Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1996, Blaðsíða 13
lto\hXÍ)AGUR 16. OKTOBER 1996 Musica Antiqua Framundan eru þrennir tón- leikar fyrir vaxandi fjölda áhuga- manna um fyrri tíma tónlist hér á landi; tónlist frá miðöldum, endurreisnar- og barokktímanum og fram á klassíska tímabilið. Yf- irskrift tónleikanna er Norður- ljós, og þeir verða þrjá sunnu- daga í röð. Fyrstu tón- leikar Norð- urljósa verða sunnudaginn 20. október (kl. 17 í forsal Þjóðminja- safnsins). Þar leika Camilla Söderberg, Rut Ingólfs- dóttir, Peter Tompkins, Judith Þor- bergsson, Guðrún Ósk- arsdóttir, Snorri Örn Snorrason og Sigurð- ur Halldórsson tónlist eftir Vivaldi, sem var eitt af höfuðtón- skáldum barokktímans. Hópur- inn kemur saman sérstaklega fyr- ir þessa tónleika og leikur hana á barokkhljóðfæri. 27. nóvember syngur Voces Thules-hópurinn „Vesper" eða kvöldtíöasöng úr Þorlákstíðum, | sem er íslensk tónlist úr handrit- um frá 14. öld. Forsmekkinn fengu tónleikagestir á ógleyman- legum' tónleikum í Sundhöll Reykjavíkur á Listahátíð í sum- ar. Hópurinn er að vinna tíðirnar allar, sem verða um fjórir klukkutímar i flutningi, og stefna að því að gefa þær út á hljóm- diski 1998. Robert A. Ottósson skrifaði á sínum tíma doktorsrit- gerð um þetta tónverk á þýsku og hún hefur orðið hópnum lykill að því. Þessir tónleikar verða kl. 17 í anddyri Háskóla íslands. Loks mun svo hinn heims- þekkti þýski tónlistarhópur Sequentia flytja miðaldatónlist við eddukvæði sunnudaginn 3. nóvember kl. 17 í Þjóðminjasafn- inu. Þessa tónlist hefur hópurinn flutt undanfarið á tónleikum sín- um í Evrópu við frábærar undir- tektir og stefnir að því að taka hana upp á hljómdisk hér á landi. Tónleikamir eru haldnir í samvinnu Musica Antiqua og Ríkisútvarpsins. Ævintýri fyrir full- orðna Myndlistarkonan Björg Örvar hefur gefið út skáldsögu með löngum titli: Meinaböm og mar- | íuþang, ævin- týri um ást- skyldar verur og un- aðstak kræð- unnar. Björg hefur áður gefið út Björg Örvar. ljóða- bók, en þessi fyrsta skáldsaga hennar gerist í sjávarþorpi og sveitinni upp af þvi og segir frá kynlegum fyrirbærum og undarlegum örlög- um manna og dýra. Að sögn höf- undar er þetta „ævintýri fyrir fullorðna, þroskasaga, ástar- og * harmsaga, magnþrungin, losta- full og gleðirík með írónísku ívafi.“ Björg gefúr bókina út sjálf í 100 tölusettum og árituðum ein- tökum (enda kallar hún forlagið sitt 100 bóka forlagið) og selur hana á vinnustofu sinni, Álafoss- vegi 18b í Mosfellsbæ. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir _________________ menniagn Sigríður Ella syngur heima Sigríður Ella Magnúsdóttir hefur verið á far- aldsfæti um veröldina síðan hún fór til Vínar til að læra söng fyrir margt löngu og síðastliðna tvo áratugi hefur hún verið búsett í Englandi. Hún er hér í nokkurra vikna heimsókn núna og tekur þátt í Spönskum kvöldum í Kaffileikhúsinu með fríðu föruneyti. „Ég tók því boði þegar mér var sagt hverjir ættu að leika undir hjá mér,“ segir hún. „Ég hafði heyrt í Pétri Jónassyni og Einari Kristjáni Einarssyni á tónleikum í Wigmore Hall og vissi að mér yrði óhætt með þeim.“ En hvað er eiginlega langt síðan hún söng heima síðast? Óratóríur og óperur „Ég söng hér snemma í vor, í apríl minnir mig, í Gerðarsafni í Kópavogi; en síðast tók ég þátt í óperusýningu þegar Islenska óperan setti upp Rigoletto, líklega 1989. En ég hef ekki alltaf verið á lausu og það er erfitt fyrir óperuna héma að ráða manneskju sem getur bara verið í stuttan tíma. Þau hafa verið þolinmóð við mig, til dæmis þegar ég söng í Carmen, Aidu og II Trovatore, og skipt um söngvara þegar ég þurfti að fara. Þegar bömin mín vora lítil kom ég með þau með mér hingaö. Einhvem tíma fóra þau i skóla héma meira að segja. En þegar þau stækkuðu varð erf- iðara að þvæla þeim fram og aftur.