
fóru fjórir þungavigtarmenn af
stað í formannsslag. Þetta eru
þau Rannveig Guðmundsdóttir,
formaður þingflokksins, Guð-
mundur Árni Stefánsson, vara-
formaður flokksins, Sighvatur
Björgvinsson og Össur Skarp-
héðinsson. Þau láta heldur ólík-
indalega hvað þetta varðar en
samkvæmt heimildum DV eru
þau þegar byrjuð að þreifa fyrir
sér meðal flokksmanna úti um
cillt land.
Rannveig Guðmtmdsdóttir,
formaður þingflokks jafnaðar-
manna, talaði þannig á krata-
fundi í Kópavogi í fyrrakvöld að
fólk tók það sem gefið að hún
ætlaði í formannsslaginn.
„Það sem ég sagði var að við
skyldum búa okkur undir for-
mannsslag á flokksþinginu. Ég
sagði líka að það væri aldrei að
vita nema fjórir gæfu kost á sér
ef Jón Baldvin hætti. Ef hann
gefur ekki kost á sér áfram býst
ég við að ýmsir skoði hvemig
flokk jafnaðarmenn vilja móta og
hlusta á strauma I sínum flokki.
Hvort ég verð þar með kemur í
Ijós. Ég hef ekki tekið ákvörðim
um að fara í formannsslaginn en
ég hef heldur ekki tekið ákvörð-
un um að gera það ekki,“ sagði
Rannveig Guðmundsdóttir í sam-
tali við DV í gær.
„Ég bíð að sjálfsögðu eftir því
hvaða ákvörðun formaðurinn
tekur. Ef niðurstaðan verður sú,
sem margir hafa verið að tala
um, að hann hætti þá mun ég að
sjálfsögðu íhuga það mjög alvar-
lega að gefa kost á mér. Það hafa
margir flokksmenn haft sam-
band við mig vegna þessa. Það er
Rangárvalla-
sýsla:
Sýslumað-
ur lætur
innheimta
vaskinn
Sýslumaður Rangárvalla-
sýslu hefur nú ákveðið að láta
innheimta virðisaukaskatt af
réttarballinu í Njálsbúð í V-
Landeyjum.
í yfirlýsingu frá sýslumann-
inum segir m.a.:
„Virðisaukaskattur hefur
eigi til fallið í þessu umdæmi
vegna réttarballa á vegum
ungmennafélaga, þar sem
tekjur hafa ekki náð lág-
marki, enda um fámennar
samkomur að ræða, og eina
tekjulind ungmennafélaga.
Þessu hefur þó verið á annan
veg farið með dansleiki í einu
félagshimili, þ.e. Njálsbúð í
Vestur-Landeyjum, enda hef-
ur Njálsbúð greitt vask af rétt-
arböllum, þar sem aðsókn þar
hefur verið allmikil og vel
yfir þeim tekjum er ná til
greiðslu virðisaukaskatts.
Sýslumaðin- ákvað nú í
haust að Njálsbúð greiddi
ekki skatt af seldum miðum,
ef svo færi að samkoman yrði
fremur fámenn, sem forsvars-
menn Ungmennafélagsins
Njáls töldu að gæti orðið.
Samkvæmt skýrslu lögreglu
um fjölda seldra miða ber að
greiða vask af réttarballinu
12. október sl.
í samræmi við framan-
greint hefur málinu verið vís-
að til meðferðar Skattstjóra
Suðurlandsumdæmis, til
álagningar virðisaukaskatts.
Málið barst DV frá íbúa í
Vestur- Landeyjum, sem telur
sig knúinn til að kvarta um
„hæpið réttlæti", enda sé
hann skattgreiðandi."
Komin yfir hlauphæð
- venjuleg hlauphæö 1460 m - hlauphæð nú talin 1510 m
Kirkjuþing hófst f gær. Búist er viö Ifflegum umræöum um stööu kirkjunnar eftir allt þaö sem á undan er gengiö síö-
ustu mánuöina. Hér á myndinni sitja þeir saman viö setningu þingsins séra Jónas Gíslason vfgslubiskup, séra Sig-
urbjörn Einarsson biskup og séra Bolli Gústavsson vígslubiskup. DV-mynd GVA
Vatnshæðin í Grímsvötnum:
Vatnshæð Grímsvatna er nú
komin fram úr því sem hún er þeg-
ar hleypur við venjulegar aðstæð-
ur, það er að segja þegar rólega
rennur í þau og vatnið hefúr haft
tíma til að vinna á þeim þröskuldi
fyrir frárennslinu sem er í botni
vatnanna. Sú hæð er í kringum
1460 metrar, að sögn Páls Einars-
sonar, jarðeðlisfræðings á Raunvís-
indastofnun Háskólans.
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Hafa konur nægileg völd
í Sjálfstæðisflokknum?