“ - Hvar hefúrðu þá sungið? „Undanfarin ár hef ég sungið mikið af óratorí- um og öðram kirkjuverkum, Jólaóratóríu Bachs, Sálumessu Mozarts, 9. sinfóníu Beethovens, til dæmis, sem era vinsæl í Bretlandi allt árið um kring, því þar er mikil kórmenning. Þá kem ég samdægurs á æfingu hjá kórnum og syng svo á tónleikum um kvöldið. Ég hef líka verið staögengill söngkvenna i að- alhlutverkum í stóra óperuhúsunum, í Carmen, Samson og Dalilu, Cosi van tutte, Aidu og Werther. Þá syng ég allar æfingar, því stjörnurn- ar koma bara á sýningar, og er svo til taks ef eitt- hvað kemur upp á. Alls hef ég verið staðgengill á um níutíu sýningum, þar af fiöratíu á ferðalagi Covent Garden um Austurlönd en aðeins einu sinni hef ég sungið á sýningunni. Þá söng ég hluta af Carmen í Japan. Það er þægilegt starf að vera staðgengill, þá situr maður heima hjá sér og fær borgað fyrir það! Auðvitað er það líka frústrerandi, en bót er í máli að ég hef líka sungið í óperam og verið að- almanneskjan sjálf. Síðast söng ég i Aidu í Hol- land Park í London í fyrrasumar og í Grímudans- leiknum á þessu ári.“ - Hvað viltu helst syngja? „Ég er alltaf að komast meira og meira inn í Verdi. Til dæmis hef ég nokkram sinnum sungið Úlriku i Grímudansleiknum. Hún er spákerling, hálfgerð nom. Hlutverkið er mjög krefiandi og passar vel fyrir konu á mínum aldri. Það eru þrjár gerðir af mezzósópran rödd, létt- ur og lýrískur mezzósópran, dramatískur mezzó- sópran, og svo ein gerð þar á milli. Sú lýríska syngur til dæmis i óperam Mozarts, en þau hlut- verk hæfa mér ekki vel. Milligerðin syngur til dæmis Carmen. Hún þarf að hafa kjöt á röddinni. Þegar ég hef sungið hlutverk í þessum stil hefur mér gengið þeim mun betur sem salurinn hefur verið stærri. Þegar ég söng síðast í Wigmore Hall sögðu gagnrýnendur að ég ætti greinilega heima í stóra húsi. Og nú er ég hér í Kaffileikhúsinu! En það er ekkert vont að syngja þar. Að vísu hlýt ég að játa að mér finnst svolítið ruddalegt að vera svona ofan í fólki meðan ég er að belgja mig - þeir sem næstir sifia geta talið fyllingamar í tönnunum á mér! En mér er alveg sama hvar ég syng. Nú er ég á leiðinni að verða dramatískur mezzósópran. Maður þarf aö vera líkamlega sterkur til að takast á við þessi krefiandi hlut- verk. Ekki feitur, en þú sérð ekki magran lyft- ingamann! Dalila í ópera Saint-Saéns er mitt hlutverk. Umboðsmað- urinn minn segir að engin syngi hana betur en ég! Hún hentar mér afskap- lega vel, auk þess sem mér þykir gaman að syngja á frönsku. Svo syng ég Carm- meðal annars sungið hana í Frakklandi á frönsku, og mörg fleiri hlutverk. Auk þessa hef ég sungið á ljóðatónleikum, ein eða með öðrum, einstaka sinnum með manninum minum, Simon Vaughan bassbarítón. Oft er mér boðið að vera einsöngvari, til dæmis með karla- kórum, og þá syng ég allt sem beðið er um, allt frá óratóríum til Gilberts og Sullivan. Þó á ég erfitt með að syngja á málum sem ég hef ekki til- finningu fyrir, til dæmis slavneskum málum.“ Að vita hvernig veðrið verður - Er einhver munur á að syngja fyrir landa sína og annað fólk? „Nú era Bretar næstum orðnir landar mínir, en samt er munur á að syngja fyrir þá eða íslend- inga. Það er erfitt að útskýra í hverju hann felst, en hér er eins og maður viti einhvers staðar inni í sér hvernig veðrið verður bráðum. Þessari til- finningu nær maður aldrei erlendis, hversu lengi sem maður býr þar. Mér finnst ég líka vita hvern- ig fólk muni bregðast við hér, og einhvem veginn slaka ég á þegar ég kem hingað. Ég finn hvað ís- lenskum áhorfendum þykir vænt um mig og mér þykir líka óskaplega vænt um þá.“ - Ertu kannski að hugsa um að koma heim? „Okkur dreymir um að eyða meiri tíma hér. Maðurinn minn er mikill málamaður og var að bæta við sig rússnesku þegar elsta barnið okkar fæddist. Þá hætti hann rússneskunáminu og fór að læra íslensku með henni, og bömin mín ólust upp á íslensku alveg þangað til þau fóru í skóla. Við Simon kynntumst hins vegar á þýsku, við söngnám í Vín, og töluðum þýsku saman þangað til við fóram að tala ensku við krakkana. Við eig- um lítið hús á Grímsstaðaholtinu sem við erum að hugsa um að stækka svolítið og búa í haginn fyrir okkur." - Hvað er framundan núna? „Núna í lok október á ég að syngja á mik- illi íslandskynningu í Barbican Center í London. Ég syng tvisvar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Ég er bókuð á ýmsa aðra tónleika í London, til dæmis óperadúettatónleika með sópransöng- konu. Svo kenni ég dálítið, aðallega fólki sem hefúr átt í einhverjum vandræðum með röddina; það kem- ur jafnvel til mín frá öðrum lönd- um, Þýskalandi og Noregi til dæm- is.“ - Hvað myndirðu helst vilja gera? „Rækta garðinn minn á allan hátt, bæði í eiginlegum skilningi, þvi við eigum stóran garð á bú- garðinum þar sem við búum, og óeiginlegum: hugsa um fiölskyld- una og syngja. Mér er sama hvar ég syng, því ég hef fengið tækifæri til að syngja á stórum og frægum óperusviðum og öðram ekki eins frægum. Ég hef sungið á Trékyllis- vík á Ströndum, og það eru einir eftirminnilegustu tónleikarnir mínir. Það eru forréttindi að fá að | syngja, en ég vil ekki lengur vera langtímum saman frá fiölskyld- unni. Líf farandóperasöngvarans er afar einmanalegt, hann býr einn í ferðatösku mestan hluta ársins. Ég er ekki viss um að ungum söngvurum sé þetta ljóst. En garðrækt er holl. Það er gott að horfa á hvemig allt tekur sinn tíma að vaxa. Svo er gott að eiga gamla skólafélaga á íslandi sem sinna manni þegar maður kemur i heimsókn." - Hvað syngja mezzósópransöngkonur lengi? „Lengi, ef maður heldur sér vel. Röddin eldist ekkert fyrr en líkaminn að öðru leyti. En maður fer að syngja önnur hlutverk. Þegar ég hætti að syngja hef ég nóg önnur áhugamál, til dæmis önd- un og raddbeitingu. Fyrir utan allar bækurnar sem ég á eftir að lesa!“ Aðdáendur Sigríðar Ellu ættu ekki að biða með að hlusta á hana í Kaffileikhúsinu. Hún verður flogin burt fyrr en varir. Smáatriðin eru ljóðsins virði Hvemig smáatriði geta leitað á hugann og fest í minninu er endurtek- ið yrkisefni í nýrri ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar. Hann er öðru fremur skáld skynhrifa. Á hófstilltan hátt leitast hann við að fanga upplif- anir á hluhim sem við fyrstu sýn láta ekki mikið yfir sér. í skáldskap hans ríkir gjaman viss andakt þótt ljóðin feli ekki í sér beina upphafúingu þess sem ort er um. Það eitt að veita hlut- um athygli getur gert þá skáldlega. Lesandinn fær á tilfmninguna að fyrst smámunir svo sem „litbrigði pollanna", „diskaglamur" eða „gufa úr pylsupotti" séu ljóðs virði þá hljóti hversdagsleikinn að verðskulda eftir- tekt. Óskar Ámi yrkir ekki einungis um veruleikann heldur einnig um drauma og ímyndanir. Bókin skiptist Bókmenntir Kristján Þórður Hrafnsson í þijá hluta og sá síðasti, Vegamyndir, sker sig úr en hann samanstendur af stuttmn textum, ferðalýsingum sem era oft beinar frásagnir. Yfir fyrsta og öðrum hluta hvílir meiri dulúð og þeir eru ljóðrænni. Þar sækir skáldið yrkisefni inn í minnið eða inn í heim ímyndunaraflsins eins og í ljóðinu „Nótt við Nýlendugötu": Ljósameistarinn fikrar / sig hægt upp stigann / með stjörnuskrúfiámið // brothættur geisli / kviknar í glugga hafmeyjunnar // það brakar í tágastól / i sofandi húsi / við Ný- lendugötu // á reikistjömunni Jörð Hér er náð fram sterkri tilfinningu dulúðar og kyrrðar með því að víkka myndina stöðugt. Brak í tágastól er numið ekki aðeins sem hljóð í einu húsi við tiltekna götu, heldur sem at- burður á jörðinni, atburður í him- ingeimnum. í mörgum ljóða Óskars Áma er höfðað á raunsæislegan hátt til heym- arinnar í því skyni að skapa stemn- ingu. Því að hlusta eru lika eignaðar nýjar víddir. Það er talað um að hlusta á ský og í ljóðinu „Skijáfið" virðist „stjörnuskær himinninn" fremur höfða til heymar en sjónar: „Þetta kvöld/ hætti regnið að streyma/ skýin greiddust sundur/ og stjörnuskær himinninn/ kom aftur í ljós:/ fólkið opnaði gluggana/ og hlustaði...“ Óskar Ámi hefur vald yfir sérstök- um tóni. Ljóðstíll hans er hátíðlegur án þess að vera upphafmn. Þegar hon- um tekst best upp vekja ljóð hans áleitna tilfinningu fyrir því að undur tilverunnar leynist allt í kring. Óskar Árni Óskarsson: Ljós til að mála nóttina. Mál og menning 1996£

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.