Þegar jafn hratt rennur i vötnin
og hefur gerst í nýafstöðnum elds-
umbrotum hefur vatnið ekki tíma
til að bræða sig í gegnum þröskuld-
inn og þá telja jarðeðlisfræðingar
að hæðin þurfi að vera nokkru
meiri, eða um 1510 metrar, til að
lyfta jöklinum svo að vatnið geti
þrýst sér undir íshelluna og rutt
sér rás undir jöklinum niður á
Skeiðarársand. Vatnsborðið mun
nú vera nærri því marki en þegar
GPS-hæðarmælingartækjunum var
komið fyrir á Grímsvatnaísnum
reyndist hæðin vera 1500 metrar.
Mælingartækin á Grímsvötnum
hafa ekki getað komið frá sér boð-
um til Norrænu eldfjaUastöðvar-
innar frá því þau voru sett niður og
þar til í gær. Fyrst var talið að
sendir á Grímsfjalli væri bilaður.
Svo mun þó ekki hafa verið sam-
kvæmt upplýsingum DV heldur
hafi það verið móttökubúnaður í
Reykjavík sem var bilaður. Þegar
hann komst í lag í gærdag tóku
merki frá tækjunum að berast.
-SÁ
Þeirra er saknað
Mennimir sem saknað er eftir að
vélbáturinn Jonna SF frá Höfh í
Hornafirði fórst heita: Jón Gunn-
ar Helgason skipstjóri, 41 árs,
kvæntur og fjögurra barna faðir.
Vignir Högnason vélstjóri, 32 ára,
en hann er í sambúð og á tvö börn
og tvö fósturböm. Guðjón Kjartan Jón Gunnar
Viggosson, 18 ara, haseti. Helgason.
Vignir Guöjón Kj.
Högnason. Viggósson.
að sjálfsögðu ekki óeðlilegt í ljósi
þess að ég er varaformaður
flokksins," sagði Guðmundur
Árni Stefánsson.
„Ég mun enga yfirlýsingu gefa
fyrr en formaður flokksins hefur
gefið út yfirlýsingu um hvað
hann ætlar að gera,“ sagði Sig-
hvatur Björgvinsson í gær.
Ekki náðist í Össur Skarphéð-
insson.
-S.dór
Stuttar fréttir
Póiitískur áhugi
Tæpur fjórðungur lands-
manna horfði á stefnuræðu for-
sætisráðherra í sjónvarpinu en
aðeins 5,5% á umræðumar á eft-
ir, samkvæmt skoðanakönnun
sem gerð var fyrir Alþingi. RÚV
segir frá.
Triliubátatryggingar
Landssamband smábátaeig-
enda leitar nú tilboða í trygging-
ar á trillubátum fyrir félags-
menn sína. Tryggingagjöld era
nú milli hálf og ein milljón
króna. Dagur-Tíminn segir frá.
Flugleiöir efla flotann
Flugleiðir ætia að panta nýja
Boeing 757 flugvél sem á að
verða tilbúin að ári og aðra sem
á að taka í notkun í apríl 1999.
Hvor vél kostar um 3,5 millj-
arða króna. RÚV segir ffá.
Bessastaðabækurnar
Bessastaðabækumar um-
deildu, sem birst hafa nokkuð
reglulega í Alþýðublaðinu og
fjalla á gamansaman hátt um
kosningabaráttu og forsetadóm,
verða gefhar út í bók fyrir jólin.
Alþýðublaðið segir frá.
Óiafur í jólabókum
Tvær aðrar bækur munu
koma út rnn Ólaf Ragnar Gríms-
son og feril hans um jólin. Önn-
ur er gefin út af stuðningsmönn-
um hans, en hin af nýju forlagi.
Alþýðublaöið greinir frá.
Hundahársvettlingar
Kona í Borgarfirði tók sig til
þegar hundurinn hennar fór úr
háram síðast og hélt saman hár-
inu sem hún burstaði af dýrinu
og spann úr því gam og prjónaði
vettlinga. Bændablaðið segir frá.
Grunnskólalög brotin
Foreldrasamtökin hafa vakið
athygli menntamálaráðherra á
að grunnskólabörn fái minni
kennslu en lög mæla fyrir um.
Bæði séu kennslustundir í
stundaskrá sums staðar of fáar
og starfsdagar kennara enn tekn-
ir af kennslustundum.
Annmarkar á ráðningu
Umboðsmaður Alþingis telur
að verulegur annmarki hafi veriö
á ráðningu byggingarfulltrúa fyr-
ir Eyjafjarðarsvæðið fyrir tveim-
ur áram, þar sem sá sem ráðinn
var hafi ekki uppfyllt hæfhisskil-
yrði. Morgunblaðið segir frá.
Forsetinn til Danmerkur
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, fer í sína fyrstu opin-
beru heimsókn til útlanda í
næsta mánuði og heimsækir þá
Danmörku.